Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 22. ágúst 1989 Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:' Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Landbúnaðarstefnan Það er kjarni landbúnaðarstefnu hér á landi að vinna skipulega að því að aðlaga framleiðslu búvöru að innlendum markaði. Þessi stefna hefur hlotið staðfestingu í gildandi búvörulögum, og leitast er við að útfæra hana með reglugerðum. Aðlögunarstefnan hefur ekki aðeins hlotið stuðn- ing bændastéttarinnar í orði, heldur hafa bændur haft forystu fyrir því að hún væri tekin upp og henni framfylgt. Ljóst má vera að afleiðing slíkrar aðlögunar- stefnu er sú að framleiðsla vissra búvörutegunda dregst saman og bændum hlýtur að fækka. Bænda- stéttin gerir sér grein fyrir að þróunin fer í þá átt að þeim bændum fækkar sem leggja stund á sauðfjár- rækt og mjólkurframleiðslu. Vonir hafa verið bundnar við að skilyrði væru fyrir því að taka upp nýjar búgreinar eða auka fjölbreytni í atvinnu sveitafólks með öðrum hætti. Þessar vonir hafa að vísu ekki ræst sem skyldi, því að margs konar erfiðleikar hafa komið upp í sambandi við loðdýra- rækt og fiskeldi. Vissulega er því enn við vanda að stríða í landbúnaðarmálum. Hins vegar er nauðsynlegt að ráðamenn þjóðar- innar og almenningur í landinu átti sig á því að sú meginstefna í landbúnaðarmálum að aðlaga kinda- kjötsframleiðslu og mjólkurframleiðslu innlendum markaði er í fullum gangi. Á 10 ára tímabili hefur sauðfé fækkað um 34%, rúmlega 1/3 þess sem var árið 1978. Mjólkurkúm hefur fækkað um nálega 12%. Athuganir sem gerðar hafa verið á vegum Stéttarsambands bænda, sýna að bændum í heild hefur fækkað um 11% í landinu á 12 ára tímabili, þar af sauðfjárbændum og mjólkurframleiðendum um 19%. Eins og gefur að skilja hefur framleiðsla hinna hefðbundnu búgreina dregist saman að undanförnu. Nú er svo komið að mjólkurframleiðsla er síst meiri en markaðurinn tekur við. Þar er engin offram- leiðsla. Hins vegar hafa markaðsáætlanir um kinda- kjötsframleiðslu ekki staðist, samdráttur í sölu á kindakjöti er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þótt svo hafi til tekist er engin ástæða til að fordæma árangur hinnar nýju landbúnaðarstefnu, heldur er ástæða til að kanna hvað þessum neyslusamdrætti ‘veldur. Það er því hægt að taka undir orð Gunnars Guðbjartssonar fyrrv. framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, að ekki verði bænda- stéttinni borið á brýn að hafa sýnt tregðu við að fækka sauðfé eða að minnka kindakjötsframleiðslu. Fremur ætti að leggja áherslu á að sýna almenningi fram á að aðlögunarstefnan í landbúnaðarmálum er í fullum gangi, sú stefna að laga framleiðsluna að innlendum markaðsþörfum. Það er sú stefna sem yfirgnæfandi meirihluti Alþingis hefur samþykkt. Þá stefnu ber að hafa í heiðri, enda óþurftarverk, ef frá henni yrði vikið með því að taka upp óheftan innflutning á landbúnaðarvörum. Þeir sem það boða geta ekki séð fyrir afleiðingar slíks boðskapar. Ef þeir gerðu það, myndu þeir ekki halda fram kenn- ingum um óheftan innflutning búvöru. 11111111 garri WMMIBMIllMiWIBBIllllMÍÍMliHlllllHlllllHlllllllWl Einkaskólamálið Morgunblaðið hefur nú í tvígang tekið málstað nýja einkaskólans sem menntamálaráðherra var að synja um leyfi til að setja á stofn í gamla Miðbæjarskólanum. Fyrst í Ieiðara á föstudag og aftur I Reykjavíkurbréfi á sunnudag. Þó er að því að gæta að ekki verður annað séð en að Svavar Gestsson hafi haft aUar ástæður til að synja um þetta leyfi, jafnvel þótt engin pólitík hefði komið inn í myndina. Að því er hann upplýsti stóð fjárhagsgrundvöllur skólans á brauðfótum. Ekki var annað að sjá af þeim plöggum, sem lögð voru fyrir ráðuneytið, en að annað tveggja yrði að hækka skólagjöld mjög fljótlega úr tólf ■ tuttugu