Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn' Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Endurreisn Patreksfjarðar Hraðfrystihús Patreksfjarðar er eitt þeirra fyrir- tækja í sjávarútvegi sem ekki gat staðist þá miklu rekstrarerfiðleika, sem mætt hafa á útflutningsfram- leiðslunni síðustu tvö ár. Meginorsök rekstr- arvandans er sama eðlis og önnur sjávarútvegsfyrir- tæki hafa átt við að glíma, þótt vafalaust megi benda á sérstakar ástæður sem gerði þessu fyrirtæki erfiðara fyrir en ýmsum öðrum. í sambandi við hina víðtæku endurreisn útflutn- ingsframleiðslunnar, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið að, lenti Hraðfrystihús Patreksfjarðar í flokki þeirra fyrirtækja, sem ekki reyndist unnt að forða frá gjaldþroti með þeim aðferðum sem ríkisstjórnin hafði forgöngu um að beitt var í sambandi við langflest þau fyrirtæki sem áttu í rekstrarerfiðleikum. Stjóm Hraðfrystihússins á Patreksfirði átti ekki annars úrkosti en lýsa yfir gjaldþroti, þar sem leiðir til björgunar fyrirtækinu voru lokaðar. Hið harða lögmál viðskiptalífsins hafði sitt fram í því efni. En hér er á fleira að líta en líf eða dauða eins fyrirtækis. Hraðfrystihús Patreksfjarðar lifði ekki sjálfu sér og var ekki til sjálfs sín vegna. Þetta fyrirtæki var máttarstólpi heils byggðarlags, gmnd- völlur atvinnulífs í samfélagi sem átti allt sitt undir framleiðslustarfsemi þess í útgerð og fiskvinnslu. Þegar slíkt fyrirtæki verður gjaldþrota stöðvast ekki aðeins starfsemi þess, heldur brestur á fjöldaatvinnu- leysi í byggðarlaginu. Sveitarfélagið riðar til falls. Ráðamenn Patreksfjarðar og fólkið sem þar býr og á þar heimili sín og eignir, stendur því ekki endilega frammi fyrir því vandamáli að þetta tiltekna fyrirtæki verði endurreist og leyst undan gjaldþroti, heldur fyrst og fremst því að atvinnulífið verði reist við og búinn rekstrarhæfur grundvöllur. Patreks- fjarðarmálið er spurning um líf byggðarlagsins. Það er spurningin um það að Patreksfjörður haldi áfram að vera þróttmikil framleiðslubyggð eins og öll skilyrði mæla með. í umræðum um Patreksfjarðarmálið hefur greini- lega komið í ljós að Morgunblaðinu og Sjálfstæðis- flokknum er ljúft að kasta steinum að samvinnuhreyfingunni, sem gegnt hefur miklu hlut- verki í atvinnurekstri á Patreksfirði, og kenna stefnu núverandi ríkisstjórnar um rekstrarerfiðleika út- flutningsfyrirtækja. Hvort tveggja er óviðeigandi og tilhæfulaust. Samvinnuhreyfingin hefur hér hætt fé sínu og m.a. orðið fyrir barðinu á ráðleysi Þorsteins Pálssonar meðan hann dró lappirnar í öllu, sem við kom því að bæta rekstrargrundvöll sjávarútvegsins í forsætis- ráðherratíð sinni 1987-1988. Landsmenn, ekki síst Vestfirðingar, eru minnugir þess að Þorsteinn Pálsson, og liðið kringum hann, hafði að engu tillögur sinnar eigin ráðgjafanefndar um úrbætur í rekstrarvanda atvinnulífsins og felldi þannig sína eigin ríkisstjórn. Það hefur orðið hlutverk núverandi ríkisstjórnar að vinna að endurreisn útflutnings- framleiðslunnar. Hennar vilji mun ráða því að atvinnulífið á Patreksfriði verður endurreist. Lali'ga'rda'g’úr 57 ágöSHQBg M VERSLUNARMANNA- HELGINA aukast ferðalög um allan helming. Þannig hefur það verið í marga áratugi og er enn. Þótt frídagur verslunarmanna sé að vísu aðeins einn, hefur þessi eini dagur teygst í að vera þriggja, fjögurra, ef ekki fimm daga samfelld frídagalota hjá þúsundum vinnandi manna í landinu. Þessi langa helgi tengist verslunarmönnum mest að nafn- inu til, því að obbinn af lands- mönnum telur sig eiga hlutdeild í fagnaði hennar. Um það virðist vera einhvers