Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 22. ágúst 1989 Þriðjudagur 22. ágúst 1989 ■ Ný hei Idar reg lugerð um mengunarvarnir í öllu ytra umhverf inu Eftir Stefán Ásgrímsson „Hér er fram komin heildar reglugerð um mengunarmál og mengunarvarnir sem ekki hefur verið til áður hérlendis. Reglugerðin leysir af hólmi aðra eldri sem einkum fjallar um hvar mætti stað- setja fyrirtæki sem hugsanlega gætu haft í för með sér einhvers konar mengun. Hér eru á ferðinni ný, ítarlegri og fyllri efnistök hvað varðar þessi mál en áður hefur tíðkast. í reglugerðinni eru listar þar sem taldar eru upp þær starfsgreinar sem sækja þarf um starfsleyfi fyrir, bæði til ráðuneytis og heilbrigðisnefnda, en heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna fá með reglugerðinni aukið hlutverk." Þetta voru orð Guðmundar Bjarnason- ar heilbrigðisráðherra þegar hann kynnti í gær nýja mengunarvarnareglugerð sem taka á gildi þann 1. janúar 1990. Nýnæmi hérlendis Við íslendingar höfum löngum verið stolt af hreinu og tæru lofti í kring um okkur, hreinu vatni og ómenguðu um- hverfi. Því miður höfum við sennilega ekki haldið vöku okkar of vel og vart líður sú vika að ekki séu fregnir í fjölmiðlum um bráðdrepandi eiturefni nánast á almannafæri, mengun í vatnsból- um og loftmengun sem á sumum stöðum í höfuðborginni a.m.k. er síst minni en gerist í iðnaðarborgum Evrópu. í þessum efnum hafa þó margir haldið vöku sinni, meðal annars stjórnvöld, en hin nýja mengunarvarnareglugerð hefur verið í smíðum síðan 14. janúar 1985 en þá setti Matthías Bjarnason þáverandi heilbrigðismálaráðherra á stofn nefnd sem átti að semja drög að mengunar- varnareglugerð í samræmi við 3. grein laga nr. 109 frá 1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Formaður nefndarinnar var frá upphafi Ólafur Pétursson efnaverkfræðingur, forstöðumaður mengunarvarna Holl- ustuverndar ríkisins. Ólafur var skipaður án tilnefningar af heilbrigðisráðuneytinu. Aðrir í nefndinni voru Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur, tilnefndur af Félagi íslenskra iðnrekenda, Magnús Jóhannes- son siglingamálastjóri, tilnefndur af sam- gönguráðuneytinu, Agnar Ingólfsson prófessor, tilnefndur af menntamála- ráðuneytinu og Sigurður Björnsson bæjarverkfræðingur í Kópavogi en hann var tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri óskaði síðar eftir því að vera leystur frá störfum í nefndinni en í hans stað var þá skipaður Gunnar H. Ágústsson verkfræðingur og deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun. Ný mengunarvarnareglugerð tekur gildi á nýjársdag n.k. Nefndin skilaði drögum að nýrri reglu- gerð til heilbrigðisráðuneytisins þann 25. maí 1987 og voru drögin þá send öllum þeim aðilum sem málið varðaði til um- sagnar. Þegar ráðuneytinu höfðu borist umsagnirnar voru málsgögn öll send Hollustuvernd sem síðan samdi endanleg reglugerðardrög sem nú hafa verið stað- fest sem reglugerð og taka á gildi 1. janúar n.k. