Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn
Laugardagur 5. ágúst 1989
Bruggandi munkar í
stríði við starfsmenn
í Þýskalandi gilda þau lög að starfsmenn skuli hafa rétt
tU að skipa fulltrúa sína í samráðsnefnd, ásamt vinnuveit-
endum, þar sem fjallað er um málefni sem varða starfsfólk-
ið. í brugghúsi klaustursins á Heiligen Berg í Andechs við
Ammersee í Þýskalandi starfa yfir 160 starfsmenn sem
samkvæmt þessum lögum eiga að hafa samráðsrétt.
Munkarnir, yfirmenn klaustursins halda því hins vegar
fram að þar gildi ekki veraldleg Iög heldur sérreglur sem
settar hafa verið um kirkjulegt starf. Um þessa túlkun hafa
nú staðið deilur í 10 ár og er málið komið til kasta
dómstólanna.
Eitilharður
kaupsýslumaður
Svarti kuflinn og smáístruvottur
gefa prestinum yfirbragð góð-
mennsku og göfuglyndis. En yfir-
bragðið er blekking. Faðir Anselm
er harðsnúinn kaupsýslumaður
sem leikur eins létt á tungu nýmóð-
ins hugtök eins og „Corporate
Identy" eða „Public Relations" og
Faðirvorið.
Síðan 1986 hefur munkurinn
Anselmo, sem nú er 35 ára, stjórn-
að hinu heimsfræga brugghúsi
klaustursins á Heiligen Berg í
Andechs við Ammersee. Bene-
diktsmunkurinn hefur hert sig fyrir
þetta kröfuharða veraldlega starf
með því að stunda af kappi ráð-
stefnur og námskeið á vegum Iðn-
aðar- og verslunarráðsins í hérað-
inu. „Ég er enginn aumingi, sem
segi bara já og amen til að halda
kristilegan frið,“ segir hann.
Það geta starfsmenn brugghúss-
ins og tilheyrandi veitingastofu
staðfest. í næstum því tíu ár hafa
starfsmennimir 160 barist fyrir því
að komið verði á fót samstarfsráði
yfirmanna og starfsmanna, svo sem
fyrirskipað er í lögum um við-
skiptafyrirtæki með fimm eða fleiri
starfsmenn í þjónustu sinni.
Faðir Anselm og reglubræður
hans verjast af fullri hörku því að
gefa starfsmönnum sínum fullan
rétt til meðákvarðanatöku. í því
sambandi vitna þeir til sérréttinda,
sem lagasetningin veiti kirkjum og
viðurkenndum trúarsöfnuðum.
Öfugt við fyrirtæki eða yfirvöld
þurfi kirkjan í hlutverki vinnuveit-
anda ekki að ráðfæra sig við neitt
samstarfsráð varðandi málefni
starfsfólksins. „Ef við vægjum í
Andechs fórnuðum við aldagömlu
vígi og gæfum fordæmi öllum fyrir-
tækjum á vegum kirkjunnar," segir
faðir Anselm.
Ekki kirkjulegt fyrirtæki
heldur bara venjulegt
brugghús
En starfsmennimir segja þessa
röksemd aðeins skálkaskjól. Það
gegni öðru máli um skóla, bama-
heimili eða æskulýðsheimili á veg-
um kirkjunnar, sem lögin veiti ýms
sérréttindi, en ósköp venjulegt
brugghús.
„Klausturbmgghúsið er beinhart
viðskiptafyrirtæki," segir Siegfried
Edenhofer, barþjónn í Andechs
og einn þeirra sem berjast fyrir
samráðinu. Hann og starfsbræður
hans vilja fá að ieggja sitt til
málanna við ráðningar og brott-
rekstur starfsfólks eða um skipu-
lagningu vinnutímans, eins og til-
gangur samráðsins er í öðrum fyrir-
tækjum.
Starfsmenn klaustursins geta
reyndar þegar fagnað sigri að hluta
til. 1 fyrrasumar felldi dómstóll í
Múnchen þann úrskurð að munk-
amir í Andechs skyldu láta fara
fram kosningar til stjórnar starfs-
mannafélags.
f rökstuðningi dómaranna kem-
ur fram að klausturbrugghúsið sé
„iðnaðarfyrirtæki“. Því hljóti ver-
aldleg lög að gilda í Andechs.
