Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
k
*<<:• i.vr,s
Laugardagur 5. ágúst 1989
Hvaða innkaup sker fólk niður með kjaraskerðingunni?
Þrefalt færri útvörp
og bílar en í fyrra
Fjöldi útvarpstækja fluttur inn á fyrstú fimm mánuðum
þessa árs var aðeins um þriðjungur þess sem komið var með
til landsins á sama tíma í fyrra, eða um 8.400 tæki nú á móti
24.500 útvarpstækjum í fyrra - enda þjóðin líklega sæmilega
birg af þessum tækjakosti eftir kaupæði síðustu ára.
Svipuð hlutföll koma í Ijós á
fjölda fólksbíla. Innkaup á húsgögn-
um og ýmsum heimilistækjum er nú
í kringum þriðjungi minni og á
fatnaði um 20% minni heidur en á
sama tíma árið 1988. Með þessari
aðhaldsemi hafa landsmenn sparað
sér hátt á 3. milljarð kr. í erlendum
gjaldeyri - og líklega mætti hátt í
þrefalda þá upphæð miðað við smá-
söluverð út úr búð. Er því vart að
undra þótt kaupmenn kvarti nokkuð
um tregðu í viðskiptum.
Innflutningstölur á þessu ári hafa
sýnt mikið aðhald í innkaupum mið-
að við síðasta ár. Þrátt fyrir rúmlega
26% verðhækkun á erlendum gjald-
eyri nemur verðmæti almenns vöru-
innflutnings tímabilið jan.-maí á
þessu ári aðeins litlu meira í krónum
talið heldur en á sama tímabili á
síðasta ári - sem þýðir um 18%
samdrátt í magni að meðaltali.
En hvað geta innflutningstölur
sagt okkur um það hvað fólk helst
sparar við sig að kaupa þegar harðn-
ar í ári?
Á sumum vörum sýnir Hagstofan ■
innflutning mældan I tonnum eða
stykkjum á hverjum tíma. Lítum á
nokkur dæmi fyrir tímabilið janúar
til maí 1988 og 1989:
1988 1989
Stykki: Stykki:
Útvarpstæki 24.540 8.370
Fólksbflar 5.810 1.920
Sjónvarpst. 4.040 3.520
Þvottavélar 2.980 2.090
Kæliskápar 3.890 2.680
Tonn: Tonn:
Hjólbarðar 1.120 820
Ávextir 3.996 4.081
Kex/kökur 1.017 982
Þessar tölur sýna glöggt hve kaup
á bílum (með alhjóladrifi ekki með-
taldir) og ýmisskonar tækjakosti eru
miklu minni undanfarna mánuði
heldur en framan af síðasta ári - en
þá og árið 1987 ríkti hér að vísu
eindæma kaupgleði eins og Tíminn
hefur áður greint frá. Aftur á móti
reynist lítili munur á innkaupum
þerra matvæla sem hér eru tekin sem
dæmi.
Heildarinnflutninginn flokkar
Hagstofan niður í vörudeildir og
sýnir verð í milljónum króna. Lítum
á dæmi um nokkra vöruflokka fyrir
fyrstu fimm mánuði áranna 1988 og
1989, þar sem upphæðir miðast við
meðalgengi þessa árs í báðum tilvik-
um:
1988 1989
Millj. Millj.
Húsgögn 880 560
Fatnaður 1.750 1.400
Skófatnaður 320 270
Fjarsk./hljómfl.t. 800 720
Klukkur/ljósm.t. 340 300
Bilar (allir)_________3.590 1.660
Samtalsmillj.: 7.690 4.910
í innflutningi aðeins þessara sex
vöruflokka hefur þjóðin „sparað"
sér hátt á 3. milljarða útgjöld f
erlendum gjaldeyri á fyrstu fimm
mánuðum þessa árs, miðað við inn-
flutning á sama tíma í fyrra. Þar er
t.d. kominn stór hluti þeirra 3,4
milljarða sem vöruskiptajöfnuður-
inn við útlönd var hagstæðari á þessu
fimm mánaða tímabili á þessu ári
heldur en á sama tíma í fyrra - þrátt
fyrir 3 milljarða flugvélakaup Fiug-
leiða á þessu ári.
