Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 22. júní 1989 Fimmtudagur 22. júní 1989 Tíminn 11 Forabflaeigendur voru önnum kafnir við að pússa og bóna bfla sína fyrir opnun forabílasýningarinnar í Laugardalshöllinni í gær. Hér er verið að veita gullfallegum Mercury Monterey síðustu „smumingu". Slökkvibfll af gerðinni Ford T í eigu Þjóðminjasafnsins. Bfllinn var fluttur inn fyrir slökkvilið Akureyrar. Síðar eignaðist Benedikt ■ Valiá bflinn og breytti honum í vörubfl. Pétur G. Jónsson endurbyggði bflinn eftir að Erlendur Halldórsson eldvaraaeftiriitsmaður í Hafnarfirði hafði endurheimt slökkvi- búnað bflsins. Þetta er mikið tryllitæki af gerðinni Ford Thunderbird frá 1955. Blæjuraar era rafknúnar og þegar ýtt er á takka renna blæjumar aftur, skottið opnast og þangað renna þær og koma þaðan aftur þegar ýtt er á rétta takkann. Þessi búnaður var víst ekki sérlega notadrjúgur hér norður við Ballarhaf og bflamir náðu aldrei neinni útbreiðslu hér. Þar að auki voru þeir rándýrir. Víðistaðabfllinn: Ford T árgerð 1917. Pétur G. Jónsson endurbyggði bflinn sem er elstur bfla á Islandi og í eigu Þjóðminjasafnsins. Hann er í fullkomnu lagi og rýkur í gang og getur náð allt að 60 km hraða. Það er talsverð kúnst að aka bflnum og skipt er á milli tveggja hraðastiga, „hæ“ og „Ió“, með fótunum en bensín gefið inn með skafti á stýrisleggnum og kveikjunni flýtt um leið með öðru skafti, því að jafnvægi verður að vera á hlutunum. Þetta er mælaborðið í Cord árgerð 1936. Bfllinn var í eigu ensks lávarðar og læknis sem varð að leggja honum vegna bensínskorts í upphafi striðs. Tveir skipverjar á Lagarfossi keyptu bflinn og fluttu hann til landsins og um tíma átti Jónas Sveinsson læknir bflinn, en hann vildi ekki vera verr akandi en norska skautadrottningin og kvikmyndastjarnan Sonia Heine sem átti sams konar bfl. Eftír Stefán Ásgrímsson „Sýningin er haldin í tilefni af því að 85 ár eruliðin frá því að fyrsti bílinn kom til landsins en það var hinn svonefndi Thomsensbíll er kom árið 1904 en Forn- bílaklúbburinn hefur frá stofnun sinni haldið bílasýningar á fimm ára fresti af því tilefni,“ sagði Rúdolf Kristinsson formaður Fornbílaklúbbs íslands. Fornbílaklúbburinn opnaði sína veg- legustu sýningu til þessa í gærkvöldi í Laugardalshöllinni og stendur sýningin fram yfir helgi. Á sýningunni er margt merkra bíla og tækja. í Laugardalshöllinni gefur að líta marg- an gamalglæsivagninn sem eigendur, flestir í krafti blæðandi bíladellu, hafa gert upp og haldið við af miklum sóma og vandvirkni og kostað til þess ómældum tíma og fjármunum. Þarna gefur að líta elsta bíl landsins og jafnframt einn þann yngsta frá sama framleiðanda. Elsti bíllinn á sýningunni er Ford T árgerð 1917. Þetta er svokallaður Víði- staðabíll en hann var upphaflega í eigu Bjarna Erlendssonar á Víðistöðum við Hafnarfjörð. Bíllinn var notaður mikið alla tíð allt fram yfir árið 1960, en þá var honum farið að förlast all verulega. Kunnugir segja ómögulegt að segja hversu mikið er búið að aka bílnum en þeir hljóti að vera orðnir margir kílómetr- arnir sem bíllinn á að baki eftir 72 ár. Þjóðminjasafnið eignaðist bílinn fyrir allmörgum árum og á þess vegum gerði Pétur G. Jónsson bílinn upp og nú stendur hann sem nýr, gangfær og að öllu leyti í fullkomnu standi á sýningunni. Bílnum var ekið inn í Laugardalshöll- ina og Tíminn spurði