Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 68 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu. _______ S 28822 w § SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Glnsilegur salur tU leigu fyrir samkveami og fundarhöld á daginn sem á kvöldin. imMmmuOák BRAUTARHQLTI 20. SÍMI 2: COH —□ PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíxninn ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 Nær 2/3 allra 15-19 ára stráka á höfuöborgarsvæöinu á Slysadeiid Borgarspítalanns í fyrra: Heila- og mænusköðuðum fjölgað um 40% á 2 árum Slösuðum með áverka á heila og mænu hefur fjölgað mjög á Slysadeild Borgarspítalanns s.l. tvö ár, eða um nær 40%, en þá hafði fjöldinn lítið breyst um árabil. Á Slysadeild komu 759 manns með áverka á heila og/eða á s.l. ári. Ári áður voru þeir 601 og 546 árið 1986 sem var svipuð tala og ár hvert frá 1983. Heila- og mænusköðuðum hefur því fjölgað um fjórðung á einu ári og um 39% milli 1986 og 1988. Að viðbættum öðrum áverkum (á brjósti, kvið og grindarholi) var fjöldi fólks með áverka 843 á s.I. ári, samanborið við rúmlega 600 tveim, þrem árum áður. „Eins og fram kemur í ársskýrsl- unni er engum blöðum um það að fletta að þessum slysum hefur fjölg- að og brotum hefur fjölgað líka. í þessurn flokki slysa eru mjög alvar- leg slys og sennilega má ráða af þessu ráða að alvarlegum höfuð- slysum hafi fjölgað undanfarin ár, þótt þarna séu líka meðtaldir þeir sem fá heilahristing og því um líkt“, sagði Gunnar Þór Jónsson yfirlæknir Slysadeildar. Hvort hin mikla fjölgun í þessum flokki slysa er vegna fjölgunar umferðarslysa eða af öðrum orsök- um kemur ekki sérstaklega fram í skýrslunni. Gunnar Þór benti á að samkvæmt úrtaki sem gert var á Slysadeild milli 1987 og 1988 hafi alvarlegum heila- og mænuáverk- um fækkað verulega í hópi þeirra sem nota bílbelti og svipað megi segja um alvarleg beinbrot. Fram- angreind fjölgun geti eigi að síður átt rætur að rekja til umferðarslysa. Af þeim sem komu Slysadeild í fyrra höfðu 1.941 slasast í umferð- Þessar tölur benda m.a. til þess arslysum, sem var fjölgun um 260 aðslysábifhjólumséuhlutfallslega (eða rúmlega 15%) á tveim árum. mjög tíð, þegar haft er í huga hve Þá hafði slösuðum í umferðarslys- þau eru margfalt færri heldur en um hins vegar nær ekkert fjölgað bílar. Tölurnar sýna einnig að um frá árinu áður. Af slösuðum í þrír af hverjum fjórum slösuðum umferðinni á s.l. ári voru 1.028 voruíbílenáhjólieðagangandi. karlar og 913 konur og kom fjöl- gunin fram hjá báðum kynjum. Aldur slasaðra í umferðarslysum í nýjustu Arsskýrslu Slysadeild- kemur ekki fram í skýrslunni, en ar eru slasaðir í umferðarslysum hins vegar aldursskipting allra flokkaðir niður eftir aðstæðum þeirra sem leita til Slysadeildar. þegar slys átti sér stað: Þar vekur sérstaka athygli hve slösuðum í 15-19 ára hefur fjölgað Ökumaður með belti ..... 730 mikið s l' tvö ár’ Ökumadur óvarinn .......186 „ t , . , ^ . . .... Samtals 5.625 ungmenni a aldr- Farþegi m. belti ........ 246 1C in , , . Cl , , r. T . . . mum 15-19 ara komu a Slysadeild „ f . ... + , a s.l. an, samanbonö viö um eöa Farþegi i barnastol.....16 A ............ , . f , Ökumaður biHijóls ......,« ^ Hjlditam.ði.”\í3 ••p|'8a 2 ™ 3 „ ^ , Benda ma a aö um 5.500 piltar og ^ .. ~AO um 5.350 stulkur a pessum aldn ----2---------------------- eru busett a hofuöborgarsvæöinu. Samtals.................1.941 Slysatölurnar svara því til þess að um 2/3 allra piltanna og rúmlega þriðjungur stúlknanna hafi þurft að leita til Slysadeildar þetta eina ár. Hlutfallið lækkar að vísu heldur þegar tekið er tillit til þess að í kringum tíundi hluti allra þeirra sem koma á Slysadeild eru búsettir utan höfuðborgarvæðisins, en er eigi að síður gífurlega hátt. Einnig var um töluverða fjölgun slasaðra að ræða í hópi ungbarna (0-4 ára) og 10-14 ára unglinga, en þó töluvert minni en í „stórslysa- hópnum" 15-19 ára. Mörg undartfarin ár hefur 20-24 ára hópurinn verið hlutfallslega fjölmennastur á Slysadeild, en það breyttist á s.l.ári. Tala þeirra var að vísu ennþá há, tæplega 5.300 manns, en þó á hinn bóginn lægri - svo nemur nokkur hundruðum - heldur en nokkur næstu ár á undan. Og í aldursflokkum þar fyrri ofan voru komur á Slysadeild í fyrra álíka margar eða færri heldur en tveimur árum áður. - I íslendingar kræktu í ein gullverðlaun Islenskir knapar stóðu sig vel á 10. Evrópumóti íslenskrar hesta sem haldið var í Vilhelmsborg í Danmörku dagana 15.-20. ágúst. fslendingar náðu í ein gullverðlaun og komust í úrslit í öllum þeim greinum sem þeir kepptu í. Þjóð- verjar náðu fimm gullverðlaunum, Finnar eitt og Norðmenn eitt. Það var Jón Pétur Ólafsson sem hneppti gull en hann sigraði í gæðingaskeið á Glaum. Hinrik Bragason varð í öðru sæti á Vafa. íslensku keppendurnir náðu góð- um árangri í fleiri greinum. í flokki eldri stóðhesta náði Hjörvar frá Reykjavík bestri einkunn 8,07 en knapi var Sigurbjörn Bárðarson. Sigurbjörn hlaut þriðja sæti í fjór- gangi á Skelmi. I fimmgangi náði Atli Guðmundsson öðru sæti á Fjalari og Einar Öder Magnússon var í þriðja sæti. Jón Pétur Ólafs- son á Glaumi hlaut annað sæti í 250 metra skeiði. í tölti var mikil spenna. Þar háðu þeir Aðalsteinn Aðalsteinsson á Snjalli og Þjóð- verjinn Bernd Vith á Röði harða baráttu. Bernd hafði betur til að byrja með en Aðalsteinn fór fram úr öllum á hraða töltinu. Niður- staðan varð að endingu sú að Bernd fékk 80 stig og Aðalsteinn 79 stig. Norska stúlkan Unn Kroghen sigraði í samanlögðu og varð því Evrópumeistari. Þjóðverjinn Sandra Schuttzbach varð önnur og Jón Pétur Ólafsson þriðji. Þess má geta að Unn Kroghen er trúlofuð Aðalsteini Aðalsteinssyni. - EÓ Fjórir efstu í B-úrslitum í fjórgangi. Næstur okkur er Baldvin Guðlaugsson á Trygg, þá Ia Lindholm Svíþjóð á Sókrates, Line Haugslinen Noregi á Víði og Otto Hilgensamer Frakklandi á Nesa. Ljósm.: g.t.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.