Tíminn - 15.08.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 15.08.1989, Qupperneq 7
Þriðjudagur 15. ágúst 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR lilllíli! Þorsteinn Daníelsson, Guttormshaga: ,Utsala á lambakjöti bitnar á svínakjöti" Þetta er fyrirsögn á grein, sem Heiður Heigadóttir skrifar í Tímann eftir viðtal við Val Þorvaidsson, sem nú virðist vera starfsmaður svínakjötsframleiðenda. Margar prestir hafa gengið yfir íslenskan sauðfjárbúskap á öiium þeim öldum, sem hann hefur verið einn af aðalatvinnuveg- um íslendinga. Stundum hafa harðindi gengið nærri stofninum, enn lifir hann samt góðu lífi. Kláði og lús hafa gert usla, en ráð hafa fundist. Karakúlpestir voru fluttar inn af fyrirmönnum landsins, þær komust nærri því að útrýma fénu. Þá var snúist til harkalegs niðurskurðar í heilum landshlutum. Dýr var sú aðgerð og leiðinleg, en hún virðist hafa tekist. Enn er sótt að íslenskum sauðfjár- bændum úr ýmsum áttum og nú er sú aðför af mannavöldum. Ótrúlega margir virðast trúa þeim lygum nokkurra manna að féð íslenska sé að eyða upp öllum gróðri á landinu, sérstaklega há- lendinu. IHa gengur að selja kinda- ket íslenskt í öðrum löndum. Gerviástæður eru gefnar upp fyrir að standa ekki við gerða samninga. Undarlega lítið er gert í þeim málum af íslenskum ráðamönnum og ekkert er dregið úr ónauðsyn- legum innflutningi frá þeim, sem af gerviástæðum hætta að leyfa inn- flutning og sölu á íslensku kjöti. Enn dró bliku á loft í okkar málum þegar ríkustu menn landsins vildu verða enn ríkari. Einn setti upp mikið svínabú. Sagan segir að fyrstu árin hafi það bú átt mikil og fyrir sig hagstæð viðskipti við bandarísku herstöðina. Peim gekk vel og fleiri vildu eignast miljarð. Svínabúum fjölgaði. Aðrir miklir menn höfðu kynnst kjúklingaáti í útlöndum, þeir settu upp stórar kjúklingaverksmiðjur og aðrir smærri bættust við. Allir þessir stórjaxlar þurftu að selja sína vöru. Og áróður og auglýsingar þöktu blöð og útvörp og sjónvarpsfólk lét sitt ekki eftir liggja. Birtir voru borðsiðir fuglafólksins, það þurfti ekki á hníf og gaffli að halda, það sat og hélt báðum höndum um beinagrindurnar og nagaði sem ákafast kettægjurnar með tönnun- um einum. Mig undrar að ekki skuli til fulls tekinn upp matsiður hundanna, að leggjast á magann á gólfið og rífa og slíta skvapið af beinunum, - sleikja svo vel útum á eftir. Bandaríkjamenn þurfa í mörg horn að líta. Þegar þeir náðarsam- legast voru búnir að leyfa íslend- ingum að veiða 68 eða 78 hvali, var það með þeim skilyrðum að þeir ætu sjálfir helming hvalsins, sem veiddist, þótt Japanir vildu kaupa allan hval, sem íslendingar mættu veiða. Hér var áður nijög lítið etið af hval. Hvalir, svína- og fuglakets- framleiðendur hafa allir ruðst inn á kindaketsmarkaðinn svo hann minnkar árlega. Sauðfjárbúskapur er fjölskylduframleiðsla, margra smárra búa, sem hægt hefur verið að lifa af og margt þéttbýlisfólk haft að auki sæmilega afkomu við vinnu og sölumeðferð á sauðfjáraf- urðum. Nú heyrist hljóð úr horni ef sauðfjármenn reyna að bera hönd fyrir höfuð sér. Fugla- og svínaketsframleiðendur studdir af frjálshyggjupostulum vilja útrýma fjárbúskap, en auka í staðinn sinn verksmiðjubúskap, þó allt fóður til hans sé innflutt. Hvað varðar þá um þó stór hluti landsins fari í eyði, og mikill hluti landsmanna verði atvinnulaus, ef þeir geta safnað auði á innfluttum fóðurvörum? Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera? Meðan Rómaborg brann spilaði Neró á sítar og söng. Meðan kaupfélög, útgerðarfélög, fisk- vinnslan, bankar og skipafélög fara á hausinn, ásamt fjöldamörgum smærri spámönnum úr flestum stéttum þjóðfélagsins, eru margir úr æðstu stjórn landsins á fullri ferð heimshornanna á milli, eins og áhyggjulaus apahópur, enda borgar ríkið reikningana, þar er fremst í flokki forsetinn okkar makalausi. Og takist forsetanum að hitta einhvern sinn jafningja er þeim hinum sömu boðið í kurteisis- heimsókn til landsins. Sumir koma, ríkið borgar, forsetinn brosir við gestum og myndavélum og forseta- vín er drukkið. Skuldir ríkisins aukast þó skattar hækki. Enda er stjórnin orðin svo óvinsæl að farið er að spá Sjálfstæðisflokknum hreinum meirihluta ef nú væri kosið. Enn sitja þó sömu menn þar við stjórn og um síðustu kosningar, og þær fóru nú svona! Þorstcinn Daníelsson, Guttormshaga Jakob Frímann Magnússon: AF TONLEIKUM, BOLLUM, SKROLLUM OG SKATTLAGNINGU Höfundar og flytjendur íslenskr- ar alþýðutónlistar hafa á undan- förnum árum átt erfitt með að sætta sig við að lifandi tónlistar- flutningi hefur verið mjög mismun- að eftir hegðan viðkomandi áheyr- endahóps hverju sinni. Þannig hafa t.d. flytjendur ítalskra ástarsöngva eða germanskra ljóða notið undan- þágu frá söluskatti, svo framarlega sem fólkið situr stillt á stólum sínum. Kveði hins vegar við ramm- íslenskan tón, t.d. Megasar, þá hefur verið innheimtur söluskatt- ur, þ.e. ef áheyrendur leyfa sér þann munað að dilla sér eftir hljóðfallinu. Engum dytti í hug að kalla tónleika Rolling Stones eða Tinu Turner sukkhátíð eða sveitaball þó að áheyrendur sleppi fram af sér beislinu og hreyfi sig eftir tónlist- inni eða skvetti jafnvel í sig áfengi. Staðreyndin er sú að tónlist ungs fólks í dag kallar á meiri og virkari viðbrögð þeirra sem á hlýða en áður tíðkaðist. Þess hafa íslenskir tónlistarmenn orðið að gjalda og hefur undirritaður staðið í því um árabil að reyna að fá þessum lögum breytt. Margir ráðamenn hafa sýnt mál- inu skilning og lýst vilja sínum til að rétta hlut þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á hinu gamla og úrelta kerfi, en meira hefur verið um orð en efndir þar til nú. Gamla kerfið tók sannanlega mun meira mið af áheyrendum en nokkurn tíma flytjendum og efnisskrá þeirra. Þannig hafa íslenskar hljómsveitir lent í því að flytja sína efnisskrá í sama húsi tvö kvöld í röð og verið rukkaðar um söluskatt af öðru kvöldinu vegna þess hve áheyrendur voru drukknir og óró- legir. Þessu varð að breyta. Nú vita það allir sem kynnst hafa að íslensk hljómplötuútgáfa stend- ur mjög höllum fæti og oftar en ekki er slík útgáfa rekin með Jakob Frímann Magnússon. stórfelldum halla sem iðulega bitn- ar á flytjendum sjálfum. Af hljómplötum fær þó ríkið alltaf sitt í formi söluskatts. Einasta tekjulind flestra flytj- enda alþýðutónlistar (popptónlist- ar) hefur því verið að flytja sína tónlist opinberlega, en jafnvel slík útgerð hefur reynst mörgum bæði dýr og misgjöful. Einkum hafa þær hljómsveitir sem yngri eru átt erfitt með að fóta sig úti á landsbyggð- inni. Ekki nærast flytjendur al- þýðutónlistar á opinberum styrkj- um eins og ýmsir aðrir listamenn og ekki eru starfandi virkir hags- munagæslu- og/eða þrýstihópar til að tryggja hag stéttarinnar. Því hafa íslenskir popptónlistarmenn orðið að kyngja því að sitja hvorki við sama borð og stéttarbræður þeirra í nágrannalöndunum, né stéttarbræður úr öðrum tegundum tónlistar hér á fslandi. Sem fyrr segir hafa ýmsir ráða- menn og þ.