konar þjóðar- samstaða að gera sem mest úr umsvifum þessara daga. Verslunarmanna- helgin Hitt er svo annað mál, hvort fyrirgangur verslunarmanna- helgarinnar hafi ekki fyrir löngu náð hámarki sínu. í sannleika sagt er ýmislegt frumstætt við fyrirferð afþreyingartilstandsins og ferðaþeysingsins um verslun- armannahelgina. Þetta eru leifar frá þeim tíma þegar heldur lítið var um að vera í skemmtanalífi og möguleikar til ferðalaga miklu fábreyttari en nú. Þá komst þessi siður á að setja allt þjóðfélagið á annan endann með útisamkomum og löngum bíltúr- um eins og nú væru síðustu forvöð að sletta úr klaufunum í þessum eftirsóttu þúsund- mannahátíðum eða silast áfram í bílalestum á misgóðum vegum, stundum í þykkum, órjúfanleg- um rykmekki, eins langt frá heimastað sem frekast var unnt. Ekki væri neinu spillt í skemmtanalífi og ferðamenn- ingu þjóðarinnar, þótt talsvert drægi úr umstangi verslunar- mannahelgarinnar. Ef vel er að gætt, hefur grundvöllur allrar þessarar fyrirferðar verið að bresta upp á síðkastið. Þótt e.t.v. sé von til þess að halda megi sómasamlega uppi ein- hverjum af þessum risahátíðum um eina helgi, er æskilegt að á þessu sé eitthvert hóf. í því sambandi sýnist tímabært að taka upp skynsamlega umræðu um það sérstaka þjóðlífsfyrir- bæri sem kallast „íslensk versl- unarmannahelgi", hvort ekki sé tími til kominn að líta á fyrirbær- ið með gagnrýni frá bæjardyrum tómstunda- og ferðamenningar. Útivistarsvæði Ferðamálafrömuðir landsins ættu að leiða hugann að því, að þeirra biður mikið starf varð- andi það að skapa aðstöðu til aðlaðandi útivistar fyrir almenn- ing á afmörkuðum stöðum, sem hægt er að ganga að um hverja helgi sumarsins, og e.t.v. fleiri vikudaga okkar stutta sumars. Hér er alls ekki átt við þá staði sem af náttúrunnar hendi eru fagrir og sérkennilegir og eftir- sóttir af þeim sökum. Slíkir staðir auglýsa sig sjálfir. Þeir hafa gildi í sjálfum sér, og að lokum verður það næstum aðal- atriði opinberra afskipta af þeim að finna ráð til þess að vernda þá fyrir átroðningi ferðmanna. Vemdunaraðgerðirnar gætu e.t.v. komist á það stig að mal- bika gönguslóðir í Dimmuborg- um, eða eitthvað álíka. Þessi verndarstefna gegn ágangi ferðafólks á við um þjóðgarða og friðuð svæði, skóglendi, jafn- vel öræfin sjálf milli jökla og allt okkar viðkvæma land frá fjöm til fjalls. Þjóðgarðar og skemmtistaðir Síst skal dregið úr nauðsyn þess að yfirvöld ferðamála og náttúrverndar kosti miklu til við- búnaðar á slíkum sjálfgefnum ferðamannastöðum. Þessir stað- ir hafa aðdráttarafl og þeim á ekki að leyna. Ferðamenn eiga að hafa rétt til þess að koma á þá og kynnast þeim. Hins vegar hefur það naumast verið rætt, hvort ekki sé ástæða til að koma upp útivistarsvæðum, sem ekki tengjast á neinn hátt hinum viðurkenndu ferðamannastöð- um, heldur lifa sínu eigin lífi sem samkomustaðir fólks með eins fjölbreyttu skemmtana- og afþreyingarefni og frekast er kostur. Hér er einfaldlega verið að benda á það, hvort ekki sé möguleiki að koma á laggimar eins konar „tívolísvæðum“ í smækkaðri mynd, þar sem ekki væri þó kostað til neinna stór- virkja í gleri og steinsteypu. Þótt hér sé nefnt „tívolí“, þá er það e.t.v. ekki vogandi vegna þess að ýmsir leggja í það orð ákveðna merkingu og væru vísir til þess að halda því fram að ekki sé hægt að koma upp útivistar- svæði ogskemmtistað nema með margmilljóna fjárfestingum og annarri glæfralegri eftiröpun á Tívolí í Kaupmannahöfn. Algengt er um öll lönd að komið er upp sumarskemmti- svæðum þar sem aðeins er að finna hinn einfaldasta búnað til þess að skýla fólki