Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. júní 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Dr. Benjamín H.J. Eiríksson: MANNASIDIR EÐA SKEPNUSKAPUR Beinar árásir á góða siði, mannasiði, er sjaldgæft að sjá í blöðunum, en þeim mun oftar óbeinar. Eina slíka má lesa i Tímanum hinn 30. maí, 1989: Þér um yður, grein eftir Garra. Það er vel skiljanlegt, að höfundurinn vilji skýla sér á bak við gervinafn. Hann er á móti þéringum og skrifar gegn þeim með háði og heift, en af lítilli þekkingu og engum skilningi. Það er varla að sjá að hann viti hvað þéringar séu. Hann virðist helst halda að þær séu fyrst og fremst eitthvert stjómsýslufyrirbrigði. Grein Garra gefur sterklega til kynna, að þéringar séu eitthvert séríslenskt fyrirbrigði, séríslenskt kúgunartæki. En þessu er allt öðru- vísi farið. Þéringar eru sameign alls hins siðmenntaða heims, og ekki aðeins hans, heldur sameign alls heims, er víst réttara að segja. Þær eru viðhafðar í ýmsum mynd- um á öllum tungumálum. Þegar ég var í Rússlandi voru kommúnistar við völd. Þeir þéruð- ust. Þýsku kommúnistamir þar höfðu hafnað sínu þjóðfélagi. Sem tákn þess þúuðust þeir, og var þó þérun strangari í Þýskalandi en í Rússlandi. Þangað til að mér er sýnt fram á annað, ætla ég að hafa það fyrir satt, að allar þjóðir þéri, nema helst íslendingar í augnablikinu. Sú undantekning sem oft er nefnd, hinar enskumælandi, er ekki nein raunveruleg undantekning. Þær bæta sér ávarpsorðið upp með mjög fjölbreyttri notkun titla. Yes, sir. Siðmenntaðar jafnt sem frum- stæðar þjóðir þéra. Garri ætti að spyrja sig: Hvers vegna? Hvers vegna þéra þjóðimar, mannkynið? Ég er helst á því að Garri sé sveitamaður. Það sé skýringin á fáfræði hans og undar- legheitum. Á seinustu ámm hafa þéringar að mestu lagst af á íslandi, og það í takt við hnignun góðra siða og andlegrar menningar þjóðarinnar. Og þó. Nýafstaðna hátíðisdaga áttu þeir páfinn og fyrirmenn þjóð- arinnar ekki í neinum erfiðleikum með það, að nota þéringar. Af því má glöggt sjá, hvað mönnum finnst í raun og vem viðeigandi hegðun. Og ef dæma má af ummælum í grein Garra, þá virðist allur mögu- leiki á því að þær rísi upp að nýju. Væri það vel, að mínum dómi. Afnám þeirra hefir síður en svo fegrað mannlífið. Garri segir að jafnréttið hafi útrýmt þéringunum. Þetta er rangt, eins og margt annað í greininni. Það sem gerði að þéringar lögðust af í stríðinu átti ekkert skylt við jafnrétti. Hingað til lands kom dálítill hópur Vestur-íslendinga sem neitaði algjörlega að semja sig að siðum landsmanna. í Ameríku þúast allir, sögðu þeir. Hið rétta er að þar þérast allir, einnig fjölskyld- an, sem kemur auðvitað.út á eitt með þúun, hefði enskan ekki annað, sem oftast jafngildir þérun, þó ekki alveg. En það er notkun titla eins og Mister og Sir. Allt í einu varð fínt að þúast. Allir inni á gafli hjá öllum. Draumur fylli- raftanna hafði ræst. Frakkar, Þjóðverjar, Rússar og raunar nágrannar vorir, þérast, og flestar ef ekki allar þjóðir aðrar. Annað er álitið gróft brot á manna- siðum. Þúun er aðeins fyrir fjöl- skylduna, og stundum vinnufélaga. Þannig verndar þérunin einkalífið. Jafnvel gamlir og nánir vinir þérast. Þessar þjóðir hafa aldrei heyrt kenningu Garra: Menn þér- ast vegna undirlægjuháttar gagn- vart yfirboðurum, segir hann. Með þéringum hafi fólk þurft að skríða fyrir einum og öðrum. Orð Garra: „Máiið er það, að undirlægjuháttur gagnvart yfirboðurum, sem áður fylgdi þéringum, heyrir nú til liðn- um tíma. I dag skríður fólk hvorki fyrir einum né neinum.