Tíminn - 02.06.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 02.06.1989, Qupperneq 9
Föstudagur 2. júní 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR 11 illllllllllllllllllillllllllllllllllllillll llliiillilllllllllllllilllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllillllllllllllllllllii.................... Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri: Við höfum veifað réttu tré Rosafrétt Tímans Fimmtudaginn 25. maí sl. birti Tíminn rosafrétt um skógrækt á Islandi. Þar var haft eftir „ýmsum skógrækt- armönnum“, að „ómarkviss stefna í skógræktarmálum undanfarna áratugi hafi dregið úr árangri og kastað mOljónum á glæ“. Sem sagt eitt meiriháttar slys, þar sem beitt hafi verið röngum og óvísindalegum aðferðum. „Höfum við veifað röngu tré í 30 ár?“ spyr blaðið. Ég svara þessari spumingu strax svo: Við höfum í aðalatriðum veif- að réttum trjám. Við vorum að gera stóra tilraun með að rækta skóg á íslandi. Við prófuðum yfir 100 trjátegundir frá líklegustu svæðum í heiminum og frá meira en 1000 mismunandi stöðum. Við fómm að því á sama hátt og gert var í nálægum löndum, þar sem verið var að gera sams konar tilraunir, enda fyrirmyndir sóttar þangað, einkum til Vestur- og Norður-Noregs. Auðvitað dugðu ekki nærri allar þessar tegundir eða kvæmin af þeim, það datt aldrei neinum í hug. Pó hafa sumar þeirra dugað, sem engum hefði dottið í hug að óreyndu. En við eigum nokkrar tegundir og kvæmi af þeim, sem nú eru ræktaðar í allstórum stíl og duga vel. Við höfum áratuga reynslu að baki þeirra: 85 ára með blágreni. 70 ára með lerki. 80 ára með rauðgreni. 50 ára með sitkagreni og stafa- furu. 45 ára með alaskaösp. Og eru þá nefndar þær helstu, sem við byggjum á starf okkar í dag og aldur elstu þyrpinga. Ýmsar aðrar hafa dugað vel til síns brúks. Ég gæti nefnt einar 20 tegundir, sem gagnast í útivistar- skógi, þar sem hæð og lögun ein- stakra trjáa skiptir ekki miklu máli, en fjölbreytni er nauðsynleg. Frétt Tímans er óheiðarleg og villandi af því að hún fjallar ein- göngu um tilraunir með tegundir, sem ekki hafa uppfyllt vonir, sem til þeirra voru gerðar í upphafi, en menn gátu ekki séð fyrir. Tvær leiðir Þegar hafin er ræktun með nýjar trjátegundir í einhverju landi, er hægt að hugsa sér tvær leiðir: 1. Leggja af stað í allstórum stíl víða í landinu með þær tegundir eða kvæmi, sem líklegastar má telja eftir fyrirliggjandi þekk- ingu, og fá í lið með sér áhuga- fólk, sem á sér hugsjón um að rækta skóg. 2. Hefja í upphafí langtímatil- raunir í smáum stíl í kyrrþey, feta sig hægt og hægt áfram, segja lítið fyrr en kannski 50 ára reynsla er komin. Lítum nánar á þessar tvær leiðir, kosti þeirra og galla. Fyrri leiðina fyrst. Aflað er vitneskju um viðkom- andi trjátegund og eðli hennar og reynslu frá öðrum löndum, þar sem aðstæður eru líkastar því, sem er í okkar landi. Þannig hefir ræktun innfluttra trjátegunda hafist í öllum löndum, sem ég þekki til á öldinni sem leið og fram á okkar daga. Út frá þessari vitneskju var hafist handa í svo stórum stíl, sem aðstæður buðu í hverju landi. Ég vísa til Danmerk- ur, Bretlandseyja, Noregs og Sví- þjóðar. Og þannig hófst þessi rækt- un á íslandi. Fyrir miðja öldina, áður en ræktunin hófst að nokkru marki voru gerðar ítarlegar athug- anir á veðurfari þeirra landsvæða, þar sem líklegast var að finna trjátegundir fyrir ísland og bomar saman við veðurfar hér. Þetta er sígild aðferð. Síðan reyna menn þessar tegundir á mis- munandi