„Annars,“ sögðu dómararnir, „að
t.d. gætu íranir keypt þá hluta
fyrirtækisins Krupp sem þar em
staðsettir, afhent þá trúarsöfnuði
shíta og þar með gert þá lausa við
lagaskylduna um samráð.“
En munkarnir voru ekki á því að
gefa sig og áfrýjuðu dómnum. Það
kemur því í hlut hæstaréttar í
Bæjaralandi að fást við klaustur-
stríðið. Það þykir ekki trúlegt að
dómararnir þar geti komist að
annarri niðurstöðu en að í klaustr-
inu í Andechs sé ekki um að ræða
fyrirtæki með kirkjuleg viðhorf.
Það er bara ósköp venjulegt milli-
stéttarfyrirtæki með svolítið
óvenjulega yfirstjórn, sem er með-
al stærstu vinnuveitenda í héraðinu
Starnberg.
Pílagrímar í klausturferð
sækjast fyrst og fremst
eftir ölinu
Á ári hverju prílar meira en ein
milljón gesta brattan stíginn upp á
Heiligen Berg í pílagrímsför og
það em aðeins fáir þeirra sem
villast inn í hina fallegu Wallfahrts-
kirkju þar sem lesa má nákvæmar
lýsingar á tugum þúsunda undra-
lækninga í „kraftaverkabókum".
Skemmtiferðamennimir sækjast
fyrst og fremst eftir öli af ýmsum
styrkleika.
í bjórstofu klaustursins, með
aðliggjandi bjórgarði, rennur á
hverju ári ein milljón lítra öls niður
kverkar viðskiptavinanna. Sex
milljónir lítra að auki flytja flutn-
ingabílar til útvalinna veitinga-
staða og drykkjamarkaða.
„Þessi viðskipti eiga ekki lengur
neitt skylt við frómheit," segir
lögfræðingur í Múnchen sem fer
með mál starfsmannanna í And-
echs fyrir dómstólunum. „Hér er
um hrein og klár viðskipti að
ræða.“
Málamiðlunartillaga frá
klausturstjórn
Nú hafa stjómendur klaustursins
gefíð í skyn að þeir séu reiðubúnir
til málamiðlunar. Óvænt ákváðu
þeir í apríllok sl. að í sumar skyldi
sett á fót fulltrúaráð starfsmanna
til samráðs við stjóm fyrirtækisins.
En þetta gervisamstarfsráð hefur
samkvæmt kirkjulegum rétti,
samanborið við hefðbundnar ver-
aldlegar samstarfsnefndir, alvar-
lega galla. Sá sem hefur sagt skilið.
við kirkjuna má ekki gefa kost á
sér í samstarfsráðið, og það sama
gildir um múslíma og meðlimi
sértrúarhópa.
Og áfram hefur klausturstjómin
Edenhofer barþjónn segir hér að-
eins um ósköp venjulegt brugghús
að ræða sem engar kirkjulegar
undantekningar eigi að ná til.
Faðir Anselm er harðsnúinn kaup-
sýslumaður og ekki á því að láta
starfsmenn fá sínu framgengt.
í hendi sér, andstætt við stjómend-
ur veraldlegra fyrirtækja, að
ákveða upp á eigin spýtur hvenær
vinnutími hefst og hvenær honum
lýkur. Auk þess má útiloka stéttar-
félög ef stjóm klaustursins býður
svo við að horfa.
Stuðningur við starfs-
menn í hirðisbréfi páfa
Það er því skiljanlegt að Eden-
hofer barþjónn og starfsbræður
hans skuli hafa hafnað málamiðl-
unartillögunni. Þeir halda fast við
kröfu sína um samráð, eins og er
veraldlegur réttur allra vinnandi
stétta. Sínum málstað til stuðnings
vitna þeir til yfirhirðis kaþólsku
kirkjunnar, Jóhannesar XXIII
páfa, sem lést 1963. Hann sagði í
hirðisbréfi sínu „Mater et
Magistra": Vinnandi stéttir fara
með réttu fram á að taka virkan
þátt í lífi fyrirtækisins sem þær
starfa við. Þess vegna ættu starfs-
mennimir „að taka virkan þátt í
þróun málefna fyrirtækisins“. Svo
mörg em þau orð.