Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. ágúst 1989
Tíminn 9
Sigurður Viggósson stjórnarformaður Hraðfrystihúss Patreksfjarðar:
Ekki spurning um aðstoð
heldur það sem okkur ber
Fyrir viku ákvað stjórn Hraðfrystihúss Patreksjarðar
hf. að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Ákvörðunin var tekin í
kjölfar þess að Hlutafjársjóður hafnaði beiðni for-
svarsmanna fyrirtækisins um aðstoð. Ljóst er að gjald-
þrot þessa fyrirtækis, sem á eina frystihús staðarins og
tvö skip sem samtals hafa yfir að ráða rúmum helmingi
kvótans á staðnum, getur skipt sköpum fyrir byggðar-
iagið.
Sigurður Viggósson stjórnarformaður
Hraðfrystihúss Patreksfjarðar og oddviti
hreppsnefndar Patrekshrepps er í helgarvið-
tali Tímans að þessu sinni. Sigurður hefur
verið í sviðsljósinu undanfarna daga, nú
síðast vegna þess að hann ásamt fleiri
forsvarsmönnum sveitarfélagsins og fyrir-
tækja í útgerð og fiskvinnslu á Patreksfirði
gerðu sér ferð til Reykjavíkur til að funda
með stjómvöldum og fulltrúum opinberra
stofnana. Á þeim fundum hefur verið leitað
leiða til að halda skipum og kvóta í heima-
byggð þrátt fyrir gjaldþrot hraðfrystihússins.
- Nú var tap á frystihúsinu þegar það tók
til starfa á árinu 1980 vegna langs byggingar-
tima og mikils ijármagnskostnaðar. Hafið
þið verið í stöðugum taprekstri?
„Nei, það hefur komið eitt og eitt ár þar
sem hefur verið hagnaður en þegar frystingin
er rekin næstum alltaf að meðaltali með
halla um allt land þá hljóta þau fyrirtæki sem
skulda mest að tapa mestu. Þetta fyrirtæki
skuldaði og skuldar enn mikið fé.
Ein ástæðan fyrir þessu öllu er sú að það
er hefð á íslandi að sjávarútvegsgreinamar
skuli reknar með tapi. Stjómvöld ráða
flestum þáttum í umhverfi rekstrarins eins
og til dæmis genginu sem segir til um það
hvort tekjur em nægilega miklar í fyrirtækj-
unum.
Stjómvöld ráða einnig vöxtunum og það
em í rauninni stjómvaldsákvarðanir á hverj-
um tíma sem segja mest til um það hvemig
afkoman er í þeim greinum atvinnulífsins
sem oft em nefndar undirstöðugreinar. Það
er semsagt orðið viðurkennt af hálfu stjóm-
valda að það skuli alltaf vera neikvæð
rekstrarafkoma að meðaltali í rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækja og það virðist sem að þessu
eigi ekki að breyta.“
Offjárffesting?
- Nú hljóta einhverjir að álykta sem svo
að það hafi verið um oMjárfestingu eða
óstjóm að ræða í fyrirtækinu úr því að svona
fór. Hvað viltu segja um þetta?
„Miðað við aðstæður í dag þá verður það
að viðurkennast að það er offjárfesting í
húsnæði frystihússins. Aftur á móti þegar
ákveðið var að byggja frystihúsið var það
gert með tilliti til þeirra aðstæðna sem þá
vom og menn héldu að væm að skapast. Á
þessum tíma var verið að færa út landhelgina
og þá var spáð vemlegri aukningu í afla. í
framhaldi af því var frystihúsaáætlun stjóm-
valda gerð til að taka við og fullvinna allan
þann afla sem bættist við. Ég held að það
hafi því í sjálfu sér verið rétt ákvörðun á
þeim tíma að reisa frystihúsið. Það er með
þetta eins og svo margt annað að íslendingar
em stundum stórtækir í öllu sem þeir gera.
