Tíminn - 13.06.1989, Síða 13

Tíminn - 13.06.1989, Síða 13
Þriðjudagur 13. júní 1989 Tíminn 13 lllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllll Gunnlaugur Stefánsson frá Akurseli Pað er á vordegi vorið 1975. Það er nokkuð liðið á morgun og blessuð vorsólin vermir með heitum kossi Öxarnúpinn og fja'lahringinn fagra og víða. Flóinn er lognvær svo að Mánáreyjar virðast móka í góðviðr- inu, þær eru varla vaknaðar af sætum blundi við vornæturskaut. Félagi minn og ég óðum í morgun yfir Brunná úr Stóranesi og höfum safnað gæsaeggjum og orðið allgott til fanga. Hann hefur boðið mér í þessa ferð og ég þegið með glöðu sinni. Nú höfum við tekið okkur hvíldarstund í vel grónum, melvöxn- um hól, þar sem hlýtt er og notalegt, og dregið fram fábrotinn árbít og snætt hann. Síðan er ætlunin að láta sér líða í brjóst um stund eftir hressandi göngu. Þar sem ég nú í hálfgerðri leiðslu nýt þessarar stund- ar fljúga um hug mér hugsanaslitur sem brátt falla í stuðla og hljóðstafi og hljóða svo, ef ég man rétt: Enn skrýðir vordísin Öxarfjörð, ársólin fjöllin roðar. Þúsundir flytja þakkargjörð þýðróma vorsins boðar. ílminn af skóginum blærinn ber, blandast við hrannar niður. Hljóðurogseiðandi um hugann fer himneskur dýrðarfriður. Ég sendi þessar hendingar hálfhátt út í gróandi umhverfið og þær ná næmum eyrum félaga míns, sem umlar hálfsofandi: „Gott, ég er alveg sammála," og eftir smástund heyri ég að hann hrýtur. Síðan þetta gerðist hefur margt borið til tíðinda og nú síðast það sem knýr mig til að rita þessa grein. Þessi gamli og góði félagi hefur lagt upp í hinstu ferðina, ferðina sem allra bíður og enginn veit raunar hvar endar. Hann hét Gunnlaugur Stef- ánsson og var frá Akurseli í Austur- Sandi í Öxarfirði. Hann lést ásjúkra- húsinu á Akureyri þann 12. maí síðastliðinn. Þar hafði verið gerð á honum aðgerð vegna fótameins og fóturinn numinn af neðan við hné. Þetta virtist takast vel, en skyndilega var hann svo allur, enda aldurinn orðinn ærinn, kominn á níunda tug- inn og margt tekið að bila, því svo fara hraustmennin sem hinir veikari þessa allra leið. Gunnlaugur var í heiminn borinn að Skógum í öxarfirði hinn 20. nóvember 1906. Hann var kominn af kunnu ágætisfólki. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Árnadóttir, af ætt Guðmundar Guðmundssonar frá Kollavík í Þistilfirði, og Stefán Björnsson, en hann var af ætt Styr- bjarnar sterka; bjuggu þau hjón allan sinn búskaparaldur í Akurseli. Þau eignuðust fjögur börn: Árna trésmið, Gunnlaug og Björn og dótturina Sigþrúði Rannveigu. Að- eins eitt þessara systkina giftist en það var Björn- er lengi var bóndi í Akurseli. Kona hans er Gunnhildur Bjarnadóttir frá Miðfirði á Strönd og eignuðust þau tvær dætur. Björn er nú látinn fyrir fáum árum. Auk þess ólu þau Guðrún og Stefán upp stúlkubarn, Huldu Vilhjálmsdóttur frá Sandfellshaga, sem hefur verið skoðuð sem systir og þeim systkinum kær og ræktarleg. Hún er búsett syðra. Gunnlaugur ólst upp í Akurseli við svipuð kjör og bændaböm al- mennt á þeim árum. Hann var snemma gefinn fyrir bókina og nam barnalærdóm að mestu leyti í far- skóla, sem þá var títt í sveitum. Hann langaði að læra meira, en það þurfti meira til þá og varð margur að sætta sig við það nám. Með lestri góðra bóka og á samleið með fróð- leiksfólki var hann orðinn allvel sjálfmenntaður er hann dreif sig í gagnfræðaskólann á Akureyri árin 1931-1934. Dvölin þar varð honum ómetanleg og einsog margir menn hreifst hann mjög af Sigurði skóla- meistara. Þótti honum móðurmáls- kennsla hans afburða góð, enda unni Gunnlaugur móðurmáli sínu og þoldi illa að heyra því misboðið, en oft mátti hann reyna það um dagana, því miður. Hann átti mjög létt með að læra tungumál og lagði sig eftir því og náði ótrúlega miklum árangri á ekki lengri tíma. Skrifari var hann ágætur og ef hann vandaði sig ritaði hann prýðilega snarhönd. Allt þetta kom honum að góðu gagni er hann gerðist verslunar- eða úti- bússtjóri við Kaupfélag N.