Tíminn - 03.08.1989, Side 17

Tíminn - 03.08.1989, Side 17
Fimmtudagur 3. ágúst 1989 Tíminn 17 GLETTUR - Nýi yfirmaðurinn þinn er mikið prúðmenni. En ef hann reynist það ekki og fer að haga sér ósæmilega láttu mig vita. Hann er nefnilega eiginmaður minn. - Loksins höfum við úr einhverju að velja í kosningun- um. Það eru tvær konur í kjöri. - Varst þú eitthvað að fitla við kaktusinn minn - er það ekki? - Ef hann minnist eitthvað á gluggann skaltu verða aldeilis hissa. - Ég get viðurkennt að maturinn er mikið kryddaður, en þetta eru ýkjur. Hvað gerirfólk áfertugsaldri? Patricia Wcttig er ein stjarnanna í bandarísku sjónvarpsþátt- unum Á fertugsaldri. Hún gefur einfalda lýsingu á Iifsmynstri fólks á þessum aldri. Ríkissjónvarpið sýnir nú á laugardagskvöldum banda- ríska myndafiokkinn Á fer- tugsaldri og gefst áhorfend- um þar kostur á að fylgjast með nokkrum hjónum á þeim aldri sem hafa þekkst frá skólaárunum. Þau höfðu átt sína drauma og þrár, sem virðast eiga erfitt uppdráttar þegar fullorðinsaldrinum er náð og hversdagslífið hefur náð yfirhöndinni. Sjálfsagt líta íslenskir jafn- aldrar misjöfnum augum á þessar lýsingar og eiga jafnvel erfitt með að setja sig í spor þessa vonsvikna fólks og finnst lífsbaráttan kannski felast í einhverju öðru en því sem gerir Bandaríkjamönn- um á fertugsaldri lífið súrt. Lýsing Patriciu Wettig, einnar stjörnu þáttanna, á því sem fyllir líf fólks á fert- ugsaldri er einföld. Hún segir: Hvað er fólk á fertugs- aldri að gera? Við borðum, við tölum, við eigum ástar- leiki. Og við tölum um að borða og fara í ástarleiki og við tölum.“ Er þetta raun- j sönn lýsing á lífi íslendinga á þessum aldri? Clint Eastwood skítugur - skítugri - skítugastur? Bamsmóðir Clints er Rox- anne Tunis, 59 ára gömul kona sem býr í Denver með dóttur þeirra og syni hennar. Nú virðist Sondra aftur hafa tekið gleði sína og sést oft í félagsskap Bobbys Shriver, systursonar Kennedybræðra i Sondra Locke eys nú skít yflr Clint Eastwood sem bráðum má kalla „skítuga Clint“. Nú er í uppsiglingii í Holl- ywood gómsætt mál fyrir þá sem fylgjast vilja með ógöng- um kvikmyndastjarnanna. Clint Eastwood hefur nú yfir- gefið Sondru Locke eftir 13 ára sambúð og hefur hún fullan hug á því að ganga endanlega frá honum vegna stífni hans í fjármálum við skilnaðinn að því sagt er. Það þótti mikið fréttaefni fyrir 13 árum þegar Clint yfirgaf konu sína, Maggie, sem hann hafði verið giftur í 31 ár, og hóf sambúð með Söndru Locke. Skilnaðurinn við Maggie komst þó ekki í fréttimar vegna þess að hún væri svo illskeytt. Hins vegar bregður svo við nú, þegar sagan hefur endurtekið sig með Sondru og Clint yfirgefið hana vegna annarrar konú, að það eru eldglæringar á lofti. Sondra gerði nefnilega ákveðnar fjárkröfur við skilnaðinn, en færði sig svo upp á skaftið og hækkaði kröfurnar upp úr öllu valdi, að því er Clint fannst, þegar hann hikaði við. Hann stakk þá við fótum og gaf þá yfirlýs- ingu að hún skyldi sko hreint ekkert fá af peningunum hans, hann hefði sjálfur unnið fyrir þeim hörðum höndum. Þá upphófst skítkastið fyrir alvöru. Sondra hefur nú látið þá frétt leka út að Clint sé ekki allur þar sem hann sé séður í kvennamálunum. Hann hafi eignast lausateiksbarn á með- an hann var giftur Maggie og sé m.a.s. orðinn afi. Hins vegar hafi hann neytt Sondru til að láta eyða fóstri tvisvar og heimtað að hún yrði gerð ■ ófrjó. Og það er látið að því liggja að hann eigi fleiri leyndarmál í fortíðinni sem hann kæri sig ekkert um að komist upp á yfirborðið. En eitthvað hefur honum orðið iaus tungan í sambúðinni við Sondru því að sagt er að hann skjálfi nú á beinunum af ótta við fleiri uppljóstranir úr þeim herbúðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.