Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. ágúst 1989 Tíminn 3 Svíakonungur kemur til landsins til hreindýraveiða: Kóngur fær að veiða 10 dýr Karl Gústaf Svíakonungur er væntanlegur til landsins næstkomandi fimmtudag og hyggst hann stunda hreindýra- veiðar á Austurlandi. Hefur konungurinn og fylgdarmenn hans fengið leyfí til að veiða allt að tíu dýr. Karl Gústaf mun stunda veiðarnar í Fljótsdal um næstu helgi. Sam- kvæmt lögum er ekki heimilt að selja veiðileyfi og óheimilt er að stunda hreindýraveiðar nema undir eftirliti hreindýraeftirlitsmanns. Mun kon- ungurinn því slást í för með hrein- dýraeftirlitsmanni en þeir eru skipaðir í hverjum þeirra rúmlega þrjátíu hreppa þar sem hreindýra- veiðar eru heimilaðar. Hjá menntamálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að Svíakon- ungur hefur sett sig í samband við hreindýraeftirlitsmenn og landeig- endur í Fljótsdalshreppi og verður hann eftirlitsmanninum til aðstoðar en samkvæmt reglunum er eftirlits- manninum heimilt að velja sér að- stoðarmenn við að fækka dýrunum. í ár er samtals heimilað að veiða 253 hreindýr. í dag verður tekin endanleg ákvörðun um það hvort dýrin sem konungurinn veiðir verða talin vera innan þess kvóta sem Fljótsdalshreppur hefur eða hvort dýrin verða utan kvóta. í reglum um hreindýraveiðar segir að auk þeirra hreindýra sem skiptast milli hrepp- anna, geti ráðuneytið leyft veiði nokkurra dýra í viðbót ef henta þykir, meðal annars handa söfnum, til vísindalegra rannsókna og þess háttar eins og það er orðað í reglun- um. Varðandi kvótann á hreindýra- veiðunum er rétt að hafa í huga að á undanförnum árum hefur ekki náðst að veiða upp í leyfðan kvóta. Á síðasta ári var til dæmis heimiluð veiði á 330 dýrum en aðeins 213 veiddust. Á árinu 1987 var veiði- kvótinn 600 hreindýr en aðeins náð- ist að veiða 474 dýr. Ljóst er að konungurinn fær ekki að hafa dýrin eða kjötið af þeim með sér til Svíþjóðar. Samkvæmt þeim reglum sem gilda fá hrepparnir ákveðinn kvóta og andvirði felldra hreindýra er síðan skipt á milli bændanna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig hreindýraafurðunum af þeim dýrum sem konungurinn drep- ur verður skipt, hvort eða að hve miklu leyti þau renna til hreppsins eða hreindýraeftirlitsmannsins. Þess má geta að meðal innlendra aðstoðarmanna konungsins verða Rúnar Marvinsson matreiðslumaður og Hákon Aðalsteinsson hagyrðing- ur og hreindýraskytta. - SSH Frá opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna í júní 1987. Grennslast fyrir um ferðir breskra hjóna: Komu fram í fyrrinótt Bresku hjónin sem farið var að grennslast fyrir um á sunnudag, þar sem ekkert hafði spurst til þeirra frá því á fimmtudag, komu til dvalar- staðar síns að Ytri-Sólheimum í Mýrdal um klukkan tvö aðfaranótt mánudags. Talið var að hjónin hefðu aðeins farið í stutta ferð á fimmtudag, þar sem þau höfðu skilið megnið af farangri sínum eftir, en þegar þau voru ekki komin fram á laugardags- kvöld var farið að grennslast fyrir um þau. Leitað var í nágrenni Mýrdals og á fjallvegum á Suðurlandi. Síðdegis á sunnudag bárust upplýsingar þess efnis að sést hafi til þeirra á Höfn og komu þau síðan að Ytri-Sólheimum þá um nóttina. Ekkert amaði að þeim. - ABÓ Innleggsnótan er sama og peningar „Það hefur fjöldi fólks komið og kvartað við okkur,“ sagði Finnbjörg Guðmundsdóttir starfsmaður Neyt- endasamtakanna, en borið hefur á því undanfarið að sumar verslanir taki ekki á móti innleggsnótum sem greiðslu ef um útsölu er að ræða hjá versluninni. Það er mat Neytendasamtakanna að slíkt standist ekki gagnvart lögum, enda hefur verslun, með því að gefa út innleggsnótu, viðurkennt að viðskiptavinurinn eigi kröfu á vöru að sömu upphæð. Utsala, rým- ingarsala eða önnur sala á lækkuðu verði getur á engan hátt breytt þessum rétti viðskiptavinarins, segir í tilkynningu frá Neytendasam- tökunum. Finnbjörg sagði að þeirra mat væri það að innleggsnóta væri sama og peningur og því sama hvort verið sé að nota hana til að taka út á, þegar útsala er eða ekki. „Það sem við gerum er að senda viðskiptavininn aftur með nótuna í verslunina og það hefur gengið til þessa," sagði Finnbjörg. Hún sagði að ef verslun ætlaði að halda því til streitu að taka ekki við innleggsnótu sem greiðslu á útsölu, ættu viðskiptavinirnir að fá það skriflegt frá versluninni. I fram- haldi yrði farið í innsetningaraðgerð. „Til þess hefur ekki komið, því þeir vilja ekki gefa það upp skriflega og viðskiptavinirnir hafa fengið að nota nóturnar til greiðslu," sagði Finnbjörg. - ABÓ i-orsænsraonerra segir ao vioræoum við Borgaraflokksmenn sé ekki lokið: millMIIIM llll HlWIIIHHIIIiWI I llll ■ l !