Tíminn - 05.04.1989, Side 5

Tíminn - 05.04.1989, Side 5
Miðvikudagur 5. apríl 1989 Tíminn 5 Vinsælasta fermingargjöfin í ár viröist vera hljómtækjasamstæða sem kostar á bilinu 30 til um 60 þúsund: Hillur við að tæmast í hljómtækjaverslunum Mikil gróska hefur verið í sölu hljómflutningstækja til fermingargjafa að undanförnu og hafa innkaupastjórar verslana sem Tíminn hefur haft tal af þurft að panta inn aukalega til að geta annað eftirspurn viðskiptavinanna. Þó svo að ekki hafí verið hægt að fá uppgefnar nákvæmar sölutölur í öllum tilfellum, þá er Ijóst að hljómflutningstæki sem keypt hafa verið til fermingargjafa hlaupa á hundruðum, og verðið er á bOinu um 30 til 60 þúsund krónur. „Salan á hljómtækjum hefur verið mjög góð, hreint út sagt ævintýra- leg,“ sagði Bjarni Hákonarson versl- unarstjóri hjá Hljómbæ. Hann sagði að þetta hefði frekar líkst skömmt- unarskrifstofu heldur en verslun að undanförnu. Hann sagði að þeir hefðu verið með þrjár gerðir samstæða frá Pion- eer, System 1, System 2 og System 3, og hefði sú ódýrasta verið lang vinsælust. Hún kostaði 45.931 krónu á afborgunarverði fyrir utan geisla- spilara, sem kostar um 18 þúsund krónur. Bjarni sagði að um 400 samstæður hefðu verið seldar síðasta einn og hálfan mánuð, og væri mjög mikið um staðgreiðslu en einnig væru greiðslukortin vinsæl. Þá sagði Bjarni að 14“ sjónvörp væru einnig vinsæl svo og ferðatæki og útvarpsvekjaraklukkur. „Maður merkir breytingar ár frá ári. { fyrra var svolítið meira um að sjónvörpin væru gefin heldur en í ár, núna er það fremur hljómflutningstæki," sagði Bjarni. Aðspurður sagði hann að helst virtust það vera foreldrarnir sem gæfu hljómflutningstækin, en þó væru þess einnig dæmi að fjöl- skyldan væri að slá saman. Bjarni sagðist eiga von á viðbótar- sendingu af hljómflutningstækjum með flugi í dag og væri þar um árgerð 1990 að ræða, og værum við fyrstir Evrópuþjóða til að flytja inn þá árgerð. Hann sagði að þegar væri búið að selja töluvert úr þeirri send- ingu. Halldór Laxdal hjá Radíóbúðinni sagði að Nordmende samstæðan sem þeir hefðu auglýst á sérstöku ferm- ingartilboði væri vinsælust og væri verðið á henni 36 þúsund staðgreitt. Aðspurður um fjölda samstæða sem þeir hefðu selt sagði Halldór að þegar þúsundir væru að fermast, þá væru tugir samstæða ekki mikið. „Við höfum selt þetta upp um leið og það hefur komið og eigum von á næstu sendingu um 10. apríl,“ sagði Halldór. Hann sagði að einnig væru ferðasegulbandstæki vinsæl, úr og Macintosh tölvur. „Verðið á tölvun- um var um 90 þúsund krónur, þá á sérstöku tilboði til skólabarna, en þær kláruðust bara strax," sagði Halldór. Ferðatækin eru frá tæpum 5000 krónum upp í 24 þúsund, allt eftir því hvað er í þeim, en sum þeirra eru með geislaspilara. Aðspurður hvort fólk keypti næstu samstæðu við ef t.d. ofan- greind Nordmende samstæða væri í gær voru vinsælustu hljómtækjasamstæðurnar til fermingargjafa hjá Hljómbæ uppseldar, eins og myndin ber með sér, en von var á nýrri sendingu með flugi síðdegis í gær eða í dag. Tíniamynd Pjetur uppseld sagði hann svo ekki vera heldur væru kaupin gerð og fólkið fengi samstæðurnar afhentar þegar næsta sending kæmi. Sem og í Hljómbæ eru það einkum foreldr- arnir og jafnvel einhverjir fleiri að- standendur sem virðast gefa hljóm- tækin, en afinn og amman útvarps- vekjarana. Um greiðslufyrirkomulag sagði Halldór að einkum væri um greiðslu- kort að ræða, en einnig þónokkuð um staðgreiðslu. Hjá Japis fengust þær upplýsingar að mjög góð sala hefði verið í hljómtækjum hjá þeim. „Allt þetta magn sem við höfðum ætlað okkur til að selja er á góðri leið með að verða búið og að hluta til búið, en ný sending er á leiðinni í vikunni,“ sagði Hallgrímur Halldórsson versl- unarstjóri. Aðspurður sagði hann fjöldi samstæðanna sem seldar hefðu verið hlypi á hundruðum. Hallgrímur sagði að einkum tveir verðflokkar á hljómtækjasamstæð- um væru vinsælastir, annarsvegar Samsungtæki sem kostuðu á bilinu 30 til 35 þúsund krónur og síðan hljómtæki frá Tecniks á um 60 þúsund. Hann sagði að ferðatæki á um 10 þúsund krónur væru einnig vinsæl, en ekki í eins ríkum mæli og samstæðurnar. Aðspurður hverjir væru kaupend- urnir, sagði Hallgrímur að það skipt- ist sennilega til helminga foreldrar og síðan að einhverjir tækju sig saman, þá einkum þegar dýrari sam- stæðan væri keypt. Hann sagði að í raun væri ótrúlega mikið af hljóm- tækjunum staðgreitt, líklega um helmingur, og