Pétur hvort nútíma bensín brenni ekki of hratt, eða sé með öðrum orðum of sterkt fyrir svo gamla vél og gæti valdið skemmdum á henni. „Nei, blessaður vertu, þetta étur allt,“ sagði Pétur. Bíllinn hefur aðeins hemla á afturhjól- unum enda koma ekki hemlar á framhjól bíla fyrr en árið 1928. Gírkassinn í gamla Ford er byggður á sama grundvallaratriði og sjálfskiptingar í nútímabílum. Hann ævintýra- bíla síðari tímaskeiða hefur tvö hraðastig og er skipt á milli þeirra með því að stíga á fótstig í gólfinu en bensíngjöfin er á stýrisleggnum. Þegar gefið er í þarf jafnframt að flýta kveikj- unni og til þess er sérstakt handfang þannig að talsverða lagni þarf til að aka bílnum og raunar öllum bílum af fyrstu kynslóðum. Pétur G. Jónsson hefur komið víðar við sögu þegar gamlir bílar og tæki hafa verið gerð upp. Á sýningunni er gamall slökkvibíll og einn af fyrstu vegheflum sem til landsins bárust. Veghefillinn er nú í eigu Þjóðminjasafnsins. Báða þessa bíla og nú síðast veghefilinn hefur Pétur gert upp af þeirri prýði og vandvirkni sem er hans aðalsmerki. Slökkvibíll Þjóðminjasafnsins var upp- haflega í eigu Ákureyrarbæjar en reynd- ist ekki vel í brekkunum þar og var seldur suður. Hann komst síðar í eigu steypufyr- irtækis sem tók af honum slöngurnar og slökkvibúnaðinn og breytti honum í. vörubíl. „Það var gengið í það að reyna að ná þessu saman aftur þegar hafist var handa við að endurbyggja bílinn. Það tókst loks fyrir tilstilli Erlendar heitins Halldórsson: ar í Hafnarfirði," sagði Pétur G. Jónsson. Veghefilinn á sýningunni hefur Pétur gert upp. Hann hófst handa við verkið um síðustu áramót og hefur lagt nótt við dag. Hefillinn er byggður í Noregi um 1928 og kom til landsins ásamt fleiri heflum sem Vegagerðin og Reykjavíkur- borg keyptu það ár. Þessir heflar voru smíðaðir í Málmsteypu og vélaverkstæði Drammenbæjar í Noregi. Hefillinn er smíðaður utan um Fordson dráttarvél. Á heflinum eru þung og mikil afturhjól sem eru hol að innan og fyllt með blýhöglum til að þyngja þau enn frekar svo hefillinn spólaði síður. Hefill- inn var lengst af á vegum Rangárvalla- sýslu og í umsjá Erlendar heitins vega- verkstjóra á Hárlaugsstöðum í Holtum. Honum var lagt árið 1947 og hefur síðan staðið við bæinn á Hárlaugsstöðum. Á fyrstu árum bílaaldar voru það einkum tegundirnar Ford og Overland sem bitust um hylli bílamanna. Á sýning- unni stendur fallegur Overland við hlið Víðistaðabílsins. Överlandinn er í eigu Rúdolfs og er frá árinu 1926. Overland „dó út“ á íslandi líkt og ' geirfuglinn svo að Rúdolf flutti sinn bíl inn frá BNA og gerði hann upp en það verk tók nokkur ár. Á alþjóðlega bílasafnaravísu er einn merkasti bíll sýningarinnar bíll Jóns Björnssonar af Cord gerð árgerð 1936. Bíllinn sem talinn er verulega verðmætur kom til landsins árið 1940 og hefur framleiðslunúmerið 271. Alls voru framleiddir að sögn Jóns um 2130 Cord bílar og eru 658 þeirra enn til í heiminum samkvæmt upplýsingum al- þjóðaklúbbs Cordeigenda. Bílarnir voru mjög á undan sinni samtíð og voru einna fyrstir bíla með framhjóladrif. Þá voru þeir búnir fjögurra gíra gírkassa og rafmagnsskiptingu, þannig að hægt var að forvelja gírana og skipta síðan með því að stíga á kúplinguna. Bílarnir voru fyrst sýndir á bílasýningu í New York í nóvember árið 1934 og vöktu gríðarlega athygli. Þeir voru hins vegar ekki fullhannaðir