Tíminn - 02.06.1989, Page 15
Föstudagur 2. júní 1989
Tíminn 15
siðs að sá grasfræi á smárabreiður.
Einhvem veginn hafði fólk verið
sannfært um að grasflöt eigi að
vera samfelld og mismunandi áferð
á henni væri ósmekkleg.
Á dæmigerðum blönduðum
smára og grasbreiðum er grasið
ríkjandi á vorin. Þegar hitnar í
veðri og þurrkar verða hefur grasið
tilhneigingu til að sölna en smárinn
nær þá yfirhöndinni og svæðið er
grænt allt sumarið. Á haustin nær
grasið aftur undirtökunum.
Slíkar grasflatir þarfnast einskis
köfnunaráburðar eftir að þeim hef-
ur verið komið upp. Smárinn, sem
er belgjurt, fangar köfnunarefni úr
andrúmsloftinu og sér grasinu fyrir
áburði. Það er ekki þörf fyrir
annað en örlitla slettu af óleskjuðu
kalki öðm hvom.
Þó að grasflöt, sem lítið er hirt
um, kunni að vera ófullkomin,
getur hún verið fyllilega sómasam-
leg meirihluta sumars.
Eins og geta má nærri er Embry-
Nimmer á báðum áttum hvað varð-
ar aðferð San Mateo búa til að
koma á getnaðarvörnum. „Ég hef
það á tilfinningunni að peningamir
einir sér breyti engu. Það þarf
meira til en brellur,“ segir hún.
(stórborgunum eru
barnaheimili nú starf-
rækt í gagnfræðaskólum
Stórborgimar, s.s. New York,
Washington DC og Albuquerque
hafa að mestu leyti gefist upp við
að leysa vandann. Það eina sem
yfirvöld gera þar er að sjá til þess
að barnagæslukrókar séu í skólun-
um. George Rutherford skólastjóri
í hinum geysistóra Fletcher John-
son skóla í Ánacostia DC, hefur nú
á sínum vegum smábörn í gæslu á
meðan mæður þeirra em önnum
kafnar við námið í 7. bekk.
„Ekkert þessara barna á heldur
föður,“ segir hann. „Ég er faðir
þeirra, verð að vera það.“ Ruther-
ford finnst ekki mikil vandræði
stafa af 14 ára ófrískum stúlkum í
skólanum miðað við annan vanda
sem hann á við að stríða dags
daglega, s.s. manndráp og eitur-
lyfjabrask.
Ungu mæðurnar kynslóð
eftir kynslóð viðhalda
fátæktarvítahringnum
Fyrir 20 árum benti Daniel Pat-
rick Moynihan öldungadeildar-
þingmaður á, gegn óvæginni gagn-
rýni vinstri sinnaðra stjórnmála-
manna, að það séu þessar þunganir
bráðungra stúlkna mann fram af
manni sem viðhaldi fátæktarvíta-
hringnum. „40% þessara krakka,
sem em einstæðir foreldrar, em
undirmálsfólk, veikir oft, skrópa
oft, hætta í skóla oft, atvinnulausir
og ala af sér aðra kynslóð af sama
tagi...“ Tíminn hefur rennt stoð-
um undir skilgreiningu hans.
VIÐSKIPTALÍFIÐ
Enn sækja stórmarkaðir á
Á Bretlandi em sölubúðir, stærri
en 25.000 ferfet, flokkaðir undir
stórmarkaði (öðru nafni vörumark-
aði), og fjölgar þeim ört. Tesco mun
verja 1 milljarði sterlingspunda á
næstu þremur árum til að færa út
kvíar, þ.e. tilnýsverslunarhúsnæðis,
vömhúsa og rafeindabúnaðar. Og
Asda mun einnig verja 1 milljarði
punda á næstu þremur árum í þvf
skyni, en nær einvörðungu til nýs
verslunarhúsnæðis. Asda bætti við
sig 9 stórmörkuðum 1987, (sem
kostuðu 169 milljónir punda) og 14
stórmörkuðum 1988. Frá mars 1987
til mars 1988 (þ.e. á fjárhagsári sínu)
opnaði Argyll 21 vömmarkað á
nafni Safeway, og frá mars 1988 til
mars 1989 29 vömmarkaði. Mun
Argyll 1991 væntanlega hafa 400
vörumarkaði á nafni Safeway (á
meðal þeirra nokkra, sem áður bám
nafn Presto). J. Sainsbury opnaði
1987 16 vörumarkaði með 490.000
ferfeta gólffleti,. Mun J. Sainsbury
hafa opnað 18 aðra í fyrra, 1988.