stöðum á landinu. Það var gert hér. Þetta heppnast auðvit- að misvel - það er sígild saga úr öllum löndum. Sumt vel, annað miður. En hér á íslandi er árangur- inn sá, að víðs vegar á landinu eru nú nýmarkir, sem hafa vaxið ákaf- lega vel - í mörgum tilvikum miklu betur en við bjuggumst við - sem Rannsóknir samhliða framkvæmdum í öllum Iöndum, sem ég þekki til, hófst eiginleg tilraunastarfsemi í skógrækt, í þrengstu merkingu, ekki fyrr en opinberir og einkaað- iljar voru komnir á skrið með ræktunina, hvort sem um innlendar eða innfluttar tegundir var að ræða. Hérlendis hófst hún fyrst í mjög smáum stíl kringum 1960 og veru- legur kraftur hefir fyrst færst í hana hin allra síðustu ár. Slíkar tilraunir eða rannsóknir 1) leiðrétta skekkjur, sem kunna að hafa verið í hinu praktíska starfi okkar, og 2) vísa nýjar leiðir, því að alþjóðleg- um rannsóknum í skógrækt hefir fleygt geysilega fram á tveimur Sigurður Blöndal. „hingað til ekki dregið nægan lær- dóm af mistökum sínum og reynt að efla rannsóknir skógræktarinn- ar, kynbæta stofna og fá fram afbrigði, sem betur þola skilyrðin“. Hér talar einhver, sem er alls ókunnugur. Öllu er snúið á haus. Skógræktarmenn hafa að sjálf- sögðu lært mikið af því, sem mis- tekist hefir og þegar hefir verið drepið á. Ég gæti skrifað langt mál um þann skóla reynslunnar, sem bæði hefir leitt í ljós jákvæðan og neikvæðan árangur, þó miklu meira jákvæðan. Til þess er ekki rúm hér. Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins hefir verið stórefld hin síðustu ár. Viðmælandi fréttamanns veit greinilega ekkert um fyrirbærið kvæmi innan trjátegunda, sem er Greniskógar á Stálpastöðum í Skorradal. Rauðgreni og sitkagreni eru nokkun veginn til helminga. við skógræktarmenn erum stoltir af, sem erlendir skógræktarmenn dást að. Árangur þessarar ræktunar hefir m.a. leitt til þess, að við eigum geysifjölmennan hóp áhuga- fólks, sem stundar hana af eld- móði, og ráðamenn þjóðarinnar: vilja styðja hana, sjá jafnvel í henni úrræði til þess að styðja við og jafnvel viðhalda byggð í sumum sveitum landsins og gera aðrar fegurri. Þetta kalla ég að veifa réttu tré. Þetta er árangur af krafti, frum- kvæði og þekkingu frumherja. Alhr, sem á eftir komu, störfuðu eftir þessari stefnu og eru auðvitað ábyrgir fyrir því, sem ekki tókst eftir vonum, en það eru smámunir í samanburði við þær nýmarkir, sem við horfum á í dag með stolti og eru svo víðlendar, sem raun er á, af því að farin var þessi leið. Lítum síðan á síðari leiðina, sem við gætum kallað þöglu leiðina. Þá er byrjað í kyrrþey í smáum stíl með langtímatilraunir; menn feta sig hægt áfram, segja lítið fyrr en eftir kannski marga áratugi. Slíkar tilraunir byggja í sjálfu sér á svipuðum grunni og hér var gert, sömu þekkingu, leiða í aðalatrið- um svipað í ljós og hin fyrri leiðin. Þessari leið fylgir að sjálfsögðu því minni áhætta sem umfang ræktun- arinnar er minna. En kringum hana myndast ekki fjöldahreyfing eins og skógræktarfélögin okkar. Ef hún hefði verið farin í upphafi, hefðum við átt smáar nýmarkir til að flagga með. síðustu áratugum. Við reynum eft- ir bestu getu að læra af þeim. Missagnir og rangfærslur í frétt Tímans af hinni misheppn- uðu íslensku skógrækt eru margar missagnir og hreinar rangfærslur. Ég rek þær hér: Fimm milljónir plantna misfar- ist. Um þetta er engin samantekt til. Vitað er, hve mikið var gróður- sett af skógarfuru og vissulega fórst mest af henni. Það eru engin ný tíðindi. Ræktun