Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 5
.1 '.i .1 i > i
Laugardagurör agúáf 1989
-f.f.f* I.V t.t * «.*.«««* * •*•••«•#.* 9 9 9 9 9 '» 9 9 9 9.9.9.9.99 -T-.l
ímw.h ,
rrmírírt -5
AÐ UTAN
Sviss á Evrópumet í eyðni
nærri því í eiturlyfjaneyslu
Sviss er í augum flestra í umheiminum flekklaust, hreint,
auðugt og siðavant. Þar er allt í rótgrónum skorðum og
engan skortir neitt. Eða hvað?
Þar er nú eyðniplágan hvað skæðust í Evrópu og
eiturlyfjasjúklingum fjölgar svo hratt að sums staðar hafa
yfirvöld gripið til þess ráðs að úthluta nýjum sprautum og
nálum til neytenda. Hvenær hófst þessi eyðileggingarher-
ferð og hvað fór úrskeiðis 1 fyrirmyndarþjóðfélaginu?
Margir Svisslendingar spyrja sig þessara spurninga. Blaða-
maður The Sunday Times kynnti sér ástandið.
Sprautuherbergið í Bern
Ferðamennirnir í hestvögnunum
fara fram hjá Miinstergasse 12 við
fallega dómkirkjutorgið í Bem án
þess að líta á húsið tvisvar. Pað
sker sig lítið frá öðmm mörg
hundmð ódýrra kaffihúsa í sviss-
nesku höfuðborginni.
En yfir útidymnum er skilti þar
sem á stendur „No deals“, og á
tilkynningu stendur að ekki sé
hleypt fLeiri en fimm inn í bakher-
bergið í einu. í þessu litla herbergi
liggja frammi í röð og reglu einnota
sprautur, nálar, sótthreinsuð
bómull, skeiðar og vatnsbikarar,
allt það sem heróínsjúklingur þarf
til að fullnægja þörf sinni.
Á kvöldin stendur hópur æsts
fólks í biðröð til að fá aðgang að
þessu „fíxerraum“, sprautuher-
berginu þar sem það veit að það á
ekki á hættu að lögreglan ryðjist
inn óvænt. Það em svissnesk
stjómvöld sem kosta rekstur stað-
arins í örvæntingarfullri tilraun til
að berjast gegn sívaxandi eitur-
lyfja- og sjúkdómsplágu í landinu.
Svo ótrúlegt sem mörgum kann
að virðast er Sviss, sem fyrst og
fremst er þekkt sem land gauks-
klukkna, leynilegra bankareikn-
inga og stundvísra lesta, líka það
land þar sem finna má eitthvert
hæsta hlutfall heróínsjúklinga í
Evrópu. Og nú er Sviss líka komið
í efsta sæti í Evrópu hvað fjölda
eyðnitilfella varðar.
Ný eyðnitilfelli tvöfalt
fleiri en í fyrra
íbúar landsins eru innan við 7
milljónir, en Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin (WHO) hefur tilkynnt
að við síðustu talningu hefðu
eyðnitilfelli þar reynst 847, tvöfalt
fleiri en á síðasta ári.
Embættismenn WHO segja að
mælikvarðinn sem gildir sé fjöldi
nýrra eyðnitilfella miðað við
100.000 íbúa á ári. Sú tala var í
Bretlandi á síðasta ári 1,1. í Sviss
var hún 4,8. Þar með var Sviss
komið í annað sæti meðal þróunar-
landa, næst á eftir Bandaríkjunum
þar sem talan er 11. Fjöldi nýrra
eyðnitilfella í Sviss á þessu ári er
búist við að samsvari 6 á hver
100.000 íbúa.
Álitið er að upp undir helmingur
þeirra 10.000 til 15.000 heróínsjúk-
linga sem í landinu em séu smitaðir
af HIV veimnni. í huga fiestra
þeirra er hluti af félagslífinu að
deila með sér nálum. Það er þessi
siður sem verið er að gera tilraun
til að kveða niður með sprautuher-
berginu. Nýjar nálar em aðeins
afhentar í skiptum fyrir gamlar.
Hjúkmnarfólk er oft viðstatt.
Símanúmer meðferðarstofnana
em auðfengin.
Er árangur af sprautu-
og nálaafhendingunni?
Gestir sprautuherbergisins í
Munstergasse em lítið fúsir til að
segja álit sitt á því hvort þessi
hugmynd hafí gefist vel. Augnaráð
þeirra er sljótt og handleggimir
máttvana og þeir em annað hvort
of æstir áður en þeir fá sprautuna
sína eða of tunguheftir á eftir til að
tala skiljanlega.
Stúlka ein sem situr einsömul á
gangstéttinni er þó nokkum veginn
viss um að það hafi bjargað lífi
hennar. Hún heitir Yvonne, er
22ja ára og hefur verið háð heróíni
í sex ár. Hún segist hafa verið svo
hrædd um að smitast af eyðni að ef
hún hefði ekki getað fengið ókeyp-
is nálar hefði hún farið að taka
heróín í nefið.
