Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 12. ágúst 1989 Timiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vextir og f ramleiðsla Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Húsgagna- verksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hf., eins elsta og virtasta iðnfyrirtækis í landinu, ritar merka grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hann af yfirsýn og þekkingu leggur út af þeim orðum að „íslenskur iðnaður sé íslensk atvinna“. í grein sinni segir Erlendur að framleiðsla vöru og þjónustu hér innanlands hafi í för með sér að stærstur hluti verðmætaaukningar við framleiðslu og sölu vörunnar verði eftir í landinu. Þessi verðmætasköpun verður enn meiri þegar þeir fjármunir, sem við þetta myndast, fara í veltu innanlands, bæði sem neysla og skattar. Þannig verður nýting þess fjármagns, sem eytt er, mun betri. Greinarhöfundur bendir einnig á að við fram- leiðslu neysluvöru innanlands sparast gjaldeyrir, þar sem í flestum tilfellum þarf aðeins að kaupa hráefnið erlendis frá. Ályktun Erlends Hjaltasonar er því rétt þegar hann segir að gjaldeyrissparandi iðnaðarframleiðsla sé jafn mikilvæg þjóðarbúinu sem gjaldeyrisaflandi útflutningur. Síðan rekur Erlendur þá sögu í stuttu og skýru máli, hvernig aðstaða íslensks iðnaðar breyttist við inngöngu íslands í Fríverslunarsamtök Evrópu fyrir u.þ.b. 20 árum. Niðurstaðahans er sú að iðnaðurinn hafi staðist þá kröfu um aðlögun að erlendri samkeppni, sem EFTA aðildin fól í sér. A.m.k. telur höfundur að það eigi við um húsgagnaiðnað- inn, sem hann gerir einkum að umtalsefni. Hér verður það ekki í efa dregið, að vel hefur tekist til um það að framkvæma íslenska EFTA- stefnu á 20 árum, en eigi að síður minnt á, að iðnaðurinn komst ekki hjá því að fá langan aðlögunartíma sem mörg fyrirtæki hafa nýtt sér, komið sínum málum vel fyrir eftir að hafa lifað í skjóli þeirrar tollverndarstefnu sem óneitanlega hleypti lífi í innlendan iðnað meðan það var og setti auðvitað mark sitt á íslenska iðnaðarstefnu um langt skeið. Sá ágreiningur sem var um EFTA-aðild fyrir 20 árum, snerist fyrst og fremst um aðlögunar- tímann sem í boði væri, en ekki markmiðið um afnám vemdartollastefnunnar. Ástæða er til að benda á þau orð Erlends Hjaltasonar, þegar hann segir að það sem íslenskum iðnaði stafi mest ógn af í dag, svo og flestum íslendingum, sé verðbólga og sá fjármagnskostn- aður sem af henni leiðir. „Framleiðendur eru ekki að kvarta yfir því að greiða raunvexti fyrir lánsfé sitt,“ segir greinarhöfundur. „Við viljum aðeins að vextir, sem okkur eru skammtaðir, séu ekki hærri en hjá erlendum samkeppnisaðilum okkar og að stjórnvöld sjái um að verðbólgu sé haldið í lág- marki.“ Undir þetta sjónarmið tekur Tíminn heilshugar, enda í samræmi við þá stefnu sem blaðið styður um vaxtamál og þá viðvörun við ógn verðbólgunnar, sem Tíminn mun ekki þreytast á að hafa uppi. Blaðið vill aðeins bæta því við að baráttan við verðbólgudrauginn vinnst ekki nema öll áhrifaöfl þjóðfélagsins leggist á eitt um að kveða hann niður. Ríkisvaldið er ekki einrátt í því efni. E J____/itt mikilvægasta atriði í nútíma lifnaðarháttum er skipu- lag byggðarlaga og mótun þess umhverfis sem maðurinn lifir og hrærist í. Á öldinni sem við lifum hefur þjóðfélagið breyst úr bændasamfélagi þar sem bú voru dreifð um allan byggilegan hluta landsins í þéttbýli, þar sem menn búa bókstaflega hver ofan á öðrum. Atvinnuhættir og tæknivæðing og jafnvel hugsun- arháttur hefur tekið slíkum stakkaskiptum að kynslóðirnar eiga erfitt með að setja sig í hverrar annarrar spor og eiga