Tíminn - 15.08.1989, Page 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300
■ ——■ i «
RÍKISsRlP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 L “O&0#- SAMVtNNUBANKI ISLANDS HF. ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR ■ PÓSTFAX TÍMANS 687691
Heimsmarkaösverö loðnuafuröa, einkanlega lýsis í lágmarki. Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri:
Óáran virðist þurfa til
svo verðið mjakist upp
„Það lítur ekki sérlega vel út með verð á Ioðnuafurðum;
lýsi og mjöli, þessa stundina að minnsta kosti, og verð á
lýsi er nú í mjög miklum öldudal en heldur skár stendur til
með mjölverðið þótt það sé mun lægra en það var í fyrra,“
sagði Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri Síldar-
verksmiðja ríkisins.
eins og það er kallað og síðan búið
til smjörlíki og bökunarfeiti og
annað af því tagi.
í fyrra fengust fyrir lýsi yfir 470
dollarar fyrir tonnið en hið háa
verð þá stafaði einkum af miklum
þurrkum í BNA og því brást upp-
skera þar á soyabaunum og sól-
blómum en úr þeim jurtum er
unnin olía. Að sögn Jóns Reynis er
Jón Reynir sagði að verð sem nú
fæst fyrir mjölið sé nokkuð nærri
meðalverði undanfarinna ára.
Hann sagði að hið lága lýsisverð
stafaði einkum af því að mikið
framboð væri á heimsmarkaði á
jurtaolíum af ýmsu tagi og einnig
af lýsi til dæmis frá S-Ameríku.
Lýsi og jurtaolía er að mestu
notað í matvælaiðnaði og er hert
alls ekki útlit fyrir uppskerubrest
að þessu sinni og því ekki sennilegt
að verð á lýsi hækki svo neinu nemi
í bráð, en nú fást fyrir hvert tonn
lýsis aðeins 165 dollarar. „Það þarf
helst að vera einhver óáran ein-
hvers staðar úti í heimi svo verð
hækki á þessum vörum,“ sagði Jón
Reynir.
Varðandi mjölið sagði Jón
Reynir að veiðar Suður-Ameríku-
manna hefðu gengið mjög vel og
framleiðsla þeirra á mjöli því auk-
ist allverulega frá því sem var. En
það væru aðrar blikur á lofti í
sambandi við verð á mjölinu.
„Markaður fyrir mjöl í Austur-
löndum fjær var orðinn allveruleg-
ur þannig að það hafði áhrif á
framboð á mjöli hér í Evrópu. Nú .
hefur þessi markaður dalað, meðal
annars vegna ástandsins í Kína en
Kínverjar voru orðnir stórir kaup-
endur mjöls. Nú er allt í óvissu
með framhald þeirra viðskipta,"
sagði Jón Reynir.
Eitt íslenskt loðnuveiðiskip er
nú farið til veiða en það er Hilmir
SU 171. Jóhann Antoníusson út-
gerðarmaður Hilmis sagði í gær að
skipið væri komið á miðin norður
af Horni en þar væru fyrir nokkur
færeysk skip. Stormur væri búinn
að vera á miðunum undanfarna
daga og því ekkert veiðst.
Nokkur óvissa hefur verið um
hvaða verð loðnubræðslurnar
mundu greiða fyrir loðnuna í ljósi
óvissu og lágs heimsmarkaðsverðs
á lýsi og mjöli. Pá hefur sú loðna
sem Norðmenn og Færeyingar hafa
verið að veiða að undanförnu ekki
þótt góð vegna átu sem í henni er
sögð vera.
Verksmiðjurnar á Þórshöfn og í
Krossanesi við Eyjafjörð auglýstu
um helgina að þær greiddu 4 þús-
und kr. fyrir tonnið af loðnu og
taldi Jóhann Antoníusson það við-
unandi verð. -sá
Borað fyrir vegriði
Margir sem leið áttu um Ártúns-
brekku ráku upp stór augu þegar
þeir sáu þennan mikla jarðbor að
bora holu í Ártúnsbrekkunni miðri
og þótti sem þarna væri nú varla
staðurinn til að vera að bora eftir
vatni.
