Tíminn - 27.07.1989, Page 9

Tíminn - 27.07.1989, Page 9
Fimmtudagur 27. júlí 1989 Tíminn 9- FRÉTTAYFIRLIT Moskva - Þúsundir sov- éskra verkamanna eru í verk- falli f Tallinn, höfuðborg Eist- lands. Þeir eru að mótmæla lagafrumvarpi sem þeir telja ao muni takmarka réttindi þeirra. Sovéska þingið er nú að ræða um hvort Eistrasalts- löndunum skuli veitt aukin sjálfstjórn f efnahagsmálum. Varsjá - Opinber dagblöð f Póllandi sögðu frá því f gærað Jaruzelski, forseti PóTlands, hafi boðið þingmönnum Sam- stöðu að taka þátt í stjórnar- myndun undir forystu komm- únista. Jaruzelski bauð Sam- stöðu embætti aðstoðarfor- sætisráðherra, en Lech Wa- lesa sagði að Samstaða ætti rétt á að mynda eigin stjórn eftir kosningasigur i sfðasta mánuði. Samstöðumenn hyggjast setja upp skuggar- áouneyti, komi til stjórnar- myndunar kommúnista. Peking - Opinber dagblöð í austurhluta Kína herma að rúmlega þrjú þúsund manns hafi verið handteknir í þriggja daga herferð stjórnvalda gegn pólitískum andróðursmönnum og ótíndum glæpamönnum. TunÍS - Haft var eftir yfir- manni í PLO að stjórnvöld í Bandarfkjunum hefðu rætt um það við Sovétmenn, að vel gæti farið svo að þau styddu hugmyndir Palestínumanna um að kosningar á herteknu svæðunum yrðu liður í endan- legri lausn á deilunum við botn Miðjarðarhafs. TÓkíÓ - Frjálslyndi lýöræðis- flokkurinn í Japan ætlar að tilnefna eftirmann Sosuke Uno, forsætisráðherra, ekki seinna en í byrjun næstu viku. Engin nöfn eru enn kominn fram á sjónarsviðið, en flestir framá- menn flokksins tengjast Ftec- ruit-hneykslismálinu svonefnda. Belgrad - Ante Markovic, forsætisráðherra Júgóslavíu sagði að hann myndi ekki hætta við umbótastefnu sína, þrátt fyrir harða gagnrýni and- stæðinga hennar, því það væri óumflýjanlegt að gera þyrfti umbætur í landinu. Addis Ababa - Samtök skæruliða krefjast harðari að- gerða gegn Suður-Afríku f kjölfar þriggja daga fundar Samtaka Afríkurfkja. Oliver Tambo, yfirmaður Afrfska þjóðarráðsins hefur krafist þess að lokaáhlaup verði gert á Pretorfsk yfirvöld, þar sem hann telur að valdahlutföll séu þeim nú óhagstæð. Reuter/LDH ÚTLÖND Mikið óveður geisar á Indlandi: Tala látinna komin í 700 Samkvæmt fréttum frá Indlandi í gær höfðu rúmlega sjö hundruð manns þegar látist í einhverjum verstu monsúm- stormum sem þar hafa geisað um árabil. Yfir fimm hundruð manns hafa látið lífið í Maharashtra á Vestur- Indlandi. Um tvö þúsund manna er saknað, þar af eru þúsund sjómenn sem lentu í stormum á Arabíuflóa. Nær öll starfsemi hefur legið niðri í höfuðborginni Bombay, en þar hafa vindar herjað á fjórða dag. Flug- og lestarstöðvar eru lokaðar, verð- bréfamarkaðir og bankastofnanir eru einungis opnar síðdegis og göt- urnar eru mannlausar. Indverska fréttastofan sagði í gær frá 37 manns sem létu lífið í aur- skriðu í Vaju, þorpi nálægt Bombay. Björgunarsveitir starfa dag og nótt við hljálparstörf og hefur indverski herinn verið kallaður til aðstoðar. Flugvélar flytja matvæli og vatn til þorpa sem flóð og skriður hafa lokað af, og gert er ráð fyrir að tjón í komrækt nemi mörgum milljónum dollara. Talið erað um sjötíu þúsund