Hins vegar væri miklu erfiðara
að taka „réttan" skammt þannig og
hættan á því að skammturinn yrði
of stór sagði hún að væri mikil.
„Fólk afskrifar okkur vegna þess
að við emm fíkniefnasjúklingar.
En við höfum líka tilfinningar og
við emm hrædd,“ sagði hún.
Margir fyrirmenn borgarinnar
hafa bmgðist ókvæða við þessari
opinbem viðurkenningu á eitur-
lyfjaneyslunni og em þó borgarar í
Bem álitnir frjálslyndir og for-
dómalitlir á svissneskan mæli-
kvarða. En tilraunir til að loka
kaffihúsinu í Múnstergasse eftir
lagalegum leiðum hafa mistekist.
Nýlega felldu dómstólar þann úr-
skurð að starfsemi þess væri lögleg
svo framarlega sem þar fæm ekki
fram viðskipti með eiturlyf. Og nú
Eiturlyfjaneysla og eyðni herjar nú
á Svisslendinga. Sums staðar í
landinu gera yfirvöld tilraun til að
stemma stigu við notkun óhreinna
sprautunála með því að afhenda
ókeypis nálar. Sumir eiturlyfja-
neytendur taka því fegins hendi og
segjast annars myndu taka heróín-
íð í nefið af eyðnihræðsiu, en þá sé
miklu meiri hætta á því að skammt-
urinn verði of stór.
er búið að opna annað sprautuher-
bergi í Basel.
I Zúrich er
hins vegar „garður
hinna fordæmdu“
í Ztirich, auðugustu og íhalds-
sömustu borg Sviss, er snúist gegn
hugmyndinni um sprautuherbergi.
Talsmenn heilbrigðismála fengu
menn á sitt band þar í desember sl.
um að fylgja fordæmi Bemar og
úthluta ókeypis sprautum og nálum
til fíkniefnasjúklinga, en borgarráð
utvegaði ekki húsnæði.
Afleiðingin er martröð líkust.
Félagsráðgjafar og Rauði krossinn
settu á fót dreifingarstöðvar á þeim
stöðum sem fíkniefnaneytendur
eru vanir að safnast saman, í garði
í miðborginni. Hann liggur sam-
hliða ríkmannlegustu verslunar-
götu Evrópu, Bahnhofstrasse, þar
sem er fjöldinn allur af skartgripa-
búðum og alþjóðlegum bönkum.
Garðurinn, Am Platzpitz, geng-
ur undir nafninu „garður hinna
fordæmdu“. Á hverjum degi safn-
ast hundruð dópista saman þar
sem einu sinni var vinsæll útivistar-
staður fjölskyldunnar, til að ná sér
í ókeypis nálar, og leita síðan að
bekk eða horni þar sem þeir geta
sprautað sig.
Þegar kvöldar er grasflötin útöt-
uð af blóði drifnum pappírsserví-
ettum og notuðum nálum. Sumir
eiturlyfjaneytendanna sofa þar um
nóttina. Þegar morgnar og farið er
að útdeila nýjum nálum, allt að
4.000 á dag, liggur kannski einn og
einn þar líflaus eftir nóttina, enn
eitt fórnarlamb of stórs skammts.
Lögreglan ræður
ekki við neitt
Lögreglan, sem má ekki við
margnum, hefst lítið annað að en
að fylgjast með og lætur ekki til sín
taka nema viðskipti eigi sér stað
fyrir opnum tjöldum. Aðalverkefni
lögreglunnar er að hindra ferða-
menn í að ráfa inn í garðinn. Það
hefur gerst að dópistamir hafa
hótað að stinga ókunnuga með
óhreinum nálum.
„Ef dópistamir vilja drepa sig er
best að leyfa þeim að gera það,“
var álit eins lögreglumannsins á
vakt við garðinn. „Það er betra að
þeir geri það á einum stað.“
Þetta ástand hefur orðið til þess
að nú velta margir Svisslendingar
því fyrir sér hvað hafi farið úrskeið-
is. Sviss er land þar sem gamaldags
siðferði og efnisleg velgengni er í
hávegum haft. Svisslendingar
vinna að meðaltali lengri vinnudag
en nokkur önnur þjóð í Evrópu og
ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í
fyrra að stytta ekki vinnuvikuna
hjá sér. Atvinnuleysi nemur innan
við 0,5%.
í Sviss em einhverjar hæstu
tekjur á mann í heimi þó að landið
búi yfir fáum náttúruauðlindum.
En margir sérfræðingar heilbrigðis-
þjónustunnar kenna vinnuást þjóð-
arinnar um hvað unga fólkið er
orðið afhuga hefðbundnu lífsgæða-
kapphlaúpi.
