Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 s o _ 'PPIAL^ta # SAMVINNUBANKI ÍSLANOS HF. ilflfcfe^ðltgPQÍÍlll PÓSTFAX TÍMANS 687691 Sverrir Hermannsson segir að verði T exaco hluthafi í Olís geti það ráðið úrslitum um framvindu mála: Samningar í augsýn? Óstaðfestar fregnir herma að úti- kaupa 28% hlutafjár í Olíuverslun bú Bandaríska olíufyrirtækisins íslands hf. Ekki náðist í Óla Kr. Texaco í Danmörku hafi ákveðið að Sigurðsson forstjóra Olís, en haft Rannsóknir á veiðinni í laxveiðiám síð- asta sumar sýna að eldisfiski fer fjölgandi: Allt að 70% var eldislax Samkvæmt nýlegum upplýsing- um. Veiðimálastofnunar veiddist óvenju mikið 'af eldislaxi í íslensk- um stangaveiðiám síðástliðið sumar. Til eru dæmi þess að að- komufiskur hafi verið verulegur hluti veiðinnar og jafnvel uppistað- an í veiðinni. Mest bar á auknum fjölda á eldislaxi í ám við Faxaflóa ■ og þá helst í grennd við Reykjavík. Rannsðknirnar byggjast á hreist- ursýnum, sem tekin voru úr veidd- um löxum þetta sumar. Niðurstöð- ur rannsóknanna sýna, að 17% veiðinnar í Elliðaánum var ættuð úr fiskeldi, 21,5% laxa í Úlfarsá, 31,7% í Leirvogsá og þess eru dæmi, að eldislax hafi verið allt að 2/3 af heildarveiði - í Botnsá var hlutfallið 69%. Einnig varð vart við eldisfisk í Laxá í Kjós en fjöldi rannsakaðs hreisturs var ekki nægi- legur til að ákvarða heildarfjölda. Ef fekið er tillit til þessara niður- staðna var fjöldi veiddrá laxa í viðkomandi ám 1.665 í Elliðaán- um, 577 í Úlfarsá, 664 í Leirvogsá ög 65 í Botnsá. Ljóst er að aflaaukning af völd- um aðkomufiska skekkir þær upp- lýsingar sem safnað hefur verið um veiði úr náttúrulegum stofnum undanfarin ár. Breytingar á skrán- ingu og veiðiaðferðum hafa verið litlar allt frá 1970 og því háfa aflatölur í höfuðdráttum gefið til kynna stærð laxagangna í árnar. „En til þess að geta fylgst með náttúrulegri framleiðslu íslenskra áa er nauðsynlegt að geta ákvarðað hluta aðkomufiska í veiðinni" segir í riti frá Veiðimálastofnun. GS Málningu var skvett á glugga og veggi nýju lögreglustöðvarinnar í Breiðholti í nótt. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki. Unglingar seni unnu við að mála og fegra umhverfi lögreglustöðvarinnar voru óhressir með tiltæki skemmdarvarg- anna. Þeir létu þó ekki deigan síga en þrifu málninguna í burtu. Unglin- garnir, sem hafa unnið þarna af krafti í 5 vikur, eru nú að störfum í nágrenni stöðvarinnar. Að sögn lög- reglu var fyrsti dagur nýju lögregiu- stöðvarinnar friðsæll en erilsamur því að margir hafa viljað koma og líta á stöðina og lýsa ánægju með að fá hana í hverfið. -EÓ var eftir honum í gær að ekkert samkomulag væri í höfn, en viðræð- ur hans við fulltrúa Texaco hafi verið mjög gagnlegar. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans sagði í gær að ef það væri Fétt að jafn sterkur aðili og Texaco gerðist stór eignaraðili að Olís, þá gerði hann ráð fyrir því að það gæti ráðið nokkrum úrslitum um framvindu mála hjá Olíuverslun tslands. Sverrir boðaði forsvars- menn Olís á sinn fund strax í gær- morgun eftir að fréttir höfðu heyrst af samningáviðræðuip, þeirra við Texaco. „Ég boðaði þá til fundartiér til þess að vita hvort sá flötur væri hugsanlega komin upp að unnt væri að gera nýjan samstarfssamning á milli Landsbankans og’ Olíuverslun- ' arinnar, því að þau viðskipti hafa áuðvitað ekki verið með heilli há um hálfs árs skeið,“ sagði Sverrir. Hann sagði að engin niðurstaða hefði feng- ist á fundinum, heldur hefði verið ákveðið að safna uppjýsingum um stöðu vanskila, tryggingamála og annarra atriða. Svérrir sagði ekkert hafa verið ákveðið um annan fund á milli Olís og La'ndsbankans. „Við ætlum að sjá til hvernig okkur v'innst í söfnun þessara gagna, þannig að menn séu viðbúnir að ræða saman ef nýr aðili kemur að málinu," sagði Sverrir. Þessa dagana er unnið að viðgerðum við aðveitustöðina á Barónstíg. Á myndinni sjást strengirnir sem koma í stað þeirra sem eyðilögðust í brunanum. Tímamynd: Pjeíur Aðveitustöðin við Barónstíg: 20 metrar á 5-7 milljónir Vextir á almennum óverðtryggðum skuldabréfum eru um 30%: Vextir lækka Málningu skvett á lögreglustöðina Vextir af almennum óverðtryggð- um skuldabréfum lækkuðu í gær hjá flestum bönkum. Vaxtalækkunin er í samræmi við minnkandi verðbólgu- hraða en verðbólga síðustu þriggja mánaða mældist 22% á ársgrund- velli. Innlánsvextir breytast ekki nema hjá sparisjóðunum og Versl- unarbankanum þar sem þeir lækka einnig. Engin breyting verður á vöxtum hjá Búnaðarbanka og Út- vegsbanka en þeir lækkuðu sína vexti um síðustu mánaðamót. Vaxtalækkunin er almennt á bil- inu 1,5 til 4%. Mest er lækkunin hjá Alþýðubankanum sem lækkar vexti á almennum skuldabréfum úr 31% í 27%. Eftir vaxtalækkun eru vextir á óverðtryggðum skuldabréfum í Bún- aðarbankanum 29%, Samvinnu- bankanum 30%, Útvegsbankanum 30%, hjá sparisjóðunum 30%, Landsbankanum 30,75%, Verslun- arbankanum 31% og Iðnaðarbank- anum 33,5%. Lánskjaravísitala hækkaði um aðeins 0,67% frá júlí til ágúst en hækkaði um 2,63% mánuð- ina þar á undan. Þetta er minnsta hækkun milli mánaða frá því í janú- ar. Lánskjaravísitala hefur sveiflast mikið upp og niður það sem af er þessu ári. Bankarnir horfa einkum á lánskjaravísitölu og spá um verð- bólgu þegar þeir ákveða vexti. Nokkur óvissa ríkir um þróun vaxta á næstu misserum en að sögn hag- fræðinga Seðlabankans er ólíklegt að bankarnir fari sér hratt í vaxta- lækkunum á næstunni. Almennt hafa bankarnir verið nokkuð tregir til að lækka nafnvexti til samræmis við minnkandi verðbólgu. Þrátt fyrir þessa vaxtalækkun er nokkurt ósam- ræmi milli vaxta og verðbólgustigs. -EÓ Vinna er hafin við að tengja nýja strengi í stað þeirra sem eyðilögðust í bruna í aðveitustöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Barónstíg sem tveir sjö ára strákar urðu valdir að um síðustu helgi. Haukur Pálmason að- stoðarrafveitustjóri sagði í samtali við Tímann að kostnaðurinn vegna viðgerðanna næmi á bilinu 5-7 millj- ónum króna en þá væri ótalinn sá kostnaður sem hlytist af hreinsun stöðvarinnar sem var öll þakin sóti innanhúss. Ráðgert er að viðgerð- inni verið lokið í kringum 25. þessa mánaðar. Tveir strengir eyðilögðust í eldin- um, aðalstrengur frá Elliðaánum og strengur sem liggur frá Barónstíg að Meistaravöllum. Taka þurfti um 20 metra af strengjunum vegna skemmdanna og er nú unnið að því að skeyta nýjum strengjum inn í. Tveir Danir og einn Þjóðverji hafa unnið að tengingu strengjanna sem er á ábyrgð framleiðandans. Að auki eru átta starfsmenn frá Raf- magnsveitunni að störfum við teng- inguna. Haukur sagði að hreinsun stöðvar- innar væri að mestu lokið en eftir væri að hreinsa betur innviði tækja- búnaðarins, einnig þyrfti að mála sal stöðvarinnar. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.