Þessi „spamaður", aðeins vegna
sex vöruflokka, svarar til um 130.000
kr. að meðaltali á hverja „vísitölu-
fjölskyldu" í gjaldeyrisútgjöldum og
vitanlega miklu stærri upphæð ef
reiknað væri á smásöluverði.
Það er því varla að undra að
ýmsar greinar verslunar beri' sig
fremur illa um þessar mundir. Áhrif-
in á ríkissjóð em einnig auðsæ.
Missir innflutningsgjalda og sölu-
skatts vegna hátt í 3 milljarða minni
innflutnings á minna en hálfu ári
hlýtur að segja illilega til sín í
ríkiskassanum. Má þar minna á
„gatið“ stóra sem menn stóðu þar
allt í einu frammi fyrir um síðustu
áramót, vegna þess hve stórlega dró
úr innflutningi á síðustu mánuðum
ársins, öllum ráðamönnum á óvart,
að því er virtist. - HEI
Verulegur samdráttur hefur orðið í sölu á nýjum bflum, og kemur þar m.a.
til að þjóðin hefur birgt sig vel upp á síðustu árum.
Lán og endurlán bankakerfisins:
Einstaklingar „slegið“
helmingi minna en 1988
Island aðili að
ferðamálaári ’90
Samgönguráðherra hefur ákveð-
ið að Island verði aðili að Ferða-
málaári Evrópu árið 1990, sem
Evrópubandalagið og EFTA-ríkin
ætla að standa að í sameiningu.
Markmiðið með Ferðamálaár-
inu er að vekja athygli á sívaxandi
mikilvægi ferðaþjónustunnar sem
atvinnugreinar í öllum löndum
Evrópu og þýðingu hennar í efna-
hags- og félagslegu tilliti í framtíð-
inni, en jafnframt að móta nýjar
leiðir og áherslur í ferðaþjónust-
unni.
Skipuð hefur verið þriggja
manna landsnefnd átaksins hér á
landi og eiga sæti í henni Birgir
Þorgilsson ferðamálastjóri, sem
jafnframt er formaður nefndarinn-
ar, Ámi Þór Sigurðsson hagfræð-
ingur í samgönguráðuneyti og
Haukur Ólafsson sendiráðunautur
í utanríkisráðuneyti. Verkefni
landsnefndarinnar er meðal annars
að sjá um undirbúning og fram-;
kvæmd ferðamálaárs, kynna þetta
átak meðal aðila í ferðaþjónustu
og koma á framfæri hugmyndum
um nýjungar. Þá mun landsnefndin
einnig hafa með höndum samskipti
og samstarf við stjómarneftid
átaksins, sem er samstarfsnefnd
EB og EFTA og hefur aðsetur I
Bmssel, en stjómamefndin tekur
stefnumarkandi ákvarðanir um
framkvæmd ferðamálaársins.
öfugt víð það sem ýmsir kynnu að ætla tóku bæði
einstaklingar sem og flestar atvinnugreinar miklu minni lán í
bankakerfinu á fyrri helmingi þessa árs heldur en á sama tíma
á síðasta ári.
Aðalfundur Hjáiparstofnunar kirkjunnar:
Starfa um víða veröld
Á aðalfundi Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir skömmu kom fram
að samstarf stofnunarinnar við erlendar hjálparstofnanir hefur
stóraukist að undanförnu. Tekjur Hjálparstofnunarinnar á síðasta
ári námu um þrjátíu milljónum króna, þar af voru tuttugu milljónir
tekjur af jólasöfnuninni. Lagt var fé í fræðslusjóð og varasjóð og er
hagur stofnunarinnar góður um þessar mundir.
Helstu verkefni á síðasta ári voru
hjálparstarf í Armeníu, Mósambík,
Suður-Súdan, Víetnam, Zimbabwe
og Eþíópíu. Á þessu ári bætist við
talsvert starf á Indlandi og átak
vegna sjálfstæðis Namibíu. Hjálpar-
stofnunin veitti einnig töluverða að-
stoð innanlands, meðal annars til
kvennaathvarfsins.
