Tíminn - 12.08.1989, Side 3

Tíminn - 12.08.1989, Side 3
Laugardagur 12. ágúst 1989 Tíminn 3 „Undanfarið ár hafa verð- Iagsforsendur fjárlaga brugð- ist og teknar hafa verið ákvarðanir um útgjöld án samþykkis Alþingis á fjár- hagsárinu, sem leitt hafa til þess að meginmarkmið fjár- Iaga hafa ekki náð fram að ganga.“ Þessi orð standa í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga frá 1. janúar til 30. júní á þessu ári. Ríkisendurskoðun telur að nú stefni í tæplega fimm milljarða rekstrarhalla á A-hluta ríkissjóðs á árinu að öllu óbreyttu og það þótt tillit sé tekið til aðgerða sem ríkisstjórnin greip til í júlímán- uði. „Þetta er ekki fjarri því sem fjármálaráðuneytið sjálft hefur áætl- að. Þannig koma þessar niðurstöður ekkert á óvart. Þetta staðfestir enn einu sinni að tekjurnar eru of litlar til að þær standi undir velferðarkerfi okkar og svo hefur verið allan þenn- an áratug,“ sagði Steingrxmur Her- mannsson forsætisráðherra í gær. Forsætisráðherra sagði að útgjöld ríkissjóðs hefðu einkanlega aukist verulega umfram það sem fjárlög gerðu ráð fyrir við samningana í vor og um það bil helmingur af halla ríkissjóðs tengdist beint eða óbeint kjarasamningunum. Bæði hefðu beinar launahækkanir verið meiri en ráð var fyrir gert í fjárlögum og jafnframt hefðu tryggingaútgjöld farið fram úr því sem þar var gert ráð fyrir. í fjárlögunum er gert ráð fyrir 636 milljóna króna rekstrarafgangi þannig að um er að ræða verulega breytingu. Ríkisendurskoðun hefur komist að raun um að ástæður þessa eru eftirfarandi helstar: 1. Nýjar útgjaldaákvarðanir sem komið hafa til á árinu munu nema um 2,5 milljörðum króna. 2. Útgjaldaaukning vegna gjalda sem ekki voru fyrirsjáanleg þegar fjárlög voru gerð og sparnaður í ríkisrekstri sem gert var ráð fyrir í fjárlögunum og ekki mun ná fram að ganga nemur samanlagt 1,8 milljörð- um króna. 3. Aukin útgjöld vegna ákvarðana Alþingis sem ekki voru séðar fyrix við samþykkt fjárlaga. Þessi útgjöld munu kosta 500 milljónir. Verðlagsforsendur fjárlaga ársins byggðu á þvf að almennt verðlag hækkaði að meðaltali um 14% milli áranna 1988 og 1989, lánskjaravísi- tala hækkaði að meðaltali um 13% árið 1988, meðalverð erlends gjald- eyris hækkaði um 12% á árinu 1988 og launahækkanir milli áranna í fyna og nú yrðu á bilinu 8-9% Nú hefur það hins vegar gerst að áætla má að mati Ríkisendurskoðun- ar að almennt verðlag hækki um 21% að meðaltali, sömuleiðis hækki meðalverð á erlendum gjaldeyri frá því sem var í fyrra um 21% og atvinnutekjur á mann hækki um 11-12% frá fyrra ári. Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjómin hefði á sínum tíma boðað 4% samdrátt í launakostnaði ríkisins og að sönnu hefði tekist upp og niður með framkvæmdina. Stað- reynd væri að þótt vel hefði í þessu tekist til á einu sviði, þá væri tilhneig- ing til að útgjöld vildu aukast annars staðar á móti. Dæmi um slíkt mætti nefna sparn- að í heilbrigðiskerfinu. Á móti hon- um hefðu komið aukin útgjöld vegna starfsemi lækna á einkastofum vegna þess að fólk hefði leitað í auknum mæli þangað. „Ég tel að í raun og vem sé málið afar einfalt: Við ís- lendingar höfum reist okkur hurðar- ás um öxl, það er staðreyndin,“ sagði Steingrímur Hermannsson. -sá Drýgið iekjurnarí Endurvinnslan hf. tekur við einnota öl- og gosdrykkjaumbúðum gegn skilagjaldi. Á móttökustöðum er skilagjaldið greitt út í hönd. Til að flýta fyrir afgreiðslu eru menn beðnir að flokka umbúðir og setja áldósir í einn poka, plastdósir og -flöskur í annan og einnota gler- flöskur í þann þriðja. Móttökustaðir eru opnir virká daga frá mánudegi til föstudags. Á söfnunarstöðum er tekið við óflokkuðum umbúðum. Pær eru merktar og fluttar til Endur- vinnslunnar í Reykjavík sem sendir eiganda ávísun fyrir skilagjaldinu í pósti. Miðað er við að menn safni a.m.k. 100 umbúðum í einn poka áður en honum er skilað á söfnunarstað. Upplýsingar um afgreiðslustað og tíma eru auglýstar á hverjum stað. Söfnunarstaðir: Borgarnes Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvík Súðavík Hólmavík Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Húsavík Kópasker Raufarhöfn Þórshöfn Vopnafjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Búðir Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Höfn Kirkj ubæj arklaustur Vík Hvolsvöllur Hella Hveragerði Laugarvatn Stokkseyri Þorlákshöfn Grindavík Endurvinnsla stuðlar að hreinna umhverfí, heilbrigðara verðmætamati og er auk þess dágóð búbót fyrir duglega safnara. [HOmiHHSlAH Hf Nýtt úr notuðu Mótlökustaðin Reykjavík: Dugguvogur 2, opið kl. 13-18. Við Jaðarsel (hverfisstöð Gatnamálastjóra), opið kl. 13-18. í skemmu við Eiðisgranda, opið kl. 13-18. Kópavogur: Við Fífuhvammsveg, opið kl. 13-18. Hafnarfjörður: Vinnuskóli við Flatahraun, opið kl. 13-18. Akranes: Smiðjuvellir 3, opið kl. 9-12. ísafjörður: Hjallavegur 11, opið kl. 20-22. Akureyri: Við KA-heimilið, opið kl. 13-18. Vestmannaeyjar: Kaupfélag Vestmannaeyja, opið á verslunartíma. Selfoss: Vörumóttaka Kaupfélags Árnesinga, opið kl. 13-17:30. Keflavík: Iðavellir 9B, opið kl. 14-18. í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að halli ríkissjóðs verði um fimm milljarðar á árinu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Þjóðin hefur reist sér hurðarás um ðxl

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.