Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn ,Þriðjudagur 22. ágúst 1989 í byrjun árs 1986 gaf heilbrigðisráðuneytið út reglugerð um mjólk og mjólkurvörur. í reglugerðinni segir að haughús skuli vera við öll fjós. Bændum var gefinn frestur til 1. janúar 1990 til að uppfylla þetta ákvæði. Vegna þessara hertu reglna hafa bændur byggt haughús í stórum stíl á undanförnum árum. Fyrirsjáanlegt er þó að mikið vantar á að þessi nauðsynlegu hús verði staðsett við öll fjós á landinu um næstu áramót svo sem reglugerðin segir til um. >að eru héraðsdýralæknar sem eiga að hafa eftirlit með því að fjós uppfylli lágmarkskröfur um hrein- læti. Þeim er einnig skylt að loka fjósum ef þau uppfylla ekki þessar lágmarkskröfur. Tíminn spurði nokkra dýralækna að því hvort þeir ætli sér að loka fjósum sem hafa ekkert haughús um næstu áramót. Þeir kváðust myndu fara sér hægt í þeim efnum. Engu fjósi verði lokað 1. janúar næstkomandi jafnvel þó að reglugerðin mæli fyrir um að svo skuli gera. Greinilegt er þó að dýra- læknar ætla sér að þrýsta fastar á bændur um að byggja haughús en þeir hafa gert til þessa. Sumir sögð- ust ætla sér að senda bændum bréf eftir áramót og gefa þeim lokafrest til 1. janúar 1991. Dýralæknarnir sögðu að þeim þætti slæmt að þurfa að beita jafn harkalegum aðgerðum og að loka fjósum. Með því væri verið að svipta menn atvinnunni og í mörgum tilfell- um þýddi það að bændur flosnuðu upp af jörðum sínum. Haughús er eins og nafnið gefur til kynna hús yfir haug sem hefur að eyma úrgang úr nautgripum bænda. nýlegum fjósum er haughús haft undir fjósinu eða framan við það. Einn dýralæknir hefur bent á að ef þau eru ekki tæmd reglulega skapist mun verra ástand en meðan haugur- inn rann óbeislaður úti á túni, því þá færist haugurinn inn í sjálft fjósið. Frá útihátíðinni í Húnaveri. Sýslumannsembættið á Blönduósi sendir skýrslu um útisamkomuna í Húnaveri til fjölmiðla: Mæla með endurhæfingu ráðuneytisstarfsmanna Jón ísberg sýslumaður í Húnavatnssýslum hefur sent til fjölmiðla skýrslu lögreglunnar í Húnavatnssýslu um útihátíðina í Húnaveri s.l. verslunarmannahelgi, þar sem fram kemur nokkuð gott yiirlit um framgang hátíðarinnar og viðhorf lögreglunnar á staðnum til þeirra atburða er gerðust umrædda helgi. Athygli vekur að í skýrslu Kristjáns Þorbjörnssonar aðalvarðstjóra kemur fram hörð gagnrýni á starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og segir hann þá þurfa á endurhæfingu að halda. Sé gripið niður í skýrsluna þar sem fjallað er urn föstudaginn 4. ágúst má glögglega sjá að ósk dómsmálaráðuneytisins um að senda mann frá lögreglunni til þess að taka við yfirstjórn á svæðinu hefur farið fyrir brjóstið á heima- mönnum. Orðrétt segir Kristján: „Að morgni þessa dags kölluðuð, þér herra lögreglustjóri, á þann er þessar línur ritar og skýrðuð hon- um frá því að dómsmálaráðuneytið hefði óskað eftir að senda hingað Magnús Einarsson aðstoðaryfir- lögregluþjón í Reykjavík. Um það var í raun ekkert að segja enda ekkert frekar um það rætt, ég spurði hvorki um það hvort að hann tæki við stjórn hér né þér minntust á það enda hefur það trúlega að hvorugum hvarflað að nokkur breyting yrði hér á yfir- stjórn lögreglunnar þó Magnús kæmi norður. Því er ekki að leyna að þetta vakti nokkur viðbrögð hjá lögreglumönnum hér.