á m. ráðherrar sýnt söluskattsmálum lifandi tónlistar skilning, en Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra hefur fyrstur þorað að taka af skarið í þessu langvinna baráttu- og sanngirnis- máli (slenskra alþýðutónlistar- manna. Nú snýst málið ekki lengur um hegðan gesta á tilteknum samkom- um, heldur um efni og innihald dagskrár og hvernig hún er kynnt. Nú gefst þeim tónlistarmönnum, sem eitthvað leggja af mörkum til tslenskrar tónmenningar, kostur á að skjóta sínum málum til fjár- málaráðuneytisins og geti þeir sýnt og sannað að eftir þá liggi íslensk tónlist á hljómplötum sem sé uppi- staðan í þeirri dagskrá sem flutt er á tilteknum samkomum, þá eiga þeir hinir sömu þess kost að njóta skattfrelsis án tillits til hegðunar áheyrenda, þess tíma sólarhrings sem flutningurinn ferfram á, hvort leikið sé úti eða inni o.s.frv. Ég hef á undanförnum misserum og árum flutt mína tónlist í mörg- um löndum í 3 heimsálfum. Tón- listin er flutt á nákvæmlega sama hátt hvort sem það er í New York, Peking, London eða Reykjavík. Þegnar hinna ólíku heimsálfa og þjóðlanda bregðast við lifandi tón- list á mismunandi hátt og dregur hver dám af sínu uppeldi og um- hverfi. Hefðu hljómsveitimar sem léku í Húnaveri um verslunarmanna- helgina verið að leika sína eigin frumsömdu tónlist t.d. á Hróars- kelduhátíðinni í Danmörku eða á Reading hátíðinni í Englandi hefði blasað við þeim svipuð sjón og í Húnaveri, nema hvað drykkju- skapur er að líkindum ívið minni á Reading og í Hróarskeldu en notk- un annarra vímugjafa sennilega meiri. Aldrei hefur maður þó heyrt Hróarskeldu- og Reading-hátíð- irnar kallaðar sukkhátíðir eða sveitaböll þar sem óumdeilanlega er um að ræða tónleika virtustu og ástsælustu popptónlistarmanna hvers lands fyrir sig. í Húnaveri var þess vandlega gætt að uppfylla þau skilyrði sem sett vom af fjármálaráðuneytinu í reglugerð þann 19. júlí 1989. Rokkhátíðin Húnaver ’89 var m.a. auglýst sem „tónleikar ársins", að- göngumiðar og armbönd vom. greiniiega merkt tónleikar og þær hljómsveitir sem auglýstar vom standa sannanlega í fremstu röð þeirra sem semja og flytja íslenska tónlist á hljómplötum. Á ensku eru slíkir tónlistarmenn kallaðir „recording artists" en sambærilegt nafn vantar á íslensku. Á íslensku er því miður heldur ekki til hugtak sem brúar bilið á milli hins virðulega orðs „tónleik- ar“ annars vegar og hins gamla og fremur niðrandi orðs „ball“ (skrall) hins vegar, en hin óljósu mörk á milli þessara hugtaka hafa gert skattheimtumönnum mjög erfitt fyrir til þessa. Einmitt á þessum óljósu mörkum fer fram flutningur meginhluta lifandi íslenskrar al- þýðutónlistar um þessar mundir. Á landinu eru nú starfandi á annað hundrað hljómsveitir. Af þeim eru einungis milli 20 og 30 sveitir sem semja og flytja sína eigin tónlist og hafa sitt lifibrauð af því. Hin nýja reglugerð ætti því að virka mjög hvetjandi á alla nýsköp- un í íslenskri tónlist og verða til þess að við eignumst hér fleiri frambærilega og skapandi tónlist- armenn sem og sönglög. Gleymum ekki að margar af svoköíluðum dægurflugum dagsins í dag eiga eftir að verða þjóðlög komandi kynslóða. Með þökk fyrir birtinguna. Akureyri 10. ágúst 1989 Jakob Frímann Magnússon

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.