Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 12. ágúst 1989 ý , ✓ '%/Æk/m VATRYGGINGAFELAG Nflar ISLANDS HF ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: MMC Galant 2000 GLS árgerð 1989 Opel Corsa LS árgerð 1988 Audi 80 árgerð 1988 Lada Samara 1500 árgerð 1988 Daihatsu Charade CS árgerð 1988 Peugeot 309 GR árgerð 1988 Suzuki Swift GL 1000 árgerð 1988 Mazda 626 árgerð 1987 Lada Vaz árgerð 1987 Nissan Sunny árgerð 1987 Mercedes Benz 200 árgerð 1986 Lada Vaz árgerð 1986 Nissan Pulsar árgerð 1986 Nissan Micra árgerð 1985 Toyota Camry 1800 DLX árgerð 1985 Ford Sierra 1600 árgerð 1985 Toyota Corolla 1600 árgerð 1985 Honda Civic árgerð 1984 Mazda 323 árgerð 1984 Daihatsu Charmant 1300 árgerð 1983 VW Jetta árgerð 1982 Subaru 1800 GL árgerð 1981 Mercedes Benz 300 D árgerð 1980 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 14. ágúst 1989, kl. 12-16. Á SAMA TÍMA: Á Selfossi: Mazda 626 GLX árgerð 1985 Á Sauðárkróki: Toyota Corolla árgerð 1982 Suzuki Swift árgerð 1984 Mercury Cougar árgerð 1984 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands h.f., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmannafyrir kl. 16, mánudaginn 14. ágúst 1989. Vátryggingafélag íslands h.f. - ökutækjadeild - Áhugi þeirra sem vilja flytja úr landi er ekki bundinn viö Norðurlöndin: Mikið spurt um Bandaríkin Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um landflótta frá landinu vegna efnahagsástandsins. Áhugi fólks sem vill flytja erlendis beinist ekki einungis að Norðurlöndunum. Færst hefur í vöxt að fólk kanni möguleika á búsetu í Bandaríkjun- um. Þórir S. Gröndal sem hefur verið ræðismaður íslands í Flórída undan- farin níu ár sagði í samtali við Tímann, að á síðastliðnum tveimur árum hefði hann fengið fleiri fyrir- spurnir frá íslendingum varðandi möguleika á að setjast að á Flórída en hann gerði síðustu sjö árin þar á undan. Þórir sagði jafnframt að ef fólk ætti ekki ættingja sem eru búsettir í Bandaríkjunum þá væri mjög erfitt að fá innflytjenda- og atvinnuleyfi. Hann sagðist lítið geta gert fyrir þetta fólk annað en að benda því á sendiráðið hér heima. Að eiga villu á Flórída Það eru ekki bara einstaklingar sem vilja flýja slæmt efnahagsástand sem hafa áhuga á Flórída, það hafa hinir ríku líka. í greinarkorni eftir Sæmund Guð- vinsson í Alþýðublaðinu 18. júlí sl. er að finna eftirfarandi: „Mér blöskr- ar hvernig einstaka viðskiptajöfrar flytja fé úr landi án þess að nokkur hreyfi hönd né fót, íslenskir fésýslu- menn eiga hundruð milljóna króna á leynireikningum í Sviss, Luxem- borg og víðar. Af þessum peningum er aldrei borgaður skattur. f vissri borg í Flórída standa einbýlishús í röðum sem eru í eigu íslendinga sem aldrei hafa fengið heimild gjaldeyris- yfirvalda hér til að fjármagna þau kaup.“ Þórir sagðist ekki kannast við að mikið væri um að fslendingar búsett- ir á íslandi ættu hús á Flórída, en hann vissi um nokkur slík tilvik. f öllum tilfellum væri um að ræða fólk sem hefði mjög góð fjárráð. Þessir aðilar dveldust á Flórída vissan hluta ársins og leyfðu síðan ættingjum og vinum að hafa afnot að húsunum þann tíma sem þau myndu annars standa auð. Skýrar reglur eru um heimildir íslendinga til að eiga eignir erlendis og/eða gjaldeyrisreikninga. Jóhann- es Sigurðsson hjá Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans sagði að samkvæmt þeim reglum sem hafa verið í gildi í nokkur ár þá er skrásettum félaga- samtökum sem hafa fimmtíu með- limi eða fleiri heimilt að eiga orlofs- hús erlendis. Jóhannes sagði jafn- framt að einstaklingar hafi ekki heimild til að kaupa fasteignir er- lendis án þess að fá til þess sérstakt leyfi og hægt væri að telja á fingrum sér þau leyfi sem veitt hafa verið. Aðspurður sagði Jóhannes að þó nokkuð margar umsóknir hefðu bor- ist hvað þetta varðar frá einstakling- um en þeim hafi yfirleitt verið hafnað. - Vitið þið til þess að fólk fari í kringum þessar reglur? „Okkur hefur borist það til eyrna, en það er nú þannig að þeir sem ættu helst að vita af slíku samkvæmt lögunum vita það síðastir allra.