Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. júní 1989 Tíminn 9 FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM - Yitzhak Shamirforsætisráðherra Israel varaði fsraela við því að láta tilfinningar sínar hlaupa með sig í aönur og að mismunandi afstaoa til uppreisnar Pales- tínumanna mætti ekki leiða til borgarastyrjaldar. Shamír fordæmdi landnema Gyðinga sem skutu og köstuðu grjóti að Palestínumönnum eftir jarðar- för landnema sem myrtur var á Vesturbakkanum fyrir stuttu. ISTANBÚL - Tyrkneskur réttur setti lögbann á öfgafullt vinstrisinnað timarit sem líkti flótta Búlgara af tyrknesku bergi brotnu til Tyrklands við stöou Kúrda i Tyrklandi. LONDON - öngþveiti ríkir í Bretlandi eftir að lestarkerfi og strætisvagnakerfi í London lömuðust vegna sólarhrings verkfalls starfsmanna járn- brautanna og bílstjóra strætis- vagnanna. Þeir krefjast hærri launa. BANGKOK - Hermenn skutu á mótmælagöngu um það bil fimm hundruð manna í Rangoon höfuðborg Burma. Einn maður féll. Daw Aung Suu Kyi leiðtogi stjórnarand- stöðunnar var handtekinn í kjölfarið, en sleppt eftir nokkrar klukkustundir. Þrír námsmenn voru handteknir. BELGRAD - Eining Júgó- slavíu er nú í meiri hættu en nokkru sinni eftir að leiðtogar kommúnistaflokksins ( Slóv- eníu hótuðu að segja skilið við kommúnistaflokk Júgóslavíu. Slóvenía er auðugasti og þró- aðasti hluti Júgóslavíu. KHARTOUM - Þúsundir vopnaðra músKma þrömmuðu gegnum Khartoum til að mót- mæla matarskorti og friðarvið- ræðum stjórnvalda við skæru- liða f suðurhluta landsins. Spenna fer vaxandi eftir átök sem urðu ( byrjun vikunnar. MOSKVA - Enn ríkir mikil ólga í Kasakhstan oa Úzbek- istan. Einn maður fell í kyn- þáttaátökum f Kasakhstan. llilllllllllllllllllllll ÚTLÖND lilllllllllllllllllllilllllllllílilllllllllll Bandaríkjamenn slíta samskiptum háttsettra embættismanna við Kína, vegna harkalegra aðgerða kínverskra stjórnvalda gegn námsmönnum: Aftökur andófsmanna þegar hafnar í Kína Kínversk stjómvöld hafa þegar tekið þrjá andófsmenn af lífi vegna þátttöku þeirra í mótmælaaðgerðum gegn stjóm- völdum á dögunum. Hæstiréttur í Sjanghæ staðfesti í gær dauðadóm undirréttar yfir þremur ungmennum sem tóku þátt í andófinu gegn stjómvöldum þegar hermenn réðust að fjöldahreyfingu námsmanna í Kína. Dauðadómnum var fullnægt nokkmm klukkustund- um síðar. Er þetta vísbending um að blóðbaðinu sem hófst á Torgi hins himneska friðar muni ekki linna. Ungmennin þrjú vom dæmd vegna árásar á herflutningalest sem kveikt var í eftir að lestin hafði ekið inn í hóp andófsmanna með þeim afleiðingum að sex námsmenn létust. Alls hafa ellefu manns verið dæmdir til dauða í Kína fyrir aðild að andófi gegn stjómvöldum og miklar líkur taldar á að enn fleiri muni gjalda fyrir með lífi sínu. Fjöldi erlendra ríkisstjóma hafa beðið kínversk stjómvöld um að sýna miskunn í máli ungmennanna, en stjórnvöld hyggjast ekki sýna neina linkind. -r Aftökur geta einungis ýft upp sár nýliðinna vikna, sagði Marlin Fitzwater talsmaður Hvíta hússins eftir að bandarísk stjómvöld höfðu beðið þau kínversku