Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 13
Tíminn 25 Laugardagur 12. ágúst 1989 MINNING Ingimunda Gestsdóttir Fædd 23. júlí 1904 Dáin 13. júlí 1989 Ingimunda Þorbjörg fæddist á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði þar sem foreldrar hennar, Gestur Krist- jánsson og kona hans, Guðrún Árnadóttir, bjuggu þá ásamt Árna föður Guðrúnar. Foreldrar Ingi- mundu slitu samvistir og ólst hún upp hjá móður sinni og stjúpföður, Ingimundi Guðmundssyni hrepp- stjóra á Hellu. Ung að árum giftist hún Guðmundi Jóhannssyni bónda á Kleifum, næsta bæ. Ingimunda var þá lærð ljósmóðir og starfandi ljós- móðir í hreppnum. Guðmundur erfði Kleifar eftir foreldra sína og bjó með móður sinni, ekkju, þegar hann kvæntist. Hann fæddist 17. júní 1903, d. 26. október 1977, var þá staddur á Spáni. Foreldrar Guð- mundar voru Jóhann Jónsson bóndi á Svanshóli og svo Kleifum og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir frá Drangsnesi, Guðmundssonar. Guð- mundur var við trésmíðanám vestur á ísafirði þegar faðir hans lést, hætti hann þá námi og tók við búinu með móður sinni. Guðmundur og Ingi- munda bjuggu yfir tuttugu ár á Kleifum en fluttu til Hólmavíkur 1943. Þar var Guðmundur frystihús- stjóri til 1948 er flutt var til Reykja- víkur. Eftir það vann Guðmundur lengi sem fiskmatsmaður hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Síðast bjuggu hjónin í Kópavogi, eða þar til Guðmundur lést. Eftir það var Ingimunda mest hjá Guðrúnu dóttur sinni á Hólmavík, en þó stundum hjá öðrum börnum sínum. Ég var svo heppinn að kynnast þessum góðu og elskulegu hjónum á fjórða áratugnum þegar ég var að kenna börnum í Kaldrananeshreppi, kenndi þar bömum þeirra og var hjá þeim í heyskap. Það verð ég að segja að betri húsmóður en Ingimundu hef ég ekki þekkt. Hún var ávallt í sólskinsskapi og svo nærgætin að lengra verður ekki komist. Það var oft glatt á hjalla í eldhúsinu á Kleifum. Þar var mikil gestrisni eins og raunar alls staðar þar um slóðir. Sama alúðin og gestrisnin var hjá þeim hjónum hér syðra enda var Ingimunda í alla staði fyrirmyndar húsmóðir, kona og móðir og þarf ekki að fjölyrða þar um. Handlagin var hún sem margt af hennar fólki og fékkst talsvert við að mála myndir, einnig stundaði hún mikið saumaskap eftir að börnin vom farin að heiman. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið, lifa þau öll við góða heilsu, myndarfólk og vinsæit. Elst bama þeirra er Jóhann rennismíðameistari á Hólmavík, kvæntur Soffíu Þor- kelsdóttur frá Seyðisfirði eystra; þá Ingimundur vélfræðingur í Kópa- vogi, kvæntur Ásdísi Ólafsdóttur frá frá Kleifum Flateyri, af Amardalsætt; þá Hall- dór rafvirkjameistari í Reykjavík, kvæntur Sóleyju Tómasdóttur frá Djúpavogi. Yngst er Guðrún, gift Guðmundi Ragnari Jóhannssyni múrarameistara á Hólmavík, af Bæjarætt. Að nokkm skal hér getið ætta Ingimundu. Foreldrar hennar vom, sem áður var sagt, Gestur Kristjáns- son bóndi á Hafnarhólmi 1896 til 1910, f. 15. apríl 1866, d. í Reykjavík hjá Ólöfu dóttur sinni 1. júlí 1953, og Guðrún Árnadóttir frá Hafnar- hólmi. Gestur var vel hagmæltur og fljótur að kasta fram