Tíminn - 02.06.1989, Page 10

Tíminn - 02.06.1989, Page 10
10 Tíminn Föstudagur 2. júní 1989 ÍÞRÓTTIR Porscherallið 89: VARKARN- IN HAPPA- DRÝGST Á föstudaginn kl. 18.00 var rigning og suddaveður I Skeifunni 8 í Reykjavík, sem og annars staðar á Reykjanesi. 24 rallökumenn, bílar þeirra 12 og starfsmenn Yorralls Porscheumboðsins og Bílamiðstöðvarinnar létu veðrið þó sem vind um eyru þjóta. Framundan 100 sérleiðakílómetra akstur um hefðbundnar leiðir Reykjanesskagans, því Vetur konungur hafði enn allt vald yfflr leiðum annars staðar þótt þessi 14. íslenska rallvertíð hæfist tveim mánuðum seinna en venjulega. Fjöldi þátttakenda var einnig óvenjulegur, þar sem einungis 12 rallkaggar stilltu upp í rásmarkið. Blandaður flokkur, en þriðjungur þeirra þó langt á þriðja hundrað hestöfl hver. Fyrstur af stað með rásnúmer eitt, Jón Sigurður Flalldórsson með Guð- bergi Guðbergssyni eins og venju- lega, skóf ekki utan af því að vanda: „Eg ætla sko að mala þetta!“ til- kynnti þessi þekkti rallþeysir og Porsche-umboðsmaður skellihlæj- andi. Steingrímur Ingason og Wittek Bogdanski á Nissan, keflvísku bræð- urnir Ólafur og Halldór Sigurjóns- synir á Talbot, og Rúnar hinn ungi Jónsson með pabba sínum Ragnars- syni á Escort þóttust samt allt eins líklegir til að „mala það“. Eftir fyrstu leið sem máli skipti, ísólfsskála, var það „strákurinn" með „kallinum", Rúnar og Jón, sem bæði höfðu sýnt mestan hraða og yfirvegun, komnir með nær hálfrar mínútu forskot á Ólaf og Halldór. Jón og Guðbergur voru ekki í réttu formi þótt bréfpokakrumpaður Porschinn hefði aldrei áður orkað annað eins. Veðrið var afleitt, rok með sveipum og úrkoman slík að vart sást munur á jörðu, sjó og himni. Vegir flutu í vatni og í einum stærsta pollinum á ísólfsskála-leið flaut Nissan Steingríms og Witteks á vit urðar og grjóts. Auk annars smálegs fór framfelga í mask, sprakk að aftan og bara eitt varadekk með. Á leiðarenda komust þeir fjölþjóð- legu félagar en með meira en tíu mínútur tapaðar, síðastir í mark eftir daginn. Peir klóruðu sig upp í fimmta sæti daginn eftir og björguðu þannig 8 stigum til íslandsmeistara- titilsins sem þeir stefna ótrauðir að í ár. Sælan varði þó ekki lengi hjá unglingnum og öldungnum. Á fjórðu leið brotnaði öxull í Escortn- um; ekki furða, þótti sumum, því feðgarnir óku langhraðast þessa hroðalega grýttu leið, Stapa. Að kvöldi föstudagsins höfðu Keflavíkurbræður sem sagt um hálfrar mínútu forskot á Porsche- bræður. Hörkubarátta var framund- an á laugardeginum, því Jón S. náði fyrsta nætursvefninum sínum svo lengi sem menn mundu; hann hafði ekkert mátt vera að því að sofa meðan unnið var að opnun Bílamið- stöðvarinnar á ralldaginn. ísólfsskáli skyldi ráða úrslitum milli þessara ólíku ökumanna, ró- lyndu Keflvíkinganna sem farið hafa vel með bílana sína í ellefu rallár, og þeirra Jóns S. og Guðbergs sem séð hafa um nær allar klessur og illa meðferð á vélknúnum farartækjum fyrir kvikmyndir og áhorfendur á íslandi. Og Isólfsskáli réð vissulega úrslit- um. Hægri öxull P-911 fór í sundur og lauk þar Porscheralli Porschins. Ekkert var þá eftir fyrir Ólaf og Halldór annað en forðast áföll á heimaslóðum, sem tókst og sigurinn varð þeirra. Til hamingju, bræður! En það voru sannarlega fleiri í þessu ralli en ökumenn sérgerðra hestaflabúnta. Baráttan í röllum er oft enn meiri meðal ekla orkurýrari ökutækja og þótt vissulega hafi skyggt á þá í þetta sinn vegna spennandi slags um sigur, var sér- staklega bitist um fjórða sætið. Það gerðu nýliðarnir Hörður Birkisson og Ómar Björnsson, akandi gljá- fægðum, nýsmíðuðum Nissan Silvia, og bræðurnir Þórður og Jón Þór- mundssynir. Þórður stóð sig með einstakri prýði við stýrið á Möntunni gömlu, sem hrært var saman úr tveim Opel-rallbílum, og geta allir samglaðst þeim brosandi bræðrum fyrir 3. sætis bikarinn. Hörður og Ómar lærðu mikið á þessu fyrsta, en örugglega ekki síðasta, ralli sínu og voru í þokkabót kjörnir vinsælustu menn rallsins á ballinu. Sem dæmi um taumlausa ralldellu er óhætt að nefna þátttöku Páls Þórður Þórmundsson og bróðir Jón stóðu sig betur en nokkur átti von á. Verðskulduðu 3. sætið, þeirra besti árangur hingað til. Harðarsonar og Ásgeirs Ásgeirsson- ar. Nokkrum dögum fyrir rall var öflugur Escort þeirra enn vélarlaus, 260 ha. rellan enn í