Tíminn - 02.06.1989, Síða 3
Föstudagur 2. júní 1989
Tíminn 3
Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík að gliðna í sundur:
Alþýðubandalagsfélögum
að fjölga með skiptingu
Flest bendir nú til að um helgina verði stofnað nýtt
Alþýðubandalagsfélag í Reykjavík. Hópur fólks sem stundum
hefur verið kölluð Iýðræðiskynslóðin í Alþýðubandalaginu og
telur sinn hlut hafa verið fyrir borð borinn á aðalfundinum í
fyrradag, ætlar að hittast um helgina og einn þeirra sagði
Tímanum að ætlunin væri að ræða saman og kanna
grundvöllinn, hugsanlega stofna nýtt félag.
Alþýðubandalagsfélagið hefði um
nokkurt skeið verið steindautt,
skuldum vafið félag og greinilegt að
þeir sem undirtökin hafa þar vilji
hafa hlutina þannig áfram og best sé
þá bara að leyfa þeim það.
Ólafur Ragnar Grímsson formað-
ur Alþýðubandalagsins sagðist í gær
alls ekki vilja túlka þessa atburði á
þann veg að um klofning væri að
ræða í flokknum. Hins vegar væri
ljóst að einhverjir erfiðleikar væru í
félaginu og hefðu löngum verið.
Engin ástæða væri hins vegar til að
tengja það einhverjum klofningi.
I samtali við Tímann í gær deildi
Stefanía Traustadóttir formaður AJ-
þýðubandalagsfélags Reykjavíkur
ekki þessari skoðun með Ólafi.
„Ég gæti best trúað að þetta hafi
alltaf verið ætlunin. Vinnubrögðin í
uppstillingarnefndinni benda vissu-
lega til þess að ætlunin hafi verið að
kljúfa félagið. Þegar ég nú sé hverjir
það eru sem nafngreindir hafa verið
í fjölmiðlum í sambandi við málið
síðustu tvo dagana þá kemur í ljós
að þeir tilheyra hópi sem hittist
reglulega og lét meðal annars hafa
við sig viðtal í Alþýðublaðinu f vetur
um hugmyndir, sem unnar voru í
samvinnu við einstaklinga úr Al-
þýðuflokknum um nýjan flokk.
Þetta fólk hefur talað fyrir stofnun
nýs flokks og að Alþýðubandalagið
yrði lagt niður en hefur engan
hljómgrunn fengið fyrir þessum
skoðunum innan félagsins.
Það starfa vissulega fleiri en eitt
Alþýðubandalagsfélag í sumum
kjördæmum, enda er gert ráð fyrir
því í lögum flokksins, en þetta hefur
vissulega önnur formerki. Ég útiloka
því ekki að hér gæti orðið klofning-
ur,“ sagði Stefanía Traustadóttir
formaður Alþýðubandalagsfélags
Reykjavíkur. -sá
Ragna Bergmann annar varaforseti ASÍ og Ragnhildur Guðmundsdóttir annar varaformaður BSRB.
Stóríundur BSRB og ASÍ á Lækjartorgi í gærdag. Ásmundur og Ögmundur átelja stjórnvöld og segja:
Verðhækkanir ekki
nógsamlega heftar
Um fimmtán þúsund
manns voru á fundi BSRB og
ASÍ á Lækjartorgi í gær þar
sem mótmælt var veröhækk-
unum á vörum og þjónustu.
Þá var haldinn sams konar
fundur á Stakkagerðistúni í
Vestmannaeyjum. Til hans
boöuðu Starfsmannafélag
Vestmannaeyjabæjar og
Verkalýðsfélagið Snót og
sóttu fundinn hátt í tvö
hundruð manns að sögn
Vestmannaeyjalögreglunn-
ar.
Ögmundur Jónasson og Ásmund-
ur Stefánsson voru ræðumenn á
fundinum á Lækjartorgi og ræddi
Ögmundur um að ríkisstjómin hefði
gengið á bak orða sinna og samninga
gagnvart launþegum og sagði meðal
annars:
„Við lýsum vanþóknun á gerðum
ríkisstjómarinnar síðustu daga og
það má hún vita, ríkisstjómin, að
okkur er alvara. Við munum fylgjast
með kaupmáttarþróun og við vömm
við því að gengið verði á okkar hlut.“
Ásmundur Stefánsson vitnaði í
bréf forsætisráðherra til forystu ASÍ
um það leyti sem samningar ASÍ og
VSI vom undirritaðir þann 1. maí
s.l. en þar segir að ríkisstjómin muni
spoma við verðhækkunum eins og
frekast væri kostur á næstu misser-
um.
Ásmundur sagði í ræðu sinni að
hið gagnstæða væri að gerast. Ríkis-
stjómin hefði síður en svo spornað
við verðhækkunum síðustu daga.
Þess hefði hvorki hann sjálfur né
aðrir séð hin minnstu merki.