Varðandi óstjóm í fyrirtækinu þá er það
erfitt fyrir mig sem stjómarformaður í
fyrirtækinu að dæma um það. Aftur á móti
veit ég af reynslu þessara fjögurra ára sem
ég hef verið f stjóm og stjómarformaður að
það er mjög erfitt að stjóma fyrirtæki svo
vel sé sem ekki er í rekstrarhæfu ástandi,
þ.e. hefur ekki nægilega sterka rekstrar-
stöðu. Það er ljóst að það hafa oft verið
famar dýrar leiðir þegar vantað hefur pen-
inga. Það er dýrt að vera fátækur eins og
máltækið segir.“
- Hvemig hefur þá fyrirtækinu verið
haldið gangandi á undanförnum áram?
„Taprekstrinum hefur annars vegar verið
mætt með lántökum og auknu hlutafé og á
sfðasta eina og hálfa ári þar sem hefur verið
langmesta tapið frá upphafi þá hafa menn
hreinlega tekið sjálfir lán. Eigendumir hafa
lánað fyrirtækinu þar á meðal Sambandið."
- Hvert var tapið á þessu mikla taptímabili
sem þú talar um að hafi verið frá hausti 1987
og út árið ’88?
„Fastgengisárið slæma, sem var ein mestu
mistök í stjórnun á atvinnumálum lands-
byggðarinnar, var yfir 150 milljóna króna
tap hjá fyrirtækinu. - Þetta var banabiti
fyrirtækisins."
- Þegar Hlutafjársjóður gaf ykkur nei-
kvætt svar sem í raun var rothöggið fyrir
ykkur, hver vora þá rök sjóðsins fyrir þeirri
ákvörðun?
„Það komu ekki fram nein rök fyrir
neituninni. Rökin em þó þau að það em þrír
aðilar sem hafa um það að segja hvort
hlutafé verður lagt fram í fyrirtæki eða ekki.
Þeir em Byggðastofnun sem gaf jákvætt svar
í júní, það er Fiskveiðasjóður sem hafnaði
þátttöku 11. júlí og það held ég að hafi ráðið
úrslitum varðandi ákvörðun Hlutafjársjóðs
því Landsbankinn mun ekki hafa viljað fara
aðra leið en Fiskveiðasjóður. Eftir að þessi
staða var komin upp hafði Hlutafjársjóður
enga aðra möguleika í stöðunni en að hafna
málaleitan okkar þar sem hann hefur ekkert
eigið fé. Þessi sjóður virkar ekki almennilega
nema hann fái eigið fé til að spila úr. Þar
kemur ríkisvaldið inn í og það má segja að
við séum óbeint að stuðla að því með þeim
viðræðum sem við höfum átt við ráðamenn.
Einn tilgangur sjóðsins er að koma inn í
fyrirtæki eftir gjaldþrot en það ákvæði
virkar ekki vegna peningaleysis sjóðsins."
- Hver er þá reynsla ykkar af þessum
sjóðum, sem kallaðir hafa verið björgunar-
aðgerðir, nú biðu þið í tíu mánuði eftir að fá
úrlausn ykkar mála?
„Það var orðið ljóst síðla hausts 1987
hvert stefndi í rekstri fyrirtækisins. Þá strax
vöktum við athygli á því hvað var að gerast
og fórum fram á að gripið yrði til ráðstafana.
Sú ríkisstjóm sem þá var, fastgengisríkis-
stjómin, var alltaf með yfirlýsingar um það
að nú ætti að fara að grípa til ráðstafana.
Það var þó ekki fýrr en um haustið, eftir
stjórnarskiptin, að við fáum harðari afstöðu
stjómmálamanna um að það muni verða
gripið til ráðstafana. Það kemur meðal
annars fram í stefnuyfirlýsingu núverandi
ríkisstjórnar að settir skuli á fót fyrmefndir
sjóðir til að bæta fyrirtækjum í útflutningi
það mikla tap sem þau urðu fyrir vegna
stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar m.a. í
gengismálum. Síðan leið bara svo langur
tími þar til þessir sjóðir tóku til starfa."
