Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 12. ágúst 1989 Blandað upphengi í Gallerí BORG 1 Gallerí Borg, Pós,thússtræti 9 hefur að undanförnu staðið yfir sýning á verkum „gömlu meistaranna". Nú hafa einnig verið hengdar upp myndir eftir yngri og núlifandi höfunda. Má þar t.d. finna nýjar landslags-vatnslitamyndir eftir Guðrúnu Svövu, Kristínu Þorkelsdóttur og nýjar pastel-myndir eftir Jón Reykdal, Hring Jóhannesson og litlar vatnslita- myndir eftir Kjartan Guðjónsson, svo eitthvað sé nefnt. Þá eru nýkomnar myndir eftir Louisu Matthfasdóttur og vatnslitamyndir eftir Karóh'nu Lárusdóttur. 1 kjallaranum í Pósthússtræti er einnig úrval smámynda eftir núlifandi höfunda, ásamt fjölda verka gömlu meistaranna. 1 Grafík-Gallerí Borg, Austurstræti 10 (Penninn) er að finna grafík-myndir eftir helstu íslenska grafík-listamenn, auk gler-og keramikmuna. Þar er einnig í „nýja salnum“ fjöldi málverka núlifandi listamanna. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 10:00-18:00, en lokað um helgar yfir sumartímann. Sumarsýning í FÍM-salnum í FÍM-salnum stendur yfir sumarsýning á verkum félagsmanna. Félagsmenn FlM eru yfir 100 talsins og taka fjölmargir þeirra þátt í sýningunni. Skipt verður um upphengi vikulega og um þessar mundir sýna eftirtaldir listamenn: Ágúst Peter- sen, Amar Herbertsson, Einar G. Bald- vinsson, Elín Magnúsdóttir, Guðbjörg Lind, Hafsteinn Austmann, Jón Bene- diktsson, Margrét Jónsdóttir, Ragnar Stefánsson, Rúna Gfsladóttir, Sigurður Þórir, Sigrid Valtingojer, Sjöfn Haralds- dóttir, Steinþór Sigurðsson, Sara Vil- bergsdóttir og Örlygur Sigurðsson. A sýningunni eru til sölu sýningarskrár og ýmsir bæklingar og einnig liggja frammi til aflestrar gömul tímarit í eigu FlM. Mikil aðsókn hefur verið að sýning- unni, en henni lýkur 15. ágúst og eru öll verkin á sýningunni til sölu. 1 kjallaranum rekur félagið einnig sölu- gallerí, þar sem kennir margra grasa. FlM-salurinn er opinn virka daga kl. 13:00-18:00ogumhelgarkl. 14:00-18:00. HUNDADAGAR: Tónleikar í Gerðubergi á sunnudag Sunnudaginn 13. ágúst verða tónleikar í Gerðubergi í Breiðholti. Þar kemur fram f slenska hljómsveitin og einsöngvar- amir Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Júlí- us Vífill Ingvarsson og Anna Magnúsdótt- ir. Arngunnur Ýr sýnir í NÝHÓFN Arngunnur Ýr opnar sýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, föstudaginn 11. ágúst kl. 17:00-19:00. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á tré með vaxáferð, ásamt ýmsum öðrum efniviði. Verkin eru unnin í San Francisco á síðustu tveimur árum. Arngunnur er fædd í Reykjavík árið 1962. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1982 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og einkanám í Kanada f flautuleik 1968-’84. Myndlistamám stundaði hún við Mynd- lista- og handíðaskóla lslands 1982-’84 og við San Francisco Art Institute í málun 1984-’86. Þetta er sjötta einkasýning Arngunnar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Þessi sýning Amgunnar er tileinkuð systur hennar, Gunnhildi Sif, sem lést í nóvember 1987. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 og kl. 14:00-18:00 um helgar. Henni lýkur 20. ágúst. Landslagsmyndir í Safni Ásgríms Jónssonar 1 Safni Ásgríms Jónssonar við Berg- staðastræti hefur verið opnuð sýning á landslagsmyndum eftir Ásgrím. Sýndar em 24 myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Þar em nokkrar eldri vatnslitamynda Ásgríms, svo sem myndin Brenna í Rútsstaðahverfi í Flóa frá 1909. Á sýningunni em einnig nokkrar öræfa- myndir, t.d. frá Kerlingarfjöllum. Flestar em myndimar frá Borgarfirði, þar sem Ásgrímur var langdvölum á efri áram, einkum á Húsafelli. Má nefna olíumál- verkin Sólskin á Húsafelli og Úr Húsa- fellsskógi, Eiríksjökull og vatnslitamynd- irnar Kiðárbotnar og Strútur og Eiríks- jökull frá 1948. Sýningin stendur til septemberloka og er opin kl. 13:30-16:00 alla daga nema mánudaga. Myndlist frá Moldavíu í Hafnarborg Laugardaginn 12. ágúst kl. 15:00 verð- ur opnuð sýning ■ Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, „MyndUst frá Moldavíu“. Sýning þessi er liður í dagskrá Sovéskra daga MIR 1989, en dagarnir em að þessu sinni sérstaklega helgaðir kynningu á þjóðlífi og menningu moldavíska sovét- lýðveldisins. Verða þeir opnaðir formlega á tónleikum Ustafólks frá Moldavíu í Hafnarborg mánudagskvöldið 21. ágúst kl. 20:30. Á sýningunni í Hafnarborg em 39 myndverk af ýmsu tagi: 12 olíumálverk, 12 svartlistarmyndir og 15 listmunir, aðal- lega ofin teppi og klæði, svo og kvenbún- ingar og þjóðlegur moldavískur fatnaður. Sýningin „Myndlist í Moldavíu” verður opin í Hafnarborg næstu vikur, daglega - nema á þriðjudögum - kl. 14:00-19:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Nútímalist að Kjarvalsstöðum Menningarmálanefnd Reykjavíkur opnar sýningu á alþjóðlegri nútímalist frá listasafninu i Epinal í Frakklandi laugar- daginn 22. júlí kl. 16:00 að Kjarvalsstöð- um. Á sýningunni em verk eftir 27 nútíma listamenn, þar á meðal hinn nýlátna Andy Warhol. Sýningin stendur dagana 22. júlí-20. ágúst, en opið er daglega kl. 11:00-18:00. Listasafn íslands: „Mynd mánaðarins" Mynd ágústmánaðar f Listasafni ís- lands er „Ur Þingvallahrauni” eftir Finn Jónsson listmálara. Hér er um að ræða olíumálverk frá árinu 1953 og er stærð þess 108 x 109 sm. Listamaðurinn og eiginkona hans, Guðný Elíasdóttir, gáfu Listasafninu málverkið árið 1985 og er það til sýnis í sal 2. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins” fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13:30-13:45 og er safnast saman í anddyri safnsins. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Listasafnið er opið alla daga, - nema mánudaga - kl. 11:00-17:00 og er veit- ingastofa safnsins opin á sama tíma. Uppstillingar Kjarvals Menningarmálanefnd Reykjavíkur stendur fyrir sérstakri sýningu á Kjarvals- stöðum til 20. ágúst. Sýningin nefnist Jóhannes S. Kjarval: Uppstillingar. Sýn- ingin er opin kl. 11:00-18:00 sýningardag- ana. Jón í Lambey með málverkasýningu á Hvolsvelli Jón Kristinsson, bóndi og listmálari í Lambey í Fljótshlíð, hefur opnað mál- verkasýningu í Landsbankaútibúinu á Hvolsvelli. Guðrún sýnir í Slunkaríki á ísafirði Laugardaginn 12. ágúst kl. 16:00 opnar Guðrún Guðmundsdóttir sýningu á vegg- skúlptúmm úr handunnum pappír í Slunkaríki á ísafirði. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar, sem auk þess hefur tekið þátt í nokkmm samsýningum erlendis. Guðrún er ísfirðingur og lauk hún í vor prófi frá listadeild háskólans í Iowa City. Hún heldur til framhaldsnáms í trefjalist- um við listaakademíuna í Chicago í haust. Sýning Guðrúnar stendur til 27. ágúst og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16:00-a8:00. Breyttur opnunartími á Listasafni Einars Jónssonar Opnun Listasafns Einars Jónssonar hefur breyst yfir í sumartíma. Frá l.júní er safnið opið alla daga kl. 13:30-16, nema mánudaga. Höggmyndagarðurinn eropinn allt árið kl. 11-17. Norræna húsinu 17. júní vom opnaðar tvær sýningar f Norræna húsinu. Sýning á málverkum eftir Jóhann Briem í sýningarsölum. Sýnd em um 30 málverk öll í eigu einstaklinga eða stofnana. Verkin em máluð á ámnum 1958 til 1982. Sýningin stendur fram til 24. ágúst og er opin daglega kl. 14:00- 19:00. JÖRÐ ÚR ÆGI nefnist sýning, sem opnuð var í anddyri Norræna hússins. Þessi sýning er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Náttúmfræðistofnunar Islands. Sýningin lýsir myndun Surtseyjar og ham- föranum í Heimaey, sem em á margan hátt táknræn fyrir myndun lslands. Sýndir em helstu sjófuglar eyjanna og algengar háplöntur. Einnig er lýst landnámilífvera í Surtsey. Sýningin verður opin fram til 24. ágúst og er opin kl. 09:00-19:00, nema sunnu- daga kl. 12:00-19:00. Fyrirlestrar á laugardögum í Norræna húsinu Borgþór S. Kjærnested heldur fyrir- lestra í Norræna húsinu um íslenskt samfélag á laugardögum í sumar. Kl. 17:00 fer fyrirlesturinn fram á sænsku og kl. 18:00 verður fyrirlesturinn haldinn á finnsku. Borgþór mun svara fyrirspumum fund- argesta. rYrrrrrnAi?fr Guðm. Bjarnason Valgerður Sverrisdóttir Jóhannes Gelr Sigurgeirsson Suður-Þingeyingar Guðmundur, Valgerður og Jóhannes verða til viðtals og viðræðna við heimamenn sem hér segir: Hótel Reynihlíð, mánud. 14. ágúst kl. 21. Breiðumýri, þriðjud. 15. ágúst kl. 21. Grunnsk. Bárðardal, miðvikud. 16. ágúst kl. 21. Grunnsk. Svalbarðsströnd, fimmtud. 17. ágúst kl. 21. Gamla skólanum Grenivík, föstud. 18. ágúst kl. 21. Komið í kvöldkaffi með þingmönnunum og spjallið við þá um þjóðmálin. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn. * Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. t Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúð við lát og jarðarför litlu dóttur okkar og systur Eddu Guðnýjar Benediktsdóttur Laugavöllum 6, Egilsstöðum Benedikt Þórðarson, Jóna Óskarsdóttir og systkinin. NEW HOLLAND rúllubindivélar NEW HOLLAND rúllubindivélin er ein fjölhæfasta rúllubindivélin sem völ er á í dag. Fastkjarna baggar tryggja betri verkun og meira fóöur rúmast í hverjum bagga. Fastkjarna baggar tryggja verulega lægri pökkunarkostnaö. - NEW HOLLAND rúllubindi- vélarnar eru afkastamiklar og traustbyggöar. - NEW HOLLAND rúllubindivélar eru til afgreiðslu næstu daga á sérstöku kynningarveröi. H F= ARMULA 11 SIMI 681500 Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanns ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Til leigu eða sölu Einangrunarplast- verksmiðja í Borgarnesi, frá 1. október n.k. Ef verksmiðjan verður seld, er til leigu 436 ferm. gott iðnaðarhúsnæði. Ennfremur er til leigu, í Kópavogi, gott 400 ferm. iðnaðarhúsnæði. Laust 1. nóvember n.k. Upplýsingar veittar hjá: Borgarplasti h.f., Seltjarnar- nesi. Sími 91-612211. Fósturheimili Félagsmálastofnun Selfoss óskar eftir fósturheim- ili fyrir 13 ára dreng. Allar nánari upplýsingar eru veittar á Félagsmála- stofnun Selfoss í síma 98-21408. Félagsmálastofnun Selfoss. PÓSTFAX TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.