Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 12. ágúst 1989 Heilbrigðisráðherra telur gagnrýni Ríkisendurskoðunar á heilbrigðisráðuneytið að nokkru of harða og segir: Erum þegar að framkvæma það sem þeir fara fram á í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga segir að Ríkisendurskoðun leggi áherslu á að stjórnvöld taki til athugunar ýmis atriði ríkisfjármála. Lagt er til að allar sjúkrastofnanir fái bein framlög á fjárlögum og svonefnt daggjaldakerfí verði aflagt. Sömuleiðis verði sérstaklega at- huguð áform tveggja síðustu fjárlaga um lækkun lyfjakostnaðar sem ekki hafi enn náð fram að ganga. Þá verði jafnframt þessu öll laun starfsmanna heilbrigðisstofnana af- greidd hjá launaskrifstofu ríkisins frá og með næstu áramótum þar sem ríkissjóður muni hvort eð er greiða allan kostnað sjúkrastofnana frá þeim tíma. „Nú hefur verið að störfum um tveggja ára tímabil nefnd sem ætlað var að skoða alla þætti verðmyndun- ar á lyfjum; innflutninginn, dreifing- una, hvernig lyfjunum er ávísað og álagninguna. Ríkisstjórnin hefur verið að bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar en starf hennar hefur verið gríðarlega umfangsmikið og flókið og langt í frá að hún hafi slegið slöku við þótt lokaniðurstöður liggi enn ekki fyrir,“ sagði Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra í gær. Heilbrigðisráðherra sagði að lyfja- nefndin væri nú alveg um það bil að ljúka störfum og hefði hann átt ítariegan fund með formanni hennar nú í vikunni. Nefndin er að leggja síðustu hönd á tillögur sem munu geta þýtt verulegan sparnað í út- gjöldum, treysti menn sér á annað borð að taka á þeim þáttum sem nauðsynlegt verður að gera í því augnamiði. i,Nefndin hefur komist að því að innkaupsverð í sumum tilfellum að Guðmundur Bjarnason ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála minnsta kosti er hærra hér en í nágrannalöndunum. Þá verðum við að gaumgæfa hvort mögulegt verði að læknar ávísi alltaf ódýrasta lyfinu, sé um valkost að ræða milli lyfja sem öll innihalda sama læknisdóminn. Það eitt sér hefði verulegan sparnað í för með sér,“ sagði heilbrigðisráð- herra. Ráðherra sagði að álagning á lyf hefði hingað til helgast af því meðal anars að apótek þurfi að liggja með dýrar birgðir af öryggisástæðum. Nú væri þó svo komið að sökum aukinn- ar tækni í fjarskiptum og samgöng- um hefði mjög dregið úr þeirri þörf. Jafnframt hefði verðlagning miðast við að standa undir rekstri minnstu og óhagkvæmustu apótekanna en af því hefðu stærri apótek hagnast vel eins og dæmin sönnuðu. „Nefndin hefur athugað þetta gaumgæfilega og sumar sparnaðar- hugmyndirnar sem komið hafa út úr starfi þessu má byrja að framkvæma nú þegar og til þess er fullur vilji innan ríkisstjórnarinar," sagði ráð- herra. Guðmundur Bjarnason sagði að eins og fram kæmi í skýrslu Ríkis- endurskoðunar þá hefði átt sér stað umtalsverð hagræðing og sparnaður innan heilbrigðiskerfisins og ekkert benti til að ekki næðust fram áform um 4% sparnað innan þess á árinu. „Okkar skoðun er sú að allar heilbrigðisstofnanir eigi að fara á föst fjárlög og daggjaldakerfið legg- ist þar með af. Það verður haldið áfram að vinna að því og tillögur Ríkisendurskoðunar þar að lútandi eru ekkert nýjar fyrir okkur og á þessu ári hafa allmargar stofnanir bæst í hóp þeirra sem eru á föstum fjárlögum. Þá hefur ætlunin verið að spara í sérfræðiþjónustu og okkur virðist sem það muni takast þrátt fyrir það álit manna að sparnaður á sjúkrahúsunum muni leiða til auk- inna útgjalda vegna sérfræðiþjón- ustu,“ sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra. -sá Spilafíkn í Borgartúni Borgarráð samþykkti í gær að heimila starfsemi leiktækjasala að Borgartúni 32 þar sem nú er skemmtistaðurinn Kúba en fyrr á árum var þar skemmtistaðurinn Klúbburinn. Lögregluyfirvöld gefa út leyfi til rekstrarins en borgarráð samþykkti að mæla ekki gegn útgáfu þess. Samkvæmt umsókninni verður um nokkuð viðamikla starfsemi að ræða og mikill fjöldi billjardborða, alls- kyns spilakassa og leiktækja verða á staðnum. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokksins sagði í samtali við Tímann að borgarráð hefði ákveðið að mæla ekki gegn starfseminni meðal annars vegna þess að þarna væri ekki íbúðahverfi en talið hefur verið fremur óæskilegt að spilatæki af þessu tagi séu staðsett innan íbúðahverfa. SSH Trillukarlar á Austfjörðum: Andvígir sölu á óveiddum fiski Efnið í vegrið komið Þessa dagana standa yfir fram- kvæmdir sem draga munu stórlega úr slysahættu í Ártúnsbrekkunni. Fyrr á þessu ári var samþykkt í borgarstjórn tillaga framsóknar- manna sem Alfreð Þorsteinsson flutti um að koma fyrir vegriði í miðju brekkunnar til að aðskilja umferð til gagnstæðra átta en mörg og alvarleg slys og árekstrar hafa orðið þarna. Nú er lokið við að breikka veginn í brekkunni og merkja akreinar á nýlagt malbikið. Svæðið fyrir vegriðið hefur verið afmarkað og verður byrjað að setja það upp eftir helgina. Efnið í vegriðið sést til vinstri á myndinni. Tíinainynd; Pjetur. Langhæstir í verðhækkunum Að allar krókaveiðar verði gefnar frjálsar á bátum undir 10 tonnum er meginkrafa smábátasjómanna á Austurlandi sem nýlega héldu fé- lagsfund á Neskaupstað. Smábátasjómenn gera þá kröfu til stjórnvalda að þeir fái að færa afla milli ára ekki síður en aðrir útgerðar- menn, en lýsa sig aftur á móti andvíga hverskonar sölu á óveiddum fiski í sjónum. Að aflahámark á smábátum sé reiknað í slægðum fiski eins og gildir hjá öðrum útgerðum á landinu telja smábátasjómenn algert réttlætismál. Og að sú breyting nái fram að ganga. án þess að tonnatala lækki á móti, Stjórnvöldum senda smábáta- menn þær ráðleggingar að leyfa ekki veiðar í dragnót í víkum, flóum og innfjörðum yfir hrygningartímann. -HEI Á sömu þrem árum og framfærslu- kostnaður hækkaði um tæplega 81% á íslandi (frá 1985 til 1988) hækkaði hann um 4 til 24% í öðrum EFTA löndum. í löndum Evrópubanda- lagsins voru Grikkir þeir einu sem jöfnuðust nokkuð á við ísiendinga en í Hollandi hækkaði verðlag hins vegar innan við 1% á þriggja ára tímabili. Virðist því töluvert þurfa að breytast hér á landi áður en því langþráða markmiði stjórnmála- manna er náð, að „verðrðlagsþróun hér verði svipuð eins og í helstu viðskiptalöndum okkar“ eins þeir orða það gjarnan. Hagstofan hefur birt tölur yfir breytingar á framfærslukostnaði frá árinu 1985 til 1988 miðað við meðalt- al beggja áranna bæði í aðildarlönd- um EFTA og Evrópubandalagsins. Og sömuleiðis má sjá þróunina s.l. ár, frá mars í fyrra til mars á þessu ári. Verðlagshækkanir EFTA landanna 1985/88 Mars/mars % % ísland 80,7 21,2 Noregur 24,3 4,3 Svíþjóð 14,9 6,4 Finnland 12,7 6,6 Austurríki 5,1 2,3 Sviss 4,2 2,3 • Verðlagshækkanir í EB löndunum Grikkland 62,5 13,5 Portúgal 33,9 12,4 Spánn 20,0 6,1 Ítalía 16,5 6,0 Bretland 13,0 7,9 Danmörk 12,7 4,7 írland 9,4 Belgía 4,1 2,7 Lúxemborg 1,7 2,9 V-Þýskaland 1,2 2,8 Holland 0,6 0,9 MeðaltalEB 10,8% 4,9% Aftari dálkurinn sýnir verðbólgu á einu ári (mars 1988 til mars 1989) í löndum Evrópu. í mörgum þessara landa hefur verðlag hækkað þar svipað á heilu ári eins og það gerði hérlendis flesta mánuði á fyrri helm- ingi þessa árs. Þó hefur verðbólga aukist í sumum þessara landa s.l. ár, sem sjá má að hækkanir voru þá meiri heldur en samtals þrjú næstu ár þar á undan. , - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.