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra sagði í gær þegar reglugerðin var kynnt á blaðamannafundi, að þetta væri fyrsta heildar mengunarvarnareglugerðin sem gefin hefur verið út á íslandi. Ihenni væri gert ráð fyrir að mengunarvarnir heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. Reglugerð þessi tæki til allrar mengun- ar umhverfisins og væri þar um afar víðfeðmt svið að ræða. Þannig næði hún til alirar starfsemi og allra framkvæmda sem haft geta í för með sér slíka mengun. Þótt reglugerð þessi hafi nú verið staðfest þá væri nauðsynlegt að setja síðar í hana fleiri reglur og viðmiðunar- mörk fyrir leyfilegri mengun umhverfis- ins enda þyrftu þær að vera í stöðugri endurskoðun. Þá þyrfti einnig að setja mörk fyrir fleiri mengunarvalda en til- teknir eru í reglugerðinni nú. Þetta þyrfti að gera jafnóðum og nýjar upplýsingar liggja fyrir. Níu kaflar Nýja mengunarvarnareglugerðin skipt- ist í níu kafla. Þrír þeir fyrstu fjalla um gildissvið hennar og skilgreiningar á hug- tökum sem notuð eru í henni og um eftirlit með þeirri starfsemi sem reglu- gerðin nær til. Þá eru þrír kaflar þar sem fjallað er um varnir gegn vatnsmengun, loftmengun, úrgangsmengun og hávaða- mengun. Sérstakur kafli fjallar um starfs- leyfi fyrir atvinnurekstur sem haft getur mengun í för með sér og að lokum er kafli um ýmis sérákvæði og um gildistöku reglugerðarinar. Viðaukar með viðmiðunarmörkum Sérstakir viðaukar fylgja með reglugerð- inni sjálfri, en í þeim eru tilgreind viðmið- unarmörk fyrir hámarksmengun í ám og vötnum, hámarks gerlamengun við strend- ur og voga, hámarksmengun andrúmslofts og viðmiðunarmörk fyrir hámarkshávaða. Þá er í viðaukanum fjallað um hættulegan efnaúrgang, um þann atvinnurekstur sem heilbrigðisráðherra veitir starfsleyfi fyrir, flokkun atvinnurekstrar sem háður er sérhæfðu eftirliti og hvers háttar sá atvinnu- rekstur er sem heilbrigðisnefnd í héraði veitir starfsleyfi. „Það sem er nýtt hér er að auk ítarlegra ákvæða um starfsleyfi er fjallað almennt um vamir við vatnsmengun, loftmengun, úrgangsmengun og hávaðamengun og sett viðmiðunarmörk og skilyrði,“ sagði Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráðherra. Aukið aðhald Ráðherra sagði að hér væri um nýjar og hertar reglur að ræða og hefði við samningu þeirra verið höfð hliðsjón af reglugerðum grannþjóðanna, einkum Norðmanna. Þá hefði einnig verið stuðst við norræna umhverfisvemdaráætlun sem íslendingar væru aðilar að. Hann sagði að almennt séð væri þó ekki um svo mikla breytingu að ræða að þýða mundi stóraukin útlát fyrir þá starfsemi sem reglugerðin nær til og þegar er fyrir í landinu. Guðmundur Bjamason sagði að á þessu stigi væri gert ráð fyrir því að flestar eða allar bifreiðar sem nú em í notkun verði stilltar þannig að þær mengi sem minnst. Hins vegar skuli allir bílar sem fluttir verða inn eftir 1992 vera með sértstökum meng- unarvamabúnaði þannig að þegar tímar líða verði gjörbreyting til betra horfs frá því sem nú er raunin um mengun frá bifreiðum. - En lítum nú lauslega á einstaka þætti hinnar nýju reglugerðar: Skilgreiningar í fyrsta kaflanum em skilgreind ýmis orð og hugtök sem notuð eru í reglugerðinni. Sum þeirra em þegar alþekkt og/eða auðskilin, en önnur síður. Reglugerðin nær til eins og segir í henni; „allrar mengunar ytra umhverfis.1' En hvað er þetta ytra umhverfi? Jú, samkvæmt skil- greiningu er það allt land, lögur og loft utandyra og utan vinnustaða. Þá er í reglugerðinni talað um ofanvatn en átt er við regnvatn og leysingarvatn sem rennur í fráveitur af húsþökum, götum og gangstéttum. Siturleiðsla er götuð leiðsla sem lögð er í jörðu til að dreifa fráveit- uvatni út í jarðveg. Ein persónueining er hugtak sem kemur fyrir í reglugerðinni. Þar er átt við þau lífrænu efni og næringar- sölt sem einn einstaklingur skilar að meðal- tali frá sér á sólarhring, eða jafngildi þeirra. Eftirlit og flokkun í þeim kafla reglugerðarinnar sem fjallað er um eftirlit segir að