Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. ágúst 1989 Tíminn 23 Endurminningar böðuls nýkomnar út Annaðist fullnægingu 322 dauðadóma 1921-1976 Að undanförnu hefur þess mikið verið minnst að 200 ár eru iiðin frá upphafí frönsku byltingarinnar. Minna hefur verið rætt um eftirleikinn þegar Frakkar fylltust slíkum blóðþorsta, einkum á ógnartímabilinu 1793-’94, að þegar upp var staðið höfðu 17000 verið dæmdir til dauða og líflátnir og enn fleiri dáið í fangelsi eða verið drepnir án réttarhalda. TU að svo mörgum mætti koma fyrir kattarnef varð auðvitað að finna upp fljótvirkt aftökutæki og þá varð fallöxin til, sem reyndar annaði ekki öllum aftökunum. Þetta var fyrir 200 árum, en það er ekki víst að allir geri sér ljóst að fallöxinni var haldið í góðu lagi og notkun allt til ársins 1981 og gekk böðulsstarfið í París í arf innan sömu ættarinnar. Nú eru komnar út endurminningar næstsíðasta böðulsins, sem alls tók þátt í 322 aftökum á starfsævi sinni og lét ekki af störfum fyrr en eftir 1970, þegar frændi hans tók við. Þetta er auðvitað blóðug lesning, en þó er kannski undarlegast að fá aðeins að kynnast hugarheimi manns sem lifði og hrærðist í þessu starfi í svona langan tíma og ekki lengra um liðið. Tók örskamma stund að skilja höfuðið frá búknum Hann sagðist ætti að fá að deyja fallega, Landru, meinti fjölda- morðinginn sem engin iðrunar- merki lét í ljós áður en dómur var felldur yfir honum. 25. febrúar 1922 var stundaklukka hans út- runnin. Kl. 5.25 var hann vakinn með þeim orðum sem komandi athöfn fylgdu: „Sýndu kjark, Landru, eftir nokkrar mínútur verðurðu dauður“. Verjendurhans báðu hann innilega að segja a.m.k. sannleikann á þessari stundu. En ■ dæmdi maðurinn tók leyndarmál sitt með sér í gröfina - „svona eins og hvem annan farangur" spaugaði hann. Þar sem hann hafði aldrei látið áfengi inn fyrir sínar varir né sogað að sér tóbaksreyk afþakkaði hann líka báðar þessar hefðbundnu síð- ustu veitingar og kvaddi í þess stað lögmennina með orðunum „Sjáumst aftur herrar mínir“. Þá bað hann aðstoðarmann böðulsins að binda sig ekki of fast. „Maðurinn var fisléttur," segir einn aðstoðarmaður böðulsins, André Obrecht, sem stóð við hlið þáverandi böðuls Parísarborgar, Anatole Deibler í morgunskímunni. Það sem vakti mesta athygli aðstoð- armannsins var hve örskamma stund það tók að skilja höfuðið frá búk Landrus. Yfirleitt höfðu aftökumar tekið 10-12 sekúndur. höggvarinn Obrecht í dagbókunum sínum. En hann sagði við Ker í einlægni undir lok samvinnunnar: „Ég er búinn að fá nóg“. Obrecht var viðstaddur alls 322 aftökur á ámnum 1921-1976, fyrst sem aðstoðarmaður frænda síns inni. Því næst spurði hann hvers vegna hendur hans væm bundnar. Skalf ekki. Engin viðbrögð. Mitt eigið álit: Eins og fígúra úr leikriti sem hann trúði að hann léki aðal- hlutverkið í... að sjálfsögðu það síðasta." Aðrir urðu ósvífnir eða klúrir, eins og barnamorðinginn Ranucci, sem tók á móti böðli sínum með opna buxnaklauf og úti liggjandi Iim. Alla sína ævi safnaði Obrecht eins og vitlaus maður öllu sem hann komst yfir um glæpi og glæpamenn, fréttum af réttarhöldum og blaða- greinum. Athugasemdir frá hans eigin brjósti vom afleiðing hans eigin eftirtektar og tilfinningar. Á árinu 1929 sagði hann einfaldlega: Aftaka á hverjum degi. Fallöxin var í notkun í Frakklandi ailt til ársins 1981. um að höggva af eigin fingur Við aftöku þýska kvennamorð- ingjans Eugens Weidmann fyrir 50 ámm átti böðullinn hins vegar í mestu vandræðum með að háls- höggva hann og samræma handa- hreyfingar sínar við verkið. Hann var hræddur um að höggva af sína eigin fingur - og það þótt, að sögn aðstoðarmanns böðulsins, hinn dæmdi væri hinn meðfærilegasti. Fjómm ámm eftir að næstsíðasti franski böðullinn, André Obrecht gaf upp öndina hafa minningar hans nú verið gefnar út í Frakklandi. Þar em hryllingssögur framsettar í slétt- um og felldum spjalltón, sem jafn- framt er eins konar bænarsöngur um réttlætingu. Franski blaðamaðurinn Jean Ker hefur annast útgáfu skelf- ingarsagna böðulsins fyrrverandi. „Ég er búinn að fá nóg“ „Það er hægt að vera böðull og jafnframt viðkvæmur,“ segir háls- Deiblers, en frá 1951 sem hæst setti böðull franska lýðveldisins. Hann hlaut í laun fyrstu árin 13000 franska franka og undir það síðasta vom þau komin upp í 46000 franka fyrir að hálshöggva m.a. fræga menn eins og glæpamennina Buffet og Bontems og bamamorðingjann Christians Ranucci, sem tekinn var af lífi 1976. Obrecht aðstoðaði líka við