■■■— M I II Eitt ákveðið tilboð lagt fram í vikunni Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir að viðræður við Borgaraflokkinn standi enn yfir og nú sé unnið að því innan þingflokka stjórnarflokkanna að setja fram ákveðið tilboð sem þá verður lagt fyrir Borgara. Steingrímur vildi ekk- ert segja um innihald tilboðsins, né heldur hvort hér væri um lokatilboð að ræða. „Við erum ennþá í viðræðum við Borgaraflokkinn og það er ekki búið að slíta þeim formlega“, sagði Steingrímur í gær. Málið er eins og er í höndum stjórnarflokkanna, og samkvæmt heimildum Tímans mun ákvarðanataka fyrst og fremst vera í höndum Alþýðuflokks, enda eina Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra segir að nú sé unnið að gerð ákveðins tilboðs innan stjómar- innar sem leggja eigi fyrír þingmenn Borgaraflokksins. Um innihald þess vildi hann ekki segja, né heldur hvort hér værí um endanlegt tilboð að ræða. TÆPAR11 ÞUS. DOSIR TIL KIRKJUBYGGINGAR Greint var frá því í Tímanum fyrir skömmu að tveir götuhreins- unarmenn á ísafirði hefðu á undan- förnum mánuðum haldið til haga þeim einnota umbúðum sem til féllu við hreinsun gatna í bænum. Þá þegar hafði annar þeirra skilað inn um sjö þúsund stykkjum af skilavöru, en hinn kvaðst í samtali við blaðið ekki vita enn hversu miklu magni hann hefði safnað. Viðkomandi götuhreinsunar- maður Sigfús B. Valdimarsson, hefur nú skilað af sér dósum og annarri skilavöru sem hann hefur safnað og reyndist það vera hvorki meira né minna en 10.623 stykki, að verðmæti 53.115 kr.. Fé þetta rennur þó ekki í eigin vasa Sigfús- ar, því að allt andvirði skilavörunn- ar mun renna til endurbyggingu Salemkirkjunnar á ísafirði, þar sem að hann hefur verði virkur meðlimur síðan 1945. Sigfús sendi línu til blaðsins fyrir helgi, þar sem að hann segist munu halda áfram þessari söfnun og láta andvirðið renna til kirkjunnar. Sigfús sem nú er 77 ára segir andlega starfið vera sitt aðal áhug- amál, enda renni 10% af tekjum hans óskiptar til safnaðarins. -ÁG mest andstaðan þar í flokki við að taka Borgaraflokkinn inn í ríkis- stjórnina. Að sögn forsætisráðherra verður næsta skref að þeir geri Borgurum ákveðið tilboð, er hann vildi ekki gefa upp efnislega. Stein- grímur sagðist heldur ekki geta gefið upp nein tímamörk hvenær tilboð þetta kæmi fram, en kvaðst vona að búið væri að ganga frá því hvort samstaða næðist um tilboðið um næstu helgi. Ekki náðist í Júlíus Sólnes for- mann Borgaraflokksins í gær, en að sögn Guðmundar Ágústssonar þing- manns flokksins hafa formlegar við- ræður á milli þeirra og stjórnarinnar ekki átt sér stað yfir helgina. Það er ekki ljóst hvort að um endanlegt tilboð af hálfu stjórnarinnar verður að ræða, þegar það tilboð sem Steingrímur talar urn kemur fram. Þó þykir nokkuð ljóst að við núver- andi ástand muni sú hugmynd er bundnar voru vonir við í fyrstu, að hver af stjórnarflokkunum gæfi eftir eitt af sínum ráðuneytum til Borg- araflokks, gangi ekki upp vegna ósættis innan Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags um frá hverjum eigi að taka stólana. Þess vegna hefur því verið varpað fram að stjórnar- þátttaka Borgara nái ekki öðruvísi fram að ganga en með uppstokkun ráðueyta. Steingrímur vildi hins veg- ar ekki tjá sig neitt um hvort tilboð það sem stjórnin stefnir að að leggja fram hafi f för með sér uppstokkun embætta innan stjórnarráðsins. Óánægjuraddir innan stjórnar- flokkanna, sem lýst hafa yfir efa- semdum um ágæti þessa stjórnar- samstarfs hafa á síðustu dögum verið áberandi. í útvarpsfréttum í gær deildi Karvel Pálmason alþingismað- ur t.d. á formann sinn Jón Baldvin Hannibalsson, þar sem að hann kallaði stjórnarmyndunarviðræður þær sem átt hafa sér stað á milli Borgaraflokksins og stjórnarinnar skak og lýsti yfir vilja sínum til þess aðgangatilkosningaíhaust. -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.