Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. ágúst 1989 Tíminn 5 Mikið sandfok á sunnanverðu hálendinu á sunnudag. Vitað til þess að þrjár bifreiðar hafi skemmst: Tryggingar ná ekki til skemmda vegna sandfoks Vitað er til þess að þrír bflar skemmdust í miklu sandfoki á hálendinu á sunnudagsmorgun. Kaskótryggingar á bifreið- um ná ekki yfir óhöpp af þessu tagi. Gils Jóhannsson lögreglumaður á Hvolsvelli sagði í samtali við Tímann mjög slæmt veður hefði verði fyrir ofan Galtalæk, inn á Dómadals- leið og inn alla Fjallabaksleið. „Veðrið var snarvitlaust á þessum slóðum fram eftir degi,“ sagði Gils. Sandfokið hófst eins og hendi væri veifað um klukkan tíu á sunnudags- morgun, en var að mestu gengið niður um tvö leitið. Hins vegar voru allir vegaslóðar kjaftfullir af sandi og vikri. Undir kvöld fékk lögreglan fregnir frá skálaverðinum í Land- mannalaugum og var veðrið þá enn mjög slæmt, farið að rigna og engin tjöld héldust uppi. Lögreglan á Hvolsvelli hafði vitn- eskju um þrjá bíla sem skemmst höfðu í sandstorminum, en búast má við að einhverjir fleiri hafi orðið fyrir einhverju tjóni, enda fjölmargir á ferð á þessum slóðum. Einn þeirra sem lenti í sandstorm- inum var Kristinn Jónsson bóndi á Staðarbakka í Fljótshlíð sem var ásamt konu sinni, tveim börnum tveggja og fimm ára, og systur sinni að koma úr Veiðivötnum. „Við lögðum af stað um tíuleytið frá Veiðivötnum. Þá var búið að vera öskurok og rigning þar uppfrá en farið að lægja,“ sagði Kristinn. Þegar komið var niðurfyrir Hrauneyjafoss var smávægilegt moldarrok en eftir að komið var fram hjá gatnamótun- um þar sem hægt er að beygja niður í Þjórsárdal snarversnaði veðrið. „Manni leist nú hálf illa á þetta, en ekkert hægt að gera og þótti til lítils Yf irlýsing frá fræðslustjóra Vegna ummæla Ragnars Júlíus- sonar, formanns fræðsluráðs Reykjavíkur varðandi fundarboðun á fræðsluráðsfund 14. ágúst sl. og í framhaldi af þeim vegna þeirra um- mæla Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, sem höfð eru eftir honum í Morgunblaðinu 19. þ.m., vil ég taka fram eftirfarandi: Á fræðsluráðsfundi 3. júlí sl. mætti Kristín Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, í for- föllum aðalmanns, Þorbjörns Broddasonar og varamanns hans, Valgerðar Eiríksdóttur. Kristín greindi frá því að hún væri mætt í forföllum varamanns, þar sem aðalmaður Þorbjörn Broddason myndi dveljast erlendis næstu mán- uði, og því skyldi varamaður boðað- ur. Stuttar umræður spunnust um utanför Þorbjörns m.a. um það hvað hann myndi fást við í þessari utan- dvöl sinni, rannsóknir, nám og fll. Ég minnist þess sérstaklega að ég sagði að Þorbjörn hefði greint mér frá því að hann væri að fara til Bandaríkjanna og að hann yrði í burtu fram að áramótum. Ómögu- legt er því að skilja ummæli í þá veru, að fræðslustjóri hafi legið á upplýsingum um fjarveru Þorbjörns. Hafi skólaskrifstofa, sem sér um Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík. fundaboðun til fræðsluráðsmanna, enga hugmynd haft um fjarveru Þorbjörns Broddasonar, verður það að teljast undarlegt að boða vara- mann Þorbjörns, en ekki Þorbjörn sjálfan á fund í Skólamálaráði Reykjavíkur tveim vikum eftir um- ræddan fræðsluráðsfund. Þess má geta að í skólamálaráði sitja sömu pólitískt kjörnir fulltrúar og í fræðsluráði, en alþýðubanda- lagsmenn hafa ekki viðurkennt skólamálaráð og aldrei sótt fundi þar, en Þorbirni mun þó ávallt sent fundarboð. Varafulltrúinn, Valgerður hefur skýrt á opinberum vettvangi frá því að við þau fundarboð hafi hún greint frá því, að sækti ekki þann fund frekar en Þorbjörn, en minnti á að boða hana á fræðsluráðsfundi í fjar- veru Þorbjörns. Samkvæmt grunn- skólalögum kveður formaður til fundar í fræðsluráði. Fræðslustjóri vill taka fram að hún var í sumarleyfi síðari hluta júlímánaðar fram til 14. ágúst er margumtalaður fræðsluráðsfundur var haldinn og var því ekki við dagskrárgerð hans. Fræðslustjórinn í Reykjavík Áslaug Brynjólfsdóttir Sveinn Trygvason látinn: Látinn er í Reykjavík Seinn Trygvason, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, 73 ára að aldri. Sveinn