Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 22. ágúst 1989 GLETTUR - Það er ekki nema von að þér gangi illa að koma vélinni fyrir í bílnum, - vélin á að vera aftur í! - Flýttu þér út áður en konan mín sér þig hér. Hún heldur kannski að það sé eitthvað á milli okkar... - Nú höfum við talað svo mikið um mína lítilmótlegu og fátæku persónu. Nú skulum við tala um hinn stóra og ríka mann sem þú ert! - Langatöng þín á hægri hendi lítur ekki sérstaklega vel út í dag, elskan mín ! Tíminn 13 Elizabeth drottningarmóðir á afmælisdaginn með dóttur sinni, Elizabeth II. Bak við þær mæðgur standa: Linley lávarður (sonur Margrétar prinsessu), Edward prins, Karl krónprins og kona hans Diana drottningarmóður Andrew prins og hertogi af York og Sarah kona hans Beatrice með dótturina sem varð eins árs 8. ágúst sl. og hún fékk líka að koma í afmæli langömmu Tveir kappar þekktir úr fyrri James Bond- myndum sjást hér á frumsýningu í Hollywood á 007- myndinni „Licence to Kill“. Þeir eru báðir í sínu fínasta pússi, dvergurinn Herve Villechaize og hálftröllið Richard Kiel, og dömur þeirra. En ef til vill dettur einhverjum í hug, að það hefði farið betur á því, að þeir hefðu konuskipti, því að Herve hinn lágvaxni (hann er um 118 sm á hæð) hefur sér við hlið háa og glæsilega rauðhærða konu sem nefnist Terri, en Richard Kiel, sem er um 2,20 m á mjög smávaxna eiginkonu, Diane, og harm leiðir hana eins og lítið barn. Ættu þeir ekki að hafa konuskipti?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.