Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 17
 Tíminn 17 GLETTUR - Góði pabbi, slappaðu af. Við erum ekki að spila upp á peninga. - Þetta er miklu betra hjá þér, en spilaðu ekki alveg svona hátt... - Hafðu ekki hátt, vinur minn, ég held að pabbi sofi. ... en ef þú værir að biðja mín, þá gæti ég útvegað þér 25 prósent starfsmannaafslátt! - Nei það lítur ekki út fyrir að þau séu heima... „Ðravó Golino!“ - segja gagnrýnendur um grísk/ítölsku leikkonuna Valeriu Golino í „Regnmanninum" Valeria leikur hina skap- heitu vinstúlku bróðurins, í myndinni „Rain Man“ og hef- ur hún fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Hún Valeria Golino er að- eins 22 ára, en er þegar á fullri ferð upp á stjömuhimininn. Hún er sjálf alveg hissa á öllu þessu tilstandi og segist aldrei hafa ætlað sér að verða leik- kona. „Ég komst í kvikmyndir fyrir tilviljun," segir Valeria. Hún ólst upp í Aþenu, dótt- ir rithöfundar og móðir hennar er myndlistamaður. Þegar Valeria var 16 ára kynntist hún ítalska kvikmyndafram- leiðandanum Lina Wertmull- er, sem bauð henni að leika í kvikmynd hjá sér. Myndin var kölluð „Glettni örlaganna" (A Joke of Destiny). „Myndavélin elskar hana,“ segja myndatökumenn um Valeriu Golino „Mimi þurfti ekki að vera afbrýðis- söm,“ segirValeria f Regnmanninum lék Valer- ia einkaritara Toms Cruise, og fór vel á með þeim. Valeria var spurð um hvemig henni hefði líkað við samleikara sína í Regnmanninum. Hún bar þeim vel söguna. „Dustin Hoffman er snill- ingur. Það er stórkostlegt að fá að leika með honum. Ég horfði alltaf á upptökumar með honum, þó að ég kæmi hvergi nærri.“ Um Cruise sagði hún: „Hann er svo sætur, að maður heldur í fyrstu að hann sé tilgerðarlegur, en það er eitthvað annað. Hann er basði fallegur og góður,“ sagði Val- eria og bætti svo við: „Sagt er að Mimi (kona Toms) hafi verið ill út í. mig og afbrýðis- söm, en hún hafði enga ástæðu til þess. Við vomm bara að leika," sagði hún og ranghvolf- di augunum og skellihló. Nýmyndognýrvinur Nú er Valeria að leika í myndinni „Torrents of Spring“ (Vorflóðið) á móti Timothy Hutton, og er þegar farið að orða þau saman. Hutton er nýskilinn við leikkonuna Debra Winger. Valeria segist vera laus og liðug og líka það vel. Hún sagði um fréttina um þau Timothy: - Þeir segja þar „Hin gimilega og holduga Val- eria“ - ég get ekki annað en hlegið að þeirri lýsingu á mér, því ég er of homð og brjósta- lítil, og ætli að fréttin sé ekki öll jafn sönn og lýsingin! „Myndavéiin elskar hana“ Valeria myndast mjög vel. „Myndavélin elskar hana,“ sögðu myndatökumennimir. Valeria hefur þegar hlotið ít- ölsk verðlaun fyrir kvik- myndaleik sem samsvara hin- um bandaríska „Oscar". Golino var að vinna við upptöku á kvikmynd eftir í Regnmanninum léku þau þijú aðalhlutverkin: Bræðuma léku þeir Tom Cruise og Dustin Hoffman (sem er þama við stýrið) og Valeria Golino sem var einkaritari og vinkona Toms. leikriti Chekhovs „Þrjár systur“ þegar henni bauðst fyrst hlutverk í amerískri mynd, „Big Top Pee-wee“. Hún las handritið og neitaði síðan ákveðið þessu boði. „Ég vissi ekkert hver þessi Pee-wee Herman var,“ sagði leikkonan. En „Nörd- prinsinn“ (einsog Pee-wee er oft kallaður) sendi henni á myndbandi sýnishom af leik sínum, og Valeria sló til. Golino með Pee-wee Herman, sem hún í fyrstu neitaði að leika með, en nú segist Valeria hafa verið hepp- in að fá hlutverk ■ „Big Top Pee-wee“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.