Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSiNGASIMAR: 680001 —686300 RfKISSKK> NÚTIMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 ' 0 SAMVINNUÐANKI ISLANDS HF. PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíxninn LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, fyrrverandi loðdvraræktarráðunautur oq núverandi minkabóndi: i in kal búið sl kil lar li iál Ifu skinnaverði upp í laun Að sögn Álfhildar Ólafsdóttur minkabónda, betur þekktri sem aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, er ástandið í loðdýrarækt í Vopnafirði mun betra en sú mynd sem dregin hefur verið upp af loðdýrarækt í landinu almennt. Álfhildur býr félagsbúi á jörðunum Akri og Ljósalandi ásamt manni sínum, tengdaforeldrum og mági. Að sögn hennar er loðdýrabú þeirra rekið með hagnaði. „Þó að við værum með fullt fóðurverð, án nokkurs jöfnunar- gjalds, miðað við að skinnaverð væri óbreytt frá því sem það var síðasta vetur, myndi fóðurkostn- aður ekki fara langt yfir helming af skinnaverði,“ sagði Álfhildur í samtali við Tímann í gær. „Ég er ekki að segja að þetta sé neinn gósen tími núna, þetta eru auð- vita erfiðir tímar. Launin eru ekki há á þessu ári og menn búast við að skinnaverð fari enn lækk- andi. Fóðurstöðin hjá okkur stendur þokkalega og bændur einnig þó að það sé auðvitað nokkuð misjafnt milli manna. Pað bara sannast á búum sem eru í þessari stöðu, það er að segja hafa forðast bankana eins og heitan eldinn og ekki tekið skammtímalán, hvað bankavið- skiptin eru búin að gera hinurn loðdýrabændunum. “ En hver er skýringin á því að betur gengur í loðdýrarækt á Vopnafirði en annar staðar á landinu? Álfhildur segir að á þessu séu ýmsar skýringar m.a. þær að bændum hafi aldrei verið hleypt í neinar skuldir að ráði við fóður- stöðina og menn hafi verið vandir á það að borga sitt fóður á tilsettum tíma. Einnig hafi loð- dýrabændur í Vopnafirði farið varlegar í fjárfestingar en víða annars staðar. Það er undarleg þversögn að á sama tíma og bændum í Vopnafirði gengur vel að búa við mink, er staða loð- dýraræktarinnar á Héraði mjög slæm. Félagsbúið á Akri og Ljósa- landi er svo kallað blandað bú, þ.e. sauðfjár-, kúa- og minkabú í senn. „Ég bý ekki hér fyrir sunnan, en ég sæki vinnu hingað og fer á hálfs mánaðar fresti austur,“ sagði Álfhildur. Hún bætti því við að það starf sem hún gegndi nú væri tímabundið og gæti þess vegna tekið mjög skjót- an endi og þess vegna ekki grund- völlur fyrir því að flytja til Reykjavíkur fyrir svona starf, ef menn ætluðu sér ekki að búa þar til frambúðar og á því hefði hún lítinn áhuga. -ÁG Alvarlegt bílslys rétt við Blönduós Mjög harður árekstur tveggja bíla átti sér stað við Blönduós um hádeg- isbilið gær. Mikil meiðsl urðu á fólki og voru fimm manns sendir með flugvél til Reykjavíkur, þar af voru þrír taldir alvarlega slasaðir. Einnig voru nokkrir fluttir á sjúkrahús á Akureyri. Bílarnir eru báðir gjör- ónýtir. GS Komum næst út þann 9. Næsta tölublað Tímans kemur út miðvikudaginn 9. ágúst. Tíminn Ljóst er að viðskiptin blómgast hjá ÁTVR fyrir verslunarmannahelgar. Þessir ætluðu ekki að verða af brjóstbirtunni og voru mættir fyrir utan verslunina við Stuðlabáls í gærmorgun, fyrir opnun, og biðu átekta. Tímamynd: Pjetur Verslunarmannahelgin gengin í garð: STRAUMUR ÚR BÆNUM Mikill straumur ferðalanga á fólksbílum og öðrum farartækjum lá út úr borginni í gær og var mikil umferð á vegum landsins. Umferðin ágerðist þegar líða tók á daginn og var mest síðdegis. Lögreglan reynir að stjórna um- ferð eins og best verður á kosið um helgina og fjórir vegaeftirlitsbílar verða staðsettir víðs vegar um land. Þá mun lögreglan vcrða á ferðinni landshorna á milli í þyrlu Landhelg- isgæslunnar. í samráði við lögreglu mun Umferðaráð starfrækja upplýs- ingamiðstöð og verður upplýsingum um umferð komið á framfæri í gegnum útvarpsstöðvar. Mjög margir fóru í rútum frá B.S.Í. í gær, og þá mest í gærkvöldi. Flestir fóru í Þórsmörk. Húnaver og til Vestmannaeyja og fleiri bætast í hópinn í dag. Ferðalangar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með veður. Spáð er björtu inn til landsins, hægri breytilegri átt en súld á annesjum norðan og vestan lands. Að öllum líkindum verður hlýjast á Suðaustur- landi. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.