-Þingey- inga á Raufarhöfn á árinu 1935 og var hann síðan við það starf til 1950. Fórst honum þetta prýðilega úr hendi, en þetta var á því alræmda krepputímabili og við marga erfið- leika að stríða í verslunarmálum. Þá voru og mikil umsvif í síldinni á Raufarhöfn og þurfti að útvega og birgja skipin upp af margskonar vörum. Var því mikið álag á verslun- arstjóranum, sem ekki dró af sér en vann oft nærri nótt og dag. Hann var þannig gerður að hann treysti sér best, þó hann hefði gott fólk og traust sér við hlið. Hans sterka einkenni var einstök trúmennska og árvekni í starfi með öllu því er hann tók að sér og verður vart lengra komist í því. Mun hann oft hafa verið orðinn þreyttur er vertíð lauk. Á Raufarhafnarárum sínum hélt Gunnlaugur til í Lundshúsi og hélt hann vinskap og tryggð við það fólk æ síðan. Árið 1950 gerist Gunnlaugur verslunarstjóri við K.N.Þ. á Kópa- skeri og gegndi því starfi til ársins 1976, en þá var hann orðinn rúmlega sjötugur. Það er alkunna í héraði að hann vann það starf með ágætum,1 enda var hagur kaupfélagsins góður og rekstur hagstæður og kom það ti! af ágætri stjóm góðra manna á hverju sviði. Vörurýmun í tíð Gunn- laugs var ótrúlega lítil og var talið að hún hefði hvergi orðið svo lítil í kaupfélögum landsins. Oft vann hann langan vinnudag og mátti jafn- an hitta hann á vinnustað löngu eftir lokun og kom það sér oft vel fyrir ferðafólk. Á þessu tímabili vom mikil umsvif hjá K.N.Þ. og þurfti m.a. að birgja upp útibúin í Keldunesi og á Gríms- stöðum með vömm með mörgum öðmm umsvifum. f innkaupaferðir til Reykjavíkur eyddi Gunnlaugur ekki miklum tíma. Mun starfsmönn- um S.Í.S. oft hafa þótt nóg um kraftinn á karii er hann var í ham, en dáðust jafnframt að dugnaði hans. Það var metnaður hans og æðsta skylda að kaupfélagið þyrfti sem minnst að greiða fyrir ferðir hans. Skömmu fyrir 1950 reisti Árni, bróðir Gunnlaugs, íbúðarhús á Kópaskeri og bjuggu þau þar saman systkinin, en Árni lést á árinu 1966 og bjuggu þau síðan saman þar, Sigþrúður og Gunnlaugur, eða til ársins 1976, að Gunnlaugur hætti störfum og þau flytjast til Akureyrar í hús er hann hafði látið byggja sér þar, en hafði leigt það í nokkur ár. Á Akureyri gerist svo Gunnlaugur starfsmaður um skeið við Sambands- verksmiðjurnar og undi þar allvel hag sínum. Bjó Sigþrúður þeim þarna gott og notalegt heimili af sinni kunnu smekkvísi og myndar- skap. Hinn 13. janúar 1976 varð jarð- skjálftinn mikli á Kópaskeri og þá skemmdist hús þeirra systkina og var raunar ekki íbúðarfært um skeið. Féll Gunnlaugi jarðskjálftinn og af- leiðingar hans mjög illa, einkum þó skemmdir þær er urðu á vörum K.N.Þ. sem þó voru að nokkru bættar. Mun þetta hafa ráðið því að hann hvarflaði frá Kópaskeri. Á þessu erfiðleikatímabili kynnt- ist undirritaður Gunnlaugi hvað best þó áður hefðum við unnið saman í mörg ár. Hann svaf um tíma í húsi okkar hjóna og þá röbbuðum við oft um heima og geima og féll vel á með okkur. Nokkrum sinnum bauð hann mér með sér á æskustöðvamar og veiddum við þá gjarna silung. Auð- fundið var að hann var mjög elskur að átthögum sínum og var sem annar maður er hann var kominn í tengsl við þá. Hann var maður útiveru og iðkaði mikið gönguferðir og allskyns leikfimi og átti það til að kasta klæðum og fá sér hressandi bað í köldum læk og verma sig svo við varma sólargeisla. Hann var hvannbeinn og