Sakir uppgangs vömmarkaða,
sem sagður er hafa hafist 1960,
fækkar sölubúðum á Bretlandi. Þær
voru liðlega 150.000 árið 1960, en
em nú um 40.000. - Tesco átti
hundruð sölubúða á sjöunda ára-
tugnum, en á nú 140 stórmarkaði og
240 litla markaði og sölubúðir.
Kvensokkar
Á Bretlandi nemur árleg sala
kvensokka um 300 milljónum
punda. Þarlendis eru tvær stærstu
sokkagerðirnar Pretty Polly, (sem
heyrir til BTR-hringnum) og Aristoc
(sem heyrir til Courtaulds). Aðeins
20% seldra kvensokka á Bretlandi
em innfluttir. Allt fram á þennan
áratug var litið svo á, að sala kvens-
okka færi nær einvörðungu eftir
verði og endingu, og var Pretty Polly
eina sokkagerðin, sem miklu fé varði
til auglýsinga á áttunda áratugnum.
Á síðustu árum hefur snið sokka
farið að ráða miklu um sölu. Og
kvensokkar hafa aftur tekið að ná
vinsældum. Nemur söluandvirði
þeirra nú 15% af samanlögðu sölu-
andvirði sokka og sokkabuxna. Þá
hafa dýrir sokkar tekið að seljast
tiltölulega betur en áður. - Auk þess
em sokkar nú ekki einvörðungu úr
polyamid-þráðum, heldur eru líka
úr teygjanlegu efni, „elastane"
(einkum Lycra frá Du Pont).
Þá hefur á Bretlandi risið upp
keðja sokkabuxna, Sock Shop, en
þær em nú um 100. En helstu
seljendur sokka og sokkabuxna em
stórmarkaðir. - í fyrstu voru tísku-
sokkar fluttir inn, aðallega frá Ítalíu,
en 1983 hóf breskt fyrirtæki, Cou-
ture, að framleiða sokka með
Christian Dior-sniði (samkvæmt
samningi við þann franska tísku-
hönnuð). Önnur bresk tísku-sokka-
gerð er Focus On Legs, sem nokkrir
fyrrverandi starfsmenn Pretty Polly
stofnuðu 1986. Hefur það haft sam-
vinnu við ítalskan hönnuð, Emilio
Caballini (en sala sokka hennar nam
aðeins 3 milljónum punda 1988).
Aristoc jók framleiðslu sína um
50% frá 1984 til 1987, jafnframt því,
að það færði hana saman í tvær
sokkagerðir í stað fjögurra áður. -
Charnos-sokkagerðin réð til sín
hönnuð 1985, Bruce Oldfield, og
hefur síðan framleitt tískusokka. -
Aristoc framleiðir Kayser-sokka, en
munu taka upp Aristoc-nafnið og
breyta sniði þeirra. - Pretty Polly
ver nú 1,8 milljónum punda til
auglýsinga á ári.
Indversk hagmál
Árleg yfirlitsskýrsla um efnahag
Indlands var birt 25. febrúar 1989. I
henni kemur fram, að hagvöxtur á
Indlandi á þessum áratugi hefur að
jafnaði verið um 5-6% á ári eða
allmiklu meiri en á hinum sjöunda,
er hann var yfirleitt um 3% á ári.
Auknum hagvexti hefur einkum
valdið viðgangur iðnaðar, en síðustu
undanfarin fimm ár hefur árlegur
vöxtur hans verið um 8,6% að
meðaltali. Næst á eftir iðnaði hafa
þjónustu liðir vaxið mest.
Fjárhagur indverska ríkisins hefur
hins vegar ekki batnað á þessum
áratug. Halli á fjárlögum þess hefur
síðustu undanfarin fjögur ár numið
8-9%. Af ríkistekjum fara nú sam-
tals um 74% til greiðslu vaxta og
afborgana af lánum, ýmissa styrkja
og landvarna. Síðan rúblan var felld
í fyrra hefur útflutningur aukist um
24,4%, en innflutningur öllu meira
eða um 27,4%. Tók Indland enn ný
útlend lán 1988. Sem stendur nemur
kostnaður af útlendum skuldum um
24% af gjaldeyristekjum Indlands
(jafnvel 30% að mati hagfræðinga
Álþjóðabankans).
Ghana: Öskubuska
rís úr stónni
Á áttunda áratugnum nam árleg
hækkun verðlags þriggja stafa tölu í
Ghana og fram á þennan. Vanskil
þess af útlendum lánum námu 600
milljónum punda 1983. Þá var þar-
lendis stefnubreyting í efnahagsmál-
um. Landið tók Ián hjá Alþjóða-
bankanum og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum með þeim skilmálum að
fara að ráðum þeirra. Fékk Ghana
þá jafnframt kost á Iánum frá öðrum
aðilum. Og hafa útlendar lántökur
þess numið 3,23 milljörðum dollara
1984-1988.