Englandi, svo þeir hentu næstu gömlu Ford-mask- ínu sem þeir fundu undir húddið og skelltu. Ekki vænlegt til árangurs, enda bara gert til að vera með. Enn náði einn bíll að klára, alger- lega óbreyttur Subaru-„stubbur“ rallkokksins fræga, Úlfars Eysteins- sonar. Kóarann sótti Úlfar ekki langt yfir skammt, Guðný dóttir hans er nefnilega margreynd í hægra sætinu þótt hún sé nýorðin 17! Auk þeirra, er fyrr eru nefndir, féllu úr keppni Sigurður Bragi Guðmundsson og Halldór Gíslason á Escort (hvað var ekki að?), Jón Ebbi Halldórsson og Ragnar Bjarna- son á gamla Lancer (heddpakkning) og Helgi Helgason og Trausti Krist- jánsson, Toyota Corolla (týndu tímakorti, sneru við á sérleið). Við kunnum ýmislegt fyrir okkur hér á Tímanum annað en pennapot. Meðal margs annars er rallakstur, en að- stoðarökumaður óbreytta Suzuki Swiftsins í Porsche- rallinu var einmitt okkar maður. Swift þessi og tvíburabróðir hans urðu landsfrægir rallbílar fyrir það að taka ekki þátt í ralli, heldur standa splunkunýir á búkkum. í níu niánuði voru keppnishlutirnir sem útlendingar kepptust við að lofa „manana". Sam sagt, þeir voru alveg að koma. Á morgun eða í næstu viku. Þegar að því kom í vor að Ævar Hjartarson þurfti að nota búkkana, skellti hann öllum hlutum óbreyttum í skelina á laugardagseft- irmiðdegi, utan stífari fjöðrun og mótorpúða. Á krepputíkinni skyldi svo rallað móti hverjum þeim Goliat sem sýndi sig. Trú okkar á örverpið þótti víst flestum tákn um lausar skrúfur og það ekki í bílnum. En fyrst trítill var kominn á hjól aftur, rak rallsýkin okkur Ævar af stað út í óvissuna, út í þokuna, rokið og grenjandi slag- viðrið, á vit ævintýranna í úfnu hrauni Reykjanessins. „Þeir týnast um leið í næstu holu á veginum“. Svona japanskur tebolli úr blikki en ekki postulíni er hreinasta skömm fyrir stétt okkar“ sögðu hestafla- búntin. Við sáum hvernig Súkki litli varð enn rauðari af reiði, allir litlu ventl- arnir 16 tifuðu ótt undir tveggja dagblaða stóru húddinu í rásmark- inu, og okkur grunaði að eitthvað sögulegt væri í vændum. Kannski eins og í Biblíunni baru, þegar Davíð litli... Nú, við þekkjum það víst öll. Ónei, satt að segja virtust mögu- leikar okkar vægt sagt takn .arkaðir. Þó Súkki sneri snúningshra amælin- um sínum í hringi, hafði ht ín drifið Nýi Swiftinn okkar er enn jafn nýr eftir Porscherallið, tilbúinn í næstu röll án frekari undirbúnings. bara öfugu megin, þ.e. að framan. I litlu skelina var búið að hlaða heilum 100 kílóum af sverasta öryggisbún- aði. Og þótt hann væri lang-stystur var áhöfnin sú lang-lengsta. Hún hafði heldur ekki sinnt skyldum sínum, ekkert æft sig, ekkert ekið bílnum, ekkert skoðað leiðirnar; og ekkert sofið. Því gerðu svona skynsamir menn eins og við Ævar erum réttast í því að aka mjög, mjög varlega. Undir botninum var óvarinn bensíntankur- inn. auk bensín- og bremsuleiðsla. Einn smásteinn og allt væri búið. Hvað sem hver segir stóðum við Ævar fyllilega við skynsemisákvörð- un okkar. Ókum saman, hann var- lega, og ég hélt aftur af honum. I markinu tókst heldur ekki að finna rispu á hlífðarpönnunni, hvað þá meir. En... hvað var að gerast? Fjórða sæti eftir aðra sérleið? Þriðja sæti eftir föstudaginn??? Okkur til ólýsanlegrar gleði sáum við strax að litla hrísgrjónaskálin okkar var alvöru rallbíll. Já, alvöru rallbíll sem eyddi minna en 10 lítrum á hundraðið í rallakstri þegar aðrir gátu slokað í sig 50. Undur og stórmerki voru að gerast. Þetta var allt annað en fyrsta rall okkar Ævars, en aldrei höfðum við kynnst slíkum eiginleikum. Suzuk- inn lék í höndum hans frá fyrstu leið! Við höfðum þá eftir allt saman valið réttan bíl og búið hann rétt. Skýjum ofar af ánægju komum við í mark hverrar sérleiðarinnar á fætur annarri í fang okkar frábæra þjónustuliðs. Á augnabliki yfirfóru þeir einfalda litla bílinn allan án þess við lyftum litla fingri og án þess þeir fyndu neitt að. Þetta fyrsta rall á Swiftinum sann- aði að rall þarf alls ekki að vera dýrt. Ódýrt verður það aldrei, en hér er leið til að hafa gríðarlega, ómengaða ánægju af þessu óviðjafnalega sporti, án of mikillar fyrirhafnar eða fjárútláta. Það hefði allt eins getað verið þú sem náðir öðru sæti í Porsche-ralli á GTi sparibauk eins og hann kemur úr umboðinu... AA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.