Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 13. júní 1989 lllllllimillllllllllllllll DAGBÓK FREYR - Búnaðarblað 9. tbl. 85. árg. Ritstjórnargreinin nefnist Auka-Bún- aðarþing, og er þar sagt frá störfum þingsins 18. og 19. apríl sl. Greinar eru um „Rúllubaggatækni" á vegum Bútæknideildar Rala og Bænda- skólans á Hvanneyri, og sömuleiðis skrif- ar Grétar Einarsson um rúllubindivélar. Eiríkur Loftsson, rannsóknarmaður við Bútæknideild Rala skrifar um kostnað, fjárfestingu og samanburð á heyverkunaraðferðum. Ingólfur Davíðsson grasafræðingur segir frá gamalli fjárborg á Markeyri. Sagt er frá fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna aldarafmælis Bændaskólans á Hvanneyri. Ýmsar fleiri greinar um búnaðarmál eru í blaðinu, en útgefendur eru Búnaðar- félag íslands og Stéttarsamband bænda. SímnblaDiD 1. tbl. 1989 Símablaðið, 1. tbl. 84. árg. Kjarasamningar við óvenjulegar að- stæður nefnist forustugrein blaðsins eftir formann F.f.S, Ragnhildi Guðmunds- dóttur. Þá er ársskýrsla framkvæmda- stjórnar F.f.S. \ Birtar eru fundargerðir og ályktanir félagsins, sagt frá vinnunni vlð síðustu kjarasamninga og eins frá félagsfréttum. Svo sem framkvæmdum við sumarbústaði félagsins o.fl. Reiknistofa Pósts og síma er kynnt í blaðinu. Sagt er frá afhjúpun listaverks í Gufunesi til minningar um húsráðendur fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi árin 1942-1950, þau Ingólf Matthíasson stöðvarstjóra og konu hans Unni Sigríði Einarsdóttur, gefið af niðj- um þeirra. Þá eru minningargreinar í blaðinu um látna félaga. Forsíðumynd er frá 1. maí-göngunni í vor. Ritstjóri er Helgi Hallsson. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti ríkisins: HÁSPENNA - LÍFSHÆTTA! Rafmagnseftirlit ríkisins sendir frá sér eftirfarandi viðvörun: * Óhöppum og tjónum af völdum háspennu fer fjölgandi. Flest slík óhöpp verða fyrir vangá eða hugsunarleysi. * ÖKUMENN: Hafið gát á háspennulínum ef þið eruð með hátt loftnet eða með háfermi á bílnum. Reisið ekki bílpall upp í línur, eins og mörg dæmi eru um við vegagerð og aðrar framkvæmdir. * GRÖFU- OG KRANASTJÓRAR: Fylgist vandlega með öllum hreyfingum tækjanna og farið með sérstakri gát, ef þið eruð að störfum í nánd við háspennu- línur. Ef ökutæki eða vinnuvél snertir há- spennulínu er sjálfsagt að rcyna strax að komast undan Ifnunni og meta sfðan aðstæður áður en reynt er að komast út úr ökutækinu. Ef sýn þykir að spenna liggi á tækinu, er öruggast að hreyfa sig hvergi fýrr en tryggt er að spenna sé ekki lengur á línunum. Ef eldur kemur upp í tækinu kann að vera eina björgunarvonin að stökkva út. Ef tækið snertir enn háspennulínu verður að varast að snerta samtímis tækið og jörðu. * STJÓRNENDUR FLUGDREKA: Leikið ykkur ekki í nágrenni við há- spennulínur. Nylonlína getur leitt há- spennt rafmagn í röku veðri. Sleppið línunni, ef flækja við raflínur er fyrirsjá- anleg. * IÐKENDUR FALLHLÍFAR- STÖKKS: Metið aðstæður, vinda og veður, áður en lagt er til stökks þar sem háspennulínur geta verið í sviflínu. L:> lNABLAÐIÐ 1 HellbriQdísmá! 1/1989 Sumarleyf isferðir F.í. í júní 24.-29. júní (6 dagar); Vestfirðir Ekið til Þingeyrar í Dýrafirði og gist þar í þrjár nætur. Farnar skoðunarferðir, m.a. gengið milli Dýrafjarðar og Arnar- fjarðar um Svalvoga. Gist tvær nætur í Breiðuvík og m.a. farið á Látrabjarg. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 28. júni-1. júlí (4 dagar): Ferð um Breiðafjarðareyjar. Siglt með Hafrúnu um eyjar vestan Stykkishólms, í mynni Hvammsfjarðar og til Vestureyja. Árbók Ferðafélagsins 1989 fjallar um Breiða- fjarðareyjar. Fararstjóri: Árni Björnsson. Ath.: Breytt dagsetning frá prentaðri áætlun 1989. Upplýsingar um ferðirnar og farmiða- sala er á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag tslands Hallgrímskirkja: Starf aldraðra Fyrirhuguð er ferð í Skorradal á morgun, miðvikudaginn 14. júní. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10:00. Hafa skal með sér nesti. Þátttaka tilkynnist Dómhildi í síma kirkjunnar 10745 ogí kvöld í síma 39965. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti ríkisins: Raflost Við heyrum stundum varað við því að snerta samtímis tvö rafmagns- tæki, eða til dæmis að snerta raf- magnstæki með annarri hendi og vask eða krana með hinni. Öðru hverju heyrast fregnir um að fólk hafi fengið raflost með þessum hætti. Ástæðan er sú að öryggisbúnaður- inn í rafmagnstöflunni vinnur ekki, eins og hann á að gera. Rafmagnseftirlit ríkisins hvetur húsráðendur til að láta löggiltan raf- verktaka líta á rafkerfið hjá sér, ef nokkur vafi er í huga þeirra um að- öryggi í sambandi við rafmagn sé otægilega tryggt. Hollusta í hafragraut Bakverkur Sjúkdómanöfn fyrir tvö hundruð árum I\vðuc>|>ol Geryigangráðir í hjarta Norskur áhugamanaleikhópur sýnir leikritið Hagbarð og Signý 14.júní n.k. eru væntanlegir til landsins 250 Norðmenn, sem koma í þeim tilgangi að sýna okkur leikrit byggt á sögunni um Hagbarð og Signýju. Hópurinn sem kallar sig Steigen sagaspill, samanstendur af norskum áhugaleikurum, hljóðfæra- leikurum, kór og einsöngvurum og sýn- ingin er hin viðamesta í alla staði. Hug- myndin er að sýna á Miklatúni þ. 18.júní en að auki hyggst hópurinn skreyta mið- borg Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Læknablaðið-júní ’89 - Fréttabréf lækna Fremst í þessu blaði er grein sem nefnist „Saga úr klíníkinni". Þar er rakin saga um mistök lækna við meðferð sjúkl- ings sem kom slasaður á slysadeild Borg- arspítalans og lést þar eftir nokkurra daga legu. Talsmaður landlæknisembættisins segir að frásögnin sé unnin úr sjúkra- skrám og skýrslum lækna og birt til að vekja lækna til umhugsunar um mál af líku tagi. Þá segir frá því, að Læknafélag íslands °g Læknafélag Reykjavíkur auki nú eign- arhluta sinn i Domus Medica og verði viðbótarhúsnæðið nýtt í þágu félagsins. Margar faglegar fréttir eru í blaðinu og auglýsingar um ný lyf, tímarit og ýmiss konar upplýsingar fyrir lækna. Tilkynn- ingar um fundi og ráðstefnur í sumar og margt fleira. Ritstjóri Læknablaðsins er Birna Þórð- ardóttir. Heilbrigðismál — 1. tbl. 37. árg. Leiðari í þessu blaði nefnist „Hvíld og heilsa“ og er skrifaður af Jónasi Hall- grímssyni prófessor. Meðal efnis í blaðinu er grein um minnkandi reykingar hér á landi, en þær hafa minnkað um fjórðung á einum áratug. Þá skrifar Gísli Einarsson grein um bakverk og einnig eru heilræði fyrir bakveika. Minnst er 40 ára afmælis Krabbameins- samtakanna og fréttir eru frá félaginu. Davíð Gíslason skrifar greinina „Fæðu- óþol“. Neyðarbíllinn er nauðsynlegur allan sólarhringinn, nefnist grein Friðriks Sigurbergssonar, Árni Kristinsson skrifar um gervigangráði, Hollusta í hafragraut nefnist grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur og Stefán Aðalsteinsson skrifar: Matarhefð og manneldisstefna. Fleiri greinar eru í blaðinu, svo sem um félagslegar aðstæður og heilbrigðisþjón- ustu barna, Æfingar fyrir alla, Sjúkdóma- nöfn fyrir tvö hundruð árum o.fl. Ritstjóri er Jónas Ragnarsson, en útgefandi Krabbameinsfélag íslands. Afmæli Karólína Kolbeinsdóttir, Glaðheimum 10, Reykjavík er 80 ára í dag, þriðjudag- inn 13. júní. Karólína tekur á móti gestum föstudag- inn 16. júní eftir kl. 16:00 á heimili sínu. PÓSTFAX TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.