Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. ágúst 1989 Tíminn 5 Verðbólgan í áfengi, tóbaki og utanferðum Verðhækkun tóbaks, áfengis og utanlandsferða hafði samanlagt hehningi meiri áhrif á verðbólguna milli júlí og ágúst heldur en t.d. samanlagðar verðhækkanir á öUum matvörum. Vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði um 1,4% miUi júlí og ágúst. Þar af voru 0,4% vegna verðhækkana á matvörum, en 0,3% vegna tóbaks/áfengis og 0,3% vegna verðhækkana á utanlandsferðum. Hins vegar lækkaði vísitalan um 0,2% vegna vaxtalækkunar. S.I. tvo mánuði hafa verðhækkanir verið töluvert minni heldur en á fyrri hehningi þessa árs. Síminn ekki hækkað í heilt ár Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 17,6% á heilu ári. Það þýðir með öðrum orðum að verðlag þeirra vörutegunda og þjónustu sem mynda vísitölugrundvöllinn hefur hækkað um 17,6% að meðaltali. Einstakir liðir hafa aftur á móti hækkað mjög mismunandi. T.d. hef- ur verð á sykri hækkað um 110% þetta eina ár, á kartöflum um 51%, rekstur einkabílsins um 29% en símagjöldin hafa ekkert hækkað á heilu ári. „Ódýru" innfluttu kartöflurnar? Verð á matvörum hefur hækkað aðeins minna en vísitalan í heild, 16,9% á einu ári, en aftur á móti mjög mismunandi. Metið er 110% hækkun á sykri. Þá er athyglisvert að innfluttar kartöflur eru nú 51% dýr- ari heldur en þær íslensku voru í ágúst í fyrra. T.d. hefur kartöfluverð hækkað um rúmlega 12% bara s.l. mánuð. Það er meiri hækkun heldur en orðið hefur á kjöti á heilu ári. Kjöt og kjötvörur hækkuðu ekkert s.l. mánuð og eru nú aðeins 11,7% dýrari að meðaltali heldur en í ágúst í fyrra. Og svipað má segja um grænmeti og ávexti sem nú eru á 10,5% hærra meðalverði en fyrir ári (skýrir kannski minnkaða kartöflu- sölu?). Verð annarra matvæla hefur hækkað á bilinu 14-19% á ári. Þá kemur það kannski einhverjum á óvart að búvörur háðar verðlags- grundvelli hafa hækkað talsvert minna í verði (14,4%) undanfarið ár heldur en aðrar innlendar matvörur (17,6%) og sömuleiðis heldur en innfluttar (21,6%), samkvæmt mæl- ingum Hagstofunnar. Útgjöld nautnamanna á tóbak og áfengi hafa hækkað töluvert meira, undanfarið ár (27-28%) heldur en útgjöld matmannanna. Um 175.500 kr. á mánuði Ársútgj öld „vísitölufjölskyldunn- ar“ mælast 2.105.400 kr. miðað við verðlag í ágústmánuði og mánaðar- útgjöldin þar með 175.450 krónur. Þau hafa hækkað úr 149.250 kr. í ágúst í fyrra. Vegna útbreidds mis- skilnings er rétt að taka fram að með útreikningum á vísitölugrundvellin- um er Hagstofan ekki að reikna út hvað meðalfjölskyldan þarf sér til framfæris á mánuði. Heldur aðeins að núna í ágúst kostar rúmar 175 þús.kr. að kaupa allar þær vörur og þjónustu sem meðalfjölskyldan reyndist kaupa samkvæmt neyslu- könnun sem Hagstofan gekkst fyrir árið 1986. í hvað fara peningarnir? Þær sömu vörur og þjónusta sem meðalfjölskyldan keypti í könnun Hagstofunnar að meðaltali á mánuði fyrri þrem árum kosta nú í ágúst sem hér segir:____________________ Matvörur 35.600 kr. Drykkir/tóbak 8.100 kr. Heimilisb./bílar 30.200 kr. Húsnæðiórka 26.100 kr. Fatnaður 13.000 kr. Húsmunir/tæki 13.000 kr. Fjölmiðlar/sport 17.000 kr. Veitingah./hótel 11.100 kr. Póstur/sími 2.600 kr. Heilsuvemd 5.300 kr. Fargjöld innanl. 