Tíminn - 02.06.1989, Page 8

Tíminn - 02.06.1989, Page 8
8 Tíminn Föstudagur 2. júní 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ______Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: . Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð f lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 fslandsför páfa Æðsti yfirmaður rómversk-katólsku kirkjunnar, Jóhannes Páll páfi II mun dveljast á íslandi u.þ.b. einn sólarhring nú um helgina, frá hádegi á laugar- dag fram undir hádegi á sunnudag. Páfinn ferðast í einkaflugvél með 35 manna föruneyti og 50 fréttamönnum. Hingað kemur hann frá Noregi, en heldur síðan til Finnlands, Danmerk- ur og Svíþjóðar. íslandsdvöl páfa er því hluti af Norðurlandaför hans. Tilgangur ferðarinnar er að páfi hitti katólska söfnuði á Norðurlöndum, flytji þeim messur eftir sínum sið og veiti þeim blessun. Páfinn er ekki á ferð hér sem opinber gestur íslenskra stjórnvalda né þjóðkirkjunnar. Hann er hingað kominn í „hirðisferð“ sem æðsti kirkjuhöfð- ingi rómversk-katólskra manna á þeirra vegum og sínum eigin. Páfi mun þó hitta forseta íslands á Bessastöðum, enda er hann þjóðhöfðingi Vatíkans- ríkisins. Ákveðið er að fram fari á Þingvöllum síðdegis á laugardag samkirkjuleg athöfn, þar sem herra Pétur Sigurgeirsson, biskup Islands og Jóhannes Páll páfi flytja Guðs orð. Páfi kom þeirri ósk á framfæri við Þingvallanefnd gegnum fulltrúa sinn hér á landi að efnt yrði til slíkrar athafnar á hinum forna þingstað. Þeirri beiðni vísaði nefndin til yfirmanns síns, forsætisráðherra, sem stuðlaði að því að þessi athöfn mætti eiga sér stað með þátttöku þjóðkirkjunnar og greiddi á annan hátt fyrir því að för páfa væri virðingu hans samboðin og samskipti hans og íslendinga færu í hvívetna vel fram. Gert er ráð fyrir að íslensk prestastétt taki almennt þátt í Þingvallaathöfninni með nærveru sinni nema hvað flestar konur í prestastétt munu ekki sækja guðsþjónustuna og vilja með því mót- mæla þeirri stefnu rómversk-katólsku kirkjunnar að meina konum að taka prestsvígslu. Núverandi páfi er talinn íhaldssamur í kirkjumálum og geyminn á fornar kreddur. Þar fyrir nær það engri átt að telja skoðunum hans og viðhorfum allt til foráttu í nafni frjálslyndis og réttlætis. Jóhannes Páll II er enginn afturhaldsmaður í þjóðfélagsmálum. Hann hefur þvert á móti lesið yfir einræðisseggjum og fordæmt þjóðfélagslegt ranglæti. Hann hefur reynt að stuðla að sáttum og friði í heiminum og hvatt til góðrar sambúðar manna af ólíkri trú og menningu. íslenska þjóðin mun taka á móti páfa af fullri virðingu. Páfinn er tiginn fulltrúi fornrar menningar, sem vissulega náði til íslands og hafði þar ómæld áhrif og gerir enn eftir leiðum menningarsögunnar, sem íslenska þjóðin mun halda opnum svo lengi sem hún rækir þjóðararf sinn. Hvað það varðar hafa minni skil orðið í íslenskri menningarsögu en margur vill vera láta. íslensk bókmenning blómstr- aði á katólskri tíð sem hluti miðaldamenningarinnar. Ávexti þessa menningarblóma telja íslendingar dýrmætastan þjóðararf sinn. Menningarlega á ís- lenska þjóðin ekkert sökótt við páfadóm nema síður sé. Það kemur því ekki við að kirkjusöguleg tengsl við páfavaldið rofnuðu fyrir hálfri fimmtu öld og verða varla hnýtt að nýju. GARRI Spegill, herm þú mér Þá er komið að gleðidögum í Ölduseisskóla, dögum jafnvægis og friðar, dögum eindrægni meiri- hluta kennaraliðs og foreldrafé- lags, vegna þess að skólanum hefur tekist að hrinda af höndum sér kratakellingunni vondu, en í þess stað fengið einn úr miðstjóm Al- þýðubandalagsins sem skólastjóra, hreinþveginn af allri synd og fag- lega hæfan að mati foreldrafélags- ins að manni skilst og skólayfir- valda. Hefur ekki í annan tíma orðið meiri