heimili séu eyðilögð af völdum veðursins. Meira en sjö hundruð manns hafa nú látist í flóðunum á Indlandi. Monsúmrigningar hafa einnig herjað á Pakistana, en þar hafa 28 látið lífið og hundmð em heimilis- lausir vegna þeirra. Reuter/LDH Kennsla í samskipt- um ólíkra kynþátta Hópur manna úr bandarísku öfga- urinn sakaður um lfkamsárásir á samtökunum Ku Klux Klan hafa samþykkt að sækja kennslustundir f samskiptum ólíkra kynþátta. Ku Klux Klan eiga upptök sín í suðurríkjum Bandaríkjanna og em þau samtök kynþáttahatara sem hafa framið ofbeldisverk á svertingjum og öðmm minnihlutahópum allt frá dögum borgarastyrjaldarinnar. í réttarhöldum í Atlanta var hóp- formælendur mannréttindasamtaka, og var þeim gefinn kostur á sáttar- gjörð sem fólst í að þeir sæktu námskeið í skilningi milli ólíkra kynþátta. Ku Klux Klan hefur gengist að þessum skilmálum og að auki hafa tíu félagar samþykkt að borga 11.500 dollara skaðabætur til fómalamba sinna. Reuter/LDH Jaruselski og Walesa spá í spil rfkisstjómarmyndunar. Flokksleiðtogar skýra tregðu kommúnista til að gefa leyfi fyrir stjórnarmyndun Samstöðu: „Jafngildir sjálfsmorði“ Á 259. flokksþingi Samstöðu sem haldið var í gær, sagði einn framá- manna flokksins að kommúnista- flokkurinn hikaði við að leyfa Sam- stöðu að mynda ríkisstjórn þar sem það myndi leiða til brottreksturs fjölda embættismanna kommúnista- flokksins og veikja stöðu hans til muna. Bronislaw Germek þingflokksfor- maður Samstöðu sagði leyfi til ríkis- stjórnarmyndunar Samstöðu jafn- gilda sjálfsmorði kommúnistaflokk- ins. Hann bætti því við að afstaða Samstöðu væri eftir sem áður ljós, þeir hefðu fullan hug á stjórnar- myndun. En þessa dagana hvorki gengur né rekur í stjómarmyndunar- viðræðum, eftir óumdeilanlegan sig- ur Samstöðu yfir kommúnista- flokknum í nýafstöðnum kosning- um. Germek sagði að stefnumið Samstöðu lægju ljós fyrir. Þeir myndu stuðla að frjálsri fjölmiðlun, uppbyggingu sjálfstæðs dómskerfis, lögum um frjálsar kosningar og fleiru sem hann tiltók sérstaklega. Annar leiðtogi innan Samstöðu, Josef Slisz, sagði forsetann, Wojc- iech Jaruselski hafa tjáð sér að ráðamenn ýmissa grannríkja Póllands, einkum Sovétríkjanna, Austur-Þýskalands og Tékkóslóvak- íu myndu ekki fella sig við ríkisstjóm myndaða af Samstöðu. Hann sagði forsetann hafa boðið Samstöðu sjö sæti í efri deild þingsins sem jafngilti 35 prósenta hlutfalli þeirra í neðri deildinni en þessu hafnaði Lech Walesa. Á fundinum var samþykkt ein- róma að enginn flokksleiðtoga Sam- stöðu tæki sæti í ríkisstjórn undir forystu kommúnistaflokksins. En Walesa hafði áður sagt að hann myndi ekki reyna að hindra slíkt, viðkomandi bæm sjálfir fulla ábyrgð á gerðum sínum. Reuter/jkb Efnahagsbandalag Evrópu: Styrkir og samkeppni fara ekki saman Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins tilkynnti í gær að hún hygðist skera upp herör gegn ríkis- styrjum til atvinnugreina í banda- lagslöndunum tólf, þar sem styrk- imir væm þröskuldur í vegi frjálsr- ar samkeppni og tollalausra við- skipta milli landanna eftir 1992. Árið 1986 vom alls veittir ríkis- styrkir að upphæð 110 