hinn helmingurinn greiddur með greiðslukortum. -ABÓ Staða samningamála heldur bág. Lítið gengur hjá ASÍ og VSÍ og biðstaða hjá BSRB. Verkfall BHMR hefst á miðnætti. Indriði H. Þorláksson: „Tími til kominn að sjá kröfurnar“ „Ég held fund með samninga- nefndum rikisins og BHMR í dag eins og mér er skylt þegar verkfall er að skella á. Ég mun æskja vitneskju um hvernig hefur miðað í viðræðum deiluaðila. Ég býst við að sjá kröfur BHMR sem -ég hef ekki enn séð, en hljóta að hafa mótast í viðræðum aðila,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjarí í gær. Lítið miðaði í gær í viðræðum ASÍ og VSÍ og var sagt að menn væru í raun í sörhu sporum og fyrir páska. Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að verkfall 11 félaga innan BHMR skelli á á morgun en að sögn Indriða H. Þorlákssonar hafa engar viðræður farið fram um nokkurra daga skeið. Hann sagðist enn engar kröfur hafa séð utan almennt orðaðra yfirlýsinga BHMR í febrúarmánuði s.l. um hærri laun sem yrðu í samræmi við markaðslaun. Indriði sagði að í þessum yfirlýs- ingum hefðu BHMR menn lagt út af töxtum stéttarfélags verkfræð- inga og látið svo að það væri minniháttar tæknilegt vandamál að setja t.d. bókasafnsfræðing á verk- fræðingstaxta. Indriði sagði að það væri fyrir- sláttur af forystu BHMR að halda því fram að viðræður hefðu hafist seint vegna þess að launanefnd ríkisins hafi verið umboðslaus framan af. Staðreyndin væri sú að þeirra kröfur væru dagsettar í febrúar og fyrsti fundur með þeim var haldinn í lok febrúar og síðan reglulega. „Hins vegar hafa þeir alveg litið fram hjá því að þeir eru ekki einir i heiminum. Mál voru að þróast á þessum tíma og augljóst þá að engin forsenda var til að ganga á undan og ganga frá málum við einn lítinn hóp í þjóðfélaginu.“ Indriði sagði að dregið hefði verið frá fyrirfram greiddum laun- um frá upphafsdegi boðaðs verkfalls. Hins vegar hefðu eftirá- greidd laun, svo sem yfirvinna verið greidd. Þannig hefðu útborg- uð laun til þeirra sem boðað hafa verkfall numið rúmlega fimmtíu þúsund krónum. -En er ein ástæða stífni BHMR nú sú, að síðast hafi ekki verið gengið frá samningum heldur gerð- ar bókanir og viljayfirlýsingar sem ríkið hafi lítið gert með síðan? „Nei, það er ekki skýringin. Þessu var að vísu að nokkru svo háttað í samningum við HÍK, en þau mál hafa ekki komið til um- ræðu eða umfjöllunar þannig að á þessu hefur ekki strandaö," sagði Indriði. Hann sagði ennfremur að allt benti til að verkfall skylli á á morgun og ef BHMR legði fram ákveðnar kröfur á fundinum í dag þá mætti segja að bctur væri seint en aldrei. í kjaradeilu BSRB voru samn- ingaviðræður í fyrradag og í gær voru viðræður við einstök félög og verður þeim fram haldið I dag. Kennarar innan BHMR hafa talið að þeir væru verr launaðir en kennarar innan BSRB þrátt fyrir að bornir væru saman menn með nákvæmlega sömu menntun og svipað starf. -Er þetta svo? „Já, það kom í samningunum í fyrra þegar ekki náðist samkomu- lag við HÍK, þá var gengið frá ákveðnum hlutum við KÍ sem leiddu til þess að í vissum tilvikum þá raðast. HÍK kennari verr í launaflokka en KÍ kennari. Það er hins vegar búið að Iýsa því yfir við HÍK að þetta sé atriði sem menn séu reiðubúnir að leiðrétta í þeim samningum sem gerðir verða,“ sagði Indriði H. Þorláksson. -sá Hótel Örk í Hveragerði. Skiptafundur um Hótel Örk: Kröfuskrá lögé fram Á Selfossi var haldinn í gær skipta- fundur í gjaldþrotamáli einkafirm- ans Hótel Arkar og var þar lögð fram kröfuskrá. Á þessum fundi var einnig skipt um skiptastjóra og tók Guðný Höskuldsdóttir, hrl., við stöðunni og voru lagðar fram sér- stakar tryggingar fyrir launum henn- ar ef eignir þrotabúsins hrykkju ekki til. Samkvæmt heimilum Tímans voru kröfuhafar hátt í tvö hundruð talsins og nam kröfuskráin í heild sinni um 256 milljónum króna. Lögmaður Hótels Arkar, Pétur Þór Sigurðsson, mótmælti fjölda krafna og fékk hann frest til 24. þessa mánaðar til að rökstyðja mótmælin. Stærstu kröfuhafar eru Fram- kvæmdarsjóður íslands, sem nú er eigandi hótelsins, með um 50 milljón króna kröfu, Landsbankinn með um 25 milljóna króna kröfu og Búnaðar- bankinn með skuldakröfu er nemur um 20 milljónum króna. Að sögn Sigurðar Sigurjónssonar, skiptaráðanda hjá sýslumanninum á Selfossi, var samþykkt að ákveða ekki á þessum fundi hvenær næsti skiptafundur verður, en boða til hans sérstaklega síðar. KB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.