Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 5. ágúst 1989
Tíminn 25
II MINNINS II.11..
Jóhann Lárus
Jóhannesson
Fæddur 20. maí 1914
Dáinn 31. maí 1989
Hryggur í huga vegna hins skyndi-
lega fráfalls Jóhanns á Silfrastöðum
set ég hér á blað nokkur minningar-
korn úr hans lífi. Nokkrum dögum
áður en Jóhann dó átti ég samtal við
hann. Hann var glaður og hress að
vanda. Andlát hans var því fullkomið
reiðarslag allra er þekktu hinn vin-
sæla sveitarhöfðingja. Enn sannaðist
hér sem fyrr, „að hvenær sem kallið
kemur, kaupir sér enginn frí“. Það
er mín trú að hér sé að verki æðri
hönd er stýri okkar fetum meir en
margur hyggur.
Árið 1923, að mig minnir, er ég
staddur í Silfrastaðarétt við að hirða
kindur mínar úr fyrstu göngum. Allt
í einu sé ég á bakið á frekar háum
og grönnum manni, er leiðir dréngi
sitt við hvora hönd. Ég hafði ekki
séð þessa þrenningu áður, en skyndi-
lega snýr maðurinn sér við og dreng-
imir líka, og þykist ég þá vita að
þetta muni vera Jóhannes í Uppsöl-
um og synir hans Jóhann Láms og
Broddi. En hvað var einkennilégt
við þessa sýn, sem varð til þess að ég
hætti um stund að draga mitt fé og
starði sem bergnuminn á þessa
þrenningu? Augnablikið lifir enn í
huga mínum þótt 66 ár séu liðin
síðan þetta var. Það sem vakti
athygli mína, var hinn glæsilegi og
traustvekjandi faðir er leiddi litlu
drengina sína. Föðurástin skein úr
augum hans og tillit drengjanna er
litu upp til pabba síns, úr augum
þeirra skein öryggiskennd og bams-
leg gleði. Vegna þessa augnabliks,
sem aldrei hefir farið úr huga
mínum, hefir oft vaknað sú
spurning, hvað valdið hafi þessari
geymd hugans öll þessi ár. Svarið
hefir aðeins orðið eitt, sameining
þriggja sálna, sem sýndi kærleika
þeirra allra hver til annars. Það er
meir en margur hyggur, hvað eitt
hlýtt augnatillit og traustvekjandi
handtak getur skilið eftir í hugum
ungra sem aldna. Skyldi kærleiks-
streymið úr augum föðurins og hönd
kannski hafa fylgt Jóhanni til síðustu
stundar og gert hann að því göfug-
menni sem hann var. „Aldrei deyr
þótt allt um þrotni, endurminning
þess sem var.“ En það var ekki lengi
sem föðurhöndin leiddi þessa litlu
drengi. Faðir þeirra deyr, þegar þeir
em sjö og níu ára gamlir. Hættir þá
Ingibjörg móðir þeirra búskap á Upp-
sölum. Jóhann fylgdi móður sinni, en
Broddi fór til Helgu Sigtryggsdóttur
á Framnesi og undirritaðs. Ingibjörg
stundaði bamakennslu all lengi og
Jóhann naut kennslu hennar til ferm-
ingar. Eftir það fór hann á Mennta-
skólann á Akureyri og varð stúdent
þaðan 1935. Eftir stúdentsprófið fer
Jóhann til Danmerkur og stundar
nám f Hafnarháskóla í 4 ár og las
stærðfræði. Jóhann var frábær náms-
maður. Er Jóhann kom heim gerðist
hann kennari við Menntaskólann á
Akureyri.
Þann 25. júní 1948 giftist Jóhann
Helgu Kristjánsdóttur frá Fremsta-
felli í Köldukinn, glæsilegri gáfu-
konu. Ég held að þeirra sambúð
hafi verið, frá fyrstu stund til þeirrar
síðustu, samfelld sólarganga.
Er hér var komið gerðist það að
Jóhannes Steingrímsson bóndi og
oddviti á Silfrastöðum vill hætta
búskap. Mun hann hafa leitað til
Jóhanns að taka við jörð og búi á
Silfrastöðum. Jóhann hafði verið öll
sumur kaupamaður á Silfrastöðum á
meðan hann var í skólaog því öllum
hnútum kunnugur þar. Jóhann og
Helga flytja að Silfrastöðum og hafa
búið þar síðan, nú síðast ásamt syni
þeirra Jóhannesi.
Jóhannes Steingrímsson var
oddviti og hreppstjóri Akrahrepps í
mörg ár. Gegndi hann þeim störfum
í Skagafirði
með þeim ágætum að vart var á
betra kosið. Jóhannes var frábær
sómamaður á alla lund. Nú tók
Jóhannes að eldast og vildi fara að
losa sig við hin erfiðu sveitarstjóm-
armál. Pá vöknuðu Akrahreppsbúar
upp við vondan draum. Hver skyldi
vera fær um að setjast í sæti Jóhann-
esar? Ég var búinn að vinna með
Jóhannesi svolítið að sveitarstjórn-
armálum, og mér var ljós sá vandi
sem var fyrir höndum, að velja
mann til slíkra starfa. Við nánari
athugun, að öllum hreppsbúum
ólöstuðum, sá ég engan sem líklegri
væri til að setjast í sæti Jóhannesar
en Jóhann Lárus. Til þess lágu
ýmsar ástæður. Fyrst og fremst var
Jóhann betur menntaður en nokkur
annar hreppsbúi. í annan stað gáfað
prúðmenni sem ég treysti fyllilega til
að leysa þessi störf vel úr hendi. Ég
fór því fram á það við Jóhann að
hann tæki sæti í hreppsnefnd, með
það fyrir augum að verða oddviti.