“ Þetta er eins og hver annar þvættingur. Ráðherrann þéraði bílstjórann sinn, og í kaupstaðnum þéraði húsbóndinn vinnukonuna. Ég held að engum nema Garra hafi nokkumtíma dottið sú skýring í hug, að ráðherrann hafi verið að skríða fyrir bílstjóranum eða að sýna bílstjóranum undirlægjuhátt. Þéringar byggj ast á fyllsta j afnrétti, enda eru mannasiðir til komnir til þess að gera alla umgengni heflaðri og auðveldari, og lífið þar með öllum ljúfara. Þegar mál þjóðanna eru athuguð nánar, kemur margt merkilegt í ljós, ekkert síður hjá fmmstæðum þjóðum en öðrum, og flest tengt mannasiðum. Sumir þjóðflokkar hafa ekki aðeins ákaflega flóknar „þéringar“, heldur beinlínis sér- stakt mál fyrir suma hópa, og sérstakar kringumstæður, sérstakt ávarp fyrir konur, jafnvel sérstakt kvennamál, svo eitthvað sé nefnt. Þéringar skapa í vissum skilningi friðhelgi fyrir fjölskylduna, lítinn heim, sem öðrum er gert að halda sig utan við, og það í fyllstu kurteisi. Þegar út í þjóðfélagið kemur þá gerist það á skilmálum þess: Þú verður að sýna öðrum þá kurteisi og virðingu sem fólgnar eru í þérun. Því að þrátt fyrir fullyrðingar Garra, og raunar fleiri, þá þéra menn í kurteisis- skyni. Þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Rússar hafa aldrei heyrt kenningu Garra. Þéringar eru einmitt mikið jafn- rétti. Hinn lægst setti er þéraður jafnt og hinn hæst setti í samfélag- inu. Annað er alvarlegt brot á góðum siðum. Þangað til að mér er sýnt fram á annað, ætla ég að hafa það fyrir satt, að allar þjóðir þéri, nema helst ís- lendingar í augnablik- inu. Sú undantekning sem oft er nefnd, hinar enskumælandi, erekki nein raunveruleg undantekning. Þær bæta sér ávarpsorðið upp með mjög fjöl- breyttri notkun titla. Yes, sir. Siðmenntaðar jafnt sem frumstæðar þjóðir þéra. Fólki sem kemur úr einhverri menningarlegri einangrun kann að finnast óþægilegt að þurfa að til- einka sér nýja málvenju, en ekki er það samt nein þolraun, eins og til dæmis sú, að þurfa að læra nýtt mál í nýju landi, eins og fjöldi fólks lætur sig hafa. Mér skilst að mála- kennarar verði iðulega að útlista fyrir nemendum sínum, að þegar þeir komi til útlanda, verði þeir að semja sig að nýjum siðum og nýrri málvenju, þéringum. Ég trúi því ekki að sú aðlögun gerist alltaf án auðmýkinga. Það er alkunnugt að þegar fólk úr afkimum kemur meðal siðaðra manna, líður því stundum illa i fyrstu og hefir þá allt á homum sér. Állt er betra öðruvísi. Þannig lýsir Garri sjálfum sér með orðbragð- inu: Það er „Þérað upp í hástert,“ það er „þérað í bak og fyrir.“ Hann telur að það eigi víst að þéra þá „sem eru svo fínir í tauinu". Oft er sú röksemd notuð gegn þéringum að menn þúi Guð. Þetta er auðvitað gert vegna þess að menn líta á hann sem föður. Hann er innan fjölskyldunnar. En þér- ingum er einmitt ætlað að vemda einkalífið, fjölskylduna. Migminn- ir að mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna kveði á um það, að maðurinn eigi kröfu á einkalífi,' privacy. Þéringar halda mannfélag- inu einmitt utan hrings fjölskyld- unnar, vemda hana, tryggja einka- lífið. Skólarnir og æskan Vorið 1930 tók ég gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri. f seinasta tímanum kom kennarinn sem mest hafði kennt okkur og sagði: Ég vil nota þetta tækifæri til þess að bjóða ykkur öllum