Tíminn - 27.07.1989, Síða 5

Tíminn - 27.07.1989, Síða 5
Fimmtudagur 27. júlí 1989 Tíminn 5 Samtök fiskvinnslustöðva og Atvinnutryggingasjóður ekki á einu máli: Deilt um stöðu fiskvinnslunnar Ráðgert er að afgreiðslu umsókna til Atvinnutrygginga- sjóðs útflutningsgreinanna ljúki að mestum hluta á næstu vikum. Jóhann Antonsson hjá Atvinnutryggingasjóði sagði í samtali við Tímann að sér virtist að tölur, sem Samtök fiskvinnslunnar birtu nýlega þar sem fram kom að samkvæmt stöðumati í júlímánuði væri fiskvinnslan rekin með 4% tapi, væru ekki réttar. í þeim niðurstöðum væri ekki tekið tillit til þeirra áhrifa sem fyrirgreiðslur sjóðsins hafa á rekstargrund- völl fyrirtækjanna. „Það sem við höfum sinnt í þessu er viðameiri skuldbreyting en hefur átt sér stað í mjög langan tfma hjá fyrirtækjunum. Skuldbreytingin þýðir að þau vaxtakjör sem við bjóðum upp á eru verulega lægri en þau vaxtakjör sem fyrirtækin þyrftu að sæta vegna lausaskulda sem jafn- vel eru á dráttarvöxtum. Þessi að- gerð sem nú er verið að framkvæma ætti að gera það að verkum að fyrirtækin þurfi ekki slíka skuld- breytingaraðgerð á næstu misserum. Ég held þó að það sé erfitt að fullyrða að slíkar aðgerðir séu gerðar í eitt skipti fyrir öll.“ Sagði Jóhann þegar hann var spurður að því hvort óhætt væri að líta svo á að vandi fyrirtækjanna væri liðin tíð að feng- inni fyrirgreiðslu frá sjóðnum. Jóhann bætti við: „Það sem þessi aðgerð Atvinnutryggingasjóðs hlýt- ur að gera, og við höfum séð dæmi um, er að hún léttir verulega fjár- magnskostnaðinum af útflutnings- fyrirtækjunum og styrkir verulega rekstrargrundvöll þeirra. Menn hafa talað um að það sé 4% tap á fiskvinnslunni. Þær tölur eru fengnar með því meðal annars að framreikna vaxtagjöld frá því í fyrra en vegna aðgerða sjóðsins þá eru fyrirtækin með ódýrara fjármagn en áður. Þegar búið er að reikna skuldbreyt- inguna inn í og þar með lækkun fjármagnskostnaðar þá er tapið ör- ugglega miklu minna og kannski ekkert í fiskvinnslunni. Hafa ber í huga að þessar aðgerðir eru ekki gengnar yfir, það á eftir að hefja margar af þessum lánagreiðslum og áhrifa þeirra á rekstrargrundvöllinn er ekki farið að gæta.“ Sigurður Stefánsson endurskoð- andi sem vann úttektina fyrir Sam- tök fiskvinnslunnar er á öðru máli: „Fyrirgreiðsla Atvinnutrygginga- sjóðs felst í því að skuldbreyta lánum. Það er verið að lána mönnum til að greiða upp skammtímalán. Við það lækkar hugsanlega vaxta- kostnaðurinn. í úttektinni reiknaði ég með að hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið skuldbreytingarlán hafi vaxtakostnaðurinn á ári lækkað um 1-2% allt eftir skuldasamsetningunni og miðað við hálft ár munar 0,5%. Þessar aðgerðir hafa verið í gangi undanfarna mánuði, þannig að segja má að áhrifanna sé ekki farið að gæta. En hér er ekki um stórar fjárhæðir að ræða, það munar kannski broti úr prósenti. Fyrir- greiðslan hefur ekki önnur áhrif en smávægileg á vaxtakostnaðinn hjá þeim fyrirtækjum sem voru búin að fá skuldbreytingu um áramótin en það gildir um örfá af þeim 32 fyrirtækjum sem voru í úttektinni." Sigurður sagði að mönnum hætti til þess að líta á lán Atvinnutrygg- ingasjóðs sem tekjur til fyrirtækj- anna. Einungis væri um það að ræða að lána fyrirtækjunum fé til að greiða upp lausaskuldir. Fyrirsjáan- legt væri að ástandið í fiskvinnslunni yrði enn verra á seinni helmingi ársins. „Það verður búið að veiða meirihlutann af kvótanum nú í júlí- lok og það verður því minni afli til að vinna á seinnihluta ársins. Dæmið á því eftir að versna, því miður,“ sagði Sigurður. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar sagði í samtali við Tímann að það væri mjög erfitt að meta hvað fyrirgreiðslur Atvinnu- tryggingasjóðs þýddu í rauninni fyrir fyrirtækin. Við slíka athugun þyrfti að athuga rækilega þau lán sem er skuldbreytt, á hvaða kjörum þau voru, hvort dráttarvextir hafi verið reiknaðir o.s.frv. og slíkt mat hefði ekki verið gert hjá Þjóðhagsstofnun. Þórður bætti því við að í sambandi við afkomutölur þá sýndi úttekt Samtaka fiskvinnslustöðva töluvert meira tap en áætlanir Þjóðhagsstofn- unar gera ráð fyrir. Þjóðhagsstofnun áætlar að tapið sé nálægt einu prós- enti en Samtökin tala um 4%. Þórð- ur sagði jafnframt að munurinn fælist fyrst og fremst í fjármagns- kostnaðinum sem væri metinn á mismunandi hátt hjá þessum tveim- ur aðilum. Lán sem nema 4,5 milljðrðum Til Atvinnutryggingasjóðs hafa borist umsóknir um fyrirgreiðslu frá tæplega 250 fyrirtækjum. Búið er að afgreiða um 200 fyrirtæki, þar af hafa 150 fyrirtæki fengið jákvæða fyrirgreiðslu. Lánsloforðin hljóða upp á 4,5 milljarða króna en ekki er búið að ganga endanlega frá öllum lánunum en þau eru bæði veitt til skuldbreytinga og til hlutafjáraukn- ingar. Það eru að langstærstum hluta sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið til umfjöllunar hjá sjóðnum en ekki liggja fyrir tölur um það hvemig skiptingin er milli atvinnuveganna. Ráðgert er að umsóknimar hafi fengið endanlega umfjöllun í næsta mánuði og afgreiðslu verði þar með lokið. Ekki er útséð um það hve hratt Iánin munu greiðast út en búist er við að því ljúki á þessu ári. SSH Úrhellis- rigning á Akureyri í hálftíma Úrhellisrigning á Akureyri í gær olli töluverðum skemmdum á vömlager fyrirtækis sem flæddi inn í og í kjöllurum nokkurra íbúðarhúsa einnig. Úrkoman mældist 16,4 milli- metrar þó skmmban stæði aðeins yfir í hálfa klukkustund. Vatnið flæddi einkum upp um niðurföll sem em samt sem áður hönnuð með tilliti til ráðlegginga veður- stofunnar. jkb Úthlutun fjár til byggingu íbúðamótmælt Á stjómarfundi Atvinnuþró- unarfélags Austurlands, sem var haldin ll.júlí 1989 í Hótel Vala- skjálf, var samþykkt ályktun þar sem þeirri gjörð Húsnæðismála- stofnunar Ríkisins að úthluta langstærstum hluta þess fjármagns, sem fara á til bygging- ar félagslegra íbúða, til höfuð- borgarsvæðisins. „Stjómin bendir á, að úthlutun sem þessi hefur vemleg áhrif á atvinnu, byggðarþróun og til- flutning fjármagns í landinu og eykur enn á það misvægi sem fyrir hendi er,“ segir í ályktun- inni. „Stjómin krefst þess að ríkisstjórnin sjái til þess að út- hlutunin verði tekin til endur- skoðunar og vitnar í því sam- bandi til málefnasamnings ríkis- stjómarinnar.“ GS Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokksins um stjórnarmyndunarviðræðurnar: Veit ekki hvað stjórnin hugsar Július Sólnes formaður Bogara- flokksins kom í gær heim eftir um mánaðardvöl erlendis og strax síð- degis var haldinn þingflokksfundur þingmanna Borgaraflokks þar sem farið var yfir stöðuna. Júlíus sagði að á þeim fundi hefði hugsanleg stjómarþátttaka fokksins ekki ver- ið rædd. „Staðan er alveg sú sama og þegar þinginu lauk í vor. Við höfum sett fram okkar skilyrði, en ekki