Tíu mánaða bið
„Þegar það er orðið neyðarástand í grein-
inni þá þýðir ekki að bíða í tíu mánuði eftir
lausn. Það hlýtur að þýða að einhverjirfalla.
Menn hafa spurt sig hvort það hafi verið
ætlunin að þjóna einhverjum hagfræðikenn-
ingum með því að láta einhver fyrirtæki fara
á hausinn. Ég hef grun um það að sú hafi
verið raunin.
Samkvæmt ákveðnum hagfræðikenning-
um þurfa fyrirtæki að fara á hausinn reglu-
lega og menn hafa viljað sjá í þessari grein
eitt til þrjú fyrirtæki fara á hausinn, með því
væri búið að fullnægja þeirri reglu sem
hagfræðikenningar kveða á um. Þetta er
gert til að þjóna hagsmunum hagspekinga
sem em áskrifendur að launum sínum og
hafa væntanlega aldrei unnið við útflutning
eða við framleiðslugreinar og þessvegna
aldrei áttað sig á því að til þess að reka
fyrirtæki þá þurfa skilyrðin að vera í lagi.“
- Hvar eru þessir hagspekingar í þjóðfé-
laginu?
„Það em þeir sem ráðleggja ríkisstjómum
það að hægt sé að skera tekjur af útflutnings-
greinunum. Sú hagfræðikenning er uppi að
markaðurinn skuli ráða og ég get alveg
fallist á slík sjónarmið. Það þýðir þó ekki að
segja okkur sem búum út á landi að
markaðurinn skuli ráða á einn veg. Við
þurfum ekki einhvem Seðlabanka til að
segja okkur það að krónan skuli skráð á
einhverju tilteknu verði þegar við vitum að
hún er minna virði en þar stendur. Það
kostar ákveðið að framleiða útflutnings-
vömna og menn verða að fá það framleiðslu-
verð fyrir hana.
Frelsið á íslandi í dag felst í því að þeir
sem eyða fjármunum hafa frelsi en hinir
ekki. Hér gildir frelsið til að eyða. Vandamál
þessarar þjóðar byggist á því að menn eyða
alltof miklu. Þeim er hampað sem stuðla að
eyðslu en ekki þeim sem stuðla að spamaði
og öflun tekna.“
- Staðan ■ málefnum Patreksljarðar í dag?
„í þessari ferð til Reykjavíkur höfum við
rætt við ýmsa aðila í stjómkerfinu. í fyrsta
lagi var könnunarfundur með þremur ráð-
herrum ríkisstjórnarinnar. í framhaldi af
honum áttum við fund með þingmönnum
Vestfjarðakjördæmis. Einnig ræddum við
við stjómarformann og forstjóra Byggða-
stofnunar, einnig forsvarsmenn Atvinnu-
tryggingasjóðs. Það sem er framundan er að
tryggja það að skipin þrjú sem við emm að
missa eða höfum misst haidist í heimabyggð.
Sveitarstjómin hefur staðið að stofnun
hlutafélags sem hefur þetta að markmiði og
hefur leitað eftir samvinnu við fiskvinnslu-
og útgerðarfyrirtæki á staðnum. Við munum
reyna að safna nægilegu eigin fé til kaupa á
skipunum. Þetta er stórt dæmi en ég vil að
það komi fram að sú fyrirgreiðsla sem við
förum fram á er ekki meiri en sambærileg
byggðarlög hafa fengið úr þessum opinbem
sjóðum.
Fyrsta skrefið er að kaupa skipin og síðan
verður tíminn að leiða í ljós hvort hægt
verður að opna frystihúsið aftur. Við teljum
að það sé hægt að vinna afla þessara skipa á
staðnum án þess að opna frystihúsið aftur
fyrst í stað.“
- Hvað þurfið þið að safna miklu fjár-
magni?
„Það er erfitt að segja til um það.
Skipamarkaðurinn er harður f dag vegna
kvótakerfisins. Tryggingaverð þessara
þriggja skipa sem em, Sigurey og Þrymur
sem eru í eigu frystihússins og Patrekur sem
seldur var Fiskveiðasjóði á nauðungarsölu
22.júní, er um 500 milljónir. Ef við gefum
okkur að það þurfi 30% eigið fé í útgerð í
dag til að hún beri sig þá þýðir það að við
þurfum að safna 150 milljónum króna.
