Tíminn - 05.04.1989, Page 9

Tíminn - 05.04.1989, Page 9
Miðvikudagur 5. apríl 1989 Tíminn 9 llllllllllllll TÓNLIST lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Krístinn Sigmundsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverkum sínum. Brúðkaup Fígarós Um þessar mundir fagnar íslenska óperan 10 ára afmæli sínu með því að flytja eina af öndvegisóperum Mozarts, Brúðkaup Fígarós, sem frumsýnd var laugardaginn 2. apríl. Meistarastykki þetta er 17. viðfangs- efni íslensku óperunnar á þessum 10 árum, en fyrsta viðfangsefnið var I Pagliacci, í Háskólabíói í mars 1979. Brúðkaup Fígarós var einmitt fyrsta óperan sem flutt var á íslensku leiksviði, í Þjóðleikhúsinu veturinn 1949-50, og komu söngvararnir frá Konunglegu óperunni í Stokkhólmi. Á 10 ára afmæli Þjóðleikhússins var Brúðkaupið flutt aftur, og nú voru öll hlutverk önnur en Súsönnu í höndum íslendinga; með því að flytja Brúðkaupið á 10 ára afmælinu skapar fslenska óperan þannig að vissu leyti samfellu í örstutta óperu- sögu þjóðarinnar. Því óperusaga heimsins er miklu lengri - ars longa, vita brevis - og í lærdómsfullri ritgerð í hinni viðamiklu tónleika- skrá segir Jón Ásgeirsson að 8 ár vanti á að 400 ár séu liðin síðan fyrst var flutt ópera á jörðu hér, í Flórens 1597. Jafnframt eru 203 ár síðan Brúðkaup Fígarós var frumsýnt í Vínarborg 1786, þremur árum eftir Skaftárelda 1783 og jafnmörgum árum fyrir byltinguna miklu 1789. Frá því er skemmst að segja, að með þessari sýningu bætir íslenska óperan ennþá einni glæsifjöður í hatt sinn, því þetta er að flestu leyti afar vel heppnuð og skemmtileg sýning. f fyrsta lagi er Brúðkaup Fígarós auðvitað meðal ágætustu ópera, bæði leikritið en þó sérstak- lega tónlistin. Enda slógu aríumar svo í gegn þegar þær heyrðust í fyrsta sinn, að sumar þeirra voru klappaðar upp mörgum sinnum - og raunar samsöngsatriðin líka - og eftir þriðj u sýningu var sett reglugerð þar sem bannað var að endurtaka annað en einsöngsaríur. f Prag varð tónlistin úr Fígaró poppmúsík þeirra tíma og kvað við á öllum dansleikjum, Moz- art sjálfum til mikillar gleði þegar hann kom þangað. Eins og áður sagði, var erlendur söngvari í hlutverki Súsönnu á sýn- ingu Þjóðleikhússins 1969-70 (sem kannski var ekki sjálfgefið, því mig minnir að þetta hafi valdið deilum eins og oft vill verða, og að Guðrún Á. Símonar hafi verið í forsvari fyrir söngkonur vorar í sjónvarpsrifrildi við Guðlaug Rósinkranz). En nú er sem sagt aðalstjarna sýningarinnar, einkum fyrri hlutann, Sigrún Hjálm- týsdóttir, sem syngur Súsönnu. Sig- rún þarf kannski ekki að koma á óvart með sinni aldeilis frábæru frammistöðu í þessu hlutverki, bæði leik og söng, eftir Ævintýri Hoff- manns í vetur - en ég trúi ekki öðru en að hún hafi með þessari frumraun sinni sem Súsanna skipað sér í alþjóðlega fremstu röð í þessu hlut- verki. nb. Algjör nýliði, sem sömuleiðis stendur sig ljómandi vel, er Hrafn- hildur Guðmundsdóttir í hlutverki Kerúbínós: hún syngur prýðilega og leikur af miklum þokka og öryggi. Að sönnu hafa margar þroskameiri söngkonur sungið þetta hlutverk og þess frábærlega fallegu aríur ennþá betur - því tilheyrir „Voi, che sap- ete“ sem a.m.k. mér finnst ein yndislegasta aría í heimi-en Hrafn- hildur gerir þetta ótrúlega vel, hvernig sem á er litið. Ólöf Kolbrún Harðardóttir er greifafrúin, glæsileg og hátignarleg en kvenleg í senn. Segja má að rödd Ólafar hafi fjarlægst Mozart með árunum og nálgast Verdi meira og aðra „dramatík“. Einkum var fyrsta aría hennar, „Porgi amor“, of átaka- mikil í flutningi. Hins vegar létti mjög yfir söng Ólafar er á leið. „Dove sono i bei momenti" í 3. þætti var stórfallega flutt, og í síðari hluta óperunnar hallaði hvergi á Rósínu Almavíva listrænt séð (og raunar ekki í ástamálunum heldur). Hrönn Hafliðadóttir syngur Mars- ellínu: Hrönn er prýðileg söngkona og sýnir ágæt tilþrif í söng og leik eftir því sem hlutverkið gefur tilefni til. Barbarína á eina smáaríu í síðasta þætti sem hin léttstíga Sigríð- ur Gröndal syngur laglega. Karlaliðið er ekki eins heilsteypt í þessari sýningu og konurnar, en þó ekki svo til lýta sé. John Speight syngur Fígaró með miklum (og kannski fullmiklum) leikrænum til- þrifum og góðri kunnáttu. Hins vegar mætti söngur hans vera þrótt- meiri, þannig að honum verður ekki eins mikið úr sumum aríum sínum og