„Ég segi þessvegna,“ sagði Ás-
mundur síðan, „ríkisstjórnarflokk-
arnir hafa bmgðist og það er hart,
það er sárt og það er auðvitað sárast
fyrir okkur sem kusum þá sem
flokka jafnréttis og félagshyggju."
Á fundinn á Lækjartorgi bámst
fjölmörg skeyti frá verkalýðs- og
stjómmálafélögum og samtökum
um allt land, meðal annars frá Al-
þýðubandalagsfélaginu á Neskaup-
stað, Verkamannafélaginu Hlíf í
Hafnarfirði, Starfsmannafélagi Ak-
ureyrarbæjar, Verkalýðsfélaginu
Jökli á Höfn, Verkalýðsfélaginu Þór
á Selfossi og Starfsmannafélagi Ak-
ureyrarbæjar.
Þá samþykkti stjóm og trúnaðar-
mannaráð Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar í gær ályktun þar sem
mótmælt er harðlega þeim stórfelldu
verðhækkunum sem nú ganga yfir.
Síðan segir: Ríkisstjórnin hefur nú
með alvarlegum hætti bmgðist því
trausti sem til hennar var borið
vegna yfirlýsinga ráðherra við síð-
ustu samningagerð um að hamla
gegn verðhækkunum.
Fundurinn varar ríkisstjórnina al-
varlega við þessum vinnubrögðum
og krefst þess að hún afturkalli þær
hækkanir sem sannanlega em ekki
vegna erlendra verðhækkana.
Verði ríkisstjórnin ekki við þess-
ari kröfu verður hún að taka af-
leiðingum þeirrar synjunar sem hún
í dag gerir sér greinilega ekki grein
fyrir hverjar verða.“
- En hverjar verða afleiðingamar
fyrir ríkisstjórnina? Guðmundur J.
Guðmundsson formaður Dagsbrún-
ar: „Hún dæmir sig til dauða. Auð-
vitað er með öllu vonlaust fyrir eitt
land að berjast gegn olíuhækkunum
á alþjóðlegum markaði en hún hefði
getað afsalað sér einhverjum af þeim
álögum sem renna í ríkissjóð af sölu
olíu og bensíns, t.d. hefði verið hægt
að taka snjómðningsgjaldið inn á
ríkissjóð.
Það sem gert var er hins vegar það
glómlausasta sem hægt var að gera í
stöðunni, að ætla sér að láta ríkissjóð
græða á hækkuðu innkaupsverði olíu
og bensíns og ég óttast um líf
stjórnarinnar ef hún ekki hættir við
þetta og ef hún ekki jafnframt finnur
leiðir til að stórlækka verð landbún-
aðarafurða, t.d með því að hætta að
greiða dilkakjöt niður ofaní útlend-
inga.“ -sá
I sumar geta tónlistarunnendur lagt
leið sína í Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar, en þar verða haldnir tónleikar
ÖU þriðjudagskvöld.
Tímamynd: Ámi Bjama
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar eykur starfsemina:
Tónleikar
vikulega
í sumar verður Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar á Laugarnesi opið frá
átta til tíu á kvöldin, mánudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga. Auk
þess sem safnið er opið allar helgar
frá tvö til fimm samkvæmt venju.
Hvert þriðjudagskvöld verða síðan
haldnir tónleikar.
Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns
mun standa óbreytt fram til fyrsta
ágúst. Aðalsalursafnsins, sem rúmar
um hundrað manns í sæti hefur
reynst hinn ákjósanlegasti tónleika-
saíur og kaup hafa verið fest á flygli.
Því verður sú nýbreytni tekin upp að
öll þriðjudagskvöld verða haldnir
tónleikar. Fyirhuguð efnisskrá
spannar allt frá Bach vínarklassík og
síðrómantík til nútímatónlistar og
jass.
Fyrstu tónleikarnir verða haldnir
þann sjötta þessa mánaðar. Þar
munu þeir Gunnar Kvaran og Gísli
Magnússon flytja verk fyrir selló og
píanó. Á efnisskrá eru lög eftir
Couperin, sónata eftir Ludwig van
Beethoven, íslensk þjóðlög eftir
Hafliða Hallgrímsson, Svanurinn
eftir Saint-Saens og Rondo eftir
Boccherini.
Aðrir tónlistarmenn sem fyrirhug-
að er að haldi tónleika í safninu í
sumar eru píanóleikararnir Anna
Guðný Guðmundsdóttir, Jónas Ingi-
mundarson, David Tutt og Halldór
Haraldsson, söngkonurnar Sigríður
Gröndal og Signý Sæmundsdóttir,
flautuleikararnir Martial Nardeau
og Guðrún S. Birgisdóttir, Hlíf Sig-
urjónsdóttir fiðluleikari og Maarten
van der Valk og félagar sem halda
jasstónleika þann 27. næstkomandi.
jkb
Jafn hæfilegur hraðl
sparar bensín og minnkar
slysahættu. Ekki rétt?
UMFERDAR
RAÐ