Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍ MAR: 680001 — 686300 --------------------- ....---- RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, _____S 28822 % $ mBF SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. ,e^,BILASToh PÓSTFAX ÞRttSTIlR - TÍMANS 68 50 60 VANIR MENN 687691 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1989 Presta* stefna Óvenju mikil flóð hafa verid í Þjórsá undanfarið TímamyndrPjetur Vorflóð með seinna móti í ár: „Fardagaflan" á Suðurlandi Næstu daga kólnar á hálendinu og má þá búast við að fari ið sjatna í jökulám sem síðustu daga hafa geyst fram Lolmórauðar. Ástandið hefur verið sérstaklega slæmt á iuðurlandi og hefur vatnsmagn Þjórsár sjaldan mælst meira. „í fyrradag fór vatnsmagnið í ánni ir tvö þúsund rúmmetra á sek- idu. í gær var hún komin niður í n 1600 en eðlilegt vorflóð er um d hundruð rúmmetrar á sekúndu,“ gði Árni Benediktsson stöðvar- jóri Búrfellsvirkjunar í samtali við imann. Þetta er eitt mesta flóð ðan virkjunin var byggð og mæling- hófust. Hann taldi ástæðu þessa gífurlega itnsmagns einkum mega rekja til ikilla snjóþyngsla í vetur. „Á Hveravöllum mældist til dæmis snjódýptin tuttugu sentimetrar í byrjun júní ’88 en 120 sentimetrar á sama tíma í ár. Mannvirki á svæðinu eru hönnuð til að þola töluvert meira flóð en þetta. Aftur á móti komum við til með að þurfa að eyða nokkrum milljónum í að gera við verulegar skemmdir á görðum í ánni, sem eru til þess að minnka yfirborð hennar á veturna," sagði Árni. Veiði í ánni er útilokuð á meðan þetta ástand varir en Árni bjóst við að bráðlega hlyti að sjá fyrir endann á flóðinu. „Yfirleitt standa þessi flóð ekki nema í viku. En áin gæti þó verið töluvert vatnsmikil í allt sumar," sagði hann. Þjórsá hefúr víða flætt yfir bakka sína og má nefna sem dæmi að á bænum Skeiðháholti eru eyrar sem liggja meðfram ánni svo gott sem alveg í kafi. Sömuleiðis er flugvöllur, sem tilheyrir bænum, í kafi. Ekki verður hægt að gera sér grein fyrir skemmdum af þessum völdum fyrr en sjatnar í ánni en gera má ráð fyrir að flugvöllurinn sé allavega í heldur bágbornu ásigkomulagi. Vatnsmagn Hvítár í Árnessýslu er einnig töluvert meira en venjulega á þessum árstíma. „Við gömlu mennirnir tölum um fardagaflan í vötnum og það er venjulega nálægt mánaðamótum maí og júní, en nú er það heldur seinna á ferðinni. Hvítáin hefur flætt hér inn á öll flæðengi og allar lægri eyrar. Auk þess hef ég heyrt að hún hafi flætt inn í kartöflu- garða í Auðsholti. Þessu fylgja margskonar óþægindi, til dæmis er ófært út í Tunguey sem er allstórt land,“ sagði Sveinn Skúlason í Bræðratungu. Ár á Norður- og Austurlandi hafa sömuleiðis verið óvenju vatnsmikl- ar. Þær hafa þó ekki valdið umtals- verðum skemmdum að því er vitað er. jkb Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, kallar presta landsins til prestastefnu á þriðjudag 27. júní. Stefnan stendur í 3 daga og verður haldin í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garðasóknar í Garðabæ. Þetta er síðasta prestastefna sem Pétur bisk- up stýrir, en hann lætur af embætti 1. júlí n.k. Aðalmál prestastefnunnar fjalla um safnaðaruppbyggingu. Fram- sögumenn eru dr. Gunnar Kristjáns- son, sr. Bernharður Guðmundsson fræðslustjóri, sr. Kristján Valur Ing- ólfsson og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Þá mun prestastefnan fjalla um frumvarp það um skipan prestakalla og prófastdæma, sem hinir ýmsu kirkjulegu aðilar hafa rætt að undan- förnu og mun væntanlega verða lagt fyrir Alþingi innan tíðar. Framsögu- maður er sr. Jón Einarsson, prófast- ur. - LDH Grænland: 10 ára afmæli heimastjórnar Grænlendingar héldu í gær upp á 10 ára afmæli heimastjórnar sinnar. Mikið var um að vera í bæjum og þorpum landsins í allan gærdag, en aðalhátíðar- höldin fóru þó fram í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Margrét Danadrottning var við hátíðarhöldin. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og kona hans Guðlaug Edda Guð- mundsdóttir voru viðstödd hátíð- arhöldin ásamt Jóni Sigurðssyni samstarfsráðherra Norðurlanda og konu hans, Steingrími J. Sig- fússyni landbúnaðarráðherra og konu hans, Páli Péturssyni al- þingismanni og Jóni Sveinssyni aðstoðarmanni forsætisráðherra. Er hlutafé Olís aðeins 16 milljóna kr. virði? Lögmenn Olís bentu í gær, fyrir fógetarétti, á eignir til tryggingar á vanskilaskuldum fyrirtækisins við Landsbanka íslands. Mat Olís- manna á þessum eignum nemur um 800 milljónum króna. Lögmaður Landsbankans mótmælti þeim trygg- ingum sem lagðar voru fram og tók borgarfógeti sér frest fram á þriðju- dag til að úrskurða hvort tryggingar Olís væru góðar og gildar. Þegar kyrrsetningarmálið hófst fyrir nokkru, námu vanskilaskuldir Olís við Landsbankann 438 milljón- um króna, en í dag nálgast skuldin hálfan milljarð króna, samkvæmt heimildum Tímans. í fyrstu bentu Olísmenn á eignir sem þeir mátu á 540 milljónir króna. Fengnir voru til sérstakir matsmenn og mátu þeir eignirnar á 215 milljón- ir króna og úrskurðaði borgarfógeti í fyrradag að eftir því mati skyldi farið. Þann úrskurð kærðu lögmenn Olís til Hæstaréttar. Þá var af hálfu Landsbankans þess krafist að eignir Olís yrðu kyrrsettar fyrir mismun á þeirri upphæð og skuldinni, eða sem svarar liðlega 223 milljónum króna. ■ Þá hefur fógeti undir höndum 28% hlutabréfa í Olís sem tryggingu vegna málarekstursins. Lögmenn Olís kröfðust þess í fyrradag að fá þau afhent, en því hafnaði fógeti og var sá úrskurður einnig kærður til Hæstaréttar. Mikið ber á milli í mati Olísmanna og matsmanna fógeta- réttar um hversu mikils virði þau séu. Olís segir þau virði 120 mill- jóna, en matsmennirnir meta þau á aðeins 5 milljónir króna. Munurinn þarnaámillieru 115 milljónir króna. > Þar sem þarna er um að ræða rétt tæpan þriðjung hlutabréfa í Olís, þá gæti virst sem öll hlutabréf félagsins væru aðeins um 16 milljón króna virði. f gær bentu Olísmenn fyrir fógeta- rétti á eignir sem þeir mátu á um 800 milljónir króna, sem lögmaður Landsbanka íslands mótmælti og krafðist þess að bent yrði á hæfari tryggingar. Dómkvaddir matsmenn koma nú til með að meta þær eignir sem OIís hefur bent á, áður en borgarfógeti kveður upp úrskurð sinn í málinu, sem ætlunin er að hann geri á þriðjudag. - ABÓ/SÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.