Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 22. júní 1989 Tímamynd: Áml Bjama Nokkrir lögregluþjónar þustu að Bimu og handjámuðu hana uppi á varnarvirkinu. Hluti Heimavarnarliðs herstöðvarandstæðinga stökk inn á varnarsvæðið og hitti þar fyrir fjölmennt lið lögreglu: Lögreglan hélt fimmtíu úr heimavörn í skefjum Tíl átaka kom á milli Heimavarnarliðs herstöðvaandstæð- inga og lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í gær. Herstöðva- andstæðingar stukku yfir girðingar varnarliðsins og lögreglan vísaði fólkinu út fyrir vamarsvæðið aftur. í Heimavarnarlið- inu vora á milli fjörutíu og fimmtíu manns, eða um það bil einn á hvem lögregluþjón. Bima Þórðardóttir, frægur her- stöðvaandstæðingur, stökk fyrst inn á vamarsvæðið með islenska fánann. íslenskir lögregluþjónar þustu að henni og gerðu tilraun til að ná af henni fánanum. Birna tók á rás undan ofureflinu og leitaði skjóls f sandpokavirki hlöðnu af bandarísk- um dátum. Bima stökk síðan upp á virkið með íslenska fánann í hönd. Að lokum fór þó svo að sjö íslenskir lögregluþjónar höfðu betur í viður- eign sinni við Bimu og handjárnuðu hana. Lögregluþjónarnir gerðu til- raun til að færa hana í varðskýli innan girðingarinnar en hún mót- mælti því hástöfum, sagðist ekki vilja vera færð inn á erlenda varðstöð. Ekki tókst heldur að koma Birnu handjárnaðri inn í lögreglubíl, því félagar hennar vörnuðu lögreglu leið. Voru þá tekin af henni járnin og henni leyft að fara. Fleiri Heimavarnarliðsmenn voru ekki handteknir og þeir veittu ekki mótspyrnu þegar þeim <var vísað út af svæðinu. Herlögreglan lét ekki á sér kræla á meðan þessu fór fram. Heimavarnarliðið safnaðist saman við Umferðarmiðstöðina og hélt út á Reykjanes upp úr klukkan sjö í gærkvöldi. Þar mætti liðið fjöl- mennri lögreglusveit sem gætti þess að enginn færi inn á það svæði sem lagt er undir heræfingarnar. „Þetta var allt saman ósköp sak- laust til að byrja með og fór friðsam- lega fram. Herstöðvaandstæðing- arnir fóm fyrst út að flugstöðinni og voru að spranga þar eitthvað i kring,“ sagði vakthafandi lögreglu- þjónn í samtali við Tímann. Herstöðvaandstæðingarnir héldu því næst út að radarstöðinni Roc- kville, sem er á hægri hönd þegar farið er út að Sandgerði. Eins og áður sagði stukku þar nokkrir Heim- avarnarliðsmanna yfir girðingar og lögreglan skarst í leikinn. Formaður herstöðvaandstæðinga Ingibjörg Haraldsdóttir varaði við því, í samtali viðTímann, að Heima- varnarliðið myndi láta reyna á hvort væri sterkara, íslensk náttúruvernd- arlög eða bandarísk herlög. Þeir myndu því ekki hlíta tilmælum þar sem farið væri fram á að óviðkom- andi heræfingunum héldu sig fjarri því svæði sem þær fara fram á. Sævar Lýðsson fulltrúi lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli varaði aftur á móti við þvi, einnig í samtali við Tímann, að fólk sem ekki hlýddi tilmælum lögreglu mætti alltaf búast við handtöku. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tók ummæli Ingibjargar greinilega alvarlega, þar sem allt tiltækt lið lögregluþjóna þar, um 35 manns, og aukaliðstyrkur, sem meðal annars hafði á að skipa fjölda tollvarða, var sendur út til að gæta þess að enginn færi inn fyrir afmarkað svæði. Voru lögregluþjónamir á milli fjörutíu og fimmtíu talsins. Ekki virtist veita af öllum þeim mannskap þar sem Heimavamarlið- ið var ekki á þeim buxunum að láta vama sér aðgangs að svæðinu. Vakt- hafandi lögregluþjónn á Keflavík- urflugvelli sagðist aðspurður telja að þama hefði verið maður á mann, að Heimavamarliðið hefði verið á að giska jafn fjölmennt og lögreglulið- ið. jkb/-ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.