allrabest væri á kosið. Mér mundi samt verða svarafátt ef ég ætti að benda umhugsunarlítið á íslenskan söngvara sem ylli þessu hlutverki betur í svipinn en John gerir. Kristinn Sigmundsson vantar ekki þróttmikinn söng í hlutverki greif- ans. Hins vegar finnst mér hann full Fígaró-legur í söng og framkomu, þannig að skorti á þær andstæður stéttanna sem t.d. koma fram milli Súsönnu og greifynjunnar: greifinn ætti að vera valdsmannslegur og þóttafullur til orðs og æðis, og reiði hans að koma fram í ógnandi undir- tóni fremur en yfirborðs-gusugangi. Viðar Gunnarsson er reffilegur sem Bartóló læknir en fullstirður gamanleikari til að gera Antóníó garðyrkjumann skoplegan - og ljóm- andi bassasöngvari. Sigurður Björnsson syngur lítil og fremur vanþakklát hlutverk Basílíós og Kúrzíó; þetta er eina tenórröddin í óperunni og gerir Sigurður hlutverk- unum góð skil svo sem vænta mátti af svo þaulreyndum söngvara. í Brúðkaupi Fígarós skortir ekki fallegar aríur, en þó eru samsöngs- atriðin ennþá fallegri og skemmti- legri. Mozart vinnur þau líka af dæmalausri snilli - enda var hann ánægður með þau sjálfur - og þau takast ákaflega vel á þessari sýningu, þökk sé einsöngvurunum, hljóm- sveitarstjóranum Anthony Hose og leikstjóranum Þórhildi Þorleifsdótt- ur. Hún hefur, eins og endranær, unnið mjög gott starf við að leikstýra óperunni, og kannski löng reynsla hennar af bailett eigi sinn þátt í því hve fín „kóreógrafían" er í sumum atriðunum - líklega fremst þó í septettnum í lok þriðja þáttar. Á milli aría og annarra söngatriða eru iðulega alllöng talsöngsatriði, og þar ekki síst kemur það sér vel að óperan er textuð svo hver maður getur fylgst með þeim flóknu „intríg- um“ sem fram fara. Textavélin, sem Styrktarfélag íslensku óperunnar (form. Þorvaldur Gylfason, Háskóla íslands; ritari Þorsteinn Blöndal læknir, ef menn vilja gerast félagar) gaf, hefur lyft óperuflutningi hér á landi um mörg þrep - ópera er nefnilega sungið leikrit, eins og Wagner sagði, en ekki bara tónlist. Og ekki síst í alvöruleikriti eins og Brúðkaupinu skiptir það afar miklu máli að fylgjast með textanum. Á frumsýningunni fór að vísu sitthvað í handaskolum með tæknihliðina, en vonandi stendur það til bóta, því ástæðulaust er að íáta litla þúfu sem þessa velta svo miklu hlassi sem þetta 100 manna fyrirtæki er, flutn- ingur Brúðkaups Fígarós. í þessari ljómandi skemmtilegu og frábæru sýningu koma sem sagt 100 manns við sögu eða þar um bil. Anthony Hose stjórnar hljómsveit og sýningu af fjöri og kunnáttu, og spilar sjálfur á sembalinn í talsöngs- köflunum. Konsertmeistari og í far- arbroddi sinfóníuhljómsveitar er Laufey Sigurðardóttir. Félagar úr kór íslensku óperunnar syngja fag- urlega. Jóhann B. Pálmason stýrir ljósum, Kristín S. Kristjánsdóttir er sýningarstjóri, Catherine Williams stjórnaði söngæfingum. Fjöldi bak- sviðsmanna undirbjó og undirbýr sýningarnar, og einhverjir sáu um tónleikaskrána sem er svo mikil að vöxtum að hún er með kili - kannski hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi og framtíðarverðmæti fyrir bóka- safnara? Tveir frægðarmenn sjá um leiktjöld og búninga, þeir hinir sömu og unnu Ævintýri Hoffmanns. Nicol- ai Dragan frá Rúmeníu hannaði leikmyndina sem er hugvitssamlega gerð, enda kallar leiksvið íslensku óperunnar á hugvit fremur en nokk- uð annað: vandamálið er allt að því guðfræðilegt, að láta 1000 engla dansa á títuprjónshaus. Mynd Drag- ans er „stílíseruð natúralistísk", með máluðum sölum og súlnagöngum, pelli og purpura, í daufum pastellit- um, og þannig gerð að hún þjónar vel sínu hiutverki og breytist ögn milli atriða án þess að sú breyting taki nema örstutta stund. Rússinn Alexander Vassiliev hannar búning- ar sem yfirleitt eru mjög laglegir, svo sem vænta mátti. Og svo mætti lengi telja. fslenska óperan er búin að margsanna ágæti sitt, lyfta hverju grettistakinu af öðru og kveða niður flestar efasemd- araddir. Margar sýningar hennar hafa verið ótrúlega góðar, líkt og andi kraftaverka svífi yfir vötnum í hinu aldna bíóhúsi við Ingólfsstræti þar sem svo margir söngvarar vorir hafa stigið sín fyrstu skref upp eða niður á liðnum áratugum. Og þessa sýningu verða allir að sjá sem á annað borð unna góðri tónlist eða skemmtilegu leikhúsi. Sigurður Steinþórsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.