Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 19
Laugardagur 12. ágúst 1989 Tíminn 31 lllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll Margt smátt Mönchengladbach. Fast- lega er nú búist við því að sovéski landsliðsmaðurinn og stjarna Dy- namo Kiev, Igor Belanov gangi til liðs við Borussia Mönchengaldbach í V-Þýskalandi í nóvember mánuði n.k. Framkvæmdastjóri v-þýska liðs- ins segir að Belanov, sem kjörinn var knattspyrnumaður Evrópu 1986, muni gera 3 ára samning við liðið. Belanov verður annar knattspyrnu- maðurinn frá Sovétríkjunum sem leika mun í V-Þýskalandi, en fyrr í þessum mánuði gekk Alexander Borodyuk til liðs við 2. deildarlið Schalke 04. Brussel. Georg Kessler fyrrum landsliðsþjálfari Hollands í knatt- spyrnu, sem sagði skilið við knatt- spyrnu fyrir fullt og allt fyrr á þessu ári, er nú aftur kominn í eldlínuna sem þjálfari belgíska liðsins Stand- ard Liege. Belgíska liðið hafði sam- band við Kessler eftir að belgíski þjálfarinn Urbain Braems var látinn hætta, en honum var alfarið kennt um að Standard komst ekki í UEFA- keppnina. Kessler, sem gengur undir nafninu „Sir Georg“ vegna fágaðrar framkomu og snyrtilegs klæðnaðar, hætti sem þjálfari belgíska 1. deild- arliðsins Antwerpen í maí s.l. og þá sagðist hann vera hættur afskiptum af knattspyrnu, þrátt fyrir að hafa fengið gott tilboð frá hollenska lið- inu Feyenoord uppá vasann. Þess í stað gerði hann 10 ára samning við v-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að byggja íþróttaleikvanga. En nú segir Kessler að ákvörðun sín að hætta í knattspyrnu hafi verið ótíma- bær og vinnuveitendur hans hafa gefið honum tveggja ára leyfi til þess að hann geti tekið við stjórninni hjá Standard Liege. Thredbo Ástralíu. Svíinn Lars Börje-Eriksson sigraði í gær í fyrstu stórsvigskeppni heimsbikar- keppninnar í alpagreinum á þessu keppnistímabili, en keppnin fór fram í Ástralíu. Eriksson fékk tím- ann 2:29,80 mín. í öðru sæti varð Norðmaðurinn Ole Furuseth á 2:30,05 mín. og Ástralinn Guenther Mader varð í þriðja sæti á 2:30,17 mín. Eriksson meiddist illa í fyrra, en hefur nú yfirunnið sársaukann og uppskorið laun erfiðisins. Bonn. V-Þýska sunddrottningin Kristin Otto, sem vann 6 gullverð- laun á Ólympíuleikunum í Seoul, ætlar að einbeita sér að sigri í tveimur greinum á Evrópumeistara- mótinu í sundi sem hefst nú um helgina í Bonn. Það eru 100 m og 200 m baksund sem hún ætlar að einbeita sér að. Santiago. Breiddin í brasilíska landsliðinu í knattspyrnu er slík að stjarnan Careca, sem leikur með Maradona hjá Napólí á ftalíu, verð- ur á varamannabekknum þegar Brasilía mætir Chile í undankeppni heimameistarakeppninnar á sunnu- daginn. RÓm. Bandaríski körfuknatt- leiksmaðurinn Bryan Shaw, sem lék mjög vel með liði Boston Celtics í NBÁ-deildinni í vetur, hefur gert samning við ítalska félagið Massag- gero Roma. Aðeins er vika síðan háskólaleikmaðurinn Danny Ferry frá Duke, skifaði undir samning hjá liðinu, en hann var valinn númer 2 í fyrstu umferð háskólavalsins í sumar. Shaw gat ekki hafnað tilboði ítalska liðsins, svo gott var það, en hann var orðinn aðalleikstjómandi Boston liðsins í vetur á undan Denn- is Johnson. Talið er að ítalska liðið hafa greitt um 1 milljón dala fyrir Ferry, þannig að þeir félagar eru líklega hæst launuðu íþróttamenn á Ítalíu á eftir Diego Maradona. Kaupin á þeim Ferry og Shaw marka tímamót í ítalska körfuknattleikn- um, hingað til hafa Bandaríkja- mennirnir sem farið hafa til Ítalíu verið komnir af léttasta skeiði. Leikur 3 Uerdingen - Köln_______ Leikur 4 Stuttgart - Mannheim Leikur 5 Bochum - H.S.V. Leikur 6 W.Bremen - Dortmund Leikur 7 St. Pauli - Niirnberg__________ Leikur 8 K.R.