“ Borin von að reynslan geti kennt þessum mönnum „Öllum misskilningi var eytt ekki síst eftir símtal við Magnús og var hann boðinn velkominn. En vert er að líta á það er síðar kom. Starfsmenn dómsmálaráðuneytis- ins létu hafa það alls staðar eftir sér að þeir hefðu sent Magnús til að taka við yfirstjórn hér. Það er líklega borin von að reynslan geti kennt þessum mönnum eitthvað en hugarfarið sem að baki svona löguðu býr þarfnast endurskoðun- ar. Hvernig halda menn að hægt sé á síðustu stundu að ákveða suður í Reykjavík að skipt sé um stjórn- anda lögregluliðs norður í landi? Hvar kemur mönnum heimild til slíks, því enginn var settur af, svo vitað sé, og hvernig halda menn að lögreglumenn á viðkomandi stað bregðist við? Þeir sem ekki geta skilið jafn einfaldar staðreyndir þurfa á endurhæfingu að halda, alla vega endurhæfingu á hugarfar- inu. Magnús Einarsson skildi þetta, án þess að hann ræddi það, en það hafa þessir háu herrar augljóslega ekki gert.“ Kristján Þorbjörnsson biður síð- an yfirmann sinn Jón ísberg að sjá um að koma áliti sínu til skila með þessum orðum: „Ég vona, herra lögreglustjóri, að þér getið bent þessum háu herrurn á þetta slæma verklag sitt þó ekki sé víst að þeir geti af því lært“. Ekki Ijóst hvort ásökun- um verður svarað Hjalti Zophaníasson hjá dóms- málaráðuneytinu sagðist í gær ekki geta sagt til um hvort að einhverju af þessum ásökunum Húnvetninga yrði svarað og þá hvernig. „Þegar mannfjöldinn stefndi í það að vcrða svona mikill í Húnaveri, urðum við uggandi yfir því að þar væru ekki menn sem væru vanir að fást við svo mannmargar samkom- ur. Við töldum þess vegna gott að Jón ísberg fengi mann sem væri vanur að fást við verkefni af þessari stærðargráðu. Það var af góðum huga gert, enda þáði hann þá aðstoð og ég veit ekki betur en að þeir hafi starfað saman við að stjórna þessu“, sagði Hjalti. Hann bar það enn fremur til baka að starfsmenn dómsmálaráðuneytis- ins hafi notað orðalagið „að taka við yfirstjórn“, varðandi þátt Magnúsar Einarssonar við lög- gæslustörf í Húnaveri. í skýrslu lögreglunnar á Blöndu- ósi er látið vel af samskiptunum við Magnús Einarsson, þó skýrsluhöf- undur segist ekki hafa hugmynd um það í raun hvernig honum hafi líkað það er hann sá og heyrði, en gæti trúað að margt hafi verið öðruvísi en hann átti að venjast. Magnús sé maður með mikla reynslu og mikla þekkingu á mann- legu eðli. Það hafi líklega sést best á því að hann hafi getað sagt fyrir um marga hluti er kæmu upp á þessari samkomu. - ÁG Slíkur sóðaskapur mun vera of al- gengur og stafar af trassaskap eða því að bændur komast ekki til að tæma sökum snjóa eða bleytu. í þeini fjósum sem byggð voru fyrir 1970 var í fæstum tilfellum gert ráð fyrir haughúsi. Allmikil fyrir- höfn og kostnaður fylgir því að bæta því við síðar. Kostnaðurinn er ekki undir einni milljón króna. Þess má þó geta að eitt stykki rúllubaggavél og eitt stykki pökkunarvél kosta samtals um ellefu hundruð þúsund. Bændur með lítil kúabú eiga í mikl- um erfiðleikum nteð kljúfa þennan kostnað. Sum þessara fjósa eru göm- ul og lítil og standa ekki undir öllum þeim endurbótum sem gera þarf. Niðurstaðan hefur því víða orðið sú að bændur í þessari stöðu hafa hætt mjólkurframleiðslu og snúið sér að einhverju öðru. Dýraiæknar og mjólkurbústjórar eru sammála um að mjólk og með- ferð mjólkur sé nú miklu betri en var fyrir nokkrum árum síðan. Mikil breyting er til dæmis orðin síðan súra