jafnvel erfitt með að skilja hver aðra. Rétt áður en þessi setning var sett inn í tölvu heyrði skrá- setjari lýsingarorðið „speisaður" í fyrsta sinn. Hann var sá eini viðstaddra sem ekki skildi, enda einhverjum áratugum eldri en þeim sem ætlað var að meðtaka. Við eftirgrennslan koma í ljós að það að vera „speisaður" er nokkurn veginn hið sama og að vera eins og „álfur úr hól“. Að vera eins og utan úr geimnum og fer mann þá að gruna að enska orðið space sé lagt til grundvall- ar hinu nýstárlega lýsingarorði, sem líklega verður að teljast fullboðleg íslenska eins og í pottinn er búið í menningarefn- um. Með síauknu þéttbýli og tæknivæðingu eykst þörfin á skynsamlegu skipulagi þar sem íbúðabyggð, atvinnufyrirtæki og stofnanir verða að eiga sinn samastað og tengjast með tilliti til ýmis konar þarfa fólks og athafnalífs, og þar er náttúrlega skylt skeggið hökunni, sem nærri má geta. En með skipulagningu byggða í þéttbýli hefur magnað mið- stjórnarvald skotið upp kollin- um, sem ráðskast með mannlegt umhverfi og telur sig þess um- komið að skapa fólki lífsstíl eftir eigin geðþótta. Skipulagsfrömuðir eru flestir arkitektar, tæknifræðingar eða því um líkt. Margt af þessu fólki hefur sitthvað til brunns að bera og kann talsverð skil á þeim verkefnum sem það tekur að sér að leysa. í hópnum er líka margur aula- bárðurinn, sem varla er fær um að stjórna sínu eigin lífi, hvað þá að skapa öðru fólki allt það daglega umhverfi sem það lifir og hrærist í. Afdrifaríkar ákvarðanir Skipulag þéttbýlis er miklu þýðingarmeira og afdrifaríkara en menn almennt virðast gera sér grein fyrir. Lítil umræða fer fram um mótun bæja og borgar og láta flestir sér í léttu rúmi liggja hvernig til tekst þegar þjóðlífinu er gjörbreytt. Þéttbýlisstaðir, stórir sem smáir, hafa tekið algjörum stakkaskiptum sfðustu áratug- ina. Sums staðar hefur sæmilega tekist til en oftar en ekki hafa gjörsamlega hugmyndasnauðir reglustrikumenn flatt alla byggð svo út að mannlíf og umhverfi allt verður í slíku skötulíki að engu er líkara en skipuleggjend- ur og húsateiknarar hafi aldrei fengist við annað en að hanna herbúðir, sem að öllu jöfnu þykja ekki eftirsóknarverðir íverustaðir né að þar sé iðkað fagurt mannlíf. Það sýnist fyrir löngu úr sög- unni að byggð ráðist af landslagi, hvað þá að mannvirki falli að því. Þegar snikkarar reistu þorp og kaupstaði og lóðir voru stikaðar út eftir þörfum og efn- um hvers og eins voru ekki tök á að jafna allt út og slétta. Tæknin var ekki komin á það stig og sennilega hefur lítill áhugi verið á slíku skipulagi. Þá urðu til götur og hverfi sem nú á tímum þykir liggja mikið við að friða og varðveita, enda bera þau af svipleysi flatneskjunnar sem tæknifræðingar og aðrir skipuleggjendur leggja sínar dauðu reglustrikur á. Skapendur lífsstíls og mann- legs umhverfis í bæjum og borg eru fullir upp með að búa til alls konar þjónustumiðstöðvar og athafnasvæði, hver eftir sinni sérvisku. Sumir eiga þá hugsjón hæsta að búa út svefnbæi sem lengst frá allri annarri byggð. Svo eru reistir miðbæjarkjarnar hingað og þangað og er undir hælinn lagt hvort þeir öðlast líf með tíð og tíma eða verða að einhvers konar draugabæjum. Stórtækastir eru skipuleggj- endur höfuðborgarsvæðisins, sem eru að móta milljónaborgir að eigin viti. En þrátt fyrir þá stóru hugsun gleyma sömu aðilar umferðar- æðum þangað til um seinan og fer þá iðulega allt í einn umferð- arhnút og stórvandræði eins og deilan um Fossvogsbrautina, sannar. Vesturbær Reykjavíkur og Seltjarnarnes eru að einangr- ast vegna flöskuhálsa í umferð- inni. Bústaðavegur