______- K.A._______________ Leikur 9 Akranes - Fylkir_____________ Leikur 10 Hveragerði - B. ísafjarðar____ LeikurH Magni_____- Dalvík_____________ Leikur 12 Austri___- ReynirÁ.___________ Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Þrefaldur Sprenqipottur Laugardagur kl.13:25 32. LEIKVIKÁ^~"f2. águst 1989 1ÍÉ Leikur 1 Arsenal_______- Liverpool Leikur 2 Leverkusen - Gladbach sé fljótastur - Kanadíski hlauparinn í opinskáu viðtali við v-þýska blaðið Stern í gær Ben Johnson, maðurinn sem varð að hetju með hraða sínum á Ólymp- íuleikunum í Seoul og síðan með álíka hraða að svindlara í augum fólks eftir að upp komst um lyfja- notkun hans, er nú staddur í V- Þýskalandi í boði dagblaðsins Stern. Samkvæmt nýjum lyfjareglum al- þj óðafrj álsíþróttasambandsins þá gæti farið svo að Johnson missti heimsmetið sem hann setti á Heims- leikunum í Róm 1987, er hann hljóp á 9,83 sek. í viðtalinu við Stern segist Johnson ekki hafa áhyggjur af Ben Johnson. „Þó svo kunni að fara að heims- metið verði tekið af mér þá hef ég enn næga möguleika á setja annað heimsmet. Ég ætla að sanna hver sé besti spretthlaupari heims. Ég get enn tekið framförum." Johnson segist í viðtalinu trúa því að hann geti bætt 7,79 sek. heims- metið sett í Seoul, um nokkur sek- úndubrot. „Ég er viss um að ég get enn hlaupið 100 m á undir 10 sek. og jafnvel hraðar. Líkami minn vill gera það og hjarta mitt líka, en nú er ekki rétti tíminn, ég verð áfram í banni næstu 14 mánuði. Johnson vonast til þess að geta snúið aftur á hlaupabrautina 25. september á næsta ári þegar bannið rennur út. Hann vonast einnig til þess að fá tækifæri til þess að keppa við Carl Lewis, en er ekki viss um hvort Lewis vilji keppa við sig. Carl Lewis hefur gagnrýnt Johnson mjög fyrir lyfjanotkun sína, en Johnson hefur játað að hafa meira og minna notað stera sfðan 1981. BL Ian Rush og félagar í Liverpool mæta Englandsmeisturum Arsenal í opnunarleik ensku knattspyrnunnar á Wembley í dag. Þá leika liðin um góðgerðarskjöldinn og búast má við hörkuleik þessara frægu liða. Spennandi verður að fylgjast með hvort Sigurður Jónsson verður í liði Arsenal í leiknum. Frjálsar íþróttir: Ben Johnson ætlar að sanna að hann íþrótta- viðburðir helgarinnar Knattspyma Laugardagur: 1. deild karla kl. 14.00. KR-völlur KR-KA Akranesvöllur Akranes-Fylkir 1. deild kvenna kl.14.00. Þórsvöllur Þór-KR 2. deild kvenna kl 14.00. Tungubakkav. Afturelding-BÍ 3. deild A kl. 14.00. Grýluvöllur Hveragerði-BÍ 3. deild B kl. 14.00. Seyðisfj.v. Huginn-Kormákur Grenivíkurv. Magni-Dalvík Eskifjarðarv. Austri-Reynir Á. 4. deild B kl. 14.00. Hvaleyrarholtsv. Haukar-Fjölnir Selfossvöllur Ernir-Snæfell 4. deild D kl. 14.00. AkureyrarvöllurTBA-UMSE b Krossmúlavöllur HSÞ b-SM Hofsóssvöllur UMF NeLsti-Efling Blönduóssvöllur Hvöt-Æskan 4. deild E kl. 14.00. Fáskrúðsfj.v. Leiknir F.-KSH Egilsstaðavöllur Höttur-Sindri Sunnudagur: 1. deild karla 20.00. Víkingsvöllur Víkingur-Valur 1. deild kvenna kl. 20.00. KA-völlur KA-KR Mánudagur: 1. deild karla kl. 20.00. Laugardalsvöllur Fram-FH 1. dcild kvenna kl. 20.00. Akranesvöllur ÍA-Valur Stjörnuvöllur Stjarnan-UBK 2. deild karla kl. 20.00. Ólafsfj.völlur Leiftur-Selfoss Kópav.völlur UBK-Völsungur Vopnafj.v. Einherji-Stjarnan Garðsvöllur Víðir-Tindastóll 2. deild kvenna kl. 20.00. Selfossvöllur Selfoss-FH Golf Fjölmörg golfmót eru á dagskrá um helgina og má þar nefna sveitakeppni GSÍ, keppni í 1. deild fer fram á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnar- firði en í 2. deild verður keppt á Strandarvelli við Hellu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.