þúsund, eða að stofnunin yrði að öðrum kosti gjaldþrota. Það hefði vitaskuld verið hreinasta glapræði af ráðherra að gefa út starfsleyfi fyrir skólann á þessum forsendum. Með því móti hefði ráðuneyti hans verið að konia mjög óskemmtilega aftan að væntanlegum nemendum skólans, og ekki síður foreldrum þeirra. Frjálshyggjan En afstaða Morgunblaðsins til skólans, sem hteypa átti af stokk- unum ú þessum fjárhagslegu brauðfótum, er eigi að síður for- vitnileg. Morgunblaðið hefur undanfarin misseri verið helsti málsvari frjálshyggju í landinu. Það fer ekki á milli mála að varðandi þennan einkaskóla er blaðið stefnu sinni trútt. í nýjum einkaskóla sér blaðið skref fram á við í átt að aukinni frjálshyggju. Nú má vitaskuld endalaust deila um það hvort einkaskólar geri gagn sem sllkir, svona yfirleitt. En þegar Morgunblaðið sér framför í því að auka hér frjáLshyggju í menntakerfinu þá hefur blaðið þó rangt fyrir sér. Sérstaklega þegar það vill láta fara af stað með einkaskóla án þess að fjárhags- grundvöllur fyrir rekstri hans sé tryggður. - Sannleikurinn er vitaskuld sá að reynslan af menntakerfinu hér má í heildina tekið kallast nokkuð góð. Þar starfar mikið af traustu og samviskusömu fólki af heilindum að því að koma æskulýð landsins til þroska. Út úr þessu menntakerfl kemur árlega mikið af vel gerðu og vel menntuðu fólki til starfa í undirstöðugreinum þjóðarbúsins. Og mestu máli skiptir að þarna hafa allir jafnan rétt til náms, án tillits til efnahags foreldra sinna. Ef þetta kcrfi væri mcingallað á einhvem þann máta að brýnna úrbóta væri þörf, þá væri máski réttlætanlegt að tala hér fyrir einkaskólum. Þá gæti verið að rökstyðja mætti hér þörf fyrir að koma á fót einkaskólum til þess að veita ríkiskerfínu aðhaid. En því er ekki að lieilsa, heldur þvert á móti. . Sporinhræða Það er mönnum enn í fersku minni hvernig fór fyrir ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, þegar hún setti hér allt laust og óbundið í vaxtamálunum. Það var gert undir því sama formerki frjálshyggjunn- ar og nú á að nota til að koma hér á einkaskóluin. Vcxtir og fjármagnskostnaður ruku hér upp úr öllu valdi, svo að öllum heilbrigðum atvinnurekstri var riðið á slig. Enn þann dag í dag eru undirstööufyrirtæki vitt og breitt um landið að berjast við afleiðingar frjálshyggjustefnunnar í vaxtamálum i valdatíma Þorsteins Pálssonar. Og þau spor hræða. Og ókostir frjálshyggjunnar eru nokkurn veginn hinir sömu, hvort heldur er um að ræða vaxtamál eða menntamál. í báðum tilvikum er að því stefnt að þeir, sem eiga peninga, geti grætt á kostnað ntcð- borgara sinna. í síðara tilvikinu er málið þó kannski öUu alvarlegra, þvi að þar er að því stefnt að böm þeirra foreldra, sem pcninga eiga, geti fengið að njóta forréttinda umfram böm hinna sem úr engu hafa að spila nema venjulegum launum. Sá gróði á kostnað ann- arra er kannski öllu alvarlegra mál heldur en einn saman vaxtagróði þeirra sem peninga eiga. Við íslendingar höfum ncfnilega alltaf verið heldur lítið fyrir það að skapa forréttindastéttir í landi okkar. Hér reis aldrei á miðöldum upp nein aðalsstétt líkt og í ýmsum nálægum löndum. ísland er erfítt land til að búa í, en þjóðin dugmik- il. Hér hefur mönnum þótt að það nægði að hverjum og einum væri gefíð tækifæri til jafns við alla aðra til að spjara sig. En jafnframt hefur það verið töluvert ríkt í íslendingum að hér ætti ekki að skapa neinuin óeðlileg forréttindi. Af málflutningi Morg- unblaðsins í einkaskólamálinu er hins vegar ekki annað að ráða en að veríð sé að stefna að slíku. Ef frjálshyggja Morgunblaðsins í menntamálum næði fram að ganga er þannig hætt við að afleiðingar þess yrðu fljótar að láta fínna fyrir sér. Svona svipað og í vaxtamálun- um. Garri. VÍTT OG BREITT 73 þúsund Ég var með opið á