Tíminn - 05.04.1989, Síða 4

Tíminn - 05.04.1989, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 5. apríl 1989 Aðalfundur Arnarflugs hf. Aðalfundur Arnarflugs hf. fyrir árið 1988 verður haldinn að Hótel Sögu v/Hagatorg í Reykjavík, Skála á 2. hæð í nýbyggingu, miðvikudaginn 12. apríl 1989 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins fyrir liðið starfs- ár ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda félagsins fyrir liðið starfsár ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoð- enda lagðir fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir liðið starfsár. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sem hér segir: a) Breyting á 4. gr., sem heimili stjórn félagsins að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 315.000.000. b) Breyting á 20. og 22. gr., sem mæli fyrir um fjölgun stjórnarmanna úr sjö í níu og að undirskrift meirihluta stjórnarmanna skuldbindi félagið. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning tveggja endurskoðenda. 8. Önnur mál. Stjórn Arnarflugs hf. Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti héraðsdýralæknis í Skógaumdæmi er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar landbúnaðarráðuneytinu, Rauð- arárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní 1989. Embættið veitist frá 1. ágúst 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 3. apríl 1989. Ferðastyrkur til rithöfundar Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns samstarfs í fjárlögum 1989 verði varið 75 þús. kr. til að styrkja rithöfund til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. maí n.k. Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Menntamálaráðuneytið, 30. mars 1989. r uv/ivivou ■ Mnr Suðurland Guðmundur Bjarnason Almennur fundur með Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigðisráðherra, um opinbera manneldis- og neyslustefnu verður haldinn í Hótel Selfoss þriðjudagskvöldið 11. apríl kl. 21. Allir velkomnir. Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu. Garðyrkjufélagi Islands var nýlega færð umtalsverð upphæð að gjöf til minningar um Einar Vernharðsson. Á myndinni er stjórn félagsins ásamt aðstandendum gjafarinnar. Garðyrkjufélag íslands í nýtt húsnæði: 220 þúsund kr. minningargjöf Garðyrkjufélag íslands hefur tekið I notkun nýtt húsnæði undir starfsemi sína. Síðastliðinn föstudag var nýtt félagsheimili tekið form- lega í notkun að Frakkastíg 9. í húsnæðinu verða skrif- stofur félagsins, bókasafn og góð fundaaðstaða fyrir fé- lagsmenn. Húsið var byggt skömmu eftir aldamót en félagið lét gera það allt upp áður en flutt var inn. „Félags- menn lögðu í því skyni á sig mikla sjálfboðavinnu og ýmis fyrirtæki styrktu okkur. Eins og til dæmis Málning hf. sem gaf okkur alla utanliússmálningu og Kaupfélag Árnesinga sem veitti okkur mun meiri afslátt af húsgögnum en venju- lega er gert. Félagið var áður til húsa í lítilli íbúð að Amtmannsstíg sem rúmaði starfsemina engan veginn lengur," sagði Sigríður Hjartardóttir formaður Garðyrkjufélagsins í sam- tali við Tímann. Um leið og aðstaðan nýja var tekin í notkun var greint frá minn- ingargjöf að upphæð 220 þúsund krónur til félagsins. Sigríður Vern- harðsdóttir skýrði frá gjöfinni fyrir hönd systkina sinna. En gjöfin var til minningar um Einar Vernharðsson sem var félagsmaður og vann mikið fyrir Garðyrkjufélagið. „Stjórn fé- lagsins ákvað að verja fénu til að búa Húseign Garðyrkjufélags íslands að notkun fyrir skömmu. bókasafnið húsgögnum og gera það sem best úr garði,“ sagði Sigríður. Garðyrkjufélag íslands er lands- félagsskapur og eru félagar bæði úr röðum áhuga- og fagmanna í garðrækt. Fjöldi félaga er um fimm þúsund manns og nítján deiklir hafa verið stofnaðar víðsvegar um landið. Frakkastíg 9 sem tekin var formlega í Félagið er liðlega hundrað ára gam- alt en það var stofnað árið 1895. Öll starfsemi þess er kostuð með félags- gjöldum eða lögð fram sem sjálf- boðavinna. Á vegum Garðyrkjufé- lagsins er gefið út ársrit, fréttabréf sex sinnum á ári, rekin er pöntunar- þjónusta og fleira. jkb Samningur á milli útgáfufyrirtækja Utgáfufyrirtækin Gramm h.f. og Smekkleysa s.m. hafa gert samning við Steina h.f. um að sjá um alla heildsöludreif- ingu á þeim hljómplötum, snældum og geisladiskum sem tvö fyrrnefndu fyrirtækin gefa út eða flytja inn. Samkvæmt samningnum verður unnið að því að ná sem mestri hag- kvæmni í markaðssetningu útgáfanna og innflutningi fyrir- tækjanna. I fréttatilkynningu frá samnings- aðilunum er sérstaklega tekið fram að Steinar h.f. muni engin afskipti hafa af útgáfulegum ákvörðunum Grammsins og Smekkleysu og muni samningurinn væntanlega styrkja þessa og aðra þætti fyrirtækjanna þar sem betri tími muni gefast til að sinna þeim eftir en áður. Á sama stað kemur einnig fram að hagræðing sú sem skapast við að láta Steina h.f. sjá um þennan þátt í rekstri fyrirtækjanna sé veruleg þar sem mjög kostnaðarsamt hefur reynst að halda uppi sölu- og inn- heimtukerfi. Þess má geta að Steinar h.f. hafa lagt aukna áherslu á að sérhæfa sig sem öflugur dreifingaraðili á hljóm- plötum fyrir aðra útgefendur. í þess- um tilgangi hefur fyrirtækið fjárfest í dýrum tölvu- og hugbúnaði. SSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.