„Það hefur ríkt of mikil sér-
hyggja,“ sagði dr. Jean-Bemard
Ramelet hjá heilbrigðisráðuneyt-
inu í Bem. „Fólk hefur unnið of
mikið í þeim tilgangi að fylla eigin
vasa peningum. Það hefur látið
fjölskylduna afskiptalausa. Unga
fólkinu finnst það gleymt. Það vill
nýjan lífsmáta en veit ekki hvert
það á að snúa sér svo að það snýr
sér að eiturlyfjum.“
Hins vegar kennir Marcel Bert-
schi, ríkissaksóknari í Zúrich því
um hvað Svisslendingar eru auðug-
ir. „Eiturlyfjasalar koma til Sviss
vegna þess að íbúar hér geta leyft
sér að stunda rándýran ósið,“ segir
hann. „Nú er ástandið orðið stjórn-
laust."
Spánverjar vilja blóð úr Bretum:
Mikill fjöldi breskra sumar-
leyfisgesta þarfnast blóðgjafa
Nú á að fara þess á leit við breska sólarlandafara á Costa
del Sol að þeir gefí blóð svo að sjúkrahús þar séu betur fær
um að fást við mikla aukningu á umferðarslysum og
neyðaraðgerðum þar sem ferðamenn eiga hlut að máli.
Spænsk yfirvöld hafa dreift auglýsingaspjöldum og
bæklingum á ensku á hótel, í ferðamannaíbúðir og
íbúðarhverfi. „Blóðbflum“ er komið fyrir þar sem mest er
um ferðamenn. Það er álit spænskra lækna áð sumarleyfis-
gestum beri siðferðileg skylda til að gefa blóð vegna jþess
hversu mikilla blóðgjafa þeir þarfnast.
Mest af blóðinu
fer í neyðaraðgerðir
á ferðamönnum
Yfirlæknir blóðbankans í Ma-
laga segir að mest af því blóði sem
þar er notað að sumarlagi fari í
neyðaraðgerðir á ferðamönnum og
að of fáir Spánverjar séu reiðubún-
ir að gefa blóð svo að það nægi.
Að sögn yfirlæknisins gefa að-
eins 20 af hverju 1000 Malagabúa
blóð, sem er eitthvert lægsta hlut-
fallið á Spáni. Til samanburðar má
geta þess að að meðaltali gefa 50 af
1000 Breta blóð. Það dró úr blóð-
gjöfum eftir að blóðgjafar í Barce-
lona smituðust af eyðniveirunni.
Fjórir læknar hafa verið kærðir
fyrir glæpsamlega vanrækslu.
Að meðaltali þarfnast 18 breskir
ferðamenn læknismeðferðar á degi
hverjum yfir sumarið á þrem stór-
um sjúkrahúsum á Costa del Sol,
tvö þeirra eru í Malaga og eitt í
Marbella. Talsmaður háskóla-
sjúkrahússins í Malaga, þar sem
flestir bresku ferðamannanna fá
aðhlynningu, segir að a.m.k. einu
sinni á viku komi Breti á sjúkrahús-
ið sem þarfnist blóðgjafar. Það
getur verið vegna umferðarslyss,
innvortis blæðinga eða bráðaupp-
skurðar.
Á síðustu þrem mánuðum hafa
18 Bretar slasast alvarlega og 5
verið drepnir á hinum alræmda
Dauðavegi á Costa del Sol, sem
bugðast 110 km leið meðfram
ströndinni milli Malaga og Gíbralt-
Blóðþörfin 112,5 lítrar
á dag yfir sumarið
Læknar gera sér vonir um að fá
2000 lítra af blóði hjá erlendum
Á Costa del Sol eykst fólksfjöldi úr
1,2 milljónum í yfir fjórar milijónir
yfir sumarið. Margir ferðamann-
anna lenda í slysum eða þarfnast
bráðra læknisaðgerða og þess
vegna er mikil þörf fyrir blóðgjafir.
ferðamönnum í sumar, en blóð-
þörfin á Costa del Sol yfir sumarið
er 112,5 lítrar dag hvem. í ágúst
1987 urðu sjúkrahús á Costa del
Sol uppiskroppa með blóð og varði
það ástand í viku, Úr því rættist
ekki fyrr en útvarpað var neyðar-
kalli til blóðgjafa.
1 júlí og ágúst eykst fólksfjöldi á
Costa del Sol úr 1,2 milljón í nærri
fjórar milljónir. 25.000 Bretar eru
þar f frfi dag hvem yfir sumarið og
tæp 100.000 þeirra búa þar að
staðaldri. Á árinu 1988 komu yfir
7 milljónir ferðalanga á þessar
slóðir.
Blóðið sem læknamir gera sér
vonir um að safna í sumar ætla þeir
að geta líka notað í vetur þar sem
mikill fjöldi eldra fólks af erlendu
þjóðemi sem þar er búsett allt árið
getur ekki gefið blóð.
En læknamir taka það fram að
þeir sem nota Spánarferðina fyrst
og fremst til að liggja í ódým
áfengi þurfi ekki að ómaka sig í
„blóðbílana".
„Besta blóðið fáum við úr þeim
sem slappa af og njóta lífsins,"
segir yfirlæknir blóðbankans f Ma-
laga.