Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 7
bakkans dregist upp með bygg- ingunni, vatnið situr eftir á syll- um og seytlar niður hrjúfa veggi ráðhússins. Hluti tjarnarinnar hefur brotist inn fyrir bygging- una, inn í borgarvefinn og endurheimt það sem af henni var tekið við byggingu ráðhúss- ins. Á horni Tjarnargötu og Von- arstrætis myndast kyrrlátt torg við aðalinngang ráðhússins, gengt fyrirhugaðri nýbyggingu Alþingis. Byggingin þrengir því hvorki að þessu mikilvæga horni, né varpar yfir það dimm- um skugga. Fyrirgreiðsla og erindisleysa Ráðhúsið skiptist í 3 sjálf- stæða byggingarhluta: Bíla- geymslu neðanjarðar, Borgar- stjómarhús í norðri og skrif- stofubyggingu í suðri, sem aftur er skipt í fernt. Pessir meginhlut- ar tengjast innbyrðis um göngu- ás. Ráðhúsið er þannig brotið niður í mælikvarða Kvosar- byggðar. Bílageymsla fyrir 92 bíla er neðanjarðar. Innangengt er í ráðhúsið ýr bílageymslu, fyrir þau stæði sem tilheyra því. Aðrir útgangar eru um 2 stiga í austur- og vesturenda hússins. Inn- keyrsla í bílageymslu er frá Tjarnargötu. Aðalinngangur er frá Vonar- stræti, úr norðri. Þar eru bygg- ingaform öguð og halda vatns- pollinum föngnum í norðvestur horni. Borgarstjórnarbyggingin svífur yfir aðkomu og sveigir sig í átt að inngangi. Þak hennar verður pergóla, sem stöðvar á súlum í vatni. Er nær dregur vatnsveggnum við inngang, hall- ar undan fæti og vatnsborðið á hægri hönd rís. Byggingin sogar aðvífandi undir vatnsborðið og slengir um sjálfvirka glerhurð inn í lífæð hússins, gönguásinn. Þar opnast víð sýn yfir tjöm- ina, sem hrapar framundan og sokkna sýningarsali, sem geyma líkan af Islandi í vatnsborðshæð tjarnarinnar. Líkanið er geymt undir gangstétt við Tjarnargötu- inngang. Sýningarvélar og skermur tengdur því falla inn í loftklæðningu. Úr lofti falla ein- nig myrkvunartjöld yfir glugga. Skilrúm eru milli sýningarsala, svo þeir nýtast aðskildir. Gólf sokkna svæðisins og gönguáss eru lögð íslensku grjóti. Frá gönguás sést um bygging- una þvera og endilanga og þaðan eru allar leiðir greiðar í aðra hluta ráðhússins. Þar eiga uppt- ök sín 4 stigar, sem svífa yfir sokkna sali og tengjast fjór- skiptri skrifstofubyggingu í suðri. Neðri hæð skrifstofubygging- ar er afgreiðslusalir og fyrir- greiðsla almennings. Efri hæðin er rólegri og þangað leitar eng- inn án erindis. Uppspretta lífsins leikur frjálst Skrifstofubygging ber blæ létt- leika og er opin milli deilda. Skrifstofur liggja að útvegg með opnanlegum hurðum. Glugga- skipting stjórnar staðsetningu hvítmálaðs veggeiningakerfis. Gólf, loft, borðplötur, stiga- þrep, handfang stigahandriðs, hurðir og hillur í hurðarvegg eru úr timbri. Ofanljós, stigi og grind afgreiðsluborðs mynda samruna heild úr lituðu stáli. Borgarstjórnarhús tengist gönguásnum, lífæð ráðhússins, í norðri. Við rætur þeirrar teng- ingar er móttökuaðstaða Borg- arstjórnar, í náinni snertingu við vatnið, spölkorn frá eldhúsi. Borgarstjórnarsalur er látlaus en virðulegur. Vesturveggur er allur úr gleri. Gólf, loft, borð- plötur og áheyrendasæti Borgar- stjórnarsalar eru úr timbri. Áheyrendasvæði úr steypu, stól- og borðgrindur borgarfulltrúa úr stáli. Á borðum borgarfull- trúa er ljóskastarastilling á hvert borð, innstunga, tölvu- og hljóð- nema- og hlustunartækjatenging fyrir fundi sem slíks krefjast. Sæti eru uppstoppuð og leður- klædd. Austurhluti Borgarstjórnar- húss er athafnasvæði Borgarráðs og Borgarstjórnar. Þar eru fund- arherbergi og salur Borgarráðs útbúinn sýningartækjum. Húsið er allt varanlegra og þyngra en skrifstofubyggingin í suðri. Út- veggir eru steyptir í stálplötu- mót, með innfellda lista á sam- skeytum. Ryðfríir stálboltar eru notaðir sem holufylling. Kýr- augu í andlitshæð eru steypt í vegg. Eldhús og mötuneyti kúra á jarðhæð Borgarstjórnarhúss. Vörumóttaka er frá Vonar- stræti. Mötuneyti opnast mót suðri, yfir vatnsrennu við aðal- inngang. Yfir borð í vatnsborðs- hæð gnæfir hrjúfur mosagróinn steinveggur, sem vatn seytlar niður. Rakt og loftblásið yfir- borð veggjarins auðveldar rót- festu gróðurs og samruna bygg- ingar við tjarnargróður. Öguð byggingarform í norðri glæðast þannig lífi í nálægð vatnsins, hverfa í jarðargróður eða fljúga frjáls yfir suðurhlið skrifstofubyggingar. Þar breiðir úr sér mikill þakvængur, yfir endilanga bygginguna og brotn- ar upp í pergólu yfir pöllum mót suðri. Sléttformaðar steyptar súlur halda uppi bogalaga þak- bitum úr límtré, sem klæddir eru sléttáli eins og þakið. Gluggaveggur rís sem gróður- flétta úr vatninu og er borinn af lóðréttum stálbitum, sem taka við veggjum að innanverðu. Gluggakerfið og vírnet yfir því er úr áli. Gönguás ráðhússins er ofan- lýstur að endilöngu um gang- stéttargler í steyptri grind. Ráðhúsið er ofið úr þráðum ólíkra byggingarefna, andstæðra eiginleika. Náttúra hvers og eins er löðuð fram, svo byggingin verði eðlilegt framhald náttúru- lífs tjarnarinnar. Vatnið, upp- spretta alls lífs, leikur frjálst um húsið og er forsenda þess að það fái þrifist.“ Meðferð máls og rökræn hugsun Þessi texti er lagður til grund- vallar byggingar sem á að standa um aldur og æfi og milljarðar eru lagðir í. Það er ekki laust við að maður verði dálítið „speisaður" þegar verið er að reyna að komast til botns í því hvert blessað fólkið, sem er að búa til ráðhúsbákn, er að fara með lýsingum sínum á verkinu. Engin ástæða er til að fara að rýna í einn hluta verklýsingar öðrum fremur. Meðferð máls er með þeim hætti að erfitt er að gera sér í hugarlund að rökræn hugsun sé að baki textanum. Samt má vera að svo sé og að álfur úr hól skilji mæta vel hvert verið er að fara. Svo eru heilu bæirnir og borg- irnar reistar af fólki sem vart getur komið frá sér heilli hugsun svo að öðrum en sveitarstjórn- armönnum sé hún skiljanleg. Ekki nema von að rifist sé um ráðhús og fossvogsbrautir. Laugardagur 12. ágúst 1989 Tíminn 7 ✓ __ x LAUGARDAGURINN 12. AGUST 1989

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.