Hjálparstofnunin tekur einnig
þátt í þjóðþrifum, samstarfi með
Landssambandi Hjálparsveita skáta
Ný lán og endurlán bankakerfisins
(hreyfingar) voru samtals um 11,4
milljarðar frá áramótum til maíloka
í ár. Það er rúmlega 2 milljörðum
minna í krónum talið heldur en á
sama tímabili í fyrra, en sem svarar
4,8_ milliörðum minna verðmæti
og Bandalagi íslenskra skáta við
söfnun á einnota umbúðum undan
drykkjarvörum til endurvinnslu.
Þá hefur fyrirtækið Kaupþing leit-
að til Hjálparstofnunarinnar um
samvinnu vegna þeirrar ákvörðunar
um að leggja fram ákveðna fjárhæð
árlega til styrktar fátækum bömum í
þróunarlöndunum.
Framkvæmdastjóri Hjálparstofn-
unar kirkjunnar er Sigríður Guð-
mundsdóttir og stjómina skipa Ámi
Gunnarsson, formaður, Haraldur
Ólafsson, sr. Þorbjöm Hlynur Árna-
son, Hanna Pálsdóttir og sr. Úlfar
Guðmundsson. jkb.
(30%) þegar tekið er tillit til hækk-
unar á lánskjaravísitölunni.
Útlánatölur bankakerfisins virð-
ast (eins og innflutningsskýrslur)
benda til þess að fólk mæti nú minni
auraráðum með því að spara við sig
fremur en að halda uppi neyslu með
lántökum.
Ný lán til einstaklinga janúar/maí
í ár nema 1.775 millj.kr., sem að
raungildi er nær hálfum öðmm millj-
arði króna (45%) lægri fjárhæð held-
ur en á sama tíma í fyrra. í maímán-
uði einum vom lán til einstaklinga
aðeins þriðjungur þess sem þeir
„slógu“ í sama mánuði í fyrra.
Þar við bætist, að tölur um helm-
ingi minni lánveitingar til verslunar-
fyrirtækja nú geta bent til þess að
fólk hafi á þessu ári gert miklu
minna af því að kaupa hluti á
afborgunarkjömm - sem komið get-
ur heim og saman við stómm minni
innflutning bíla og tækja sem algengt
er að fólk kaupi á slíkum kjömm.
(Skuldabréf eða víxlar sem einstakl-
ingar undirskrifa í verslunum og þær
selja síðan í banka eru í hagtölum
færð sem lán til verslunarinnar).
Svipaðrar þróunar verður vart í
flestum atvinnugreinum, öðmm en
sjávarútvegi, eins og sjá má af neð-
angreindum tölum um útlán innláns-
stofnana nú og á síðasta ári.
Ný lán og endurlán til fyrirtækja
Janúar/maí: 1988 1989
Millj. Millj.
Landbúnaður 209 642
Sjávarútvegur 6.673 7.365
Samvinnuversl. 720 1.231
Olíuverslun 234 804
Önnurversiun 1.617 903
Iðnaður 1.427 1.094
Byggingaverkt. 118 283
Samgöngur 655 179
Þjón.starfsemi 1.091 1.040
Samanlagt vom ný lán þessara
atvinnugreina um 700 millj.kr. lægri
í krónum talið á fyrstu fimm mánuð-
unum heldur en á sama tíma í fyrra
sem þýðir meira en fimmtungi minna
verðmæti í raunkrónum. Landbún-
aður, olíuverslun og samgöngufyrir-
tæki hafa t.d. minnkað bankaskuldir
sínar frá áramótum. Og það hafa
bæjarfélögin einnig gert.
Á þessu sama tímabili hafa inni-
stæður í bankakerfinu aukist um nær
5.3 milljarða kr., sem er þriðjungi
meiri aukning að raungildi heldur en
á sama tímabili í fyrra.
Með þessari aðhaldssemi og spar-
semi þegnanna batnaði lausafjár-
staða innlánsstofnana nú um rösk-
lega fimm milljarða kr. frá áramót-
um til maíloka, þegar hún var alls
9.4 milljarðar kr. - HEI