dús, áður en (nýju) lögin, sem banna kennumm að þúa nemendur, ganga í gildi. Hvaða lög eða reglu- gerð hann átti við, veit ég ekki. En hvers vegna höfðu yfirvöldin gefið svona fyrirmæli? í blöðunum má stundum lesa óskemmtilegar fréttir. Æskumenn, sem heima eiga í Breiðholti eða Seljahverfi, rista sundur sætin í strætisvögnunum, brjóta rúðurnar, eyðileggja það sem eyðilagt verður í bílunum, berja bílstjórann og sparka í hann. Énnfremur er sagt frá eyðileggingu símaklefanna og rúðubrotum hjá verslunum. Hvað- an kemur svona auvirðileg hegðun, svona skepnuskapur? Ég held að auvirðileg hegðun sé hegðun fólks sem finnst það sjálft vera auvirðilegt, fólk sem skortir tilfinnanlega sjálfsvirðingu. Eng- inn maður sem ber virðingu fyrir sjálfum sér hagar sér auvirðilega án þess að skammast sín. Og skömm er tilfinning sem slíkir menn forð- ast af öllum mætti. Væri hugsan- lega hægt að stuðla að aukinni sjálfsvirðingu þessa æskufólks sem ég hefi nefnt? Myndi það ekki auka sjálfsvirðingu þessa æsku- fólks, ef kennaramir þéruðu það? Það ætti að vera óþarft að taka það fram, að þetta gerðu þeir í virðing- arskyni, en skrif eins og Garra sýna, að best er að taka sem fæst gefið í þessum efnum. Hin breska „þúun“ og notkun titla er ekki byggð á „jafnrétti“ eins og þéringamar, því að auðvitað verða nemendumir ein- nig að þéra kennarana. Ef til vill hefir breski siðurinn sinn veikleika. Ég held að það sé til þess að berja í þann brestinn sem Bretar nota eða hafa til skamms tíma notað spanskreyrinn í skólunum. Þéring- um fylgir jafnrétti og aukin sjálfs- virðing. Og hvað segðu kennaramir? Á sfnum tíma gerðu kennaraefnin í Kennaraskólanum uppreisn gegn þeirri kröfu, að þeir tækju próf í kristnum fræðum. Enga kristni í skólunum, sögðu þeir: Annað veif- ið lýsa blöðin uppskemnni hjá kennurunum, og sést þá að tíðum er hún vond. Útsæði flestra kenn- aranna er úr Rétti, Verkalýðsblað- inu, Þjóðviljanum og öðmm ritum sem dreift hafa efnishyggju og guðleysi kommúnismans, ekki úr Biblíunni. Af hinu vonda fræi hefir komið vond uppskera: af- kristnun og afsiðun þjóðarinnar og margt annað verra. Af akri þeirra hefir komið mörg ein ljót arfaklóin og mörg ein leiðinleg blaðagreinin. Við íhugun á grein Garra hefi ég komist á þá skoðun, að eitt lítið en ákaflega mikilvægt skref í átt til fágaðra þjóðlífs, væri sú tilskipun, líklega með lagasetningu, sem skyldaði kennara framhaldsskól- anna til þess að þéra nemendur sína, á sama hátt og áður var. Alþingi Ekki verður komist hjá því að minnast á Alþingi í þessu sam- bandi. í Þeirri stofnun speglar þjóðin sig. Þegar Alþingi var endurvakið eftir fjögurra áratuga hlé, var það fært í nútímalegri búning. Sett vom ný þingsköp, víst að erlendri fyrirmynd. Um sumt vom menn öllu raun- særri en í dag. Lýðsskmmssíbyljan sem fylgt hefir frelsinu, og hinar uppblásnu hugmyndafræðilegu draumsýnir, höfðu enn ekki náð að blinda menn á hina lakari þætti manneðlisins. Menn höfðu enn ekki gleymt því að maðurinn hefir að láni líkama af dýri. Það yrði nauðsynlegt að reyna að sporna Ég held að auvirðileg hegðun sé hegðun fólks sem finnst það sjálft vera auvirðilegt, fólk sem skortir tilfinn- anlega sjálfsvirðingu. Enginn maðursem ber virðingu fyrir sjálfum sér hagar sé auvirði- lega án þess að skammast sín. gegn óheflaðri framkomu reiðra þingmanna, þvf að auðvitað myndi skoðanaágreiningurinn leiða til mikilla orðasenna. Það yrði að sporna