er orðinn að hraðbraut í miðju íbúahverfi og drynjandi margra akreina stór- umferðaræð á Nýbýlavegi er komin á móts við þriðju og íjórðu hæð íbúðahúsa, sem reist voru fyrir örfáum árum. Aldrei gera harðstjórar skipu- lags sér minnstu grein fyrir sam- göngum strætisvagna þegar skýjaborgir þeirra stíga niður í efnisheiminn. _________Ábyrgð____________ Mikil ábyrgð hvílir á herðum þeirra sem taka að sér að teikna hús og skipuleggja bæi. Til þess þarf gott vit, sæmilega menntun og tilfinningu fyrir þörfum ann- arra og talsverða framtíðarsýn, sem er allt annað en spádóms- gáfa. Víða um lönd og á öllum tímum hafa stjórnendur lýða lagt í mikinn kostnað til að reisa opinberar byggingar sem hinir færustu byggingameistarar hafa lagt kunnáttu sína og metnað í að gera svo úr garði að síðari kynslóðir fyllast stolti yfir bygg- ingarsögulegum afrekum for- feðranna. Á íslandi er fátt um gamlar opinberar byggingar og eru tugt- hús með elstu og fegurstu húsum landsins. En sífellt er verið að gera bragarbót á íslenskri bygg- ingarlist, opinberri og stór- skrýtnar kirkjur skjóta upp kolli eða kryppu hér og hvar. Sú hátimbraðasta þeirra allra stendur vart undir sjálfri sér og stórfellt viðhald er hafið á henni áður en byggingu lýkur. Ein mest aðkallandi opinbera bygging sem nú er að rísa er ráðhús í höfuðborginni. Um hús þetta hafa staðið slíkar deilur og flokkadrættir að við fátt verður jafnað nema kanski Uppkastið á sínum tíma. En í ljós hefur komið að þá var einvörðungu deilt um keisarans skegg. Hér er ekki meiningin að fara að deila um ráðhúsbygginguna eða yfirleitt að setja fram neina skoðun í því máli. Hins vegar er lesendum gefinn kostur á að lesa kafla úr lýsingu ráðhúsgerðar- fólks á því hugverki sínu sem borgarstjórn var sent í formi teikninga af hugmyndinni sem er áð taka á sig mynd í Tjarnar- horni. Hugmyndir og málfar skap- enda ráðhúss féllu svo vel að þeirri hugsjón borgarstjórnar að byggja yfir sig að milljörðum var þegar í stað slengt á borðið til að reisa mikið niðurgrafið hús með braggaþökum. Á leiðinni heim En hér hefst texti ráðhúshöf- unda: „Vatnið og eiginleikar þess, er fyrirmynd Ráðhúss Reykjavíkur. Byggingin snýst um léttleika, hreyfingu, ljósbrot, þrívídd og gagnsæi, ósnertanlega þætti, sem við skynjum þó sterkt. Úr norðri sækja annars konar áhrif, sem einnig marka ráðhúsið. Þar er borgin sjálf, með sín öguðu form og þunga massa. Byggingin er tenging milli vatns og byggðar, sem hvort nærist af öðru. Hún teygir sig yfir endi- langan norðurbakkann, sem verður hluti mannvirkisins. Fyrir framan Iðnó er miðjuás ráðhússins gripinn upp, þar sem hann glitrar á veggflöt undir yfirborði vatns og 5 fánastengur taka þráðinn upp aftur. Að baki þeirra eru þrep niður að vatns- borði. Norðurbakkinn við Vonar- stræti klofnar, fellur niður að vatnsborði, en tengist götuhæð í báða enda. Að baki er hár veggur eftir Vonarstrætinu endi- löngu, sem myndar sæti með- fram gangstétt, í götuhæð. Við vatnsborðið eru tré og bekkir, sem horfa yfir lága göngubrú. Brúin skoppar yfir tjörnina þvera og slengist inn í ráðhúsið austanvert. Þetta er hrygglengja hússins, sem liggur um það þvert og tengist Tjarnargötu í vestri. Þessi gönguleið, fjarlæg umferð- argný, læðist um fuglalíf tjamar- innar inn í mannlíf ráðhússins. Þar gefst kostur á að skoða sýningar, virða fyrir sér útsýni yfir tjörnina, eða sinna erindum í ráðhúsið á leiðinni heim. Suðurhlið ráðhússins rís, sem sef upp úr friðsælu vatninu. Er nær dregur norðurbakkanum er umrótið meira. Þar hafa hlutar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.