Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 12. ágúst 1989 FRÉTTAYFIRLIT BEIRÚT — Sýrlenskt herlið hóf kröftuga skothríð yfir hverfi kristinna manna í Beirút eftir að átök höfðu legið niðri í nokkrar klukkustundir. Þá höfðu stórskotaliðsbardagar staðið á milli Sýrlendinga og hersveita múslíma annars vegar og kristinna manna hins vegar í 14 klukkustundir. Að venju bitnaði djöfulgangurinn mest á óbreyttum borgurum. Að minnsta kosti 35 manns féllu. TEHERAN — Mikil ólqa er nú í trúarlífi írana, en harolínu-' menn í íran reyna nú af öllum mætti að beita trúarhita múgs- ins fyrir sig gegn Rafsanjani forseta sem hyggst koma harð- línumönnum út úr ríkisstjórn sinni. JÓHANNESARBORG- Átök urðu milli mismunandi fylkinga blökkumanna í tengsl- um við mótmælaaðgerðir vegna kosninga sem nú fara fram [ Suður- Afríku, en blökkumenn hafa ekki kosn- ingarétt. TOKYO — Óprúttnir fjöl- miðlamenn hafa reynt að troða hneykslismáli upp á hinn nýja forsætisráðherra Japans, Tos- hiki Kaifu. Kjaftasögur eru komnar á kreik um að Kaifu eigi lausaleikskróa. JERÚSALEM — ísraelar hafa nú enn hert eftirlit sitt á hinum hernumdu svæðum á Vesturbakkanum oa í Gaza. Þeir hafa nú léyfi tiT að halda Palestínumönnum I haldi án dóms i eitt ár í stað sex mánaða áður. NAIRÓBÍ — Eitthvað virðist ganga í rétta átt í óbeinum friðarviðræðum skæruliða og stjórnvalda ( Mósambík eftir 14 ára borgarastyrjöld. Leiðtogar kirkjunnar ræða nú við leiðtoga skæruliða og munu bera boð þeirra heim. WASHINGTON - Verð- bólga hjaðnar nú í Bandaríld- unum. Hefur hún minnkað síó- ustu tvo mánuði. PEKING — Þrfr menn sem máluðu yfir andlitsmynd af Mao Tse Tung fyrrum leiðtoga Kínveria voru dæmdir í 20 ára og 16 ára fangelsi fyrir ódæðið. Þeir máluðu Maó í maímánuði á meðan stúdentar stóðu fyrir andófi s(nu. Illlllllllllllllllllllllll I ITIÓNO ..........................................................Illlllllllllllllllllllllllll.................. . ...............I.....Illllllllllllllllllll........ ........................................... ............................................................ '............................................... ................................... Josep Cicippio, Bandaríkjamaðurinn sem öfgafullir Shítar hafa hótað að taka af lífi, ásamt nokkrum vestrænum gíslum sem eru í haldi í Líbanon. Nú hefur æðsti andlegi leiðtogi Hizbollah-samtakanna lofað að hjálpa til við lausn Undur gerast enn í Líbanon: Amhem: Tösku- gleypi illa bumbult Henni Quimba er orðið illilega bumbult vegna töskuáts og eru læknar nú farnir að óttast mjög um heilsu hennar. Quimba hefur hrifsað til sín þrjár handtöskur á þessu ári og gleypt þær í einu lagi. Var. Ijósmyndavél í einni tösk- unni. -Þetta er ekki gott fyrir heilsu hennar og fólkið sem tapar tösk- um sínum er heldur ekki alltof ánægt, segir Anton van Hooff framkvæmdasttjóri Burges dýra- garðsins í Arnhem, en Quimba á heima þar. Quimba er fíll. Dýragarðsyfirvöld hafa nú sett upp sérstök skilti þar sem varað er við handtöskuhnupli Quimba, en hún rífur töskurnar af gestun- um með sterkum rana sínum. Leiðtogi Hizbollah vill hjálpa við lausn gisla Það gerast enn undarlegir hlutir í Líbanon. Æðsti and- legur leiðtogi HizboIIah sam- takanna í Líbanon Sjeik Mo- hammed Hussein Fadallah skýrði frá því í föstudags- bænagjörð í gær að hann væri reiðubúinn til að hjálpa til við frelsun vestrænna gísla sem í haldi eru í landinu. Talið er að flestir gíslanna séu einmitt í haldi hjá Hiz- bollah samtökunum, svo hæg ættu heimatökin að vera hjá Hussein FadaUah. -Náum samkomulagi og vinnum í sameiningu að því hver með sínu lagi og sínum áhrifum að binda endi á gíslamálin. Allir gíslar ættu að fá frelsi ásamt öllum arabískum föngum, sagði Sjeikinn í bænagjörð- inni á hvíldardegi múslíma. Fadallah er talinn hafa einna mest áhrif andlegra Ieiðtoga shítamúslima á liðsmenn í Hizbollahsamtökunum. Hann ítrekaði vilja sinn til hjálpar vestrænum ríkjum við að fá gíslana lausa, en um leið að fá Palestínu- menn leysta úr haldi í ísrael. Fadallah notaði þó tækifærið til að fordæma Bandaríkjamenn fyrir að hafa sent herskip upp að ströndum Líbanon og íran eftir að bandaríski landgönguliðinn William Higgins var myrtur, en hann var í gíslingu