Jóhann var í fyrstu tregur til þessara
starfa, en lét þó tilleiðast að lokum.
í meira en aldarfjórðung var Jó-
hann oddviti Akrahrepps, með þeim
ágætum að vart verður á betra kosið.
í Jóhanni var sameinað flest það
er einn mann má prýða. Glæsilegt
útlit, er geislaði af góðvild og hlýju.
Strangheiðarlegur maður, traustur
sem bjargið og friðelskandi góð-
menni. Þannig var Jóhann ætíð í
mínum huga og ég held allra sem
þekktu hann best. Nú ertu horfinn
yfír móðuna miklu. „Vantar nú í
vinahóp, völt er lífsins glíma. Þann
sem yndi og unað skóp, oss fyrir
skemmstum tíma.“ Akrahreppsbúar
lúta höfði í söknuði og í virðingu
fyrir hinu látna göfugmenni. í mín-
um huga mætti segja um Jóhann,
þótt í smærri stíl sé, og sagt var um
Jón Sigurðsson: „Jóhann var sómi
Akrahrepps, sverð hans og skjöldur.
í sorg þinni Helga mín, áttu að
minnast allra þeirra sólskinsstunda,
sem þú áttir með Jóhanni. Slíkar
stundir hljóta að eyða döprum
skuggum. Ég held að allir Ákra-
hreppsbúar hljóti að sameinast um
að senda þér hlýjar hugsanir, með
þakklæti fyrir stuðning þinn við
Jóhann í erfiðu starfi, og framlag
þitt til menningarmála. Kraftur
slíkrar hugsunar ætti að geta lyft þér
yfir hinn erfiða þröskuld, sem þú
stendur við nú.
Ég kveð þig svo Jóhann, með
þakklæti fyrir alla þá fyrirmynd sem
þú varst bæði mér og öðrum, og fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig og mína.
Kannski föðurhöndin sem leiddi litla
drenginn í réttinni forðum, leiði þig
nú í landi þar sem kærleikurinn einn
ríkir, í Guðs friði.
Bjöms Sigtryggsson, Framnesi.
Hey til sölu
Nýtt vélbundið hey til sölu.
Upplýsingar í síma 93-41550, á kvöldin.
Launaskrifstofa ríkisins
Nýtt símanúmer
Launaskrifstofa ríkisins fær nýtt símanúmer.
60 93 00
frá og með þriðjudeginum 6. ágúst n.k.
t
Eiginmaður minn
Óskar Guðmundsson
fyrrum bóndi á Brú, Biskupstungum,
siðast til heimilis aö Traðarkotssundi 3
sem andaðist 29. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 13,30.
Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Gufunesi.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er
bent á Landakotsspítala.
Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarna-
barna,
Marta Einarsdóttir.
Auglýsing frá Menningarsjóði
útvarpstöðva um styrki úr sjóðnum
í reglugerð sjóðsins, nr. 69/1986, segir:
„Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að
veita íslenskum útvarpsstöðvum framlög til efling-
ar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til
menningarauka og fræðslu. Það telst innlend
dagskrárgerð ef íslenskur aðili hefur forræði á
gerð dagskrár og dagskrá er gerð til flutnings í
útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, hér á landi.“
„Framlög úr Menningarsjóði útvarpsstöðva skulu
einvörðungu veitt útvarpsstöðvum. Framlög má
bæði veita vegna dagskrárgerðar viðkomandi
útvarpsstöðvar sjálfrar og vegna kaupa útvarps-
stöðvar á efni til flutnings frá öðrum innlendum
aðilum sem annast dagskrárgerð.“
Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum
fyrir 28. ágúst 1989 til ritara sjóðsins, Baldvins
Jónssonar, hrl., Kirkjutorgi 6. 101 Reykjavík.
Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva.
Sumartími:
Skrifstofa Framsóknarflokksins, aö Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin
alla virka daga frá kl. 8.00-16.00.
Framsóknarflokkurinn.
Reykvíkingar
Guðmundur G. Þórarinsson, alþm. veröur til
viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa-
túni 21, miðvikudaginn 9. ágúst n.k., milli kl. 17
og 19.
Verið velkomin.
Fulltrúaráðið
Kerlingarfjöll - Hveravellir
Sumarferð framsóknarfélaganna
í Reykjavík
Hin árlega sumarferð framsóknarfélaganna ( Reykjavík verður farin
laugardaginn 12. ágúst nk.
kl. 08.00 Lagt af stað frá BSÍ. Ekið um Óseyrarbrún, og upp
Grímsnes að Geysi í Haukadal, þar sem ferðalöngum gefst kostur
á að narta í nesti sitt.
kl. 12.00 Verður lagt af stað frá Geysi. Stoppað verður við Gullfoss
á leið inn Kjöl. Áætlað er að koma inná Hveravelli kl: 16.30. Þar
mun forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson flytja stutt
ávarp og fólki gefst tækifæri til þess að komast á snyrtingu og
kíkja í nestispakkann sinn.
kl. 17.30 Lagt af stað frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla.
kl. 19.00 Lagt af stað frá Kerlingarfjöllum til
kl. 24.00 Áætlað að koma til Reykjavíkur.
Leiðsögumenn verða í öllum bílum.
Framsóknarfélögin í Reykjavík.
Landsþing L.F.K.
verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k.
Mætum allar.
Stjórn L.F.K.