Hinnar útlendu lántöku hefur séð
stað í vexti landsframleiðslu um 6%
að árlegu meðaltali. Og hefur út-
flutningur aukist jafnt og þétt frá
1984, einkum á timbri og gulli.
Verslun við útlönd var hagstæð um
139 milljónir dollara 1987 og ca. 125
milljónir dollara 1988, en vanskil á
útlendum Iánum í fyrra, 1988, námu
um 70 milljónum dollara. Árleg
hækkun innlends verðlags hefur ver-
ið um 15% frá 1983 en tekið hefur
verið fyrir halla á fjárlögum. Gjald-
miðillinn, cedi, hefur nokkrum sinn-
um verið felldur.
Þennan árangur lofa alþjóðlegar
þróunarstofnanir: IFAD, FAO,
UNDP, CIDA, UNICEF, VOR-
ADEP og NORRIP. Segja þær nýj-
ungar í landbúnaði (svo sem áveitur,
dýralækningar, vegalagnir o.s.frv.)
ráða hér mestu um. Aðrir þakka
árangurinn innstreymi útlends fjár.
Beislun Ganges
og Brahmaputra
Forsætisráðherra Indlands, og for-
sætisráðherra Bangladesh, gerðu í
Delhi 29. september 1988 samkomu-
lag um skipun sameiginlegrar nefnd-
ar sérfræðinga til að kanna, hvernig
stjórna megi vatnsrennsli eða -flæði
Ganges og Brahmaputra og Meghna
í Bengal-flóa. Munu sérfræðingarnir
athuga gerð stíflu ofarlega við Brah-
maputra, þar sem hún tekur til sín
mest aðrennsli og skurð á milli
fljótanna, Fljótin þrjú hafa sameig-
inlegan ós, sem að stærð gengur næst
ósi Amazon-fljóts. Vatnsflæði þess-
ara þriggja fljóta er sagt nema þriðj-
ungi alls þess vatns, sem í Indlands-
haf rennur.
Indverjar bergja
Pepsi-Cola
í fyrrahaust, í september 1988,
tókust samningar á milli Pepsi-Cola
annars vegar og hins vegar Punjab
Agro Industries (ríkisfyrirtækis) og
Tata, (stærstu iðnsamsteypu á Ind-
landi) um sameiginlega gosdrykkja-
verksmiðju í Punjab. Mun verk-
smiðjan kosta 15 milljónir dollara,
en hún mun líka framleiða tilbúna
rétti. (Pepsi-Cola er nú framleitt í
um 150 löndum). Eignarhlutur
Pepsi-Cola í hinni sameiginlegu
verksmiðju verður 40%, en gos-
drykkir munu væntanlega nema að-
eins um 40% sölu hennar. Hyggur
verksmiðjan á útflutning ávaxta-
rétta. Til stendur, að verksmiðjan
kaupi af bændum um 100.000 tonn
af ávöxtum á ári. Auk ávaxta verða
kartöflur hafðar í réttina. Markaða
verður leitað í nálægum austurlönd-
um.
Indverjar drekka enn lítið af gos-
drykkjum. Nemur sú drykkja þeirra
3 flöskum á mann á ári, en í Pakistan
nemur neysla gosdrykkja 13 flöskum
á mann á ári og í Thailandi 38
flöskum.
Eigur utanlands
Á þessum áratug hafa orðið mikl-
ar breytingar á útlendum eigum
fyrirtækja og einstaklinga í ýmsum
ríkjum, eins og fram kemur á eftir-
farandi yfirliti úr Bank of England
Bulletin í nóvember 1988:
Árslok
Bandaríkin
Japan
V-Þýskaland
Bretland
Eignir erlendís
(milljarðar dollara og
% þjóðartekna
1980 1985 1986 1987
95 -122 -280 -379
3% -3% -7% - 8%
10 129 179 240
1% 8% 9% 8%
26 46 87 160
3% 6% 9% 12%
30 110 161 160
6% 21% 28% 20%
Svíar fala jarðgas
af Norðmönnum
Orkumálaráðherrar Noregs og
Svíþjóðar, Arne Oeien og Birgitte
Dahl, skýrðu frá því 2. mars 1989,
að þeir væru að semja um kaup Svía
á jarðgasi frá Noregi. Sala jarðgass-
ins hæfist 1992 og næmi það ár og
1993 um 1 milljarði m3, en síðan
árlega vaxandi magni fram til ársins
2000, er það næmi árlega 2,5 millj-
örðum m3.