milljarðar bandaríkjadala í löndunum tólf, en það gerir um 850 dollara á hvern vinnandi mann. Framkvæmda- stjórnin telur að eðlileg samkeppni geti engan vegin orðið á milli vöm sem viðkomandi land greiðir niður, og samskonar óniðurgreiddrar vöru frá öðm landi, og það stríði gegn grundvallarhugmyndum EB um frjáls viðskipti eftir 1992. Formaður samkeppnisnefndar EB, Sir Leon Brittan, sagði í gær að nefndin myndi skoða öll tilfelli þar sem um niðurgreiðslur væri að ræða, þar á meðal styrki til útflutnings. Gert er ráð fyrir að fyrstu tillögur EB um úrbætur í þessum efnum, verði Iagðar fram í haust. Reuter/LDH Skaut I mark á dósir á höfði stríðsfanga Almennir borgarar reiðast lögreglunni: Gottfreid Weise, 68 ára gamall, dæmdur stríðsglæpamaður var hand- tekinn í Sviss í gær á sjúkrahúsi þar sem hann hafði leitað sér lækninga vegna hjartaáfalls. Weise var SS-vörður í Auschwitz fangabúðunum í stríðinu, og gekk þar undir nafninu Vilhjálmur Tell, þar sem hann stundaði skotæfingar á þann hátt að hann stillti niðursuðu- dósum á höfuð stríðsfanga Hann var dæmdur í lífstíðarfang- elsi í janúar á síðasta ári, fyrir að skjóta fimm manns til bana á þennan hátt, en hafði aðeins afplánað mán- uð þegar hann var látinn laus gegn tryggingu þar sem hann áfrýjaði dóminum. Þegar ljóst var að fyrri dómur yrði staðfestur, flúði hann úr landi. Weiss er nú í haldi í fangelsis- sjúkrahúsi í Sviss, og ætla þýsk yfirvöld að krefjast framvísunar hans Reuter/LDH Reyndu að hrekja vændiskonur burt Almennir borgarar í Washington brugðust ókvæða við tilraun lög- regluþjóna til að hrekja vændiskon- ur burt frá borginni. Aðgerðir lög- reglunnar, sem minntu einna helst á villta vestrið þegar það var og hét, fólust í því að smala vændiskonunum saman og reka þær í hóp eftir fjórtánda stæti, skammt frá Hvíta húsinu. Skrúðgangan leystist upp þegar nokkrir ljósmyndarar og fréttamenn mættu á staðinn. Engin vændiskvennanna var handtekin og héldu þær aftur til starfa sinna eins og ekkert hefði í skorist að uppá- komunni lokinni. Aðstoðarvarðstjóri í lögreglu' borgarinnar, Joseph Gentile, sagði lögregluyfirvöld vinna að rannsókn málsins. Á meðan á henni stendur er ekki hægt að segja til um hvort aðgerðimar hafi verið skipulagðar af hálfu yfirmanna lögregluþjónanna sem stóðu að framkvæmdinni. „Aðgerðir í anda lögregluforingj- ans í Tombstone, sem sparkaði mönnum út fyrir sýslumörkin ef þeir brutu af sér, tíðkast ekki lengur," sagði Arthur Spitser, framkvæmda- stjóri baráttusamtaka um borgaraleg réttindi. Hann bætti því við að lögreglunni væri óheimilt að taka að sér refsingar. „Auk þess em aðgerðir sem fela í sér brottvísanir, nokkuð sem við höfum forðast að taka inn í refsilöggjöfina," sagði Spitser. Kim Gandy, ritari sameinaðra kvennasamtaka landsins, sagði að- gerðir lögreglunnar greinilega brjóta í bága við gildandi lög. „Lögreglan er alls ekki til þess ætluð herja á fólk. Það fyrsta sem mér datt í hug var af hverju þeir rækju ekki eiturlyfjasal- ana burtu, eða þá sem notfæra sér þjónustu vændiskvennanna,“ sagði hún. Reuter/jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.