Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 12. ágúst 1989 Tíminn -29 GLETTUR - Get ég gert eitthvað fyrir þig... hringt í leigubíl eða eitthvað svoleiðis. - Ég ætlaði að fara að henda honum í ruslatunnuna, en þá datt mér þú í hug. - Það er verið að gera við skóna m ína. - Auðvitað get ég talað um fleira en fótbolta. Ég er líka mjög spenntur fyrir handbolta. - Ertu viss um að þér finnist hann klæða mig eða segir þú það bara til að losna við að stæla við mig. Fyrsta myndin sem Ijósmyndari náði af þeim Madonnu og Warren Beatty saman, en þau voru þá að vinna við myndina „Dick Tracy“ Warren Beatty hefur allt sitt Iíf verið piparsveinn, en þótt mikill kvennabósi og ver- ið kallaður „eftirsóttasti pip- arsveinn Hollywood". Hann hefur nú heldur betur breytt um stefnu og bíður spenntur eftir að fá á sig hnappheld- una. Og það er engin önnur en hin fræga og umtalaða Madonna sem hann féll fyrir. Sagt er í Hollywood-blöð- um að Beatty hafi gengið með grasið í skónum á eftir Madonnu í marga mánuði, en það var fyrst nú nýlega sem þau tilkynntu trúlofun sína og að þau ætluðu að ganga í hjónaband á þessu ári. Beatty gaf henni dýrindis sex karata demantshring til að innsigla trúlofunina. Enn hefur ekki verið að fullnustu gengið frá skilnaði Madonnu við leikarann Sean Penn, en hún sótti um skilnað í janúar sl. eftir erfitt og stormasamt hjónaband í nokkur ár. Madonna sagði nýlega í blaðaviðtali: „Ég get varla trúað þessu, að ég sé aftur farin að hugsa til þess að ganga í hjónaband, eftir það sem á undan er gengið. En Warren er ekkert líkur Sean. Warren er umhyggjusamur, sterkur og kynþokkafullur. Hann hefur allt sem ég gæti óskað mér til að bera sem eiginmaður." Warren Beatty er bróðir hinnar frægu leikkonu Shirley MacLaine, en hún er þremur árum eldri en bróðirinn. Madonna er þrítug en Beatty 52 ára og þau segjast ekki vilja bíða neitt með giftinguna. Sagan segir líka, að Beatty sé þegar fluttur í hús elskunnar sinnar aðarmála Madonnu, þá sé Warren að mestu leyti fluttur inn til hennar. Þau eru þegar farin að ráðgera brúðkaupið, og Mad- onna hefur beðið bestu vin- konu sína, Söndru Bernhard, að vera heiðurs-brúðar- meyju, en Warren ætlar að fá vin sinn Jack Nicholson sem svaramann. Jack, sem hefur margt brallað hér á árum áður með brúðgumanum til- vonandi, segirum hjónavígsl- una: „Warren veit, að ólíkt mörgum af fyrri vinkonum hans, þá er Madonna ekki að sækjast eftir frægðarnafni hans eða peningum, - hún hefur nóg af slíku sjálf.“ Warren Beatty hefur látið hafa eftir sér, að það sé ekki það að missa hárið eða fá hrukkur sem hann óttist mest þegar hann hugsar til þess að eldast, - en hann er nú 52 ára. „Nei, það er einmanaleik- inn,“ sagði hann. „Það fer glansinn af skemmtanalífinu, þegar maður hefur stundað það árum saman. Það er gott að hugsa til þess að nú verður breyting á.“ Warren og Madonna kynntust um það leyti sem hún var að sækja um skilnað við Penn. Þau voru að undir- búa kvikmyndina „Dick Tracy“, en þar leikur Beatty titilhlutverkið en Madonna aðalkvenhlutverkið. Það var svo í maí að ástin kom í spilið. Kunnugir segja, að þó að brúðkaupið verði að bíða fram í desember vegna skiln- Forhertur piparsveinn fellur fyrir MADONNU - Þau Madonna og Warren Beatty ætla að ganga í hjónaband

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.