um að sýna miskunn. Bandaríkjamenn hafa slitið öllum samskiptum háttsettra embættis- manna við Kína til að mótmæla blóðbaðinu mikla á Torgi hins himn- eska friðar og þeirri hörku sem kínversk stjómvöld hafa sýnt náms- mönnum sfðan. George Bush skýrði frá þessari ákvörðun í fyrrakvöld, en hann hefur legið undir ámæli ýmissa þingmanna bandarískra fýrir að sýna Kínverjum linkind. Kínverskir námsmenn í Banda- ríkjunum hafa af heilum hug tekið þátt í andófi námsmanna heima fyrir og er ljóst að flestir þeirra muni ekki snúa heim aftur ef harðlínustefna Blóðbaðinu sem kínversk stjómvöld hófii á Torgi hins himneska friðar er ekki lokið. Fyrstu þrír andófsmennirnir sem dæmdir hafa verið til dauða fyrir þótttöku sina í mótmælaaðgerðum gegn stjómvöldum vora teknir af lífi I Sjanghæ í gær. Níu aðrír hafa þegar veríð dæmdir og allar líkur era á að enn fleiri muni falla fyrir hendi böðlanna í Klna á næstunni. stjómvalda breytist ekki. Á meðal til að taka við Zhao Ziyang sem virkra kínverskra námsmanna í næsti leiðtogi kínverska kommún- Bandaríkjunum erXiaoxi Qiao dótt- istaflokksins. ir Qiao Shi sem talinn er líklegastur Heilagt stríð múslíma ógnar Sovét Heilagt stríö múslíma í Sovétríkjunum ógnar nú öðru fremur einingu þessa volduga ríkjasambands ef marka má orö háttsetts embættismanns í Úzbekistan þar sem hundrað manns létust í kynþáttaóeirðum fyrir stuttu. Embættismaður- inn segir að kynþáttaofsóknimar megi rekja til áætlana öfgafullra múslima í Úzbekistan sem vUji sameiginlegt heUagt stríð múslíma á þessum slóðum gegn „guðleysingum“. - Skipuleggjendur herferðarinnar vildu „Heilagt stríð" múslíma til þess að hrekja alla þá sem ekki játa íslamtrú burtu frá syðstu sovétlýð- veldunum og stofna allsherjarríki múslíma á þessum slóðum, sagði Eduard Diderenko aðstoðarinnan- ríkisráðherra Úzbekistan í samtali við dagblaðið Krasnaya Zzezda. - Herferðin hófst síðastliðið haust þegar nokkrir aðilar tóku að berja saman breiðfylkingu múslíma þar sem meginmarkmiðið er að flæma fólk af evrópsku bergi brott frá lýðveldinu. Þegar Mesketíar sem eru minnihlutahópur múslíma í Úz- bekistan höfnuðu þátttöku í breið- fylkingu múslíma braust út ofsókn- aralda Úzbeka á hendur Mesketíum, sagði Diderenko. Mikhaíl Gorbatsjof sagði á dögun- um að öfgafullir múslímar hafi „sýnt vígtennurnar“ með ofsóknunum í Úzbekistan og sovéskir fjölmiðlar Farþegar á Maxím Gorkí gagnrýna hvernig sovéska áhöfnin stóð að björgunarstörfum: Vodka í stað drykkjarvatns Farþegar á Maxím Gorkí hafa gagnrýnt hvernig áhöfn sovéska skipsins stóð að björg- unarstörfum eftir að gat kom á þetta myndarlega skemmti- ferðaskip eftir að það sigldi á ísspöng á átján hnúta hraða. - Sovéska áhöfnin virtist ekki vera undirbúin að takast á við neyðarástand, sagði Adolf Kuhn farþegi með skipinu. Kuhn segir að björgunarbátur sá er hann hafi yfirgefið skipið á hafi hangið fullur af fólki í gálganum í tvo tíma áður en honum var rennt í sjóinn. Þegar báturinn var loks sjósettur kom í ljós að birgðir voru takmarkaðar. - Það var nægilegt áfengi en ekkert