2.800 kr. Skólaganga 2.300 kr. Snyrting 3.900 kr. Annað 4.400 kr. Ólíklegt er að neysla nokkurrar „alvömfjölskyldu“ skiptist nú ná- kvæmlega eins og þessi meðaleyðsla meðalfjölskydlu, oft nefndrar “vfsit- ölufjölskyldu“ gerði fyrir tveim til þrem ámm, enda líka neysluvenjur alltaf að breytast. Þá var t.d. ekki seldur bjór og enginn bjórkaup því inni í vísitölu- gmndvellinum. En nú kaupir þjóðin um 2,5 milljónir bjóra á mánuði án þess að hafa minnkað brennivíns- kaupin að marki. Á móti þeim þúsundum króna sem meðalfjöl- skyldan nú notar til bjórkaupa verð- ur hún því annað hvort að auka tekjur sínar (sem líklega er mörgum erfitt um þessar mundir) eða spara við sig önnur innkaup á móti. Inn- flutningstölur Hagstofunnar, sem sýna 20-30% samdrátt í innflutningi á t.d. húsgögnum og ýmsum raf- magnstækjum, gætu bent til að landsmenn hafi tekið síðari kostinn. - HEI HÓLA- HÁTfÐ Frá GuMormi Óskarssyni, Tíminn, Sauðár- króki Hin árlega Hólahátíð verður haldin á morgun, sunnudag, en hún hefur verið haldin á 17. sumarhelgi um langan aldur. Hólahátíðin hefst klukkan 14:00 á hátíðarguðsþjónustu, þar sem hr.Ólafur Skúlason, biskup íslands, prédikar. Prestar úr Hólastifti hinu foma, sr. Hannes Öm Blandon, sr. Ingimar Ingi- marsson og sr. Ólafur Þ. Hall- grímsson þjóna fyrir altari ásamt vígslubiskupi, sr. Sigurði Guð- mundssyni. Kirkjukór Hvamms- tangakirkju syngur undir stjóm Helga S. Ólafssonar, organista, og meðhjálpari verður Valgeir Bjarnason. Að messunni lokinni býður Hólanefnd messugestum öllum að þiggja veitingar í húsakynnum Bændaskólans. Klukkan 16:30 hefst hátíðarsamkoma í kirkjunni með ávarpi vígslubiskups. Sr. Hjálmar Jónsson, prófastur Skagfirðinga, flytur hátíðarræðu í tilefni 400 ára afmælis sálma- bókar Guðbrandar biskups Þor- lákssonar. Þýskur ungmennakór syngur á hátíðinni ásamt kirkju- kór Hvammstanga og lokaorð flytur sr. Gísli Gunnarsson. Unnið hefur verið að viðgerð- um á Hóladómkirkju að utan og að umhverfi hennar á undanföm- um mánuðum og stefnt var að því að ljúka verkinu fyrir Hólahátíð. Kirkjan hefur verið múmð að nýju og hvítmáluð, sem áður var. Þá hafa verið lagðir stígar um garðinn og kirkjugarðurinn hefur verið sléttaður að mestu. Sérverslun /- . Reióhjólaverslunin . SS" ORNINNL Teinaglit .. Orugg fótbremsa Spítalastíg 8 við Óðinstorg Símar: 14661 og Næstu daga gefst einstakt tækifæri til að gera reyfarakaup í vestur-þýskum gæðahjól- um í meirihóttar litum og ýmsum gerðum fyrir börn og fullorðna. Öryggishandfang með fingragripi Vandaður 3-gírabúnaður Auka handbremsa DOMU: Stærð 20“ ón gíra 24“ ón gíra 26“ án gíra 26“ 3 gíra 28“ 3 gíra HERRA: 20“ BWX 20“ BMX fyrir 6-9 ára fyrir 8-12 ára fyrir 12 ára og eldri fyrir 12 ára og eldri fyrir fullorðna Staíir. xerfi kr. 10.420,- kr. 10.960,- kr. 10.960,- kr. 13.970,- kr. 13.970,- með fótbremsu kr. 10.540,- með fótbremsu og öllum bún. kr. 11.650,- Sterkur bögglaberi 20“ fjallahjól með fótbr.(götuhjól) kr. .11.760,- 26“ 3 gíra fyrir 12 ára og eldri kr. 13.970,- 28“ 3 gíra fyrir fullorðna kr. 13.970,- 28“ 10 gíra með öllum búnaði kr. 13.970,- 26“ Í8 gíra fjallahjól (götu) kr. 28.970,- Breiðari dekk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.