hávaði út af skóla- stjórastöðu en þegar Sjöfn Sigur- bjömsdóttir var sett skólastjóri af fyrrverandi menntamálaráðherra, að því er virðist í óþökk þeirra sem í raun og vem ráða kennslumálum í landinu að foreldrafélaginu ógleymdu. Ánægjan er slík með ráðningu miðstjórnarmanns í skólastjóra- stöðuna, þar sem fagleg þekking hans fær að njóta sín, að hvergi örlar á andmælum. Ekki í Morgun- blaðinu. Ekki í DV, og heldur ekki í Ijósvakafjöhniðlunum, sem em mjög faglega sinnaðir, eða vora það a.m.k. þegar umræðan um Sjöfn stóð sem hæst. Skóli píslarvættis Hið ömurlega vitundarlíf, sem fylgir athafnasemi í kringum póli- tískar mannaráðningar, hefur um sinn skinið af málefnum Öldusels- skóla, sem manni skilst að hafi veríð að leggjast í rúst undir stjóm Sjafnar. Gekk þetta svo langt, að hinir faglegu fóra að draga í land og töldu Sjöfn alls ekki svo slæma manneskju, þegar þeir vora farnir að óttast að hún myndi enda sem píslarvottur. Nú er komið á daginn að það er Ölduselsskóli sjálfur sem er píslarvotturínn, en hans mun minnst um sinn sem mikillar öng- þveitisstofnunar, þar sem haldast í hendur hinir faglegu og það mið- stýrða foreldrafélag sem hefur að markmiði að verada böm fyrir vondum skólastjórum. Flest aUir voru kallaðir tU svo hægt værí að bjarga skólanum. En hefur skólinn bjargast? Nú hefur loksins hinn faglegi skólastjóri, og ómissandi maður, þótt Birgir Isleifur Gunnarsson kæmi ekki auga á það, aftur verið settur í embætti af félaga sínum í pólitíkinni og verður hann vonandi lengi í sæti menntamálaráðherra tíl að verja hin fagiegu viðhorf innan skólanna og foreldrafélaganna. Meirihluti Fræðsluráðs Reykjavík- ur vUdi fá konu sem var betur menntuð, þ.e. faglegri skólastjóri, en að viðbættri miðstjómar- mennsku nýja skólastjórans, stuðningi Þorbjörns Broddasonar í Fræðsluráði og fuUtrúa kennara, þykir sýnt að nýi skólastjórinn er samt sem áður faglegrí. Með þess- um hætti getur foreldrafélagið aft- ur lagst tU svefns, enda ekki taUð að börain séu lengur í hættu. Pólitík í fyrsta sæti Annars verður að teljast undar- legt hvUíkur hiti þarf að hlaupa í nauða einfalt mál, eingöngu vegna þess að miðstjórnarmaður í Al- þýðubandalaginu var ekki settur skólastjóri Ölduselsskóla í fyrra. Þá verður líka að segjast að meiri- hluti Fræðsluráðs Reykjavíkur hef- ur sýnt óþarfa póUtísk klókindi með sínum ákvörðunum. Þetta ráð hefur af hreinum þumbaraskap hvað eftir annað tekið ákvarðanir án minnsta samráðs við kennara, sem óneitanlega koma máUn við. Meirihluti ráðsins er bara að glíma við einhvern Þorbjöra Broddason, sem þykist vera meirí vísindamað- ur í fjölmiðlun en hann er og gæti annað farið eftir því. Hjá báðum þeim aðilum sem hér hafa veríð nefndir sitja kennslumál í öðru sæti, en póUtíkin í því fyrsta. Síðan er foreidrafélögum og jafnvel bömum ýtt á foraðið. Það er því fuU ástæða tU að benda stríðandi herjum á, að kennsla á að vera hlutlaus. Hún að miða að því að uppfræða böm og unglinga án tiUits til póUtískra skoðana uppfræðarans. Verði hin pólitískt faglegu sjónarmið ofan á, er bæði verið að misnota kennara, skóla og foreldrafélög. Nú er t.d. svo komið fyrir Ölduselsskóla, að einhver maður, sem er sjálfsagt ágætur, á skólastjórasætið. Þar hafa tveir aðilar að unnið, báðir jafn ofstækisfullir. Á sviði kennslu hafa þeir haldið uppi þeim gamla leik, að horfa í spegUinn og segja: SpegiU, spegiU, herm þú mér, hver á landi mestur er. Á meðan sefur MjaUhvít á skólabekknum. Garri VÍTT OG BREITT Poppauðvaldið sýnir klærnar Poppheimurinn byggist á auglýs- ingaskrumi. Blöð, útvörp og sjón- vörp hafa undanfarna tvo áratugi verið iðin við að auglýsa poppar- ana, skjalla þá og hæla fyrir hver- skyns hæfileika og hefur þetta gengið