“ Það virðast ýmsar leiðir vera færar í því að fjármagna kaup á fasteignum erlendis. Sem dæmi má nefna að margir innflutningsaðilar þiggja ým- iskonar lausatekjur eins og umboðs- laun frá erlendum fyrirtækjum og eru þessi laun ekki gefin upp hér á landi heldur lögð inn á bankareikn- inga erlendis. Einnig hafa heyrst þess dæmi að innflytjendur gefi upp rangt verð á innfluttri vöru gegnum „pappírsfyrirtæki" sem þeir stofna erlendis og er mismunurinn síðan lagður inn á reikning. Hafa verður í huga að sum af þessum húsum sem íslendingar hafa keypt erlendis, til dæmis á Spáni, kosta lítið miðað við fasteignaverð hér á landi. Dæmi er um að orlofshús hafi verið keypt á Spáni fyrir 20 þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna og var 70-80% af kaupverðinu lánað til nokkurra ára. SSH Vinnumálaþing Alþjóöavinnumálastofnunarinnar í Genf: Frumbyggjar, nætur- vinna og meðferð efna Á alþjóðavinnumálaþingi sem haldið var í Genf fyrir skömmu, Iauk fyrri umræðu um drög að tveimur nýjum alþjóðasam- þykktum, en stefnt er að af- greiðslu þeirra á næsta ári. Önn- ur samþykktin fjallar um með- ferð hættulegra efna á vinnu- stöðum og hin um næturvinnu. Þá var afgreidd einróma ný alþjóðasamþykkt um réttindi frumbyggja og þjóðarbrota sem búa innan sjálfstæðra ríkja. Markmið fyrst nefndu samþykkt- arinnar verður að draga úr slysum og atvinnusjúkdómum á vinnustöðum af völdum efna. Jafnframt því að stuðlað verði að mati á efnum í þeim tilgangi að tryggja atvinnurekendum réttar upplýsingar frá framleiðend- um og fræðslu starfsmanna um efnin og varnaraðgerðir til að draga úr hugsanlegri skaðsemi þeirra. Aðild- arríki samþykktarinnar skulu móta heildarstefnu framkvæmda í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins. Samþykkt um næturvinnu er ætlað að leysa af hólmi samþykkt um næturvinnu kvenna frá árinu 1948 og vera hlutlaus gagnvart kynjunum. Töluverður ágreiningur var milli fulltrúa atvinnurekenda og launa- fólks í nefnd þeirri er fjallaði um samþykktina. Þeir fyrrnefndu vildu hafa textann mjög almennan en láta aðilum vinnumarkaðarins eftir að semja um einstök atriði. í síðast nefndu samþykktinni eru ákvæði um rétt frumbyggja og þjóð- arbrota til varðveislu hefða og siða. Sérstakur kalli er um yfirráðarétt yfir landssvæðum. Ákvæði eru um ráðningu og vinnuskilyrði frum- byggja og rétt til starfsmenntunar er taki mið af aðstæðum þeirra og þörfum. Þingið var eins og áður sagði haldið í Genf og sóttu það samtals 1750 fulltrúar ríkisstjórna og sam- taka aðila vinnumarkaðarins. Þátt- takendur komu frá 140 af 150 aðild- arríkjum alþjóðavinnumálastofnun- arinnar. Sendinefnd íslands var skipuð að- ilum úr félagsmálaráðuneyti og utan- ríkisráðuneyti, auk aðila vinnu- markaðarins. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, tók jafnframt þátt í almennum umræðum um skýrslu forseta vinnumálastofnunarinnar sem fjallaði um efnahagsbata og atvinnu. jkb Aðalfundi norrænu bændasamtakanna lokið: Þórður á Skógum heiðraður af NBC Þórði Tómassyni safnverði við Byggðasafnið á Skógum undir Eyjafjöllum hefur verið veitt menningarverðlaun Norrænu bændasamtakanna NBC fyrir árið 1989. í rökstuðningi fyrir verðlauna- veitingunni segir „að með framlagi sínu til íslenskrar menningar hafi hann markað sér mjög eindregna sérstöðu í dreifbýli á íslandi. Þórð- ur megi heita tákngervingur þeirrar sterku fræðihefðar sem rfkt hafi til sveita á íslandi og birtist í vönduð- um vinnubrögðum og afköstum á sviði ritmáls, varðveislu menning- arverðmæta og hæfni til að miðla fróðleik til nýrra kynslóða." Þórð- ur hefur á 40 árum skrifað mikinn fjölda bóka auk greina í blöð og tímarit. Hann átti frumkvæði að því að hafnar voru fornleifa-rann- sóknir að Stóru-Borg. Þórður tók einnig þátt í gerð heimildamynda um atvinnuhætti á Suðurlandi. Verðlaunaféð sem Þórður fékk er 50.000 kr. sænskar. Aðalfundi Norrænu bændasam- takanna lauk síðastliðinn miðviku- dag en á fimmtudag fóru hinir erlendu gestir í ferð um landbúnað- arhéruð á Suðurlandi. Farið var að Skálholti, Geysir og Gullfoss skoðaðir og bændur á Skeiðum heimsóttir. Á heimleiðinni var far- ið um Þingvöl! og komið við á Nesjavöllum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.