kvikur í hreyfingum fram á elliár. Hann var raunar á undan samtíð sinni í ástundun sinni á hollri útiveru, en það sem ein- kenndi hann mest var að þora að vera hann sjálfur í gegnum allt, sterkur persónuleiki, óvenj ulegur og ekki alltaf öllum að skapi, en hlýr þeim er náðu vináttu hans og trún- aði. Á efri árum lagði Gunnlaugur sig mjög eftir ættfræðigrúski og rann- sakaði gamlar kirkjubækur og hafði til þess ljóstæki og hann var tíður gestur á Amtsbókasafninu á Akur- eyri eftir að hann fluttist þangað; þar fann hann margt við sitt hæfi. Söng- maður var hann ágætur, hafði óvenju fagra og mikla bassarödd og söng hér í karla- og kirkjukór um árabil. Nokkru eftir að hann fluttist burt hringdi hann eitt sinn sem oftar í mig og sagði mér meðal annars, að nú fyndi hann það, að hann ætti heima á Akureyri, því nú hefði sér verið boðið að vera félagi í karla- kórnum Geysi og væri sér þetta ólýsanleg ánægja og eins að taka þátt í félagsstarfsemi kórsins. Mátti segja að gamli maðurinn væri þarna barnslega glaður og lifði upp fornar og ljúfar stundir er hann átti með æskuvini sínum og góðum söngvara, Þórarni frá Skógum, er dó ungur að árum og hann talaði oft um og dáði. Einsog áður segir tók heilsu Gunnlaugs mjög að hraka fyrir svo sem tveimur árum; bar allmikið á andlegum truflunum hjá honum. Mun það hafa valdið systur hans erfíðleikum, en hún tók því með stillingu og jafnaðargeði og annaðist [bróður sinn með prýði fram til isíðustu stunda og lifir nú ein þeirra systkina, hress í lund þó árunum fjölgi. Ég sendi henni og Huldu kærar kveðjur okkar hjóna með þökkum fyrir liðin ár. Ég sagði í upphafi þessara orða frá samverustund með Gunnlaugi. Þær urðu fleiri undir svipuðum kringumstæðum. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst svo dugmiklum og mætum persónuleika sem hann var og ég veit að margir hér um slóðir senda hljóðlátar þakkarkveðj- ur fyrir vel unnin og traust störf hans í þágu sveitanna hér við Öxarfjörð. •Gunnlaugur var jarðsunginn að Skinnastað 20. mat síðastliðinn. Þar hvíla hans nánustu og þar var honum áreiðanlega kærast að hvílast að síðustu. Honum var mjög kært kvæði Steingríms Thorsteinssonar, Sveitasæla, ekki síst niðurlag þess, þar sem segir:....ei má eðli hagga1 er það Drottins gjöf/þar sem var mín vagga/vil eg hljóta gröf.“ Þreyttur, gamall maður er kominn heim. Hvíli hann í helgum friði. Brynjúlfur Sigurðsson, Kópaskeri. Laus embætti er Forseti íslands veitir Eftirtalin embætti héraðsdýralækna eru laus til umsóknar: 1. Embætti héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmi. Umsóknarfrestur er til 10.júlí n.k. Embættiðveitistfrá1.ágúst1989. 2. Embætti héraðsdýralæknis í Strandaumdæmi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Embættið veitist frá 1. september 1989. 3. Embætti héraðsdýralæknis í Norðaustur- landsumdæmi. Embættið er laust nú þegar. Umsóknir um framangreind embætti ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til landbúnaðarráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið 12. júní 1989. Laus staða Sjávarútvegsráðuneytið vill ráða ritara til starfa sem fyrst. Starfsreynsla er nauðsynleg og kunnátta á rit- vinnslukerfið Word Perfect æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu að Skúlagötu 4,6. h. eigi síðar en 23. júní n.k. Sjávarútvegsráðuneytið. OLL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum., Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. i PRENTSMIÐJAN « Cl Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. t Móðir okkar Guðbjörg Jónsdóttir Eyvindarholti, Vestur-Eyjafjöllum lést aðfaranótt 11. júní. Börnin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.