aftöku þriggja kvenna og yfir 30 fanga sem dæmdir vom til dauða af stjórn- málaástæðum meðan á þýska her- náminu stóð. „Það vom skítaverk," segir hann. Eftir að komið var fram á miðjan sjötta áratuginn skýrir böðullinn frá því í þessum blóði drifnu minningum að heili, ným, lifur, hjarta og slagæð- ur hinna dauðadæmdu hafi verið tekið til handargagns til læknisfræði- legra rannsókna eða ígræðslu. Eftir að André Obrecht var orðinn yfirmaður færði hann um sérhvert tilfelli „tæknilega dagbók“. f þessa bók í rauða bandinu skráði hann dagsetningar og framkomu þeirra sem í hans návist áttu sín síðustu spor, nöfn þeirra, aldur, fyrri dóma, aftökustað og hegðun. Nutu sakamennirnir aftökunnar? Þannig segir hann af mikilli ná- kvæmni frá því að aftöku hins 63 ára morðingja Marcels Petiot, sem kall- aður var „Dr. Satan“ hafi verið frestað frá fyrirfram ákveðnum degi, 17. maí 1946, vegna þess að ekki tókst að ljúka viðgerð á stríðsskað- aðri fallöxinni á tilsettum tíma. “Ég hlæ mig ekki til dauða,“ segir böð- ullinn hinn dæmda hafa sagt vegna níu daga frestunarinnar. Obrecht segist oft hafa haft á tilfinningunni að margir saka- mennirnir hafi fengið sína síðustu miklu fullnægingu á leiðinni á af- tökupallinn. Hann skráði t.d. hjá sér 28. apríl 1954 þegar hann var að undirbúa dæmda manninn René Pet- er í Nancy undir fallöxina: „Mjög rólegur. Messan er hluti af athöfn- En honum líkaði vel að ferðast um landið þvert og endilangt í embættiserindum þar sem hann gætti þess að gista á góðum hótelum. Einu sinni leiddi starfið hann m.a.s. alla leið til Martinique. f starfi hans fólst líka að annast og sjá til að alltaf væri í lagi „ekkjan" eins og fallöxin var kölluð í daglegu máli. En böðullinn minnist með skelf- ingu kvalafullra endaloka þriggja kvenna og hann var kominn á fremsta hlunn með að yfirgefa starf sitt eftir að hann hafði gert þeim skil. Sérlega skelfilega gekk aftaka ekkj- unnar og eiturbyrlarans Ducourneau fyrir sig. Þegar hún var leidd á aftökupallinn, trylltist hún svo að skyrtan hennar rifnaði og aðstoðar- menn böðuls fóru hjá sér. Þegar öxin féll datt á slíkt dúnalogn, að böðullinn segist aldrei hafa komist í kynni við slíka þögn. Fékk embættið í arf Það voru örlögin sem leiddu hann til starfsins, þar kom engin „köllun" til. Obrecht kom úr gamalgróinni böðlafjölskyldu. Hann sagði blaðamanninum Ker á viðkvæmri stundu frá algengri martröð bemskuáranna. Hún er sú að fölur maður er bundinn á höndum og fótum og búinn undir dauða sinn. Skyrtukraginn hefur verið klipptur frá. Síðan segist hann alltaf hafa séð frænda sinn, Anatole Deibler, hafa beygt sig yfir „eitthvað blóðugt“. Eftir að Obrecht veiktist af Park- inson-sjúkdómi rétt eftir 1970 yfirgaf hann ævistarf sitt og samkvæmt venj- unni arfleiddi hann frænda sinn, Marcel Chevalier, að embættinu. Sá gegndi því til 1981, þegar dauðarefs- ing var afnumin í Frakklandi. Þegar Chevalier varð að ganga frá fallöxinni í síðasta sinni kvartaði hann við frænda sinn yfir ruddalegri framkomu þessa nýja sósíaliska rétt- lætis. „Við vomm bara reknir þama frá eins og hverjir aðrir fúskarar.“ Þetta „áfall“ segist Oberecht í minningum sínum aldrei hafa komist yfir. REYKJMIIKURBORG Listasafn Reykjavíkurborgar Kjarvalsstöðum óskar að ráða skrifstofumann. Um er að ræða almenn skrifstofustörf. Kynni af tölvum og góð tungumálakunnátta æskileg. Laun skv. kjara- samningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar og Reykjavíkurborgar. Umsóknum ber að skila Listasafninu á eyðublöð- um sem þar fást fyrir 18. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar veittar í síma 26131. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar - stjórnunarstaða Staða deildarstjóra á Skurðdeild F.S.A. er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október 1989. Umsækjendur skulu hafa lokið sérnámi í skurð- hjúkrun og æskileg er reynsla og/eða nám í stjórnun. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst n.k. Upplýsingar gefur Svava Aradóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri alla virka daga kl. 13.00-14.00. Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara Viljum ráða aðstoðarmann sjúkraþjálfara í 50% starf frá 1. september n.k. Vinnutími er frá kl. 08-12. Nánari upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari. Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 19. ágúst n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Fyrirliggjandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.