Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 22. júní 1989 rtvixrviið i nnr Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur númer 17477 2. vinningur númer 36272 3. vinningur númer 33471 4. vinningur númer 37116 5. vinningur númer 38156 6. vinningur númer 27174 7. vinningur númer 8313 Vinningsmiðum skal framvísa á skrifstofu Framsóknarflokksins í Nóatúni 21, Reykjavík. Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá útdrætti. Allar frekari upplýsingar í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, föstudaginn 23. júní milli kl. 10 og 12. Landsþing L.F.K. á Hvanneyri 8.-10. september 1989. 4. landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Dagskrá þingsins verður tilkynnt síðar. Framsóknarkonur eru hvattar til að fjöimenna eins og á undanfarin þing. Stjórn L.F.K. Jón Kristjánsson, alþingismaður, verður með viðtalstima og fundi, og situr fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið og þingstörfin. Á Vopnafirði, viðtalstími í Miklagarði kl. 17.00-19.00 og almennur fundur á sama stað kl. 20.30 miðvikudaginn 21. júní. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavfk, verðurfrá. og með 1. júnf n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. GARÐTRAKTORAR SLÁ f GEGN Balens ÞORf ÁRMÚLA11 Samningaviðræður milli flugfreyja, flugvirkja og flugvélstjóra og Flugleiða enn árangurslitlar: Störf flugfreyja og flugvirkja boðin út? Ósamið er enn við flugvirkja, flugfreyjur og flugvélstjóra hjá Flugleiðum og í gær var fundur deiluaðila hjá Ríkissátta- semjara og bar mikið í milli. í fyrradag voru fundir með flugvirkjum og af þeim var sömu sögu að segja. Mikið bar í milli. Verkfall hefur ekki enn verið boðað hjá neinu þessara félaga en búist er við að það verði gert í þessari viku ef ekki semst áður. Hugmyndir hafa verið uppi hjá stjómendum Flugleiða að bjóða út störf flugvirkja og flugfreyja og í frétt um þetta mál í einu dagblað- anna fyrir skömmu var þetta tengt yfirstandandi samningaviðræðum við flugfreyjur. Eftir því sem næst verður komist tengjast slíkar hugmyndir ekki beint yfirstandandi kjarasamningum held- ur eru þær hluti af hugmyndum sem upp hafa komið í sambandi við langtímastefnumótun í rekstri fé- lagsins. Flugleiðir telja sig geta lækkað viðhaldskostnað sinn umtalsvert ef viðhald færi fram að einhverju eða öllu leyti fram erlendis hjá tilboðsað- ilum. t>á telja margir að hægt væri að lækka reksturskostnað nokkuð ef störf flugfreyja yrðu boðin út eða falin verktökum á svipaðan hátt og hefur gerst með hleðslu og losun vélanna við það að hlaðdeildin var lögð niður. Þá annast einnig verktak- ar þrif á hótelum Flugleiða. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði í gær að þetta verk- takafyrirkomulag hefði reynst afar vel þar sem það hefði verið tekið upp og sparað félaginu umtalsverðar fjárhæðir. Hann sagði ýmsar hug- myndir uppi um framtíðarfyrir- komulag ýmissa rekstrarþátta félags- ins en vildi þó ekki staðfesta að flugfreyjustörfin eða viðhaldið yrði rekið af verktökum í náinni framtíð. Einar sagði að hugmyndin hefði komið upp, en hún tengdist ekki á nokkum hátt yfirstandandi kjara- samningum enda mun eldri en svo. -sá Ttmamynd Tómas Helgason FLJÓTANDI STÓRMARKAÐUR High heat, skipið sem einkum hefur verið við miðlínuna milli ísiands og Græniands og boðið skipum að kaupa vistir var á dögunum út af Breiðafirði, nokkuð utan 12 milnanna. Skipið hefur undanfarna mánuði aðallega selt flota sldpa ýmsan varning sem er við veiðar við Grænland. F.ftir því sem Tíminn kemst næst býður High heat til sölu, veiðarfæri, oliu, matvöru ýmiskonar, áfengi og tóbak svo eitthvað sé nefnt. Verðlagið er sagt í lægra Iagi og kostar t.a.m. kartonið af sígarettum 800 krónur. Skipið er skrásett í Singapore, en yfirmenn á þvi eru norskir. Eins og sjá má á myndinni hefur skipið verið sérstaklega útbúið til geymslu á vörum og eru m.a. tveir frystigámar á þilfarinu. Búnaðarsamband Suðurlands gengst fyrir árlegri skemmtiferð: Fimm hundr- uð manns ferðast um Suðurland Þessa dagana standa yfir kynnis- og skemmtiferðir Bún- aðarsambands Suðurlands. Þátttaka hefur verið mjög góð og var því gripið til þess ráðs að fara fjórar ferðir með ferðalang- ana á jafn mörgum dögum. Stef- án Jasonarson Vorsabæ, frétta- ritari Tímans var í fyrstu ferð- inni, sem farin var þann 19. Stefán lét vel af ferðinni og sagði í samtali við Tímann að hún hefði verið hin ánægjulegasta. Rúturnar hittust að Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum og var haldið þaðan að Skógum, þar sem byggðasafnið, og fossinn frægi voru skoðuð. f félags- heimilinu Skógum var veittur léttur hádegisverður, súpa með brauði og að sjálfsögðu kaffi á eftir. Því næst lá leiðin að Sólheimajökli og ferða- Fyrsti hópurinn er ferðaðist um Suðuriand þann 19. Myndin er tekin við einn af áningarstöðunum, Dverghamra á Síðu. Tíraamynd Guðfínna Guðmundsdóttir fólkið virti fyrir sér landslagið þar sem stutt er milli sjávar og jökuls. í Víkurskála keyptu menn helstu nauðsynjar ferðamannsins. Því næst var ekið austur yfir Mýrdalssand, um Meðalland og þar var tekið upp nesti á vegum Búnaðarsambandsins, sem var „alveg til fyrirmyndar", að sögn Stefáns. Prestbakkakirkja var skoðuð og rakin 120 ára saga hennar. Sungnir voru þrír sálmar áður en haldið var að Dverghömrum og nátt rufyrir- bærið skoðað. í félagsheimilinu Tunguseli í Skaftártungu snæddu Stefán og ferðafélagar hans, hundr- að talsins, kvöldverð og var að sjálfsögðu fjallalamb á boðstólum. Þetta er sjöunda árið sem Búnað- arsamband Suðurlands stendur fyrir slíkum ferðum og er ljóst að þátttak- endur í ár eru hátt í fimm hundruð. Fjórði og síðasti hópurinn fer um Suðurland í dag og verður á ferðinni fólk frá Hraungerðishreppi, Vill- ingaholtshreppi, Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og öllum hrepp- um V-Skaftafellssýslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.