Annars er erfitt að negla niður ákveðna
tölur í þessu sambandi.“
Reykvíkingar ráða íslandi
- Af hverju á að veita byggðarlagi eins og
Patreksfirði einhverja aðstoð eins og málum
er nú orðið háttað?
„í fyrsta lagi teljum við að það sé verið að
skila okkur aftur því sem af okkur var tekið,
meðal annars með rangri gengisskráningu
og okurvaxtastefnu. Við tókum ekki ákvörð-
un um frystihúsaáætlunina, gengisstöðvun-
ina eða okurvaxtastefnuna. Þjóðin hlýtur að
skulda okkur eitthvað af því sem tekið hefur
verið af okkur. Ég held líka að Patreksfjörð-
ur sem hefur verið mjög stór útgerðarstaður
frá því um aldamót sé búinn að skila
margfalt því verðmæti sem við erum að
reyna að fá lánað í dag. Þannig að þetta er
ekki spurning um það hvort verið er að
aðstoða okkur, heldur það hvað þjóðin
ætlar að skila miklu af því sem er búið að
eyða í steinsteypu og aðra eyðslu í fleiri ár.
íbúar Patreksfjarðar eru eitt þúsund tals-
ins og þar er mikil þekking á sjávarútvegi og
vinnslu sjávarafurða og þar er búið að
byggja upp vinnslutæki, íbúðarhúsnæði og
þjónustustarfsemi. Það hlýtur að vera ódýr-
ara fyrir þjóðfélagið að veita örlitlu af
fjármagninu til baka heldur en að segja
íbúuum Patreksfjarðar að flytja á mölina.
Meginhluti þess fólks sem býr þama vill vera
þar áfram og elur ekki með sér þann draum
að fara til Reykjavíkur. í framhaldi af þeim
vandamálum sem við erum að glíma við
núna verður hugsanlega eitthvað rólegra
yfir atvinnulífi á Patreksfirði í eitt eða tvö
ár. En vegna þess hve staðurinn hefur marga
möguleika þá mun hann halda sínu og vel
það.
Best af öllu væri ef við fengjum að vera
sjálfstæðari og fengjum að vera í friði með
það sem við öflum. Að það séu ekki
einhverjir háir herrar, eintómir Reykvíking-
ar, sem ákveða hver lífskjör okkar eru.
Hvort við skulum settir af eða ekki. Það er
alveg orðið ljóst að íslandi er stjómað af
Reykvíkingum en ekki landsbyggðarfólki.
Fjölmiðlar segja sumir hverjir að við
höfum farið til Reykjavíkur til að sníkja
peninga hjá ríkisvaldinu. Ferðin var farin til
að kanna hvort stjómvöld ætla að stjórna
þessu eður ei. Þegar við leitum til Reykja-
vfkur emm við að fara þangað sem valdið er
og þangað sem fjármagnið hefur streymt
undanfarna áratugi. Vissulega er verið að
reyna að setja okkur á kné og þess vegna
verðum við að fara þessar hungurgöngur til
Reykjavíkur.
Éf ekki fer að rétta við hagur landsbyggð-
arinnar á flestum sviðum mannlffsins þá er
ljóst að það verður að grípa til ráða sem
menn skilja. Það er mikil þreyta í forsvars-
mönnum bæði sveitarfélaga og fyrirtækja
víða um land að þurfa alltaf að ganga á fund
ráðamanna suður í Reykjavík. Ég held að
krafan hljóti að vera sú að við fáum meira
um okkar mál segja og að afskipti misviturra
manna ráði ekki lífi eða dauða sjávarþorp-
anna.
Það þarf að koma til stjórnskipuleg breyt-
ing með auknu sjálfræði sveitarfélaga eða
landshluta. Fólk sem býr út á landi veit hvað
er því fyrir bestu.“
Sigrún S. Hafstein
L