fyrir veðri og vindum. Fyrst og fremst er not- ast við tjaldbúðir og fábreytt húsgögn og eins kostnaðarlitla veitingaaðstöðu og framast er hægt. Svona aðstöðu má að vissu marki sjá á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Að hluta til gæti tjaldmenning þjóðhátíðarinnar orðið til fyrirmyndar og er sönn- un fyrir því að tjaldbúðum mætti koma fyrir víða í landinu, láta þær standa yfir hásumarið og fá fólk til að koma saman að njóta menningarlegra skemmtiatriða, tónlistar og leiklistar og annarr- ar skemmtilegrar afþreyingar, sem hægt er að koma við á slíkum stöðum. í sjálfu sér eru því ekki takmörk sett hvað hægt er að hafa til skemmtunar á stöðum af þessu tagi. Þar er úr ýmsu að velja. En auðvitað verður að sníða slíkri starfsemi stakk eftir vexti. Samkomumenning íslendinga sárvantar alþýð- lega samkomumenningu, þar sem allir aldurshópar eiga að- gang að og ekki er miklu til kostað í umgerðinni. Nauðsyn- legt er að breyta útiskemmtana- siðum íslendinga, hætta að þrengja þörf fólks til að koma saman undir beru lofti í þessar aðkrepptu ærslauppákomur, sem loðað hafa við verslunar- mannahelgina áratugum saman. í stað þess að útisamkomur verslunarmannahelgarinnar sameinuðu fjölskyldur og ald- urshópa, hafa þær þvert á móti sundrað fjölskyldum. Sam- komuhaldið er gert út á yngstu aldurshópana. Þessum samkom- um hættir auk þess til að vera drykkjusamkomur, þar sem allt gengur út á fjöldaærsl, sem sam- komuhaldarar verða að búa sig undir með efldu lögregluliði, ef ekki þyrluflota og hreyfanlegum gj örgæsludeildum. í þessum skrifum hefur það verið talið til ferðamála og ferðamenningar að koma upp útivistarsvæðum fyrir almenning utan hinna hefðbundnu og róm- uðu ferðamannastaða. En það skal viðurkennt að þetta málefni snertir ýmsa fleiri en frömuði ferðamála, þegar til kastanna kemur. Hér er um sveitarstjóm- armál að ræða, því að sveitar- stjórnir, borg og bæir, geta miklu ráðið hvemig útivistar- svæði em úr garði gerð, hvar þau eru og hvað fer þar fram. En um leið og minnst er á sveitar- stjómir er full ástæða til að vara við íslensku tilhneigingunni til að ofgera í fjárfestingum og kostnaðarsömum búnaði á hvaða sviði sem er. Er ísland ferðamannaland? Nýlega birtu fjölmiðlar tölur um ferðalög íslendinga til út- Ianda og heimsóknir erlendra ferðamanna til íslands. Þetta em athyglisverðar tölur, sem leiða í ljós að miðað við ásókn íslendinga í ferðalög til útlanda sem fer langt fram úr því sem útlendingar sækja til íslands get- ur ísland alls ekki talist „ferða- mannaland" eins og það orð er skilið. Fréttablað Fjárfestingar- félagsins setur dæmið þannig upp fyrir sitt leyti að íslendingar hafi árið 1988 eytt 9,9 milljörð- um króna í ferðalög til útlanda, en útlendingar hafi skilið eftir sig í landinu 4,7 milljarða, auk þess sem íslensku flugfélögin fengu u.þ.b. 2,7 milljarða í far- gjaldatekjur af erlendum ferða- mönnum. Á það var bent, þegar Spánarkonungur var hér á ferð fyrr í sumar, að jafnvirði ís- lensks útflutnings til Spánar fari í að greiða ferðakostnað íslend- inga til Spánar. Hins vegar er það hrein hending, ef Spánverji kemur til íslands. Það kom einnig fram í um- fjöllun blaða um ferðamál að ferðalög íslendinga til útlanda hafa síður en svo dregist saman á þessu ári. Þvert á móti segir fréttablað Fjárfestingarfélagsins að „landinn hafi snarað meiru úr buddunni í ferðir til útlanda" fyrstu mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra og hittiðfyrra. Ferðalög og afkoma almennings Þessi aukning ferðalaga sting-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.