Ástæða kaupa Svía á jarðgasi er
sú, að í áföngum ætla þeir að hverfa
frá vinnslu rafmagns í kjarnorkuver-
um, en þau eru nú 12 að tölu. Fyrir
1995 mun tveimur hinum elstu þeirra
hafa verið lokað. Sakir lokunar ver-
anna munu Svíar hafa 2010 þörf fyrir
5 milljarða m3 af jarðgasi á ári. Til
viðbótar munu Svíar væntanlega þá
kaupa 2,5 milljarða m3 árlega af
Ráðstjórnarríkjunum, en það jarð-
gas yrði flutt í leiðslum um Finnland.
Sem stendur selja Norðmenn um
25 milljarða m3 af jarðgasi á ári til
Vestur-Evrópu. - Á norska land-
grunninu munu vera í sjávarbotni
um 3 billjónir m3 af jarðgasi, þ.e.
helmingur þess, sem um er vitað í
Evrópu.
Fyrst um sinn verður jarðgas frá
Noregi flutt til Svíþjóðar um danska
leiðslu (en Danir selja Svíum nokk-
urt magn um þá leiðslu), en fljótlega
mun lögð leiðsla á milli Noregs og
Svíþjóðar. Stígandi
FRIMERKI
Gleðilegt sumar
;CO
Það er á margan hátt hægt að
fagna sumri, þótt sumardagurinn
fyrsti sé sennilega ekki frídagur
nema hér á landi.
Svíar fagna sumri með útgáfu
frímerkjaheftis, auk þess sem Evr-
ópufrímerkin með barnaleikföngum
koma út þennan sama dag. Þá eru
þau einnig gefin út í hefti.
Sumarfrímerkin, sem eru 10 mis-
munandi, eru teiknuð af Rolf Erik-
son og offsetprentuð hjá sænsku
frímerkj aprentsmiðj unni. Evrópu-
frímerkin eru teiknuð af Evu Jern og
grafin af Czeslaw Slania. Þau eru
stálstungumerki, prentuð í sænsku
frímerkjaprentsmiðjunni.
Sumarfrímerkin eru með myndum
af hverskonar sumarleikjum og tóm-
stundagamni. Ef við skoðum mynd-
ina af þeim þá eru í efri röð sigling,
boltaleikur, að hjóla, eintrjáninga-
róður og veiðar. I neðri röðinni eru
svo tjald, krocketleikur, badminton
eða fjaðurbolti, plöntun trjáa og að
gera sandkökur eða byggja kastala.
Burðargjald merkjanna er SKR
2,10 sem gildir fyrir einkapóst, það
er einkabréf manna á millum innan
Norðurlanda og innanlands. Er þá
IGE
gefinn 20 aura afsláttur af burðar-
gjaldi hvers bréfs til að hvetja menn
til að skrifa og nota póstinn. Nefnast
þessi frímerki á sænsku „Rabattfri-
márken".
Frímerkin voru ekki fullgerð þeg-
ar mynd þessi var send út, svo að vel
kann svo að fara að þau verði ekki
nákvæmlega eins og sýnt er á mynd-
inni.
Sumarmerkin verða aðeins til sölu
frá 17. maí til 8. júlí. Þá verða gefin
út 5 maximkort með þessari útgáfu
og sýna myndir á þeim tjaldstæði,
krocketleik, trjáplöntun, badminton1
og sólbað þar sem búin hefur verið
til sandkaka. Hefur höfundur merkj-
anna einnig teiknað kortin sem
verða stimpluð í Falsterbro, en frí-
merkin í Borgholm.
Evrópufrímerkin sem sýna börn
að leik í fjörunni, þar sem þau með
einföldum leiktækjum skapa sér
heila veröld siglinga og sjóferða, en
á öðru merkinu er mynd af barni á
skíðasleða.
Verðgildi þeirra er 2,30 og 3,30
SKR. Börnin í fjörunni á báðum
verðgildum en snjósleðinn aðeins á
merki með verðgildinu 3,30.
Frímerkjaútgáfunefnd sænsku
Póststjórnarinnar fékk fyrst átta mis-
munandi tillögur að velja úr eftir
þrjár konur. Það urðu svo tillögur
Evu Jern sem voru valdar að lokum.
Kápa heftisins, en í því eru aðeins
merki með verðgildinu 3,30, er svo
skreytt með myndum af heimatil-
búnum bátum sem börn hafa smíðað
sér. Teikningin á heftinu er einnig
eftir Evu Jern.
Þá koma einnig út frímerki í
tilefni af 100 ára afmæli verkalýðs-
hreyfingarinnar þann 17. maí, teikn-
uð af Nils Kréuger og Svenolov
Ehrén. Þetta frímerki er grafið af
Lars Sjöblöm, að verðgildi SKR
2,30. Sigurður H. Þorsteinsson.
r v'gz