Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. júní 1989 Tíminn 5 Dr. Bjarni Reynarsson: Besta byggingarland Reykjavíkur fullbyggt eftir 6—7 ár: Lóðir sem áttu að duga til 2004 að verða búnar Nýjasta byggingarsvæði Reykjavíkurborgar er austasta byggðin í Grafarvogi. Tfmamynd: Ami Bjama Reykjavíkurborg hefur ákveðið að efna tíl sam- keppni um skipulag í Geid- inganesi nú á næstu vikum, vegna þess að við blasir að allt skipulagt land undir íbúð- arhús (sem átti að nægja til ársins 2004) verður fullbyggt innan fárra ára. Við gerð núverandi aðalskipulags, sem gildir til ársins 2004 var gert ráð fyrir að Geldinganes kæmi til skipulags einhvern- tíma eftir það. Mega borgar- yfirvöld nú líklega hrósa happi yfir að ekki var búið að byggja þar olíuhreinsunar- stöð og olíuhöfn eins og áætl- að var fyrir um 15-20 árum. „Byggð á höfuðborgarsvæðinu þenst út með ógnarhraða. Framtíð- arbyggðasvæði Reykjavíkur, sem áætlað var að nýttust til ársins 2004, verða fullbyggð upp úr miðjum næsta áratug ef uppbyggingin verður svipuð og seinustu fimm árin og þéttleiki byggðar verður ekki meiri en í Grafarvoginum. Þetta er eitt besta byggingarland sem eftir er innan borgarmarkanna.“ Þannig lýs- ir dr. Bjami Reynarsson, starfsmað- ur Borgarskipulags, ástandinu í grein um þéttleika byggðar í ritinu Arkitektúr. Skipulagt byggingarland til ársins 2004 nær að mörkum Mos- fellsbæjar við Blikastaði. Hamrahlíð og hvað svo... Landleysi innan fárra ára er vart glæsilegt útlit fyrir borg í örum vexti? „Reykjavíkurborg á að vísu meira land, þótt þetta sé eitt það besta,“ segir Bjami. „Hún á stórgott land í Geldinganesi, sem efnt verður til samkeppni um skipulag á innan nokkurra vikna. Þetta er álíka stórt land og allur gamli bærinn innan Snorrabrautar/Hringbrautar og gæti því rúmað marga með þéttri byggð, en margfalt færri ef það yrði nýtt eins og í Grafarvogi. Síðan á borgin land upp undir Úlfarsfelli, Hamra- hlíð. En eftir það fer útlitið heldur að versna.“ Frá 12 til 116 íbúðir á ha Þótt landleysi sé ekki ýkja langt undan, virðist Reykjavík ekki hafa verið sparsöm á land að undanfömu. Á íbúðasvæðum Grafarvogs áætlar Bjami að verði 12-14 íbúðir á hekt- ara samanborið við 73 íbúðir/ha í gamla bænum og allt upp í 116 íbúðir/ha á þéttbýlasta reitnum (milli Snorrabrautar, Bergþómgötu, Barónsstígs og Grettisgötu). I ein- býlishúsahverfum em aðeins 7-8 hús á ha. Bjami segir löngu tímabært að gera fleiri tilraunir með byggingar- form og húsagerðir í úthverfum og reyna að fá fram betri nýtingu á landi. T.d.: Smáíbúðabyggð (þétta lágbyggð) og garðhús (atriumhus). Vitnar hann þar m.a. til Dana sem skipuleggi svæði með allt að 30 húsum á ha. Hann bendir á að sambýlishús með 2-4 íbúðum á um 700-900 fermetra lóðum hafí heldur ekki verið byggð í um tvo áratugi, þrátt fyrir að góðar „hæðir“ seljist vel á fasteignamarkaði. Og tiltölu- lega lítil fjölbreytni í hönnun 2 til 3 hæða fjölbýlishúsa hafi komið fram seinustu árin. Skjól eftirsótt af Dönum en ekki hér Bjami vitnar m.a. til skipulags Dana á íbúðarsvæði með allt að 30 húsum á ha, enda hafi þeir margra áratuga reynslu í að byggja þétt og lágt. Danir byggi yfirleitt minni hús og sætti sig við miklu minni lóðir en íslendingar en leggi meira upp úr skjóli. „Hér virðast menn lítið hugsa um skjólið, sem manni finnst þó vera númer 1,2 og 3,“ sagði B j ami. Þá bendir hann á hvað bíllinn er landfrekur - oft tvöfaldur bflskúr og tvö bflastæði við einbýlishús. „Allar þjóðir aðrar en íslendingar ganga, nota fætuma síðustu 100-200 metr- ana frá bfl í hús. Hér vilja menn fara á bílnum heim að dyrum." Um 15 milljónir á hektara Það kostar nú um 15 milljónir kr. að leggja götur, stíga, holræsi og veitukerfi í hvern hektara íbúðar- svæðis. Þar við bætist landverð, bygging hverfisstofnana og síðan allur viðhaldskostnaður síðar meir. Er ekki mjög dýrt bæði fyrir einstaklinga og samfélag að byggja svo aðeins 7-8 íbúðir á slíkum hektara? „Jú, vegalengdir verða m.a. gífur- lega miklar. Við emm ekki stór þjóð, eða stórt borgarsamfélag. En ef við höldum áfram að byggja svona, þá verður þetta eins og í Los Angeles - við flæðum hér yfir öll innnesin og upp á Kjalames á stutt- um tíma.“ Einn kaupstaður „suður“ á ári Bjami kvaðst undrast hve lítið hefur undanfarin ár verið fjallað um byggðamál og hvað stjómmálamenn virðast lítið taka á þeim og hinum gífurlegu fólksflutningum sem verið hafa utan af landi á höfuðborgar- svæðið. Þeir mannflutningar séu höfuðorsök þenslunnar á svæðinu. Reykvíkingum mundi aðeins fjölga um 500 á ári með „eðlilegum“ hætti. En þar bætist 1.500-2.000 manns árlega við vegna flutninga utan af landi. Á íslenskan mæli- kvarða svari það til stórs kaupstaðar á hverju ári. „Ef þetta gengur svona fyrir sig í áratug í viðbót, hvemig verður byggðin þá? Vilja menn láta þetta ganga svona skipulagslaust? Mér virðist að undirstaða byggðar sé nú víða að bresta. Sveitirnar hafa verið að tæmast og nú virðist komið að þorpunum og sjávarkauptúnunum. Hugmynd um að byggja upp góðan þjónustu- og atvinnukjama í hverj- um landshluta hefur verið til í nokkra áratugi - það heyrist ekkert um hana meir.“ Dreifbýlið í rúst ef... Hvaða áhrif mundi sá frjálsi inn- flutningur á landbúnaðarvörum sem nú virðist keppikefli ýmissa, hafa í þessu efni? „Ef ákveðinn yrði frjáls innflutn- ingur sé ég ekki annað en að dreif- býlið mundi allt fara í rúst - mér sýnist það eðlileg afleiðing," sagði Bjami. Þá yrði bara ein stór borg í þessu landi - frá Keflavík upp í Hvalfjörð. Fiskurinn yrði svo kannski sóttur frá einni til tveimur verstöðvum í hverjum landshluta. En flokka ekki flestir orðið um- ræður um byggðamál sem hreina sveitamennsku? „Menn þurfa allavega að hugleiða hvað þeir vilja - að hverju þeir vilja stefna,“ sagði Bjarni. -HEI Miðað við landnýtingu í íslenskum einbýlishúsahverfum síðustu ár (7-8 ibúðir/ha) er kostnaður við undirbúning hverrar lóðar á 3. milljón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.