drykkjarvatn, sagði Kuhn. íLUjfii.u'r'riniiii'nl>l>iii>ii .fH) i a I ji.i Maxím Gorkí kom til hafnar á Spitzbergen í fyrrakvöld. Honum var siglt með eigin vélarafli eftir að kraftmiklar vatnsdælur höfðu dælt mesta sjónum úr skipinu, en þyrlur fluttu sex afkastamiklar dælur í skipið í fyrradag eftir að ljóst var að skipinu mátti bjarga. Ljóst er að sovéski skipstjórinn hefur sýnt vítavert gáleysi með því að láta skemmtiferðaskipið sigla á fullri ferð á svæði þar sem mikill hafís var á reki. Með réttu hefði skipið átt að vera á þriggja til fimm sjómílna hraða við þær aðstæður sem voru á slysstað, en þess í stað keyrði Maxím Gorkí á átján sjó- mílna hraða. Því fór sem fór er skipið rakst á 2,5 m þykka ísspöng. hafa skýrt frá því að græn flögg Islam hafi verið í fararbroddi í ofsóknunum og að menn hafi kallað nafn Ajatollah Khomeinis andlegs leiðtoga írana. Hættan á heilögu stríði múslíma er greinilega alvarleg ógnun að mati Gorbatsjofs sem hefur þurft að eiga við kynþáttaátök þar sem múslímar koma við sögu í Azerbaijan, Arm- eníu, Georgíu og nú síðast í Úzbek- istan og Kasakhstan. Talið er að Gorbatsjof hafi haft þetta í huga þegar hann bauð Ali Akbar Hashemi Rafsanjani forseta íranska þingsins í opinbera heim- sókn og viljað bæta tengslin við íran svo íranar kyndi ekki undir heilagt stríð múslíma í Sovétríkjunum. Slíkt gæti orðið dýrkeypt því talið er að milli 30 og 40 milljónir múslíma búi í Sovétríkjunum. Á fundi Gorbatsjofs og Rafsan- janis á þriðjudag sagði Gorbatsjof að íranar hefðu fullan rétt til að viðhalda gildum byltingar múslíma í Iran. Gorbatsjof og Rafsanjani sam- þykktu á fundi sínum að vinna að bættum samskiptum ríkjanna tveggja. þar sem til bardaga kom milli sovéskra hermanna sem gættu skrif- stofu innanríkisráðuneytisins í bæn- um og öfgafullra múslíma af kyn- þætti Úzbeka. Öfgamennimir hafa veríð handteknir og göt eftir byssu- kúlur em á rúðunni. Mynd Moscow News Israelar gera loft- árásir á Suður-Líbanon Enn gera ísraelar loftárásir á stöðvar skæruliðasveita Palestínu- manna í Suður-Líbanon. Herþotur gerðu sprengjuárásir á stöðvar skæruliða í Naamehn og Damour, en þau svæði eru á valdi Drúza og Palestínumanna. Ekki er vitað um mannfall, en ljóst er að skemmdir urðu miklar. Sjónarvottar segja að þoturnar hafi gert þrisvar sinnum árás á stöðvarnar þrátt fyrir öfluga loft- varnaskothríð sveita Drúsa og Pal- estínumanna. Þoturnar urðu ekki fyrir skoti. á þessu ári, en alls hafa tuttugu og tveir fallið í þeim. Síðustu árásir fsraela voru gerðar síðastliðinn föstudag og voru stöðvar Fatha byltingarráðsins, sem erundir stjóm Palestínumannsins Abu Nidals, fyrir þeim árásum. Loftárásir fsraela eru yfirleitt hefndaraðgerðir fyrir tilraunir Pal- estínumanna og öfgafullra múslíma í Líbanon til að komast yfir landa- mærin til ísrael og vinna þar hermd- arverk. Alls hafa verið gerðar tíu slíkar mislukkaðar tilraunir frá því í desember. Nokkrir ísraelskir her- menn hafa fallið í þeim aðgerðum og jmnjlejn gkaerulwffgý^-wr* <_ ■ - • i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.