vísu ef svo bar til. Kristján Jóhannesson faðir hans, fæddur í Fremri-Arnardal 3. sept. 1825, sonur hjóna þar, Jóhannesar Guðmundssonar frá Hól í Önundar- fírði og Ingibjargar Jónsdóttur er fæddist á Hanhóli í Bolungarvík. Ingibjörg lést í Engidal 3. ágúst 1833. Fædd var hún 1. júlí 1789. Foreldrar hennar vom Jón Guð- mundsson hreppstjóri á Hanhóli 1789, d. fyrir 1801, og kona hans, Gróa Jónsdóttir, d. 1814. Jóhannes og Ingibjörg vom hjú á Ósi í Bol- ungavík er þau giftu sig 22. des. 1821. Þau eignuðust fjóra syni. Kristján fermdist í Kálfanesi í Steingrímsfirði 1839, sagður vel að sér og vel gáfaður. Fermdur frá húsbændum þar, Guðbrandi Hjalta- syni hreppstjóra og konu hans, Petr- ínu Eyjólfsdóttur prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar. Má vera að Petrína hafi tekið Kristján þegar Ingibjörg móðir hans dó. Kristján er vinnumaður hjá Þorsteini Snæbjömssyni frá Hnífsdal, í Hraundal við Djúp 1845 en 1850 er hann á Ósi í Steingrímsfirði og eftir það vinnumaður hjá Torfa Einars- syni alþingismanni á Kleifum til 1870 eða lengur. Kristján eignaðist fjögur böm eða fleiri en giftist ekki. Ekki er mér kunnugt um hin bömin. Faðir Jóhannesar og afi Kristjáns var Guðmundur Guðmundsson hreppstjóri á Hól í Önundarfirði 1801 og 1816. Kona hans var Elísa- bet Bjamadóttir. Barnsmóðir Kristjáns og móðir Gests var Margrét Pálsdóttir frá Reykjarvík í Bjarnarfirði. Foreldrar hennar vom Páll Jónsson bóndi þar og kona hans Margrét Bjarnadóttir, d. 3. jan. 1864, bónda á Svanshóli, Sveinssonar frá Þúfum í Vatnsfirði. Þriðja kona Bjama Sveinssonar og móðir Margrétar var Guðrún, f. um 1755, Magnúsdóttir bónda í Lágadal við Djúp, Pálssonar. Foreldrar Páls í Reykjarvík vom Jón Þorleifsson á Fremri-Brekku í Saurbæ í Dölum og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir, d. 1823, frá Fremri-Brekku Sturlaugs- sonar. Fyrri kona Magnúsar í Lága- dal og móðir Guðrúnar var Guðríð- ur Eyjólfsdóttir bónda frá Kálfavík í Skötufirði, Sveinbjömssonar. Kona Eyjólfs var Guðrún Hafliða- dóttir frá Ármúla Árnasonar. Kona Hafliða var Guðríður Jónsdóttir eldra Tómassonar prests á Snæfjöll- um, Þórðarsonar. Fyrri kona síra Tómasar var Margrét Gísladóttir prests í Vatnsfirði, bróður Odds Skálholtsbiskups Einarssonar Ey- dalaskálds, Sigurðssonar. Guðrún Árnadóttir kona Gests var glæsifríð og fönguleg. Hún var ung í föðurgarði þegar Gestur var þar kaupamaður, skáldmæltur og fjömgur ungur piltur. Guðrún hreifst strax af kaupamanninum unga og varð brátt hjónaband af kynnum þeirra. Þau hófu búskap á Hafnarhólmi þar sem Gestur var upp alinn hjá Jömndi Gíslasyni sem mun hafa reynst honum vel því Jömndur sonur þeirra Guðrúnar bar hans nafn. Bjuggu þau á móti Áma föður Guðrúnar. Ámi var mikill söngmaður og myndarlegur á velli. 