hjá hryðjuverkahóp nátengdum ír- önum og eftir að annar hópur hótaði að myrða Bandaríkjamanninn Jos- eph Cicippio. Fyrirhugaður fundur Kenneth Kaunda forseta Zambíu og De Klerk Fadallah sagði að það ætti ekki að gera neinn mun á vestrænum og ísraelskum gíslum í Líbanon og palestínskum pólitískum föngum og gíslum í ísrael. -Það eru margir Bandaríkjamenn í haldi í Líbanon og líf þeirra eru í hættu og það eru margir ísraelar f haldi í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa í samvinnu við ísrael beitt öllum sínum mætti til að fá þá leysta úr haldi og tryggja að gíslunum verði formanns Þjóðarflokksins, sem að líkindum verður næsti forseti Suður- Afríku, hefur orðið til opinbers hnútukasts innan hins ráðandi Þjóð- arflokks. P.W. Botha núverandi forseti Suður-Afríku er æfareiður yfir því tiltæki De Klerks að hitta Kaunda sem er einn harðasti gagn- rýnadi aðskilnaðarstefnunnar og ræða við hann hvemig auka megi réttindi blökkumanna í Suður-Afr- íku. P.W. Botha sagðist ekki hafa gefið De Klerk nokkurt leyfi til að ræða við Kaunda og hefur neitað að veita De Klerk áheym um þetta mál. Reyndar hefur hinn 73 ára forseti Suður-Afríku verið eins og snúið roð í hund eftir að Þjóðarflokkurinn ýtti honum til hliðar í vetur eftir hjartaáfall hans og kaus De Klerk formann flokksins. Hefur Botha vægast sagt ekki verið hlýtt til eftir- manns síns. De Klerk hefur heitið því að beita sér fyrir róttækum breytingum á aðskilnaðarstefnunni og auka rétt- indi blökkumanna eftir að hann tekur við völdum sem forseti, en næsta vfst er að hann verður kjörinn í forsetaembættið þar sem Þjóðar- flokkurinn hefur útnefnt hann fram- bjóðanda sinn. Þjóðarflokkurinn hefur farið með völd í Suður-Afríku ekki mein gert, sagði Fadallah. -En Bandaríkjamenn hafa látið hjá líða að fordæma ránið á Obeid. Við styðjum málstað mannréttinda hvað arabíska og vestræna gísla áhrærir, án þess að gera á þeim greinarmun. Við viljum að hinir saklausu gfslar verði leystir úr haldi, en við verðum að Iíta á vandamálið með báðum augum, ekki öðru, bætti hinn andlegi leiðtogi Hizbollah öfga- samtakanna við. um áratugaskeið. Botha er hins vegar ósammála þessu frjálslyndis- rausi De Klerks. Samstöðumenn í skyndiverkfall Tugþúsundir verkamanna í verka- lýðssamtökunum Samstöðu tóku þátt í klukkustundar langri vinnu- stöðvum í Póllandi í gær til að mótmæla hinum miklu verðhækkun- um sem urðu á matvælum í kjölfar þess að niðurgreiðslum var hætt. Á sama tíma skýrði Bonislaw Gerem- ek, einn Ieiðtoga Samstöðu frá því að Samstaða væri reiðubúin til að mynda ríkisstjóm með þátttöku Sameinaða bændaflokksins, Lýð- ræðisflokksins og umbótasinnaðra kommúnista, ef málefnasamningur næðist. Talið er að um áttatíu þúsund verkamenn hafi tekið þátt í verkfalli Samstöðu á Gdansk svæðinu og mátti sjá hinn rauða og hvíta fána Samstöðu víða við hún. Það er ekki að undra að verkalýðurinn sé óhress því verð á brauði, sykri og skinku hækkaði um allt að 500% á einni nóttu. Magga Thatcher tapar fylgi í skoðanakönnun Sól virðist vera að hníga yfir valdaferli Margaret Thatcher for- sætisráðherra Bretlands eftir lang- ar valdasetur. Þrátt fyrir að Thatc- her hafi hrist all ærlega upp í ríkisstjórn sinni með því að skipta um eða færa til helming ráðherra sinna í von um að fylgi íhalds- flokksins ykist að nýju, þá sýna nýjustu skoðanakannanir að Verkamannaflokkurinn hefur stungið Möggu af í fylgi. í nýrri skoðanaicönnum sem gerð var meðal 9000 kjósenda á dögunum kemur fram að Verka- mannaflokkurinn nýtur stuðnings 43% kjósenda, en íhaldsflokkur- inn einungis 35% kjósenda. Er þetta mesta fylgi sem Verka- mannaflokkurinn hefur hlotið í skoðanakönnunum og kosningum frá því í janúar árið 1981. Verkamannaflokkurinn bætir við sig tveimur af hundraði frá því í síðasta mánuði á meðan íhalds- flokkurinn tapar þremu’r prósentu- stigum. Græningjar vinna á og eru nú með um 8% fylgi. Ríkisstjórn Thatchers er nú sér- staklega óvinsæl vegna harkalegra efnahagsaðgerða sem ekkert duga, aðgerða í heilbrigðismálum og vegna áætlana um að færa vatns- veitur og rafmagnsveitur frá ríkinu yfir í einkageirann. Suður-Afríka: Aðskilnaðarstefnan að- skilur De Klerk og Botha

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.