svo langt að jafnvel er haft orð á því að einhverjir þeirra séu músíkalskir. Öll þessi gargandi poppveröld telur sjálfsagt að fjölmiðlunin liggi kylliflöt fyrir henni og jafnvel ríkis- rekin sjónvörp og útvörp telja sér skylt að sinna þörfum popparanna, auglýsa þá og plötur þeirra án þess að gjald komi fyrir en poppurum aftur á móti greiddar stórar fúlgur fyrir að leyfa að þeir séu auglýstir upp. Poppauðvaldið veit ekki aura sinna tal og er ein viðbjóðslegasta auglýsingaaðferð þess að láta blá- eyga fjölmiðlamenn margtíunda að þeir komi fram hér og þar án þess að taka peninga fyrir, og er þá verið að styðja eitthvert gott mál- efni. Það eru einhverjar mögnuðustu auglýsingar sem liðið getur fengið, enda er hvergi sparað skrumið um hve hugulsamir og örlátir þeir séu, þegar þeir eru auglýstir hvað æsi- legast. Popparar bjarga sveltandi böm- um og fársjúkum konum í stríðs- hrjáðum þriðja heimi með því að garga uppi á palli í London og láta sjónvarpa sér um allan heim. Myndir af deyjandi börnum eru þeirra auðsuppspretta, en sjón- varpsstöðvar borga auglýsingar- eikninginn. Poppararnir gera sig að mann- kynsfrelsurum á kostnað annarra og græða á öllu saman. Skrum Poppauðvaldið þarf að finna upp á nýjum og nýjum afbrigðum gott- görelsis til að vekja á sér athygli, en það er nokkuð sem það kann betur en flest annað. Auglýsingar og hraðsoðnar hug- sjónir eru klæddar í búning sem . this greqt and widesea.3 wherein ... there is that Leviathan. whom Thou hast ma.de toplay therein,> I’wlm 104:2i!2t, best gengur í lýðinn og alltaf geng- ur skrumið upp. Fyrir nokkm þurfti t.d. ríkis- sjónvarpið að kaupa beinar útsend- ingar frá einu af eymdarbælum Suður-Ameríku þar sem hoppandi og gargandi skemmtikraftar þótt- ust vera að bjarga regnskógum álfunnar frá eyðingu. Hungrið í heiminum og eyðing skóga hefur ekkert látið undan vegna poppláta, en það er auðvitað aukaatriði. Nú hefur þreyttur poppheimur fundið sér nýjan vettvang til að upphefja sjálfan sig. í boðun 1000 ára lífríkis kemur fram sá skilning- ur sýrahausanna, að menn eigi að hætta að veiða dýr og fiska sér til viðurværis og helst að hætta allri nýtingu dýraríkisins, en éta ein- vörðungu plöntur. Örk nefnast hin nýju alheims- samtök auglýsingapoppara og var sagt frá þeim í Tímanum í gær. Þar kemur fram að þær þjóðir sem lifa á veiðum, eins og ísiend- ingar og aðrir þeir sem búa á norðlægum slóðum, verði að hætta þeim og snúa sér að öðra lifibrauði. Annars hafi þeir verra af. Áhrifamáttur poppauðvaldsins er mikill. Það spilar miklu betur á ráðamenn fjölmiðla og dagskrár- stjóra en nokkurn tíma á hljóðfæri. Þegar það nú hyggst blása nýju lífi í veldi sitt velur það málefni sem auðvelt er að blása upp og hreykja sjálfum sér hátt með því að fylgja eftir. Umhverfismálin era vissulega mikilvæg og eyðilegging náttúra- legs umhverfis ógnvekjandi. En það eru ekki veiðiþjóðir norðursins sem ógna lífríkinu. Það eru iðnrík- in og herveldin sem skemmdar- verkin vinna og þótt enginn fáist til að saka þriðja heiminn svokallaða um eitt né neitt, er það í löndum sem honum heyra til, sem dýrateg- undir era í verulegri útrýmingar- hættu. Þar er líka gengið nær gróðurfari en góðu hófi gegnir. Fyrir norðurbyggja er það aftur á móti ógnvænlegt að nú mun poppauðvaldið leggjst á sveif með öðram auglýsingasnillingum, að ráðast að veiðiþjóðum norðursins til að sanna ást sína á lífríkinu. Þegar áróður og auglýsinga- skrum er annars vegar stendur enginn poppurum á sporði nú á tímum. íslendingar ættu að hyggja á gagnsókn áður en þeim verður gert ókleyft að nýta auðlindirnar í eigin lögsögu vegna þess að poppauð- valdi heimsins býður svo við að horfa. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.