einhverri útvarpsstöðinni hér á dögunum og heyrði þá í manni sem hafði talið 73 bíla ljóslausa á ferð í stuttri ökuferð sinni um borgina. Býsnað- ist hann yfir því að þarna hefði ríkissjóður misst af 73 þúsund krónum í sektum. Samkvæmt því mun það geta kostað þúsund kall að glcyma að kveikja bílljósin á björtum sólskinsdegi í Reykjavík, og má satt vera. Öll eigum við að fara eftir gild- andi reglum í umferðinni, og flest reynum við vitaskuld að gera það eftir megni. Nú er nokkuð um liðið síðan það var gert að skyldu að kveikja hér ökuljós bifreiða í hvert sinn sem þær eru hreyfðar úr stað. Eins og allir vita er það nú orðið lögbrot að aka um í höfuðborginni án þess að vera með full ökuljós kveikt. Ljós í myrkri Þetta er vitaskuld nauðsyn þegar ekið er í myrkri. Og viðurkenna ber að úti á þjóðvegum er að þessu visst öryggi. Það á ekki bara við þegar ekið er í dimmu eða ryk- mekki. Það leynir sér ekki að við akstur þar sjá menn bíl, sem á móti kemur, miklu fyrr en ella ef hann er með ökuljósin kveikt. Að þessu er því mikið öryggi úti á vegunum. Aftur er það bæði mér og öðrum hulinn leyndardómur hvaða til- gangi það á að þjóna að banna mönnum að hreyfa bílinn ljóslaus- an innanbæjar í Reykjavík. Þetta á fyrst og fremst við yfir sumarið. Þannig eru reglurnar þannig núna að vilji menn til dæmis aka í rólegheitum niður Laugaveginn á sólbjörtum sumardegi þá er það harðbannað öðru vísi en undir fullum ökuljósum. Gleymi menn því getur víst verið von á þúsund króna sekt frá næsta lögregluþjóni, eftir þvf sem maðurinn sagði í útvarpinu. Tilganginn með þessu er eigin- lega ekki auðvelt að sjá. Fyrir þessa breytingu notuðu ökumenn ljósin eftir því sem þörfin krafði í Reykjavíkurumferðinni. Þeir kveiktu þau þegar svo skuggsýnt var orðið að þörf væri orðin fyrir þau til að sjást sjálfur og sjá aðra. Þegar sól skein í heiði létu menn þau eiga sig. Þetta gafst vel, og ekki fara af því sögur að ljósleysi bíla í Reykjavík hafi valdið þar umtalsverðum óhöppum eða tjónum. Aftur á móti hlýtur þetta að kosta töluvert í bensíni, svona á ársgrundvelli. Að ógleymdu öllu vafstrinu sem það kostar þegar menn gleyma bílum sínum með ljósum og þurfa síðan aðstoð með dráttarköðlum eða startköplum til þess að koma þeim í gang aftur. Tvenns konar umferð Það sem líklega hefur gleymst við setningu þessara reglna er sú einfalda staðreynd að hér á landi er tvenns konar umferð. Annars vegar umferðin innan Reykjavíkur - og fleiri þéttbýlisstaða - sem undir venjulegum kringumstæðum er til þess að gera hæg. Hins vegar er svo aksturinn úti á þjóðvegun- um, þar sem menn spretta úr spori. Ég er þess vegna eiginlega á því að við setningu þessara reglna hafi verið farið offari. Menn hafi ekki áttað sig á muninum á þessu tvennu. Né heldur því að innan Reykjavíkur eru þessar reglur óþarfar og öllum til ama. Þar dugar fullkomlega að menn kveiki ljósin þegar byrjar að dimma, og einnig í slæmu skyggni, til dæmis í rign- ingu, eins og tíðkaðist hér áður fyrr og gafst vel. Þar er algjör óþarfi að gera full ökuljós að ófrávíkjanlegri skyldu. Úti á vegum er ljósaskyldan hins vegar til bóta og sjálfsagt að við- halda henni. En þar þarf líka að gera annað, sem er að auka lög- gæslu og reyna með öllum ráðum að halda ökuhraðanum innan lög- legra marka. Sá landlægi ósiður hér að aka helst aldrei úti á vegum öðru vísi en vel yfir hraðamörkun- um er langstærsti hættuvaldurinn í umferðinni hérna nú sem stendur. Það dylst engum að sá ósiður veldur hér fjöldamörgum slysum árlega. Það er þess vegna gegn hrað- akstrinum úti á þjóðvegunum sem yfirvöld umferðarmála þurfa að beita sér. Og svarið við þeim vanda er ekki að skylda menn til þess að aka Laugaveginn með fullum ljós- um á hásumardegi. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.