hennar var algerlega hætt um 1960. Þetta var lærdómur, sem rétt ályktun var dregin af. Á þeim tíma, sem skógarfuran var ræktuð, var óger- legt að sjá fyrir, að hún myndi misheppnast. Hún fór nefnilega víða mjög vel af stað. Hliðstæð saga gerðist fyrr á árum í ýmsum löndum með ýmsar innfluttar trjá- tegundir, sem urðu meindýrum eða sveppum að bráð. Er t.d. að gerast í Norður-Svíþjóð um þessar mundir. Aprílhretið 1963 hjó auðvitað stór skörð í nýmarkir sunnanlands - að sögn veðurfræðinga ákaflega óvenjulegt fyrirbæri - en varð mik- ill lærdómur um leið. Af því voru þeir lærdómar dregnir að leita nýrra kvæma af þeim tegundum, sem verst urðu úti. Norska rauðgrenið er í fréttinni sagt að mestu dautt. Það er alrangt. Það lifði langmest af aprílhretið 1963 og var þá plöntun þess aukin að mun á kostnað sitkagrenis um skeið þótt fréttamaður skrifi, að því hafi þá verið hætt. En vöxtur þess varð minni en við bjuggumst við víða, þar eð veður fór kólnandi einmitt eftir 1963. Hins vegar eru víða til mjög fallegir teigar af því - t.d. fínnst ýmsum norskum skóg- ræktarmönnum, sem sjá það hér, engin ástæða til að kvarta. Eftir 1970 hefir rauðgrenið verið okkar aðaljólatré og ein aðaltekjulind Skógræktar ríkisins. Hér skal svo í lokin minnst á, að allt að 20% vanhöld í gróðursetn- ingum þykja eðlileg bæði hér og í nágrannalöndum okkar, svo að þá þykir ekki ástæða til að bæta inn í. Plantan á 200 kr. Fréttamaður gefur sér, að hver planta kosti gróðursett 200 kr. Þetta er rangt. Gróðursett beð- eða rúlluplanta kostar kringum 50 kr., en eins árs bakkaplanta rúmar 20 kr. Þar með rýmar milljarðstjón fréttamanns um 750 millj. kr. Með þessu er ég ekki að segja, að mat hans á plöntudauða standist. Fallegar trjátegundir, sem höfða til tilfinninga. Fréttamaður hefir eftir einum viðmælanda sínum, að „bjartsýnis- menn drifu í því að láta gróðursetja trjátegundir, sem þeim þóttu fal- legar eða höfðuðu á einhvern hátt til tilfinninga þeirra“. Ég hefi varla lesið annað eins mgl. Val trjátegunda tók ætíð mið af því, sem skógræktarmenn töldu á hverjum tíma líklegastar til að geta þrifist eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu. Síðan fullyrðir vitni frétta- manns, að skógræktarmenn hafi Mynd: S.BI. 1981. um allan heim gmndvöllur í vali á heppilegasta efni til ræktunar. Skógræktin hefir eins og áður var sagt gróðursett yfir 1000 kvæmi af þeim trjátegundum, sem hér hafa verið reyndar og hefir þegar ákaf- lega mikla vitneskju um, hvað hentar hér, þótt lengi megi leita að heppilegustu kvæmum af sumum tegundum. Við höfum einnig feng- ið ráð kunnustu erlendra sérfræð- inga um sumar helstu tegundirnar. Dómur náttúrunnar Rosafrétt þessi vekur þá spum- ingu, hver sé tilgangurinn með henni. Fyrstu viðbrögð ókunnugs les- anda em þau, að rangri stefnu hafi verið fylgt - þeirri stefnu, sem ég lýsti fyrr í þessari grein. Við skóg- ræktarmenn stóðum allir að henni. Áhugafólkið tók við þeim tegund- um og kvæmum, sem við ráðlögð- um þeim að rækta. Nokkrar helstu trjátegundirnar, sem nú eru í ræktun, hafa sjálfar kveðið upp sinn dóm. Þær hafa numið hér land, þ.e. borið fræ og fjölgað sér af eigin rammleik, og eiga eftir að gera það í sívaxandi mæli og þar með hafa þær skapað sitt eigið vistkerfi. Það er hin óbrigðula niðurstaða náttúmnnar. Við skógræktarmenn erum hreyknir af þeim dómi og hann er okkar besti leiðarvísir til stórauk- innar skógræktar í landinu. Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.