fæddist í Reykja- vík, 12. ágúst 1916, sonur hjónana Sveinsínu Sveinsdótur og Tryggva Benónýsonar. Hann stundaði nám í mjólkuriðnum í Borgarnesi og við Statens Meieriskole í Noregi, þaðan sem hann útskrifaðist 1937. Sveinn veitti Mjólkurstöð Reykjavíkur for- stöðu frá 1937-38 og Mjólkurbúi Hafnarfjarðar 1938 - 42. Han var ráðunautur Búnaðarfélags íslands í mjólkurfræðum 1942-47 og stóð að stofnun mjólkursamlaga víðs vegar um landið. Framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins var hann frá 1947 - 1979 og gegndi jafnframt fjölmörgum trúnaðarstöð- um á sviði landbúnaðar um árabil, var m.a. fulltrúi Framreiðsluráðs landbúnaðarins frá 1972 og átti sæti í stjóm Utflutningsráðs á árunum 1957 -1960. Einnig starfaði Sveinn í framkvæmdanefnd Framsóknar- flokksins um langt skeið. Eftir Svein liggja ýmis rit og blaðagreinar um vinnslu og meðferð mjólkurafurða, jafnframt því sem hann var ritstjóri Árbókar landbún- aðarins á árunum 1964 -1980. Sveinn kvæntist Gerði Sigríði Þór- arinsdóttur 1943 og varð þeim tvegja barna auðið. Gerður lifir mann sinn. að snúa við. Það var ótrúlegt að lenda í þessu,“ sagði Kristinn. Hann sagði að einstaka sinnum hefði aðe- ins rofað til á milli verstu hríðanna, en skyggnið hefði ekki verið nema rétt fram fyrir húddið. „Maður sá vikurhnullunga á stærð við golfkúlur fjúka framhjá í sortanum og nokkrir þeirra lentu á gluggunum," sagði Kristinn. Hann lét krakkana leggjast í gólfið, hélt úlpu að glugganum bílstjóramegin og ók eins og hann mögulega gat. Bíll Kristins sem er af gerðinni Saab 99 er mjög illa farinn, eftir rúmar korters keyrslu í sand- bylnum. „Lakkið er ónýtt á vinstri híið og rúður allar máðar. Það þarf að sprauta hann allan. Ég get huggað mig við að það var eiginlega kominn tími á að fara að sprauta hann,“ sagði Kristinn. Hann sagði að krakk- arnir hafi ekki orðið hræddir, frekar þótt þetta skemmtun en hitt. Aðspurður sagðist hann hafa séð til útlendings á mótorhjóli við gatna- mótin niður í Þjórsárdal, þar sem hann stóð við skiltið, snéri bakinu í vindinn og reykti, og skömmu áður sá hann tvö reiðhjól í vegarkantinum en enginn maður sjáanlegur. Veiðin var annars mjög dræm hjá Kristni og fjölskyldu, aðeins einn um 150 gramma fiskur kom á land. Tjón af völdum sandfoks fást ekki bætt hjá tryggingafélögum. Bene- dikt Jóhannesson yfirmaður tjón- adeildar hjá Sjóvá-Álmennum sagði í samtali við Tímann að almenna reglan væri sú að tjón sem hlytist á þennan hátt félli ekki undir trygg- ingaskilmálana. „Það er getið um vindstig í kaskótryggingunum, þá er átt við ef lausir hluti fjúka á bifreið- ina eða hún að fjúka til, en ekki ef sandur fer á hreyfingu,“ sagði Bene- dikt. Hann sagði þetta vera gat í trygg- ingaskilmálunum og menn ekki get- að tryggt sig fyrir skemmdum vegna sandfoks til þessa. Hann sagði að tryggingaskilmálarnir væru til endur- skoðunar og yrði þá mörgum götum lokað eins og þá líklega t.d. tjón af völdum sandfoks. -ABÓ SENDIBIFREIÐ M. Benz 309 ’85 TIL SÖLU Ekinn 152 þús. km. Bíllinn er í goðu standi og lítur vel út. Er með sætum f. 8 farþega. Uppl. gefur Sigurgeir Jóhannsson í síma 985-21015 og 72380. FRÆÐSLUSKRIFSTOFA REYKJAVlKURUMDÆMIS Ritari óskast aö Sálfræðideild skóla, Réttarholtsskóla. Kunnátta í ensku, dönsku, vélritun og notkun tölvu nauðsyn- leg. Upplýsingar í síma 680698. Fræðslustjórinn í Reykjavík t Útför föður okkar, tengdaföður og afa Ragnars Á. Magnússonar lögg. endurskoöenda, Rofabæ 43 ferfram frá Árbæjarkirkju, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15. Sigurbjörg Ragnarsdóttir Aðalsteinn Hallgrímsson Marta Ragnarsdóttir Þorsteinn Eggertsson Hraf nhildur Ragnarsdóttir Pétur Gunnarsson Ragnheiður Ragnarsdóttir Keld Gall Jörgensen og barnabörn t Maðurinn minn og faðir okkar Sveinn Tryggvason, fyrrv. framkvæmdastjóri Framleiðsluráös landbúnaðarins til heimilis að Brekkugerði 18, Reykjavik verður jarðsunginn föstudaginn 25. ágúst nk. kl. 13.30 frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Gerður S. Þórarinsdóttir Auður Sveinsdóttir Þórarinn Egill Sveinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.