fengið við þeim nein svör ennþá. Eg veit ekki hvað ríkis- stjómin er að hugsa, þú verður að spyrja þá að því,“ sagði Júlíus í gærkveldi. Að sögn Júlíusar er ekki gmndvöllur fyrir umræðum um þátttöku borgara í ríkisstjóm- inni, innan þingflokksins, fyrr en stjómin hefur lýst yfir að hvaða leyti hún geti hugsað sér að koma til móts við kröfur þeirra. Ekki hefur verið óskað eftir formlegum viðræðum við borgarana að hálfu ríkisstjórnarinnar, en óformlegar þreifingar hafa átt sér stað á báða bóga allt frá því um áramót. Vilji mun vera fyrir því bæði meðal Borgaraflokksmanna og stjómarflokkanna að fá á hreint hvort af ríkisstjómarþátttöku þeirra fyrmefndu getur orðið, og helst að ljúka málinu fyrir lok næstu viku. Að sögn Júlíusar voru stæstu mál á dagskrá fundarins í gær, komandi sveitarstjómarkosn- ingar og skipulagsmál innan Borg- araflokksins. - ÁG Iðnaðarbanki samþykkir kaup Hluthafar Iðnaðarbankans sam- þykktu í gær kaup bankans á þriðj- ungi hlutabréfa ríkisins í Útvegs- bankanum og sameiningu hans við Iðnaðar-, Verslunar- og Alþýðu- banka. Hluthafar Verslunarbanka hafa einnig samþykkt þessa tilhögun. Eigendur um 70% hlutabréfa í Iðnaðarbankanum mættu á fundinn og samþykktu kaupin með 99,85% greiddra atkvæða. SSH Steingrímur við ohumálverk sem ber heitið Akureyri og er að finna á sýningunni. Myndin var máluð 1974 frá Drottmngarbraut og er með stærrí myndum sem málarinn hefur gert. Steingrímur opnar málverkasýningu í Hveragerði: Myndir á launþegaverði Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari opnar í kvöld málverka- sýningu í Eden í Hveragerði kl. 21:00. Á sýningunni er að finna 49 myndir, þar af eru 42 nýjar og 3 eldri myndir til sölu. Steingrímur er afkastamikill mál- ari og er sýningin sú 67. sem hann hefur haldið á tæplega 23 ára tíma- bili. Steingrímur sagði í samtali við Tímann að margir hefðu verið að hneykslast á því hvað hann sýndi oft en slíku væri best að svara með orðum þýsk-hollenska listfræðings- ins, sem kom hingað til lands og sagðist ekkert botna í því að íslensk- ir listamenn sýndu bara annað eða þriðja hvert ár. Á meginlandinu sýni listamenn sem hafi lifibrauð sitt af listinni jafnvel þrisvar á ári og taka þar að auki þátt í samsýningum. Aðspurður sagðist Steingrímur ekki hafa orðið var við að verra væri að selja málverk í dag vegna umtal- aðs efnahagsástands. „Það er alltaf verið að tala um vont ástand í þjóðfélaginu en íslendingar eru nú einu sinni þannig að þeir virðast veita sér allt. Ég reyni að stilla verðinu þannig í hóf að venjulegur launþegi geti keypt af mér mynd. Ég tel mig ekki hafa hækkað verðið á myndunum mínum undanfarin þrjú ár.“ Um þessar mundir er Steingrímur að vinna að nýrri bók en innihaldið er leyndarmál enn sem komið er. Þó sagði Steingrímur að það mætti segja að bókin væri með „hálf-ævisögu- legu fvafi“, eins og hann orðaði það. Málverkið sem sést á meðfylgj- andi mynd og ber heitið Akureyri, málaði Steingrímur sumarið 1974. Eigandinn er Gunnar Haraldsson athafna- og fjármálamaður frá Ak- ureyri og hefur myndin aldrei verið á sýningu áður. „Ég sýni þessa mynd með dálitlu stolti. Eg var á Akureyri í tvo mánuði í vetur og leið mjög vel og mér finnst við hæfi að heiðra minninguna um Akureyri frá því í vetur með því að sýna almenningi myndina,“ sagði Steingrímur að lokum. SSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.