heilbrigðisnefndir skuli hafa eftirlit með framkvæmd reglug- erðarinnar undir yfirstjóm Hollustuvemd- ar ríkisins nema um sé að ræða starfsemi sem samkvæmt sérákvæðum reglugerðar- innar þarf að vera undir sérhæfðu eftirliti. Þó skal eftirlit með almennum mengunar- þáttum vera í höndum heilbrigðisnefnd- anna. í fjórða kafla reglugerðarinnar er fjallað um mengunarvamir í ám og vötnum. Þar er sagt að sveitarstjómir og skipulagsyfir- völd skuli við gerð svæða- og aðalskipulags flokka vatnasvæði í tvo flokka í samráði við Náttúruvemdarráð og Hollustuvemd. í flokk númer eitt skal setja svæði sem hafa sérstaka þýðingu vegna nytja af ýmsu tagi, lífríkis, jarðmyndana eða útivistar. í ár og vötn í flokki 1 verður bannað að leiða skolp. í flokk númer tvö skal setja vötn, ár og læki sem nýta má til afrennslis. Á sama hátt skal flokka strandsvæði í tvo flokka og í fyrri flokknum skulu vera strandsvæði sem mikilvæg em vegna nytja, lífríkis, jarðmyndana eða útivistar og þar verður bannað að veita skolpi. Það má hins vegar gera á annars flokks strandsvæði og skal leiða skolpið minnst fimm metra niður fyrir meðalstórstraumsfjömborð eða tut- tugu metra út frá meðalstórstraumsfjöru- mörkum. Andrúmsloftið og bílamir í viðauka við reglugerðina em viðmiðun- armörk um hámarksmengun í andrúms- lofti tilgreind og tiltekið hversu mikið magn brennisteinstvíildis, köfnun- arefnistvíildis og kolsýrlings má vera að meðaltali í andrúmsloftinu auk svifryks og fallryks. 1 ákvæðum reglugerðarinnar er sérstaklega tekið fram að húseigendur skuli sjá um að reykur frá kynditækjum valdi ekki óþægindum í nærliggjandi um- hverfi og að eigendur vélknúinna farar- tækja skuli sjá um að tækin séu þannig stillt að þau valdi ekki óþarfa reyk eða sótmynd- un og að mengun frá bílum skuli vera innan viðmiðunarmarka. Við skoðun á bílum skal kanna útblástur þeirra og reynist hann yfir viðmiðunar- mörkum skal krefjast úrbóta og skal skoðun ekki vera fullgild fyrr en eigandi hefur bætt úr og látið stilla bílinn eða lappa upp á hann þannig að viðunandi sé. Ekkert rusl á víðavangi En það er fleira en daunillar lofttegundir frá bílum og verksmiðjum sem reglugerðin fjallar um. í sjötta kafla hennar er fjallað um vamir gegn mengun af völdum úrgangs sem í daglegu tali kallast rusl, eða drasl. Bannað er nefnilega að skilja eftir, flytja eða geyma úrgang á þann hátt að valdið getið skaða eða lýtum á umhverfinu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti, svo sem bílflök, skipsskrokka o.s.frv. Þá er forráðamönnum verslana, bensín- og olíustöðva, sölutuma, samkomustaða, orlofsbúða, tjaldstæða o.s.frv. gert að koma fyrir í samráði við heilbrigðisnefndir, nægilegum fjölda mslabiða, eða ruslíláta og sjá um viðhald og tæmingu þeirra. Þá skulu forráðamennimir einnig sjá um nauðsynlega hreinsun nálægs umhverfis. Burt með hávaðann „Mengun af völdum hávaða skal vera undir þeim viðmiðunarmörkum sem fram koma í viðauka," segir í sjöunda kafla reglugerðarinnar sem fjallar um varnir gegn hávaðamengun. Þar segir síðan: „Forráðamönnum fyrir- tækja og stofnana er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða." „Eigendur vélknúinna ökutækja skulu sjá svo um að farartæki þeirra valdi ekki óþarfa hávaða.“ „Við allar framkvæmdir, svo sem bygg- ingar, gröft, gatnagerð o.fl. skal þess sérstaklega gætt að ekki verði óþægindi af völdum hávaða." -sá Tíminn 9 ----------------------- . - íM... j.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.