Með bornum er þó ekki verið að
leita eftir heitu eða köldu vatni og
enn síður olíu á þessum stað enda
þótt meginstarf þessa tækis sé að
öllu jöfnu að bora eftir vatni.
f Ártúnsbrekkunni er sem sagt
verið að bora holur en í þær á að
koma fyrir undirstöðum vegriðs sem
skilja á að umferð til gagnstæðra
átta. Þegar vegriðinu hefur verið
komið fyrir má vænta þess að stór-
lega dragi úr slysum og árekstrum á
þessum vegarkafla se^i allt of tíðir
hafa verið undanfarin ar.
—Sa, Tímamynd; Árni Bjarna
Aurskriður féllu á Seyðisfjörð aðfaranótt laugardags:
Tjónið minna
en talið var
Flest bendir til þess að tjón vegna
aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði
aðfaranótt laugardagsins sé minna
en talið var í fyrstu. Fulltrúar Við-
lagatryggingar íslands komu tii
Seyðisfjarðar síðdegis í gær tU að
meta tjónið og ættu niðurstöður
athugunar þeirra að liggja fyrir í
dag.
Þrettán aurskriður, þar af fjórar
mjög stórar, féllu úr fjallinu Stranda-
tindi á ysta hluta bæjarins aðfaranótt
laugardags í kjölfar úrhellisrigning-
ar. Engin slys urðu á mönnum en
tuttugu fjölskyldur yfirgáfu heimili
sín um nóttina, auk þess var ein
verbúð rýmd. Var fólkinu leyft að
flytja heim aftur á sunnudeginum. Á
þessu sama svæði eru einnig bæjar-
skrifstofurnar og mörg helstu at-
vinnufyrirtæki bæjarins.
Fiskvinnslan Norðursíld kom ein-
na verst út úr hamförunum og lengi
var óttast að saltfiskbirgðir að verð-
mæti 12-15 milljónir króna hefðu
eyðilagst er hluti stærstu skriðunnar
féll á skemmu fyrirtækisins. Nú hef-
ur komið í Ijós að saltfiskurinn er
óskemmdur en vatn flæddi undir
palla sem saltfiskinum er staflað á.
Athafnasvæði Norðursíldar svo og
Síldarverksmiðju ríkisins eru illa
farin og voru þau þakin stórgrýti,
aur og sandi. Lítil röskun varð þó á
atvinnustarfseminni.
Langflest íbúðarhúsin sluppu svo
til alveg við tjón en miklar skemmdir
urðu á lóðum margra húsanna.
Verulegt tjón varð á einu íbúðarhúsi
við Hafnargötu er mikill aur flæddi
inn í kjallara þess. Brjóta varð gat á
útvegg hússins svo hægt væri að
moka þar út.
Hreinsunarstarf hófst af fullum
krafti á sunnudaginn þegar unnið
var að því að forða fyrirtækjum frá
frekara tjóni. Eggert Lárusson
bæjarverkstjóri sagði í samtali við
Tímann í gær að hreinsunarstarfið
gengi mjög vel en mikið væri eftir
enn og ómögulegt að segja til um
hvenær hreinsuninni verði lokið.
Eggert sagði að aurskriður hefðu
fallið áður á flestum stöðunum en
ekkert í líkingu við þær skriður sem
féllu á laugardaginn, enda hefðu
vatnavextir, til dæmis í Fjarðaránni,
verið slíkir að menn myndu ekki
eftir öðru eins.
Heita vatnið fór af nokkrum hluta
bæjarins og hefur viðgerð ekki farið
fram. Eggert sagði að sennilega
hefði leiðsla farið í sundur en enn
lægi ekki ljóst fyrir hvar skemmdin
væri nákvæmlega. SSH
Lokaslagurinn
um toppsætin?
f dag kemur saman til síns fyrsta
fundar bankaráð hins nýja íslands-
banka en fundinum hefur ítrekað
verið frestað vegna óeiningar um
verkaskiptingu í æðstu stjórn
bankans.
Morgunblaðið greindi frá því á
laugardag að samkomulag hefði
orðið með formönnum bankaráða
Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og
Alþýðubanka um að Valur Valsson
verði formaður bankastjórnar,
jafnframt verði hann bankastjóri
án sérsviðs. Ásmundur Stefánsson
verði formaður bankaráðs fyrsta
árið en Gísli V. Einarsson taki
síðan við af honum. -sá