og í sýningarbíl- ana vantaði ýmsan búnað. Mikið af pöntunum barst en framleiðandinn gat ekki staðið við þær á þeim tíma sem lofað var og því dofnaði áhugi kaupenda fljót- lega. Þá vildu fyrstu bílarnir ofhitna vegna þess að vatnskassi þeirra var of lítill. Cordbíll Jóns Björnssonar hefur stýrið hægra megin en hann var seldur nýr til Englands til lávarðar nokkurs. Þegar styrjöldin hófst voru stórir og eyðslufrek- ir bílar teknir úr umferð og stóð bíllinn eftir það um tíma á hafnarsvæðinu í Leith en þar rákust tveir íslendingar, skipverjar á Lagarfossi, á bílinn og keyptu hann. Bfllinn skipti síðan nokkrum sinnum um eigendur eftir að til íslands kom og um tíma átti Jónas Sveinsson læknir bílinn. Að hans eigin sögn keypti hann Cordinn vegna þess að þegar hann var við nám í læknisfræði í Bandaríkjunum ók norska skautadrottningin Sonia Heine um á hvítum Cord. Jónas vildi að eigin sögn ekki vera verr akandi en íþrótta- og kvikmyndastjarnan Sonia Heine. Varahluti í Cordinn hefur til þessa verið afar erfitt að nálgast. Nú hefur verið stofnsett verkstæði vestur i BNA sem smíðar varahluti í Cord en þeir eru afar dýrir. Langflestir fornbílar á íslandi eru frá sjötta og sjöunda áratugnum og að veru- legu leyti bandarískir. Því eru slíkir bílar fyrirferðarmestir á sýningunni. Þarna gef- ur að líta gríðarlega krómdreka af Chevrolet, Ford, Buick og Chrysler gerðum. Margir þeirra hafa verið fluttir inn á síðari árum og eru sumir bókstaflega nýir. Dæmi um slíkan bíl er Chevrolet árgerð 1957 sem aðeins hefur verið ekið örfáar þúsundir mílna, eingöngu af nú- verandi eiganda. Þá gefur að líta þekkt tryllitæki; bleikan Ford Thunderbird blæjubíl með eitthvað um 400 hestafla vél, Lincoln frá því fyrir 1950 með tólf strokka vél, Chevrolet Stylemaster, tveggja dyra vagn frá 1942 svo einhverjir séu nefndir. Nokkru minna er af fornbílum af evrópskum gerðum enda hefur áhugi fornbílamanna einkum beinst að BNA- bílum. Þó eru á sýningunni nokkrir breskir, franskir og þýskir bílar, þar á meðal er fallegur fjögurra dyra Opel með 6 strokka vél frá því fyrir 1940. Upp úr 1950 var allmikið flutt inn af bílum og kom mikið af vönduðum bílum frá BNA og V-Þýskalandi, meðal annars af Ford, Chevrolet og Mercedes Benz. Margir minnast efalaust leigubíla hjá Bifreiðastöð Steindórs af tveim síðar- nefndu tegundunum en þeir voru notaðir þar árum saman og sumum þeirra ekið yfir milljón kílómetra án stórvægilegra viðgerða. Um svipað leyti fóru að berast hingað bílar frá Sovétríkjunum og öðrum „aust- urríkjum“. Þeirra á meðal voru bílar af gerðunum GAZ 69 - Rússajeppinn - Moskvits, Skoda frá Tékkóslóvakíu, svokallaður blöðruskódi sem margir muna, auk fleiri tegunda. Að sögn áhuga- manna um fornbíla er nú unnið að því að útvega og standseria þá bíla sem komið hafa við bílasögu Islands en horfið hafa af einhverjum orsökum. -sá Þetta er einn af fyrstu vegneflunum sem til íslands komu. Uppistaða hans er Fordson traktor en grindin var smíðuð í Drammen í Noregi og hingað kom tækið árið 1928. Vegagerðin lét smíða húsið á hefilinn. Húsið er opið að neðan og stjórnandinn stóð á fjöl sem hangir í gormum undir húsinu miðju. Það var eina fjöðrunin. Veghefillinn gekk fyrir bensíni og tunnan aftan á er til að geyma varabirgðir, enda var langt milli bensínstöðva í þann tíð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.