1910 slitu hjónin samvistir og gekk Guðrún að eiga Ingimund Guð- mundsson hreppstjóra á Hellu. Þangað fór Guðrún með flest böm sín og ólust þau þar upp eftir það. Það var því ekki langt að fara fyrir Guðmund til kvonbæna því skammt er milli Hellu og Kleifa. Þau Kleifa- hjón vom einstaklega samhent og ekki kom það að sök að Guðrún móðir Guðmundar var hjá þeim meðan hún lifði. Ingimunda var einstaklega lipur og þægileg í allri umgengni og sama mátti segja um Guðmund mann hennar. Árni faðir Guðrúnar var sonur Jóns Hannessonar á Fitjum og Guð- rúnar Jónsdóttur frá Skeljavík. Kona Árna Jónssonar var Hildur Guðbrandsdóttir frá Kálfanesi (þess er Kristján fermdist frá 1839) Hjalta- sonar prófasts á Stað í Staðardal Jónssonar. Hildur átti áður Þórólf Magnússon á Hrófá. Kona síra Bændur! Plastpokar fyrir votheysrúllur, - á gamla verðinu - Fyrir rúllur 90 X 120 cm kr. 268,- Fyrir rúllur 120 X 120 cm kr. 355,- Fyrir rúllur 150 X 120 cm kr. 530,- Verið forsjálir - Góð greiðslukjör Staðgreiðsluafsláttur Hjalta Jónssonar var Sigríður Guð- brandsdóttir prests á Brjánslæk Sig- urðssonar. Hildur dó 1880 aðeins 38 ára að aldri’. Ingimunda átti tólf systkini, þrjú dóu böm: Guðbrandur, Ingibjörg og Benedikt. Hin voru: Guðbjörg, átti Jón Konráðsson bónda og smið á Hafnarhólmi, síðast í Reykjavík; Hildur, átti Loft Torfason í Vík á Hafnarhólmi; Árni, var lengst af á Hellu, óg. bl.; Jömndur skáld og hreppstjóri á Hellu, átti Elínu Lárus- dóttur frá Vík í Mýrdal; Guðbrand- ur á Drangsnesi og síðar í Reykja- vík, átti Margréti Guðmundsdóttur frá Drangsnesi; Þorvaldur á Hellu, átti hús við sjóinn, átti Sólveigu Jónsdóttur, Þorvaldur dó ungur en átti þrjú börn; Ólöf, átti Sigurgeir Áskelsson frá Bassastöðum, voru síðast í Reykjavík; Magndís, átti Svein Guðmundsson í Hveravík frá Byrgisvík. Magndís var yngst af þrettán bömum Gests Kristjánsson- ar og Guðrúnar Árnadóttur. Magn- dís er búsett ekkja í Keflavík, Ólöf ekkja í Reykjavík og Jömndur hjá Ragnari syni sínum á Hellu. Hin em dáin. Að lokum, stef úr ljóði úr bók Jömndar bróður Ingimundu: Hug hefjum hæða til. Yljar sólarsýn Ódáins akurlönd rósar rót hlúir. Guðm. Guðni Guðmundsson Frá Bæjarskipulagi Kópavogs Deiliskipulag íþrótta- og stofnanasvæðis í Kópavogsdal Tillaga að deiliskipulagi íþrótta- og stofnanasvæð- is í Kópavogsdal auglýsist hér með skv. gr. 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Svæðið afmark- ast af fyrirhuguðum Fífuhvammsvegi að sunnan, Hafnarfjarðarvegi að vestan, útivistarsvæði við Kópavogslæk að norðan og fyrirhuguðu íbúða- svæði í Kópavogsdal að austan. Skipulagsuppdráttur og skýringarmyndir verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 14. ágúst til 11. september 1989. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Bæjarskipulag Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð Kópavogi. Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskáttsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. ágúst n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. íbúð til sölu Mjög vönduð 35 fm. einstaklingsíbúð á jarðhæð við Grettisgötu. Upplýsingar í síma 74008 á kvöldin. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát Ragnars Ágústs Sigurðssonar Kolbrún Ágústsdóttir Slgurður Ragnarsson Inga Stefánsdóttir Kristrún Sigurðardóttir Funi og Dagur Sigurðssynir Kristín Ólafsdóttir Ágúst Nathanaelsson Ásta Þorkelsdóttir RagnarSigurðsson Kristrún Níelsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.