mjólkin var seld í búðum fyrir nokkrum árum síðan. Mjög fátítt er nú að bændur sendi frá sér annað en fyrsta flokks mjólk. Þeir töldu þó að enn mætti betur gera. Neytandinn ætti að geta gert þá kröfu að fjós og umhverfi fjósa væri með þeim hætti að það virkaði ekki fráhrindandi á hann. í fjósum færi jú fram matvæl- aframleiðsla. - EÓ Bjóða urðun á Arnarholti Hreppsnefnd Kjalarneshrepps hefur hafnað tilboði Reykjavíkur- borgar um að urðun sorps í Álfs- nesi verði leyfð gegn því að Hita- veita Reykjavíkur taki yfir hita- veitu hreppsins og að greitt verði fast árlegt gjald fyrir urðunarstað- inn. Hreppsnefndin samþykkti hins vegar samhljóða tillögu um að ganga til viðræðna við Reykjavík- urborg um urðun á sorpi norðan Arnarholts. Jón Ólafsson oddviti Kjalarnes- hrepps sagði í samtali við Tímann að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna þess að fjölmargir íbúar hreppsins hefðu lýst sig andsnúna urðun sorps í Álfsnesi og menn hefðu ekki talið æskilegt að kljúfa hreppsfélagið vegna deilna um mál af þessu tagi. Skuldir Hitaveitu Kjalarnes- hrepps eru nú um 60 milljónir króna en eigið fé er um 30 milljónir króna. Sagði Jón að of mikið hefði verið gert úr málum hitaveitunnar í fréttum af tilboði borgarinnar. „Málið snýst um það að höfuðborg- arsvæðið er allt eitt hitaveitusvæði og Hitaveita Reykjavíkur dreifir í öll sveitafélögin nema Kjalarnes- hrepp og við hefðum haft áhuga á að sameinast Hitaveitu Reykjavík- ur eins og hin sveitarfélögin en það höfum við því miður ekki getað ennþá.“ Auk yfirtöku hitaveitunnar var í tilboði Reykjavíkurborgar gert ráð fyrir að árlegt gjald fyrir urðunar- staðinn yrði 4-5 krónur fyrir hvert tonn af sorpi og er miðað við að urðuð verði um 100 þúsund tonn á ári. Varðandi þau ummæli Davíðs Oddssonar í DV í gær að tilboð um urðun í Arnarholti væri eins og hvert annað grín vildi Jón ekki hafa önnur orð en þau að „borgar- stjórinn væri nú sjálfur góður grín- isti.“ Aðspurður um það afhverju hreppsnefndin lyti svo á að svæðið norðan Arnarholts myndi henta fyrir urðunina sagði Jón að nefnd sérfræðinga hefði á sínum tíma nefnt Arnarholtssvæðið sem eitt af þeim svæðum sem gæti reynst hag- kvæmur kostur til urðunar á sorpi og mun hagkvæmari en til dæmis Krísuvíkina. Jón sagði ennfremur að í dag lægi ekki fyrir hvað gerist í urðunarmálunum í kjölfar ákvörðunar hreppsnefndarinnar en Kjalnesingar muni bíða rólegir og sjá hvort farið verður út í frekari viðræður um urðun sorps í hreppnum. Að lokum má geta þess að hópur Kjalnesinga hefur myndað samtök um að vinna þeirri lausn brautar- gengis að sorp frá höfuðborgar- svæðinu verði urðað nyrst í hreppnum, innan Ártúnsár og hafa forsvarsmenn hópsins boðist til að reka urðunarsvæðið. SSH Tíu grunaðir um ölvun við akstur, tveir sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs: ANNAR MÆLDIST Á150KMHRADA Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærdag ökumann sem mældist á 150 km hraða á Reykjanesbraut við Vatnsleysuströnd. Hann var sviptur ökuleyfinu til bráðabirgða. Þá var ökumaður sviptur ökuleyf- inu til bráðabirgða eftir að bifreið sem hann ók mældist á 142 km hraða aðfaranótt laugardags á veginum frá flugstöðinn.-Á báðum þessum stöð- um er hámarkshraði 90 km. Keflavíkurlögreglan hafði í mörgu að snúast um helgina og voru m.a. tíu ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.