gegn grófu orðbragði þeirra, þessu sem hversdagslega hefði lágt, undir fáguðu yfirborði meira og minna tillærðra manna- siða. Það yrði að reisa skorður sem stuðluðu að því að halda uppi virðingu samkomunnar. Fyrirfram væri ekki hægt að taka neitt gefið í þeim efnum. Með þingsköpum var þing- mönnunum gert að skyldu að sýna hver öðrum fyllstu kurteisi, hvað svo sem liði öllum skoðanaágrein- ingi. Önnur hegðun væri móðgun við umbjóðenduma, þjóðina. Þingmenn voru skyldaðir til þess að ávarpa hver annan háttvirtur og ráðgjafann og forseta þingsins hæstvirtur, sem samkvæmt skoðun Garra, hlýtur að vera brot á „jafn- rétti“. Þessa dagana hefir sjónvarp- ið sýnt, að þessar reglur eru ekki lengur virtar. SkríIIinn verður sí- fellt fyrirferðarmeiri í þessu sem einu sinni var menningin. Sora- mark hans er komið á suma alþing- ismennina. Sjónvarpið hefir tekið oss inn á þingfund, þar sem þingmaðurinn tekur andstæðinginn í gegn á hálf- gerðu sjóbúðamáli. Undir lokin minnist hann þess að þingsköp mæla svo fyrir, að hann skuli ávarpa samþingsmann sinn hðtt- virtur. Ræðumaður hnýtir þá orð- inu háttvirtur aftan við setningu, þar sem hann hefir nefnt þing- manninn. Orðið kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum, án allrar tilfinningar fyrir því sem gefur því merkingu, efnislega utan- gama og óskiljanlegt, einna helst skammaryrði. Sjónarspilið verður afkáralegt. Menn fá þá tilfinningu að verið sé að fara með utanað- lærða meiningarlausa formúlu. Ræðumaðurinn kann ekki þá mannasiði sem hann hefir verið skyldaður til þess að tileinka sér. Ræðumanni jafnt og áheyrendum líður illa. Sú þjóðarskömm gerðist nýlega, að einn þingmaður eða fleiri upp- nefndu annan, mig minnir að hann hafi heitið Jón. Forsetinn gerði enga athugasemd við þetta grófa brot á þingsköpum. Hversvegna? Skýringin kom skömmu síðar. Forsetinn steig sjálfur í ræðustól í miklum ham. Flutti þar ræðu sem mér fannst á mddalegu máli, án þess að varaforsetinn gerði minnstu athugasemd við orðbragð- ið. Það verður þó að játa, að þessi óvenjulega framkoma hneykslaði fjölda fólks. Rétt er að taíca það fram, að talsverður munur er á hegðun þingmanna. Þingmenn sem ég man eftir að hafa sýnt heflaða og þinginu samboðna framkomu em þau Þorsteinn Pálsson, frú Aðalheiður Bjamfreðsdóttir og Halldór Ásgrímsson. En þau eru náttúrlega ekki þau einu. En það verður að segja það eins og það er, að hegðun margra alþingismanna ber vitni afsiðunar. Ég kemst ekki hjá að nefna sem dæmi um það orðbragð sem sést, að meðan Þorsteinn Pálsson var enn forsætisráðherra, þá var hann kallaður Steini litli í nafngreindri kjallaragrein í DV. En annars er það um hið grófa orðbragð að segja, að það er vafasamt vopn. Eitt býður öðm heim, orð af orði. Ég er engan veginn sannfærður um það, að tíska þessara daga sé framtíðin. Siðir og tíska koma og fara. Nýir menn koma með nýja siði. Ég held að orðbragð Garra fari í mslafötuna og þaðan á sorp- hauga sögunnar, ásamt með ýmis- legu öðm í orðbragði vorra daga. Menn stjórnsýslunnar, sem Garri er að agnúast út í, munu sigra, og með þeim andskotar Garra, Skatt- stofan. Fyrsta nauðsynlega skrefið í rétta átt held ég að væri að skylda kennarana í framhaldsskólunum til þess að þéra nemendurna, eins og ég hefi þegar stungið upp á. Skólafólkið myndi síðan flytja betra orðbragð og betri umgengni út í þjóðlífið. Júní, 1989

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.